NT - 07.11.1984, Síða 5
Miðvikudagur 7. nóvember 1984
Háskólatónleikar:
Færeysk
lög í há-
deginu
■ Þriðju Háskólatón-
leikarnir á þessu hausti
verða haldnir í Norræna
húsinu í hádeginu í dag,
miðvikudaginn 7. nóv-
ember og hefjast þeir kl.
12.20. Flutt verða færeysk
sönglög, þjóðlög og lög
eftir H.J. Höjgaard og J.
Waagstein. Flytjendur eru
færeyska mezzosópran-
söngkonan Kolbrún á
Heygum og Ólafur Vignir
Albertsson píanóleikari.
Háskólatónleikarnir
standa yfir í hálfa klukku-
stund.
Lögfræðiað-
stoð Orators
af stað á ný
■ Á fimmtudagskvöld hefur
lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema við Háskóla íslands,
þriðja starfsár sitt. Gefst al-
menningi kostur á ókeypis lög-
fræðiaðstoð um hin margvísleg-
ustu efni. Lögfræðiaðstoðin
verður veitt á hverju fimmtu-
dagskvöldi í vetur frá kl. 19.30
til kl. 22.00 í síma: 21325
Fiskiþing:
Stofnum olíu-
félag útgerðar
■ “í 1100 ár hefur það verið
þannig að stærstur hluti þess
sem dregið var að landi féll í
hlut áhafnar. En núna síðastliðið
eitt og hálft ár fer stærstur hluti
aflavaverðmæta til olíufélag-
anna og við sem kaupum mest
af olíu í landinu erum að borga
fyrir hana smásöluverð,“ sagði
Ágúst Einarsson útgerðarmað-
ur í Reykjavík meðal annars á
Fiskiþingi í gær. Hann stakk í
framhaldi af þessu upp á því að
útgerðaraðilar mættu þessu ó-
fremdarástandi með stofnun
eigin olíufélags.
Metár í afla og
gott markaðsverð
- en afkoma sjávarútvegsins slæm
■ „Eins og nú horfir eru líkur
á að þetta verði eitt af 5 mestu
aflaárum í sögu þjóðarinnar.
Aflinn 1. nóvember verður ná-
lægt 1.100.000 tonnum og yfir
500.000 tonnum meiri, en á
sama tíma 1983.“ Þetta sagði
Björgvin Jónsson útgerðarmað-
ur úr Þorlákshöfn meðal annars
í framsögu sinni um afkomu
sjávarútvegs. Þá lýsti hann því
hvernig markaðsmál hefðu á
árinu staðið vonum framar og
betur en oft áður. En síðar í
ræðu sinni sagði Björgvin að
„ekkert annað en aukin hlut-
deild fiskveiðiflotans í þjóðar-
kökunni getur bjargað veru-
legum hluta sjávarútvegsfyrir-
tækja frá fjárhagslegu hruni.
Sagði Björgvin að uppsafnað-
ur skuldahali sem nemur nú
um 200 milljónum væri megin-
orsök þess vanda sem sjávarút-
vegurinn er í í dag. „Langvar-
andi óðaverðbólga og sú mark-
aða meginstefna íslenskra
stjórnvalda um langt árabil, að
láta nær allan þann auð sem
skapast við fiskveiðar og vinnslu
sjávarafurða, renna til annarra
en þeirra fáu sem afla hans og
vinna,erbúin að koma þessari
atvinnugrein á kné og er vel á
veg komin með að gera þessa
vinnusömu þjóð gjaldþrota."
Þá minnti Björgvin á þá
frelsisstefnu sem hann sagði
hafa verið ríkjandi í viðskiptum
undanfarið og spurði af hverju
útgerðin mætti þá ekki hafa
frelsi til þess að selja sinn gjald-
eyriá frjálsum markaði til þeirra
sem þurfa á honum að halda.
í sama streng tók Ágúst Ein-
arsson útgerðarmaður í Reykja-
vík í almennum umræðum
um ræðu Björgvins og taldi að
einmitt þessi frjálsu gjaldeyr-
isviðskipti gætu orðið útgerð-
inni bjargráð. Þá drap Ágúst á
það samstöðuleysi sem hann
taldi vera meðal stétta sjávarút-
vegsins. Meginástæðu þess taldi
hann vera að ríkisvaldið, í nafni
verðlagsnefndar sjávarútvegs-
ins taki sig til á þriggja mánaða
fresti og etji þessum aðilum
saman; „Stundum er brotið á
sjómönnum, stundum eru það
útgerðarmenn og stundum er
það fiskvinnslan... við erum
ekki að fara fram á að fá allt sem
við öflum heldur að við getum
staðið uppréttir og þurfum ekki
að skammast okkar fyrir þau
laun sem við erum að greiða“,
sagði Ágúst.
Kirkjuþing:
Aukin kirkjuleg
þjónusta fyrir
aldraða bráðlega
■ Hljómsveitin TIC TAC, talið frá vinstri Friddi, Jónsi, B.
Jónsson, Óli og Júlli.
TIC TAC með
fyrstu plötu
- hvert umslag sérstök vatnslitamynd
■ Hljómsveitin TIC TAC sendir í dag frá sér sína fyrstu
hljómplötu sem nefnist Poseidon Sefur. Hún inniheldur fjögur lög,
er 12 tommur í þvermál og snýst 45 snúninga á mínútu að því er
segir í fréttatilkynningu.
