NT - 05.11.1984, Page 10

NT - 05.11.1984, Page 10
Mánudagur 5. nóvember 1984 10 að vera svo væn að lýsa í samáatriðum hjónalífi sínu með manninum, sem hún kynntist árið 1938, þegar þau léku saman í myndinni „Brot- her Rat“. „Ronnie hafði ekki snefíl af hæfíleikum“ En Jane er ekki til viðræðu um einkalíf sitt, hvorki fyrr né síðar. - Það ber vott um lélega mannasiði að bera fyrrverandi maka sína á torg. Ég hef skömm á því fólki, sem blaðrar um nánasta einkalíf sitt og sinna við fréttamenn og þiggur að launum háar fjárhæðir, eða a.m.k. æsifréttir. Að mínu áliti verða tvær manneskjur, sem hafa deilt hugsunum og tilfinn- ingum og elskað hvor aðra, að sýna hvor annarri fullt traust og tillitssemi, segir hún. J ane Wyman hefur sem sagt, ekki hug á því að auðgast á því, að maðurinn, sem hún skildi við á sínum tíma, af því að hann „hafði ekki snefil af hæfileikum", er nú forseti Bandaríkjanna. ...en Jane fékk Óskar Jane Wyman var á hátindi frægðar sinnar sem kvikmynda- stjarna um miðjan fimmta áratuginn. Eftir að hafa leikið hvert smáhlutverkið af öðru, mörg þeirra í annars flokks kvikmyndum, sló hún í gegn 1945, og tveim árum síðar var hún í fyrsta sinn tilnefnd til Óskarsverðlauna. Tvisvar síð- ar varð hún tilnefnd til þeirra verðlauna og hlaut þau loksins fyrir frammistöðu sína í hlut- verki daufdumbrar og blindrar stúlku, fórnarlambs nauðgara, í myndinni „Johnny Belinda“. A velgengnisárum Jane í kvikmyndum, segir hún að leikarar hafi haft fyrirlitningu á því að starfa við sjónvarp. Það álit segir hún nú breytt og bætir því við að sjaldan hafi hún notið sín eins vel og í hlutverki hinnar köldu og harðlyndu Angelu Channing í „Falcon Crest“ Þá var Jane einmanna En þó Jane gætti sjálf' fyllstu þagnmælsku um fortíð sína, eru tíðindamenn fjöl- miðla ekki af baki dottnir. Einhverjir sáu til hennar á því augnabliki, þegar sjónvarpað var um þver og endilöng Bandaríkin afhöfninni, þegar Ronald Reagan var settur inn í embætti fyrir tæpum fjórum árum. Þá var Jane stödd á flugvelli í Los Angeles. Ein»- mana og niðurlút gekk hún í gegnum flugstöðvarbygging- una, enginn tók á móti henni, enginn færði henni blóm og enginn rauður dregill var lagð- ur undir fætur hennar. í fáum orðum sagt, veittu fáir henni athygli. Einhvern tíma síðar fannst þó einhverjum ástæða til að spyrja hana, hvernig henni hefði liðið á þeirri stundu, hvort hún hefði þá ekki séð eftir því að hafa hrint Ronnie frá sér á sínum tíma. Ekki vildi Jane taka undir það, kvaðst hafa tekið sína ákvörð- un, þegar það átti við, og síðan aldrei litið til baka. - Mitt líf var helgað kvikmyndaleik - ekki pólitík. Ég óska Ronnie hjartanlega til hamingju með að hafa náð þessum áfanga. Kvikmyndirnar og eigin frami áttu hug hennar all- an Kunnugir segja, að Jane Wyman hafi verið svo upptek- ■ Þau voru fallegt par Ron- ald Reagan og Jane Wyman, en ekki leið á löngu þar til auöséð var að leiklistin var þeim mismikið í blóð borin. Það olli hjónaskilnaði. ■ Jane Wyman lifir nú blóma- tíma, sem hæstlaunaðasta sjón- varpsstjarna Bandaríkjanna og ókrýnd drottning Hollywood. Það á hún Ronald Reagan að þakka. verðarborðið með nokkrum vel völdum orðum um að nú væri orðið tímabært að hann hypjaði sig af heimilinu. Það, sem hún fann hönum helst til foráttu, var sú árátta hans að vilja ræða stjórnmál við morg- unverðarborðið, en það var ekki hennar aðaláhugamál. Á þeim tíma var hún mikils metin leikköna í Hollywood og fram- leiðendur rifust um að fá hana til að leika aðalhlutverk í myndum sínum. Ronald aftur á móti gerði sig fyllilega ánægðan með að fara með lítilfjörleg aukahlutverk. Þrátt fyrir að henni þætti lítið til eiginmanns síns koma fyrir 40 árum, getur hún engu að síður þakkað honum það, að nú - 70 ára að aldri - hefur hún aftur náð að skipa þann sess í Hollywood, að framleið- endur rífast um að fá hana til að taka að sér stór hlutverk og eru reiðubúnir til að borga henni vel fyrir. Árslaun hennar fyrir aðalhlutverkið í sjón- varpsþáttunum, sem fyrr eru nefndir, eru um 3 milljónir dollara, og illkvittnar tungur segja að hún ráði lögum og lofum um framleiðslu þeirra. M.a. þykjast margir góðir og gegnir leikarar hafa verið illa sviknir í viðskiptum sínum við framleiðendur þáttanna, þegar þeir hafa verið búnir að fá hlutverk þar, sem síðan hafa ýmist verið skorin niður eða sleppt alveg, vegna afskipta hennar. Staðreyndin er sú, að Jane Wyman var umheiminum gleymd, þegar fyrrverandi eig- inmaður hennar var kosinn Bandaríkjaforseti. En hann var ekki fyrr sestur að í Hvíta húsinu, en til hennar tóku að streyma alls kyns tilboð um að koma fram í sjónvarpi og kvikmyndum. Á þessum tíma hafa henni borist yfir 250 hand- rit með boði um að taka að sér aðalhlutverkið. Og óþarft ætti að vcra að taka fram, að henni hafa boðist stórar summur fyrir in af kvikmyndaheiminum og svo metnaðargjörn, að tilfinn- ingar hennar í garð Ronalds Reagan hafi strax tekið að kólna, þegar hún gerði sér ljóst, að hann yrði aldrei nein lýsandi stjarna í Hollywood. Á þeim tíma sagði hún í fyllstu hreinskilni, að hann væri að vísu elskulegur maður og að hann ynni mikið og samviskusamlega. Það væri bara ekki nóg. Hún var nógu raunsæ til að gera sér grein fyrir að hans biði ekki annað en lítilfjörleg smáhlutverk. Hin bjarta og heita ást fór að láta á sjá og Ronald fór að fara í taugarnar á sinni heitt- elskuðu. Því meiri frama sem hún sjálf náði, því meira fór hún að finna til þess, að hann væri henni eiginlega ekki sam- boðinn. Henni fannst hann halda aftur af sér. Ekki það að hann væri afbrýðisamur vegna þess hvað henni gekk vel - hann kvartaði aldrei þó að hann væri kallaður „hr. Jane Wyman“ - en henni fannst hann virkilega vera sér fjötur um fót. Og ekki skánaði það, þegar Ronald fór að fá áhuga á öðrum hlutum en þeim, sem beinlínis tengdust kvikmynda- heiminum, t.d. pólitík, sem Jane fannst hreint og beint leiðinleg. Náinn ættingi Ronaldssegir: - Ronnie var ákaflega hrifinn af Jane og í langan tíma eftir skilnaðinn var hann ekki mönnum sinnandi. Oftar en einu sinni reyndi hann að fá hana til að taka sig í sátt, en Jane var ekki til viðtals um það. Það eina, sem hún kærði sig um að ræða við Ronald, var uppeldið á börnum þeirra tveim. Heimur hennar var takmark- aður við kvikmyndirnar og allt sem tengdist þeim. Eigin- menn, sem urðu henni til traf- ala á framabrautinni, hentuðu henni ekki. Það fengu fleiri að reyna en Ronald Reagan. Hún giftist tveim öðrum mönnum, en hún losaði sig við þá, rétt eins og Ronald Reagan á sínum tíma. Ronald vildi tala um pólitík við morgun- verðarborðið! Jane Wyman -sem um þess- ar mundir er einráð og aðal- leikkona vinsælla bandarískra sjónvarpsþátta, „Falcon Crest“ - hefði átt fullan kost á því að vera núverandi forseta- frú Bandaríkjanna, ef henni hefði ekki orðið það á morgun einn fyrir u.þ.b. 40 árum að hvolfa úr pakka af koruflex yfir höfuð eiginmanns síns, Ronalds Reagan, við morgun- ■ Margir velta því fyrir sér, hvort Jane Wyman hafi ekki iðrast þess síðustu fjögur árin, að morgun nokkurn fyrir 40 árum hvolfdi hún úr kornflex- pakka yfir hausinn á þáverandi eiginmanni sínum og sagði honum skýrt og skorinort að nú skyldi hann axla sín skinn. Eiginmaðurinn var Ronald Reagan, núverandi forseti Bandaríkjanna, sem yfirgnæf- andi líkur benda til gegni því embætti næstu fjögur árin, nema eitthvað alveg óvænt komi upp á. Jane Wyman hefur ekkert látið uppskátt um, hvort með henni leynist eftirsjá eftir því sem var og hefði getað orðið, en víst er, að hún má þakka sjálfum Bandaríkjaforseta að nú hefur verið dustað af henni rvkið eftir áratuga fjarveru af hvita tjaldinu, og henni hefur hlotnast sú upphefð á gamals aldri að verða ókrýnd drottn- ing Hollywood og hæstlaunaða sjónvarpsstjarna Bandaríkj- anna. Ólíklegt er að henni hefði fallið þetta í skaut, ef ekki hefði rifjast upp fyrir einhverjum glöggum peninga- manni vestur þar, að nú væri einmitt heppilegur tími til að draga fyrrverandi eiginkonu Ronalds Reagan fram í dags- ljósið.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.