NT - 28.08.1984, Blaðsíða 1
Þunnhærðir unglingar?:
Stálu hárkollum
í Laugardalshöll
■ Pá fáu daga sem heimilis-
sýningin hefur staðið í Laugar-
dalshöll hefur töluvert verið
um þjófnaði á sýningargripum.
Þannig hvarf hárkolla úr sýn-
ingarbás hárgreiðslustofunnar
Papillu á laugardag og í fyrra-
kvöld var annarri hárkollu síð-
an stolið úr sama bás.
í bæði skiptin voru óprúttnir
unglingar að verki og náðust
þjófarnir í hvorugt skiptið.
Dyravörðum var þó gert við-
vart undir eins en einhvern
veginn sluppu unglingarnir úr
greipum þeirra og þrátt fyrir
mikla leit fundust þeir hvergi
innandyra.
Hárkollan, sem var stolið á
laugardagskvöld, er ljós með
fléttum, svipuð þeim hárstíl
sem leikkonan Bo Derek hafði
í kvikmyndinni 10. Hin hár-
kollan er öllu venjulegri, ljós á
lit og með svonefnda boxklipp-
ingu.
Það eru eindregin tilmæli
eiganda Papillu að þjófarnir
skili kollunum aftur því þótt
hér sé um töluverð verðmæti
að ræða koma þau vart ung-
lingum að neinu gagni.
Flakið af
Mount Louis
Ágreiningur um mengunarhættu
Sjá nánar útlönd bls. 23
Skip Hafrannsóknarstofnunar í seiðaleiðangri:
Rannsóknir nú lofa
góðum þorskárgangi
„Sjórinn er iðandi af lífi,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson
■ Samkvæmt heimildum NT
gefa rannsóknir hafrannsókna-
skipa Hafrannsóknarstofnunar
til kynna að þorskárgangurinn í
ár sé mjög sterkur.
Hjálmar Vilhjálmsson, leið-
angursstjóri á Árna Friðriks-
syni, sem er við seiðarannsóknir
fyrir Norðurlandi, sagði NT í
gærkveldi að mikið líf væri í
sjónum. „Ástandið hefur oft
verið verra.“
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, sagði að þetta
sýndi að lítill stofn gæti gefið
góða hrygningu. En Halldór
sagðist jafnframt vilja minna á
að þrátt fyrir að stofninn 76
hafi verið talinn mjög góður,
skilaði hann sér illa í veiði.
Ölafur Halldórsson, leiðang-
ursstjóri á Bjarna Sæmunds-
syni, sem er einnig við seiða-
rannsóknir, fyrir Vestfjörðum,
sagði að leiðangurinn hefði
gengið vel, en vildi ekki láta
hafa neitt eftir sér fyrr en hann
hefði getað skoðað árangur
beggja skipa. Jakob Jakobsson,
forstjóri Hafrannsóknarstofn-
unar, sagði að niðurstöður
leiðangursins yrðu kynntar þeg-
ar þær lægju fyrir, en skipin
koma í höfn á fimmtudag.
Hringsjá:
Selfoss
Grímsnes
Akranes
Grindavík
Njarðvík
Hornaffjörður
Sjábls.6-7 j
■ Það slys átti sér stað á
sjúkrahúsinu í Keflavík,
snemma í gærmorgun, að kona
féll niður í lyftugryfju á milli
hæða. Slysið bar að með þeim
hætti, að konan hugðist fara
með hjólavagn inn í lyftuna og
eftir að hafa ýtt á tilheyrandi
takka tók hún í hurðina til að
athuga hvort lyftan væri komin
niður. Hurðin var hviklæst, og
því opnaðist hún þó lyftan sjálf
væri á annarri hæð. Konan gekk
aftur á bak inn um lyftudyrnar
og féll af jarðhæðinni niður í
lyftugryfjuna. Meiðsl konunnar
reyndust ekki jafn alvarleg og
ætla mætti en hún brákaðist á
hryggjarlið. Má það teljast lán í
óláni að atvik þetta skyldi gerast
á jarðhæð en ekki annarri eða
þriðju hæð.
