NT - 05.11.1984, Page 23
Il
t
Mánudagur 5. nóvember 1984 23
Iþróttir
Knattspyrnan í V-Þýskalandi:
STUTTGART
Á UPPLEID
— jafnt hjá Bayern og HSV - Lárus með - ósanngjarnt tap
Dússeldorf - ekkert stöðvar Köln
Frá Guðmundi Karlssyni
fréttamanni NT í
V-Þýskalandi:
■ Búndeslíga, 11. leikdagur:
238 þúsund áhorfendur sáu 34
mörk. Sören Lerby Bayern
Múnchen, og Makan,
Stuttgart, hvíla í næsta leik
eftir að hafa fengið fjórða gula
spjaldið um helgina. Stuttgart
er aftur á uppleið. Köln hagnast
enn einu sinni á toppformi
Klaus Allofs. Stórskuldir og
sæti 18 fyrir Dortmund. Hinn
nýi þjálfari Erick Ribbeck hef-
ur tekið við sökkvandi skipi.
Bayern Múnchen-Hamburger
SV.....................1-1
„Ef Bayern vinnur, getur
þýska knattspyrnusambandið
sent titilinn strax til Miinchen",
sagði Franz Beckenbauer
fimmtán mínútum fyrir leiks-
lok. Þýska knattspyrnusam-
bandið getur sparað sér send-
ingarkostnaðinn í bili, því HSV
náði að jafna metin. Sjötíu og
tvö þúsund áhorfendur sáu op-
inn sóknarleik fyrstu mínúturn-
ar. Fyrsta færi Bayern: Uli
Stein varði aukaspyrnu
Augenthalers. Á 12. mínútu
náði Augenthaler á síðustu
stundu boltanum af Von Hees-
en. Sex mínútum síðar aftur
færi fyrir gestina, en Jakobs
vippaði réttyfir. Eftir36m(nút-
ur tók Bayern síðan forystuna.
Dremmler gaf fyrir og Wohlfart
skallaði inn af fimm metrum.
Hans sjöunda mark á tímabil-
inu, 1-0 fyrir Bayern í hálfleik.
Á 69. mínútu fékk Bayern-
grínistinn Mathy gott færi, en
Uli Stein náði að verja, fyrir
aftan línuna? Nú ætlaði Bayern
að halda fengnum hlut, og
afleiðing af því var stanslaus
sókn HSV. McGee skaut í
stöng af 10 metra færi. Wuttke
skömmu seinna í slá. 86. mín-
úta: Skotinn McGee átti aftur
gott skot, en Martin varði á
línu. Á 87. mínútu tókst Von
Heesen loks að jafna. Skot
hans hafnaði rétt undir slánni,
1-1. Sanngjörn úrslit og Búnd-
eslígan andar léttar.
Stuttgart-Frankfurt .... 4-2
Pahl varði víti en meistararn-
ir voru í heildina betri. Leiðin-
leg byrjun, en síðan fengu 27
þúsund áhorfendur að sjá
skemmtilegan leik: Skömmu
fyrir leik varð Stuttgart skyndi-
lega að endurskipuleggja. All-
göwer fékk allt í einu verk í
hnéð og Niedermayer er með
klemmda taug í baki. Bent-
haust sá aðeins einn möguleika:
„Við verðum að sækja“.
Klinsmann, Claesen og Reic-
hert spiluðu frammi. 20. mín-
úta: Reichert gaf fyrir og
i
Markahæstu
menn
Frá Guðmundi Karlssyni Frétta-
manni NT í V-I‘yskalandi:
■ Þessir eru nú marka-
hæstir í Búndeslígunni í
knattspyrnu:
Klaus Allofs Köln .... 12
Fischer, Boclium........9
Mill jGladbach.......... 8
Röper, Leverkusen .... 8
Thomas Allofs, Kaisers. . 8
Claesen, Stuttgart......7
Gunthcr, Karlsruher ... 7
Wohlfart, Bayern .......7
Allgöwer, Stuttgart .... 7
Tauber, Schalke ..7.
■ Ásgeir Sigurvinsson leikur betur nú. Hann átti þrjú góð skot gegn Frankfurt, frákastið af einu
þeirra gaf mark.
NT-mynd Róbert
■ Lárus Guðmundsson lék með Bayern Úrdingen. Hann lagði upp mark og fékk 4 í einkunn í Bild.
NT-mynd Róbert
Klinsmann skallaði niður t
hornið af stuttu færi 28. mín-
úta: Ásgeir negldi, en varnar-
maðurinn Körbel náði að ýta
boltanum út í teiginn. Karl-
heinz Förster náði boltanum en
Pahl sló skot hans út á Claesen.
Belginn notaði sitt færi vel,
skot rétt undir slána, 2-0.
Skömmu fyrir leikhlé kom
Frankfurt betur inn í leikinn.
Úr horni skoraði Kremer með
skalla efst í hægra hornið, 1-2
hálfleik.
Skemmtilegur leikur á báða
bóga í byrjun seinni hálfleiks.
