NT - 05.11.1984, Blaðsíða 13

NT - 05.11.1984, Blaðsíða 13
01 Mánudagur 5. nóvember 1984 13 Bálför Indiru Gandhi - leiðtogar funda í Nýju Delhi Morðið á Indiru Gandhi: Hin opinbera skýring röng? Nýja Delhi-Reuter. ■ Bálför Indiru Gandhi, leiötoga indversku þjóöarinnar í tuttugu ár, fór fram við hið helga fljót Jamuna í Nýju Delhi á laugardaginn. Það var Rajiv Gandhi, hinn nýi forsætisráðherra, sem kveikti í bálkestinum að viðstöddum um einni og hálfri milljón syrgjenda. ks- uni hir foto Reyndar höfðu menn búist við því að mannfjöldinn við útförina yrði allt að tíu milljón- um, en að sögn lögreglu mun fjöldi manna hafa ákveðið að vera heima af ótta við þá ofbeld- isöldu sem riðið hefur yfir Ind- land síðan Indira Gandhi var myrt. Það vakti athygli að meðal heiðursgesta við útförina var Maneka Gandhi, eiginkona Sanjays Gandhis, sem var talinn líklegur arftaki móður sinnar þangað til hann lést í flugslysi 1980. Maneka hefur átt í deilum við Indiru og Rajiv og hefur haft í hótunum um að bjóða sig fram gegn Rajiv í kjördæmi hans á Norður-Indlandi í þing- numi að 'Waldegrave, taldi hins vegar að Norðursjónum stafaði ekki stórhætta af mengun nema á ákveðnum svæðum. Hann taldi mengunarbann í Norðursjó of kostnaðarsamt fyrir breska skattborgara og hvatti til annarrar ráðstefnu um þessi mál síðar. Belgísku fulltrúarnir tóku í sama streng. Ráðherrarnir ákváðu að halda annan fund um mengunarvarnir í Norðursjó eftir tvö eða þrjú ár. Segjast sumir þerira vona að þá náist samstaða um að setja lög sem beinast gegn mengunarvöldum. Norsk álver: Minnka framleiðslu Osló-Reuter ■ Tvö stærstu álfyrirtæki Noregs, Elkem og Norsk Hydro, tilkynntu um helgina að þau hefðu ákveðið að draga úr álframleiðslu sinni verulega vegna lítillar eftirspurnar og lágs verðs á heimsmarkaði. Elkem mun minnka árs- framleiðslu sína.sem er um 170 þús. tonn,um tíu prósent, en Norsk Hydro 160 þúsund tonna framleiðslu sína um átta prósent. í síðustu viku tilkynntu tvö önnur norsk álfyrirtæki, Ardal og Sunndal verk og^ Sör-Norge aluminium að þau hefðu ákveðið að draga fram- leiðslu sína saman um tíu prósent. í Noregi eru fram- leidd um 6.5 prósent af því áli sem fer á vestræna markaði eða um 710þúsund tonn á ári. Verð á áli á markaði í London hefur lækkað úr 1100 sterlingspundum á tonnið í 950 sterlingspund á tonn síðan í janúar, einkum vegna of- framboðs. Ymsir sérfræðignar sjá þó teikn á lofti um að eftirspurn eftir áli á vestrænum mörkuðum muni aukast á næsta ári. kosningunum sem fyrirtælaðar eru eftir tvo mánuði. Sanjay var einnig brenndur á þessum sama stað eftir lát sitt, sem og Jawaharal Nerhu, for- sætisráðherra og faðir Indiru. Þar var einnig á heiðurspalli N.T. Rama Rao, forsætisráð- herra Andra Pradesh-fylkis, og pólitískur fjandmaður Indiru Friðvænlegra á Indlandi - eftir fjögurra daga blóðsúthellingar Nýja Delhi-Reuter ■ Eitthvað friðvænlegra var í gær í Nýju Delhi eftir að æstur hindúamúgur hafði elt og ofsótt sikkha þar í fjóra daga. Talið er að um 800 manns hafí nú týnt lífí í óeirð- um á Indlandi eftir morðið á Indiru Gandhi. Um helgina fyrirskipaði nýi forsætisráðherrann, Rajiv Gandhi hertar öryggisaðgerð- ir, skipti um borgarstjóra í Nýju Delhi og fjölgaði mjög í öryggisliði borgarinnar. Þetta gerði hann fyrir báiför móður sinnar, en margir óttuðust að þá myndi hefjast ný alda blóðs- úthellinga. Eðlilegt líf virtist aftur vera að færast yfir höfuðborgina, á götunum sáust friðasamir veg- farendur og leigubílar hófu akstur að nýju. Sikkhar sjást þó ekki mikið á ferli og að sögn lögregluyfirvalda í Nýju Delhi eru nú um tuttugu þúsund sikkhar undir vernd lögreglu og hers í sérstökum búðum. Frá Chandigarh, höfuðborg Punjab-fylkis, þar sem meiri- hluti indverskra sikkha býr berast þær fréttir að þar ríki mikil spenna. Fimm æðstu prestar sikkha fóru þess á leit við stjórnvöld í gær að þau settu neyðarlög í þremur norð- lægum fylkjum til að vernda líf og eigur sikkha. Skólar eru lokaðir í Punjab-fylki og her- menn hvarvetna á ferli til að koma í veg fyrir að sikkhar og hindúar, sem eru í minnihluta í Punjabfari að berast á banaspjótum. Gandhi eftir að hún reyndi að setja hann af í sumar. Lögregla og her höfðu mjög stranga öryggisgæslu um heið- ursgestina, en á meðal þeirra voru leiðtogar frá 94 þjóð- löndum. George Schulz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Nikolai Tikhonov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, voru full- trúar þjóða sinna og áttu með sér fund eftir útförina. Þar mót- mælti Schulz þeim áburði aust- antjaldsfjölmiðla að Banda- ríkjamenn hafi átt einhvern þátt í morðinu á Indiru Gandhi og Tikonov sagði að það væri ekki skoðun Sovétstjórnarinnar. Margir fleiri þjóðleiðtogar notuðu tækifærið og áttu með sér fundi, þar á meðal er talið að Rajiv Gandhi og Zia-Ul- Haq, forseti Pakistan, hafi átt orðaskipti. London-Reuter: ■ Breska blaðið Sunday Times sagði um helgina að það hefði áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að hin opinbera frásögn indversku stjórnar- innar af morðinu á Indiru Gandhi sé röng og að morð- ingjar hennar hafi ekki verið skotnir undireins, heldur hafí þeir fyrst verið fluttir í varð- skýli og skotnir þar nokkrum mínútum síðar. í hinni opinberu frásögn segir að morðingjarnii; þrír ■ Fjölskylda Indiru Gandhi fylgist með þegar olíu er hellt á bálköst hennar á laugardag. Ösku Indiru verður siðan dreift úr flugvél yfír Himalayafjöll. Á myndinni er meðal annara Rajiv Gandhi, hinn nýi torsætisraðherra, með húfu, ítölsk eiginkona hans Sonia og dóttir þeirra Priyanka. Símamynd-POLFOTO Forsetakosning- arnar eru búnar! Frá Karli Birgissyni, fréttarítara NT í Washington ■ Umræðuefni stjórnmála- manna og fjölmiðla hér í Bandaríkjunum hefur breyst þessa síðustu daga fyrir kosn- ingar. Það er ekki lengur reynt að spá í hver verður sigurvegari í forsetakosning- unum á þriðjudaginn, heldur beinist athyglin meira að þingkosningunum þar sem baráttan er sumstaðar mjög hörð. „Forsetakosningarnar eru búnar,“ sagði George Bush varaforseti fyrir skömmu. Þetta er ekki venjulegt kosn- ingagaspur, heldur virðist óhjákvæmilegt að Ronald Reagan verði forseti Banda- ríkjanna næstu fjögur árin. Spurningin er bara hversu stór sigurinn verður og hvernig samsetning þingsins verður. Repúblikanar hafa stjórn- að öldungadeild Bandaríkja- þings síðastliðin ár með tíu þingmanna meirihluta. Allt bendir til þess að þeir muni tapa tveimur til þremur sæt- um í deildinni, en það þýðir að forsetanum mun ganga verr að koma í gegn þeim málum sem hann hefur áhuga á. Fulltrúadeildin hefur um áraraðir verið undir stjórn demókrata og verður það líklega áfram næstu árin. Vinsældir forsetans munu hjálpa nokkrum repúblikun- um á þing þar sem mjótt er á munum, en það mun ekki breyta valdahlutföllunum milli flokkanna. Þing sem er andsnúið for- setanum er ekki nýtt fyrirbæri í bandarískum stjórnmálum. Richard Nixon þurfti að kljást við mjög óvinsamlegt þing á sínum tíma og Dwight Eisenhower átti líka í vand- ræðum með þingmenn dem- ókrata á sjötta áratugnum. Valdamesti samstarfsmað- ur Reagans á þingi, Howard Baker, hefur dregið sig í hlé og því mun reyna mjög á samningalipurð forsetans næstu fjögur árin. Ef Reagan reynir að koma uppáhalds stefnumálum sínum í fram- kvæmd eins og hann hefur lofað má hann eiga von á harðri valdabaráttu við þingið. öryggisverðir af trúflokki sikkha, hafi fallið fyrir kúlna- hríð öryggisvarða sem braust út strax eftir að þeir höfðu skotið Indiru Gandhi. í Sunday Times segir að svo virðist sem að sikkharnir hafi gefist upp fyrir meðlim- um úr indversk-tíbetska