NT - 05.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 05.11.1984, Blaðsíða 1
Mikil ölvun í Reykjavík: Brennivínsdauðir unglingar hirtir upp um allan bæ ■ Brennivínsþorstinn fór heldur betur með Reykvíkinga um helgina, þá fyrstu eftir að útsölur áfengisverslunarinnar voru opnaðir að nýju eftir mán- aðar lokun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var mjög mikið um ölvun í borginni, miklu meira en um venjulega helgi, og voru það einkum unglingarnir, sem létu að sér kveða á þessum vettvangi. Voru margir þeirra hirtir upp brennivínsdauðir á torgum úti og á strætisvagna- .stoppistöðvum. Margir voru keyrðir heim, aðrir voru sóttir af foreldrum sínum niður á stöð, og enn aðrir fengu að gista fangageymslurnar við Hverfis- götu, þar sem margt var um manninn. Að venju var eitthvað um rúðubrot í miðbænum vegna ölvunarinnar, en engin stórslys urðu á mönnum. ÓL í bridge: Tapog sigur ■ Islcndingar og Argentínu- menn gerðu jafntefli, 15-15, í 21. umferð Olympíumótsins í bridge, sem haldið er í Seattle í Bandaríkjunum. íslenska sveit- in var skipuð þeim Guðlaugi, Erni, Jóni og Símoni. í 22. umferð töpuðu okkar menn hins vegar fyrir Ástralíu, 21-9. Þá spiluðu Guðlaugur, Örn, Guðmundur og Björn. íslendingar eru nú í 11. sæti í B-riðli með 359 stig, þegar 5 umferðir eru eftir. Efstir eru Indónesar með 423 stig, í 2. sæti ítalir með 414, USA í 3. með 412, Noregur í 4. með 398 og Svíar í 5. með 397 stig. í A-riðli eru Pólverjar efstir með 438- ■ Krani Eimskips í Sundahöfn er mikið mannvirki og sést víða að á höfuðborgarsvæðinu. NT-mynd: Róbert Gefur ríkið Eimskip 13 milljónir króna? - búist við að aðflutningsgjóld af „stóra krananum" verði felld niður ■ Með afgreiðslu Ijárlaga- frumvarps 1985 á Alþingi nú á nxstunni á Eimskipafélagið von á að fá endurgreidd úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti, þau 12 til 13 millj. króna innflutningsgjöld sem Eim- skipafélagið átti að greiða af stóra uppskipunarkrananum sem félagið reisti í Sundahöfn í Reykjavík fyrr á þessu ári. Alls kostaði krani þessi um 75 miUj. króna að sögn Þórðar Sverrissonar hjá Eimskip. Hann sagði félagið búið að greiða innflutningsgjöldin í beinhörðum peningum og kvað sér ekki kunnugt um endurgreiðslu þeirra. Aðspurður hvort rétt væri að Eimskipafélagið fengi inn- flutningsgjöldin niðurfelld sagði Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu það út af fyrir sig rétt vera. Fyrr á þessu ári hafi verið búið að taka ákvörðun um að lagaheimildar til þess yrði leit- að og í fjárlagafrumvarpi 1985 sé heimildarákvæði þar að lút- andi. Höskuldur sagði efni til hafnarframkvæmda tollfrjálst og þessi krani sé raunverulega hluti af hafnarmannvirkjunum í Sundahöfn þótt Eimskipa- félagið eigi hann. Hann tók fram að ákvæðið í frumvarpinu sé ekki bundið við krana Eim- skips sérstaklega - heldur almennt. Mönnum hafi hins vegar þótt óráðlegt að láta þessa framkvæmd bíða í 6 til 8 mánuði einungis út af þessum tollum. Umrætt ákvæði í fjárlaga- frumvarpi er svohljóðandi: „Ríkisstjórninni er heimilt að endurgreiða hluta aðflutnings- gjalda af lyftubúnaði sem sér- staklega er hannaður til upp- setningar á hafnarsvæðum og til nota við lestun og losun skipa, enda flokkist hann undir tollskrárnúmer 84.22.21 eða 84.22.29. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um fram- kvæmd þessa ákvæðis." Búist við samkomulagi milli ASÍ og VSÍ í dag ■ ■ ASI ætlar að vera á undan BSRB í næstu samningalotu ■ Þeir bjartsýnni í hópi samn- sem ákveðinn hefur veriðnú kl. vandamál sem höfðu verið til ágreiningsefnið á sunnudags- samningar og fleiri séu inni í ingamanna ASI og VSI töldu 10 fyrir hádegi í dag. Samninga- trafala. Enn er þó nokkuð eftir, nóttina var vegna kröfu VSÍ um nýja samningnum. samninga komna það vel á veg fundurinn sem hófst síðdegis á m.a. ekki að fullu búið að koma að sérsamningar m.a. við ísal, að jafnvel megi búast við að laugardag stóð til kl. 7 á sunnu- sér niður á tölur þó þær séu Grundartanga,- Dagsbrúnar við Að sögn VSÍ-manna taka við- >eim Ijúki á samningafundinum dagsmorgun og leystust þar ýmis sagðar liggja í loftinu. Helsta Reykiavíkurborg, virkjana- semjendur þeirra alfarið mið af ■ Björn Björnsson póstmeistari: (innfellda myndin) „Aldrei verið svona mikill póstur áður" Á aðalmyndinni sést yfir flokkunarsalinn í nýju póstmiðstöðinni í Ármúla, en láta mun nærri að 80% af öllum pósti sem berst sé lesinn í sundur þar. Á tröllunum til hægri sést hluti þess bréfapósts sem kom inn á fyrsta degi eftir verkfall. NT-myndir: s*cnir Póstfjallið að hjaðna: Tvöfaídur út- burour í dag Aldrei verið svona mikill póstur hjá okkur - segir Björn Bjömsson póstmeistari ■ „Það hefur aldrei verið eins mikill póstur hjá okkur eins og núna eftir verkfall, jólaösin mcðtalin, en bréfapósturinn verður kominn í eðlilegt horf í vikunni og bögglapósturinn um aðra helgi,“ sagði Björn Björns- son póstmeistari í samtali við NT í gær en mikið hefur verið að gera hjá Póstinum frá því verkfalli lauk og unnið stans- laust á tvískiptum vöktum. Tvöfaldur póstútburður var á laugardaginn var og sami hátt- ur verður hafður á í dag, þannig að margir geta átt vona á „gluggapósti" og öðrum glaðn- ingi inn um bréfalúguna í dag. Búið er að koma út öllum ábyrgðarbréfum og hraðpósti og hefur skapast eðlilegt ástand þar. Skipapósturinn liggur að mestu óhreyfður ennþá og er hann dreifður um geymsluhús- næði vítt og breitt um bæinn. Ekki er hægt að segja með vissu hversu mikill póstur safnaðist fyrir í verkfallinu, fyrr en farið hefur verið í gegnum allar skrár en lauslega hefur verið áætlað að póstmagnið sé á bilinu 140 til 150 tonn, auk þess sem mikill póstur streymdi inn fyrstu dagana eftir verkfall. - og vill þvífá tímasetn- jngar samn- ingsins færðar fram BSRB-samningi hvað varðar kauphækkanir. VSÍ vill þar á móti miða við sömu tímasetn- ingar á samningstíma (áramót 1985) og uppsagnarákvæði 1. sept. 1985, sem mörgum hjá ASÍ er meinlega við, í ljósi nýfenginnar reynslu. „Það má segja að búið sé að gera okkur áskrifendur að þessari vitleysu,“ sagði einn í hópi samninga- manna ASÍ, sem var lítt hrifinn af að eiga á ný von á að flækja ASÍ-samningum inn í BSRB- samninga. Hins vegar hafi verið rætt um að taka samninga öðrum tökum næst, þ.e. reyna að byrja fyrr og jafnvel að vera búinn að ganga frá nýjum samn- ingum áður en BSRB færi í næstu stórorrustu. Hvort aftur megi búast við svipaðri samn- ingalotu 1. september að ári sögðu menn fara nokkuð eftir því hvernig ríkisstjórnin hagi sér í sambandi við gengisfellingar og annað. Markið sé ekki sett hærra en það að halda í kaup- mátt síðari helming ársins 1983. En verði hann aftur kominn niður fyrir það haustið 1985 megi búast við að allt fari í bál og brand aftur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.