Umslög um plötuna eru vatnslitamáluð og eru því engin tvö
umslög eins útlits. Nokkur hundruð vatnslitamálverk til að berjast
um. Hljómsveitin TIC TAC er frá Akranesi.
■ Öll mál kirkjuþings-
ins, fjörutíu og eitt talsins,
hafa nú verið lögð fram,
og hefur þeim verið vísað
til nefnda.
I dag var samþykkt að
sérstakt átak verði gert
varðandi kirkjulega þjón-
ustu fyrir og meðal aldr-,
aðra, á næstu fimm árum.
Einnig að hefja skuli
undirbúning vegna afmæl-
is kristnitökunnar árið
2000, og skuli undirbún-
ingsnefndin skila fullbún-
um tillögum þar að lútandi
fyrir næsta kirkjuþing.
Þá var samþykkt að
hafnar verði umræður við
stjórnir ríkisspítalanna og
Borgarspítalans í Reykja-
vík um að ráðnir verði
prestar til sálgæslu og ann-
arrar kirkjulegrar þjón-
ustu á sjúkrahúsum, en
alþingi samþykkti fyrir
fjórtán árum að upp skyldi
tekið embætti sjúkrahúss-
prests. Fjárveiting til þess
hefur þó enn ekki fengist.
Loks var samþykkt að
ekki skuli leyfilegt að selja
eftirmyndir af kirkjugrip-
um eða kirkjum nema til
ágóða fyrir kirkjuna
sjálfa, en talsvert hefur
borið á því að aðilar hafi
hagnýtt sér þesskonar
myndir í fjáröflunarskyni,
eins og segir í samþykkt
þingsins.
■ Úr uppsetningu leikfélags MH á verkinu Tveggja þjónn eftir
Carlo Goldoni.
Leikfélag MH frumsýnir:
Tveggja þjónn
■ Leikfélag Menntaskólans við
Hamrahlíð frumsýnir gamanleik-
inn Tveggja þjónn eftir ítalska
rithöfunainn Carlo Goldoni í há-
tíðarsal skólans í kvöld kl. 20.30.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.
Æfingar á leikritinu hafa staðið
yfir í all't haust og gert er ráð fyrir,
að sýningar verði 8. Hin síðasta
verður 16. nóvember. Öllum leik-
húsáhugmönnum er heimilt að
sækja sýningu leikfélagsins og verð
aðgöngumiða er 100 kr. fyrir nem-
endur, en 150 kr. fyrir aðra.
A)
BÍLASMIOJAN W "
KYNDIU
Stórhöfða 1 8 II
t IIl
Bílamálun
Bílaréttingar
Vönduð vinna
SÍMI35051
KVÖLDSÍMI
35256
DESOUTTER
LOFTVERKFÆRl DITZLER BÍLALAKK
BINKS SPRAUTUKÖNNUR
Bíleigendur athugið
Við höfum margra ára reynslu í viðgerðum á mikið löskuðum
bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Chart réttingar og
mælitæki. Við bjóðum viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á
allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á allri vinnu. A
málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er
amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar
amerískar bílaverksmiður nota Ditzler efni tryggir fagmönnum
árangur. Þar ætlum við líka að koma viðskiptavinum á óvart.
Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðarlausu.
Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar
Binks sprautukönnur og varahluti i þær og Ditzler málningarefni
stórhöfem
FUNAHOFOI
hyr JARHOROl
o
X
SMIÐSHÖFQI
HAMARSHOFDI
DVE RGSHÖFOI
VAGNHOFOI
o:
Tl
TANGAR HÖF-OI g
BÍLOSHOFCI S
BIFREtOAEFnRUTlD
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins munu
ferma til íslands á næstunni
sem hér segir:
Hull/Goole:
Dísarfell ............ 19/11
Dísarfell ............. 3/12
Dísarfell .............17/12
Rotterdam:
Dísarfell .............20/11
Dísarfell ............. 4/12
Dísarfell .............18/12
Antwerpen:
Dísarfell ............. 7/11
Dísarfell ............21/11
Dísarfell ............. 5/12
Dísarfell .............19/12
Hamborg:
Jan ................... 8/11
Dísarfell .............23/11
Dísarfell ............. 7/12
Dísarfell .............21/12
Helsinki:
Patria ................24/11
Hvassafell.............10/12
Lubeck
Arnarfell .
28/11
Falkenberg:
Hvassafell..........7/11
Arnarfell ..........30/11
Leningrad:
Patria .....
Larvik:
Jan ....
Jan ....
Jan ....
26/11
12/11
26/11
10/12
Gautaborg:
Jan ...............13/11
Jan ...............27/11
Jan................11/12
Kaupmannahöfn:
Jan ...............14/11
Jan................28/11
Jan .............. 12/12
Svendborg:
Jan .............. 15/11
Jan ...............28/11
Jan .............. 13/12
Árhus:
Jan ....
Jan ....
Jan ....
15/11
29/11
13/12
Gloucester, Mass.:
Skaftafell..............19/11
Skaftafell............. 17/12
Halifax, Canada:
Skaftafell..............20/11
Skaftafell..............18/12
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavik
Simi 28200 Telex 2101