landamæraverðinum. Þeir hafi sfðan verið fluttir í varð- skýli, þar sem átök hafi brot- ist út þegar einn morðinginn þreif til byssu og annar greip rýting úr vefjahetti sínum. Ösku Indiru dreift yfir Himalaya Nýja Delhi-Reuter. ■ Indversk stjórnvöld tilkynn- tu í gær að aska Indiru Gandhi, sem brennd var á laugardaginn, yrði sett um borð í sérstakar lestir, sem fara munu um sveitir lndlands næstu vikuna. Með þessu móti vill stjórnin gefa almenningi færi á að votta hin- umi látna leiðtoga virðingu sína. Öskunni verður síðan safnað saman aftur og ellefta nóvem- ber verður henni dreift úr flug- vél yfír Himalaya-fjöll, sem voru Indiru Gandhi mjög ástkær. Sikkhar hafa í hótunum við Rajiv Gandhi London-Reuæter ■ Jagjit Singh Chauhan, út- lægur leiðtogi sikkha sem nefnir sig forseta Khalistan, sjálfstæðs ríkis sem herskáa sikkha dreym- ir um að stjórna, hafði um helgina í hótunum við Rajiv Gandhi í London. Hann sagði að Indira Gandhi hefði átt skilið að deyja og að hins nýja for- sætisráðherra biðu sömu örlög. Rajiv Gandhi hefði verið í vitorði með móður sinni um að láta indverska herinn ráðast inn í Gullna hofið í Amritsar, helg- an stað sikkha, í júní. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sem var við útför Indiru Gandhi lýsti van- þóknun sinni á þessum ummæl- um Chauhans, sem býr í London, og lét í það skína að henni þætti slæmt að geta ekki sótt hann til saka fyrir þau. Popieluszko jarðsettur: 250 þúsund manns við útf örina - Jaruzelski styrkir stððu sína Varsjá-Reuter ■ Jósef Glemp, kardínáli í Póllandi, jarðsöng á laugardag- inn Jerzy Popieluszko, andófs- prest sem myrtur var af þremur meðlimum leynilögreglunnar fyrir nokkru-. Um 250 þúsund manns fylgdu Popieleszko,i, nú helsta píslarvotti hinna bönn- uðu verkalýðssamtaka, Sam- stöðu, til grafar. Þar á meðal var Lech Walesa. Mannfjöldinn var ekki minni en þegar Stefan Wyszinski, ástsæll leiðtogi pólsku kirkjunnar, var jarðaður Í98L y í ræðu sinni hvatti Glemp Pólverja til að troða ekki illsak- ir, en ganga heldur til samninga og Lech Walesa hélt stutta tölu þar sem hann sagði meðal annars: „Samstaða lifir vegna þess að Popieleszko úthellti blóði sínu fyrir hana.“ Útförin fór friðsamlega fram og er tekið til þess í fréttaskeyt- um að þar hafi ríkt góður andi þótt margir hafi fellt tár. Þrír öryggislögreglumenn hafa nú verið ákærðir fyrir ránið á prestinum og verða líkast til ákærðir fyrir morðið líka. Tveir embættismenn úr innanríkis- ráðuneytinu eru einnig í varð- haldi og undirhershöfðingi hef- ur verið sviptur embætti um stundarsakir vegna gruns um aðild að ráninu. Nú þykir ljóst að Wojciech Jaruzelski, Póllandsleiðtogi, hefur síður en svo beðið hnekki vegna ránsins, en um tíma leit út fyrir að það gæti valdið djúpri stjórnmálakreppu í Póllandi. Jaruzelski þykir hafa haldið vel á málum. Hann brást skjótt við, gætti þess að ekki slægi í brýnu milli stjórnvalda og kirkjunnar, eins og mun hafa verið von ræningjanna. Hann hefur gert harðlínumönnum úr röðum kommúnista ljóst að ránið hafi verið í mikilli óþökk stjórn- valda og nú náð sér í völd til að hreinsa út æsinga- og harðlínu- menn í lögreglunni og innanrík- isráðuneytinu. ■ Ledi Walesa var meðal 250 þúsunda Pólveija sem fylgdu andófsprestinum Jezy Popieluszko tíl grafar á laugardagjnn. Hann. fluft stutt ávarp og sagði þar meðal annars að Samstaða myndi lifa vegna þess að Popieluszko hefði úthellt blóði sínu fyrir hana. Símamynd-POLFOTO Stærsti sigur Jaruzelskis er menn sem nú verða sóttir tn þó sá hversu fljótt honum tókst saka. Þetta rennir stoðum undir að gera Pólverjum og alheimin- það hald Jaruzelskis að honum um Ijóst að stjórn hans átti enga sé að takast að koma á pólitísk- hlutdeild í ráninu heldur öfga- um stöðugleika í Póllandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.