56. mínúta: Úr þvögu náði
Klinsmann að ýta boltanum í
netið, 3-1. Fjórum mínútum
seinna gefur Falkenmeyer á
Mohr sem skallaði í netið, 3-2.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
hins unga liðs frá Frankfurt
náðu þeir ekki að jafna. í
staðinn skoraði Reichert af
stuttu færi, 4-2 fyrir meistar-
ana. Nokkrum sekúndum fyrir
leikslok brá Pahl Klinsmann
innan vítateigs. Belgíumaður-
inn Claesen lét Pahl verja frá
sér og þar við sat.
Ásgeir átti ágætan leik, fékk
3 í einkunn í Bild og virðist
aðeins vera að ná sér á strik.
Sanngjarn sigur meistaranna
sem hafa fengið 9 stig úr síð-
ustu 6 leikjum.
Waldhof-Dússeldorf ... 2-1
í frekar slökum leik töpuðu
Atli og félagar ósanngjarnt
fengu dæmt á sig mjög vafa-
samt víti. Á 28. mínútu náði
Dússeldorf forystu með marki
áhugamannsins Kaisers. Á 36.
mínútu hið umdeilda víti, og
Zebec i afnaði fyrir Mannheim.
Seinni hálfleikurinn varskárri.
Á 62. mínútu skoraði Werner
Heck annað mark Mannheim
með góðu skoti. Sköntmu
seinna náði Bockenfeld að
bjarga á Ifnu fyrir Dússeldorf.
Tveimur mínútum fyrir leiks-
lok gaf Atli góða stungusend-
ingu á Bockenfeld sem náði að
leika á markvörðinn en náði
ekki að skora úr lokuðu færi.
2-1, og Fortuna enn án sigurs
á útivelli. Síðasti útisigur var
fyrir 13 mánuðum. Atli var
frekar slakur, fékk 5 í einkunn
íBiId.
Úrdingen-Gladbach ... 3-2
Tuttuguogsjö þúsund áhorf-
endur sáu einvígi Rínarlið-
anna. Á 6. mínútu horn: Rasc-
hid gaf beint á Funkel sem
skoraði með skalla, 1-0 fyrir
Úrdingen. 37. mínúta: Mill
jafnaði fyrir Gladbach frekar
ósanngjarnt, mikil rangstöðu-
lykt af markinu, 1-1 í háltleik.
Lárus Guömundsson fékk gott
færi í upphati seinni háltleiks
en brenndi af. Úrdingen sótti
nú stanslaust næstu mínútur.
72. mínúta: Klinger lék á hálft
Gladbachliðið, gaf á Raschid
sem skoraði 2-1. 80. mínúta:
Eftir sendingu Lárusar skoraði
Wöhrlin 3-1. Hannes minnkaði
muninn fyrir Galdbach á 88.
nu'nútu, 2-3. Sanngjarn sigur
Úrdingen, Lárus fékk 4 í eink-
unn í Bild.
Köln-Schalke............ 4-1
Án efa besti leikur helgar-
innar, ef ekki tímabilsins.
Sóknarleikur á báða bóga og
færi eftir því. Á 38. mínútu
skoraði Allofs með snúningi
eftir sendingu frá Littbarski.
1-0 í hálfleik, en seinni hálf-
leikur byrjaði með látum.
Schatz Schneider jafnaði fyrir
Schalke á 48. mínútu með því
að skjóta í einn Kölnarleik-
manninn og inn. 60 sekúndum
seinna lék Állofs á þrjá, gaf á
Engels sem brunaði upp kant-
inn og gaf fyrir á Lithy sem
náði að vippa yfir Junghaus í
marki Schalke, 2-1. Fimm
mínútum síðar skoraði Uwe
Bein 3-1 eftir að Junghaus hélt
ekki aukaspyrnu Allofs.
Schalke gafst ekki upp, en
Köln var einfaldiega betra
liðið. Fjórum mínútum fyrir
leikslok skoraði Allofs sitt ann-
að mark í leiknum eftir skot
frá Lithy, hans 12. mark á
keppnistímabilinu. Köln er nú
í fjórða sæti og á einn leik inni
gegn Mannheim. Vinni þeir
hann eru þeir í öðru sæti.
Önnur úrslit:
Bielefcld-Levcrkusen.........1-1
Braunschweig-Karlsruher .... 3-1
Dortmund-Kaisersl ...........0-3
Bremen-Bochum . . 2-2
Bayern n 25 11 18
W.Brem. ii 28 21 13
Kaisersl. ii 19 15 13
Köln 10 26 21 12
Stuttgart 11 30 19 12
„Gladb." 11 32 22 12
Uerding. 11 24 19 12
Bochum 11 19 17 12
Hamborg 11 17 16 12
Mannh. 10 12 13 11
Leverk. 11 19 20 11
Karlsr. 11 17 21 10
Frankí. 11 22 28 10
Schalke 11 19 23 9
Brunsw. 11 20 32 8
Bielef. 11 12 25 8
Dússeld. 11 21 28 7
Dortm. 11 12 23 6
Ríkisvíxlar eru ein hagkvæmasta
skammtímaávöxtun sem völ er á.
Meðaltals ársávöxtun
í undangengnum útboðum
hefur verið sem hér segir:
Júlíútboð 25,6%
ágústútboð 25,8%
septemberútboð 27,8%
októberútboð 27.7%
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS