NT - 05.11.1984, Blaðsíða 9
Mánudagur 5. nóvember 1984 9
Lesendur hafa orðid
■ Steinar Waage sýndi okkur karlmannaskó nr 37 og 52 hlið við
hlið til gamans.
næst í sínu ungdæmi að nota
skó nr 40. Hún sagði einnig að
40 væri nú sennilega algengasta
kvennúmerið í stað 38 áður
fyrr.
En það er ekki nóg með að
fólk sé almennt stórvaxnara
nú en áður og fætur þar af
leiðandi stærri - heldur eru
konur ekki lengur feimnar við
að ganga í nægilega stórum
skóm og langflestar konur
steinhættar að pína sig í skó
sem eru númerinu of litlir.
Petta kvað sumt afgreiðslufólk
hafa verið algengt fyrr á árum
enda hefði fátt þótt alvarlegra
lýti á kvenmanni en að hafa
stóra fætur.
- 35algengara
Það reyndist ekki vera ýkja
mikill munur á árangri eftir
því hvort beðið var um skó nr
35 eða 42. Þó var örlitlu al-
gengara að sjá skó nr 35, hvort
sem þar er um að ræða ein-
hvers konar gamla venju í
skóverslunum frá þeirri tíð er
konur voru fótnettari en nú
gerist og gengur. Þar sem skór
voru til í þessum númerum á
annað borð voru yfirleitt til
fleiri gerðir í nr 35 en 42.
Á einstöku stað voru iíka til
fáein pör af enn minni eða enn
stærri skóm en það var mjög
fátítt.
- Allt í himnalagi
Hver verður þá niðurstaðan
af þessu öllu saman má spyrja.
Mega þessar konur kannski
vel við una að það skuli, þrátt
fyrir allt, vera til ein verslun
sem a.m.k. gerir ráð fyrir tilvist
þeirra?
Auðvitað verður því ekki
neitað að það er strax illskárra
að „afbrigðileg" skónúmer
skuli fást í einni verslun en
engri. Ef hins vegar það úrval,
sem þar er til, er borið saman
við þau reiðinnar býsn sem til
eru í skórverslunum af kven-
skóm í „venjulegum“
stærðum, horfir málið nokkuð
öðru vísi við.
Það verður að vísu sjálfsagt
nokkuð íöng bið á því að
„fótaafbrigðilegt" fólk njóti
jafnréttis á við aðra á þessu
sviði en engu að síður virðist
það sanngjörn krafa að úrval -
ið sé mun meira en raunin
sýndi í þessari könnun okkar.
Fjöldi skótegunda í nr. 42 og 35 í 14 verslunum í Reykjavík
Skóverslun Steinars Waage 42 35
Egilsgötu 3 Skóverslun Þórðar Péturssonar 20-30 20-30
Laugavegi95 Skóverslunin Ríma 3 11
Austurstræti 6 Skóverslun Hvannbergsbræðra 4 4
Laugavegi71 SkóbúðinMílanó 3 4
Laugavegi20 Skóbær 1 6
Laugavegi69 SkóversluninRíma 2 3
Laugavegi89 SkóverslunAxelsÓ 4 0
Laugavegi11 Domus 0 2
Laugavegi91 Skósalan 1 1
Laugavegi1 Skósel 0 1
Laugavegi60 Skæði 1 0
Laugavegi74 Skóbúðin 1 0
Snorrabraut38 0 0
■ Eins og sjá má á þessari töflu, er skóverslun Steinars Waage
eina skóbúðin sem býður upp á eitthvert úrval af skóm
fyrir þær konur sem ekki geta notað hinar hefðbundnu kvenna-
stærðir. í öðrum verslunum er „úrvalið“ allt frá núllinu og upp í
fáeinar tegundir.
Ríkisútvarpið þagnaði
- og þar með missti þjóðin
allt samband við umheiminn
■ „The lights have gone out
over Evrope", sagði Churchill
í frægri ræðu í stríðsbyrjun.
Eitthvað svipað og hlustendum
Churchill varð íslendingum
innanbrjósts um hádegisbil 1.
okt. síðastliðinn þegar starfs-
menn útvarps og sjónvarps.
gengu út af vinnustöðum sín-
um til að mótmæla því, að laun
voru ekki greidd þann dag að
fullu fyrir októbermánuð, þar
sem þá var Ijóst, að verkfall
opinberra starfsmanna myndi
skella á þann 4. október.
Verkfall bókagerðarmanna
hafði byrjað 10. sept. og þess
vegna komu engin blöð út um
þetta leyti. Það rann því fljót-
lega upp fyrir fólki að það var
með öllu svipt fréttasambandi
við umheiminn. Úrræðagóðir
og snarráðir áhugamenn um
að gefa útvarpssendingar
frjálsar, sáu sér þarna leik á
borði og kærðu sig kollótta þó
að þeir brytu lög. Ólöglegar
útvarpsstöðvar skutu því óðara
upp kollinum víðs vegar um
land, og verður að viðurkenn-
ast að margir voru því fegnir
að eiga þess kost að fá einhvern
fréttaflutning af því, sem var
að gerast í þjóðfélaginu.
Starfsfólk, og ritstjórn, NT
fór aðra leið; það hófst strax
handa um að gefa út fjölritað
fréttablað, TNT, til að auð-
velda fólki að fylgjast með
gangi mála. Það er nefnilega
oft þörf á góðum fréttaflutn-
ingi, en þegar órói er slíkur í
þjóðlífinu eins og verið hefur
undanfarnar vikur, er hann
blátt áfram nauðsynlegur.
Að þeirri niðurstöðu komust
yfirvöld líka innan tíðar. Það
var óviðunandi að eftirláta lög-
brjótum, mjög sennilega meira
og minna hlutdrægum, einka-
rétt á fréttaflutningi á öldum
ljósvakans. Það varð því ofan
á, þegar fréttaleysið var búið
að hrjá okkur í u.b.þ. viku að
veita undanþágur til frétta-
flutnings í ríkisútvarpi tvisvar
á dag, kl. 12.20 og 19.00.
Það kannast sjálfsagt flestir
við að hafa hreinlega orðið
háðir því að hlusta á útvarps-
fréttir á þessum föstu tímum
undanfarnar vikur, og það ekki
síður þó að blöðin hafi aftur
farið að koma út þegar prentara-
verkfallinu lauk. Fólk skipu-
lagði tíma sinn með tilliti til
þess að verða ekki af fréttun-
um, því aðalltaf hefurblundað
von um, að stórar og góðar
fréttir yrðu sagðar einmitt í
næsta fréttatíma.
Umsjón þessara tveggja
Pantið
að utan
■ Agata hringdi og kvaðst
vilja koma því á framfæri við
„Lipurtá“ og þær konur aðrar
sem ættu í vandræðum með að
fá skó við sitt hæfi í hérlendum
verslunum, að vandalaust væri
að panta sér skó eftir erlendum
pöntunarlistum. Þessa aðferð
sagðist Agata hafa notað árum
saman með ágætum árangri.
Agata sagðist vita að þetta
skóleysi væri verulegt vanda-
mál hjá mörgum konum og
kvaðst hún nýlega hafa gefið
tvenna skó konu, sem hafði
verið orðin alveg skólaus af
þessum skökum.
daglegu .fréttatíma, alla sjö
daga vikunnar, hefur hvílt á
herðum örfárra fréttamanna,
og hafa þeir staðið sig með
stökustu prýði, við erfiðar og
viðkvæmar aðstæður.
Vafalausti hafa margirsakn-
að sjónvarpsins þennan tíma,
en í Ijós hefur komið, að það
er fyrst og fremst útvarpið,
sem er svo stór hluti af daglegu
lífi fólks, að það á erfitt með
að sætta sig við að njóta þess
ekki.
Fréttaþyrstur 1
■ Starfsfólk útvarpsins gekk
út úr útvarpshúsinu ad Skúla-
götu á hádegi 1. okt. s.l. og
lagði niður vinnu. Þá komst
þjóðin að raun um hvað út-
varpið er; .nauðsynlegur og
ómissandi miðill.
Húseigendur - Framkvæmdamenn
Fjölbreytt úrval af vönduðum hellum í gangstéttir og bílaplön ásamt 2 gerðum af kantsteinum.
Einnig brothellur í veggi og ker. Splittsteinar úr rauðamöl til notkunar innanhúss og utan
í stærðunum 40 x 10 x 10 og 30 x 10 x 7.
Hagstæð greiðslukjör - Fjölritaðar leiðbeiningar
Opið laugardag til kl. 16.
HELLU OG STEINSTEYPAN
VAGNHOFÐ117
SÍMI30322
REYKJAVÍK
BÍLASMIÐJAN W
KYNDILI.
Stórhöföa 18 II
i A
Bílamálun
Bílaréttingar
Vönduð vinna
SÍMI35051
KVÖLDSÍMI
35256
DESOUTTER LOFTVERKFÆRI DITZLER BÍLALAKK
BINKS SPRAUTUKÖNNUR
Bíleigendur athugið
Við höfum margra ára reynslu í viðgerðum á mikið löskuðum
bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Chart réttingar og
mælitæki. Við bjóðum viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á
allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á allri vinnu. A
málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er
amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar
amerískar bílaverksmiður nota Ditzler efni tryggir fagmönnum
árangur. Þar ætlum við líka að koma viðskiptavinum á óvart.
Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðariausu.
Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar
Binks sprautukönnur og varahluti í þær og Ditzler málningarefni
STÓRHÖFBI
pUNAHOFOt
: SMIÐSHOFÐt:
m hyr JARHOFOI hamarshópo
dvergshófoi
VAGNHÓFOI ;
T|
TANGARHÖF-OI g
0D
BILDSHOFOI
BIFREIOAEFT»RLl-nO