Fokið í flest skjól
■ Eitt og annað hefur verið
rætt og ritað um hús-
næðisvanda ungs fólks, og
fregnir herma að baráttan á
leigumarkaði borgarinnar
fari harðnandi. Menn deyja
þó ekki ráðalausir eins og
meðfylgjandi mynd ber með
sér og auglýsa grimmt. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum
sem NT aflaði sér þá hefur
auglýsing þessi ekki borið
árangur enn sem komið er
enda hefur víst aldrei þótt
happadrjúgt að bera sín
vandræðiátorg...?
NT-mynd: Róbert.
Áhugi hjá Sjóvá á að eignast 13%
í Tryggingu hf.:
Vill kaupa á
24-földu nafn
virði hlutabréfa!
■ Sjóvá hefur gert tilboð í um
13% hlutabréfa Tryggingar h.f.
og vill borga 5 milljónir króna
fyrir þau, eða 25-falt nafnvirði
bréfanna. Með í kaupunum
mundu fylgja jöfnunarhluta-
bréf, sem Trygging ráðgerir að
gefa út til að fimmfalda núver-
andi hlutafé.
Hlutabréfin, sem Sjóvá vill
kaupa eru í eigu þeirra Þorsteins
Bernharðssonar og Magnúsar
Helgasonar, en þeir voru báðir
felldir úr stjórn Tryggingar á
aðalfundi, sem haldinn var fyrr
í sumar.
Einar Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Sjóvá vildi ekkert
tjá sig um þetta mál, þegar NT
hafði samband við hann í gær.
Lögum samkvæmt á Trygging
h.f., eða hluthafarfyrirtækisins,
forkaupsrétt á hlutabréfum tví-
menninganna. Stjórn fyrirtækis-
ins hefur mál þetta í athugun og
hefur hún frest til september-
loka til að nýta forkaupsréttinn.
Ef það verður gert, verður hún
að greiða fyrir hlutabréfin sömu
upphæð og Sjóvá hefur boðið.
Þar sem 13% hlutabréfaeign
tryggði Þorsteini og Magnúsi
ekki sæti í stjórn fyrirtækisins,
velta menn því fyrir sér hvað
búi að baki tilboði Sjóvá .
Féll niður í
lyftugryfju!
Hurðin opnaðist þó lyftan
væri á annarri hæð
NT á heimilissýningunni:
Mörg hundr-
uð nýrra
áskrifenda
- 20 þúsund gestir
hafa séð sýninguna
■ Mörg hundruð nýir á-
skrifendur hafa bæst í hóp
lesenda NT á heimilissýn-
ingunni í Laugardalshöll-
inni.
„Undirtektir gesta hafa
verið mjög góðar“, sagði
Inger Einarsdóttir starfs-
maður í NT-básnum á
sýningunni, þegar við
litum til hennar í gær-
kvöldi. Sagði hún, aðgest-
irnir væru mjög hrifnir af
Reuter-prentaranum, þar
sem þeir gætu lesið glóð-
volgar erlendar fréttir.
Sérstaklega væru út-
lendingarnir hrifnir, þar
sem þeir gætu ekki lesið
íslensku blöðin.
Halldór Guðmundsson,
blaðafulltrúi sýningarinn-
ar sagði í samtali við NT í
gærkvöldi, að þeir væru
mjög ánægðir með við-
tökurnar. „Aðsóknin hef-
ur verið mjög góð, bæði á
sýninguna og í tívolíið",
sagði Halldór.
Reiknað var með að
gestir yrðu orðnir um 20
þúsund eftir kvöldið í gær,
og sagði Halldór, að sýn-
ingin í ár færi svipað af
stað og sýningin 1982, en
þá var heildarfjöldi gesta
nærri 74 þúsund.