NT


NT - 07.11.1984, Síða 6

NT - 07.11.1984, Síða 6
Miðvikudagur 7. nóvember 1984 6 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi: Hyggja þarf vel að þörf um í samræmi við samvinnuhugsjón brýnt að lækka vexti og annan fjármagnskostnað Stjórnmálaályktun Kjördæmisþings framsókn- armanna í Suöurlandskjör- dæmi 1984. ■ Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur tekist að koma í veg fyrir efnahagshrun, sem blasti við vegna óðaverð- bólgu, þegar ríkisstjórnin tók við völdum. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna hafði lækkað mjög mikið síðari hluta árs 1982 og fram á árið 1983. Þrátt fyrir áframhaldandi samdrátt þjóðartekna var þessi óheilla- þróun stöðvuð um leið og tókst að halda uppi fullri atvinnu víðast hvar á landinu. Kjördæmisþingið leggur áherslu á, að Framsóknar- flokkurinn hafi nú á sama hátt forystu um það í ríkisstjórn að leita leiða til að koma í veg fyrir, að afleiðingar kjara- samninga valdi óbætanlegu tjóni fyrir efnahags- og at- vinnulíf þjóðarinnar og af- komu einstaklinganna. Bæta verður stöðu framleiðsluat- vinnuveganna til þess að þeir geti aukið þjóðarframleiðslu og staðið undir batnandi lífs- kjörum, þar sem ekki er unnt lengur að halda þeim uppi með erlendum lántökum. Erlend lán verða aðeins tekin til fram- kvæmda, sem geta staðið undir endurgreiðslu þeirra með auk- inni framleiðslu og arðsemi. Kjördæmisþingið telur brýnt að lækka vexti og annan fjár- magnskostnað til að bæta stöðu atvinnuveganna og þeirra einstaklinga, sem erfið- ast eiga. Jafnframt verði komið betra skipulagi á stjórn pen- ingamála, svo að atvinnu- vegirnir og húsbyggjendur sitji fyrir um nauðsynlegt fjármagn, enda er slík stjórnun óhjákvæmileg til að draga úr viðskiptahalla. Kjördæmisþingið hvetur ríkisstjórnina til að halda áfram að vinna að jöfnun lífs- kjara. Þrátt fyrir nauðsyn þess að gæta hagsýni og sparnaðar í ríkisbúskapnum eins og öðrum rekstri þá má það ekki bitna á félagslegri þjónustu fyrir þá, sem minna mega sín. Sann- gjörn skipting þjóðartekna milli stétta og landshluta er líka algjör forsenda fyrir sam- stöðu og einingu þjóðarinnar. Kjördæmisþingið styður að- ild Framsóknarflokksins að núverandi rfkisstjórn til að vinna að framantöldum mark- miðum og öðrum stefnumál- um Framsóknarflokksins. Sér- staklega tekur það undir stefnumótun um nýsköpun í atvinnulífi, sem sett var fram á miðstjórnarfundi s.l. vor og nú hefur verið tekin á verk- efnalista ríkisstjórnarinnar. En jafnframt því sem stuðlað er að efnahagslegum fram- förum, þarf að hyggja vel að öðrum þörfum einstaklinga og þjóðarinnar í samræmi við samvinnuhugsjón Framsókn- arflokksins. Ályktun um sjávarútvegsmál Kjördæmisþing framsókn- armanna í Suðurlandskjör- dæmi haldið á Selfossi 3. nóv- ember 1984 Iýsir fullum stuðn- ingi við stefnu sjávarútvegs- ráðherra Halldórs Ásgríms- sonar í sjávarútvegsmálum. Þrátt fyrir tímabundna erfið- leika sem nú steðja að sjávarút- veginum vegna minnkandi afla og óhagstæðra ytri skilyrða, þá er ljóst að sjávarútvegurinn mun um næstu framtíð verða sú atvinnugrein sem þjóðin byggir sína lífsafkomu á. Aðal ástæður þessara erfiðleika eru allt of hár vaxta- og fjármagns- Ljósið í myrkrinu Leikfélag Reykjavíkur: DAG- BÓK ÖNNU FRANK eftir Frances Goodrich og Albert Hackett. Þýðandi: Sveinn Vík- ingur. Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. ■ Það getur verið tvíbent að endurlífga gömul verk sem hylli hafa notið á leiksviði. Oftar en ekki finnst manni þegar til kemur að þau standi ekki undir því orði sem af þeim fór. Mér er ekki grun- iaust um að sumir muni fyrir- fram hafa slíka afstöðu til Dag- bókar Önnu Frank sem gríðar- lega athygli vakti fyrir aldar- fjórðungi, kom í íslenskri þýð- ingu 1957 og var sýnd í Þjóð- leikhúsinu næsta ár. Sú sýning var rómuð á sinni tíð og fór Kristbjörg Kjeld þar í fyrsta sinn með stórt hlutverk á sviði. Ekki sá ég þessa uppfærslu og þarf engum samanburði að veifa. En skemmst er frá því að segja að mér þótti Dagbók Önnu Frank bráðlifandi og hugtækt verk, áhrifamikið í einfaldleik sínum og barns- legum þokka. Ég spái því að Anna Frank eigi enn eftir að hræra tilfinningar íslenskra leikhúsgesta. Efni verksins er alkunnugt og hefur enda verið rakið í fjölmiðlum að undanförnu. Gyðingastúlkan Anna heldur dagbók meðan hún dvelst ásamt fleira fólki í felum í risi verslunarhúss til að dyljast fyr- ir nasistum. Þau geta falist í tvö ár þar til böðlarnir finna þau og hafa á brott með sér. Enginn kemst lífs af nema heimilisfaðirinn, en dagbókin finnst og hefur síðan verið eitt frægasta skilríki úr heimsstyrj- öldinni síðari. Alltaf öðru hverju hafa komið upp raddir um að bókin sé fölsuð en slíkt hefur aldrei tekist að sanna. Segja má að bókin beri vott um ótrúlegan andlegan þroska og rithöfundarkunnáttu hjá svo ungri stúlku, - en hvað sem því líður; Dagbók Önnu Frank er mannlegur vitnis- burður.sem ekki gleymist.um einn svartasta blett í gervallri mannkynssögunni, útrýming- arherferð nasista á hendur Gyð- ingum. I sýningu á þessu verki veltur allt á að takist að miðla hinni upprunalegu einlægni þess, þeirri barnslegu heiðríkju sem einkennir þetta verk. Ég get ekki lýst því betur en með orðum Ásgeirs Hjartarsonar í leikdómi um sýninguna 1958: „Svo látlaust og þelhlýtt er leikritið og hispurslaust og raunsætt um leið að okkur gleymist að um skáldverk sé að ræða: þetta er veruleiki, lífið sjálft. Og lýsingin á sálarlífi og þroskaferli unglingsins Önnu Frank er gerð af ríkum mann- legum skilningi, í brjósti henn- ar berjast óstýrilæti, ótamið fjör og innileg góðsemi, hún er gædd hugarflugi, skarpskyggni á aðra menn, býr yfir ríkri kímni; hún er Ijósið sem skín í. myrkrinu.“ Sýning Hallmars Sigurðs- sonar virðist mér vera í öllu sem máli skiptir trú hinum tilgerðarlausa þokka verksins. Umgerðin er nokkuð stílíseruð og inn á milli atriða brugðið á baksvið kvikmyndum úr stríð- inu. Sviðið í Iðnó er þröngt og nýting þess mætti vera hnit- ■ Helstu leikendur í „Dagbók Önnu Frank“. Jón Sigurbjörnsson, Kristján Franklín Magnús, Guðrún Kristmannsdóttir, sem leikur titilhlutverkið, Valgerður Dan og Ragnheiður Tryggvadóttir. Tíroamynd Árni Bjarna miðaðri; stoðin sem reis ská- hallt upp að bakvegg var of fyrirferðarmikil í leikmynd- inni. Allt veltur á að takist að finna unga stúlku sem ræður við hlutverk Önnu Frank. Hana leikur sextán ára stúlka frá Selfossi, Guðrún Krist- mannsdóttir, og skilaði þessu erfiða verki með prýði. Hún hefur allan ákjósanlegan þokka í hlutverkið, framsögn og hreyfingar bera að sönnu mark reynsluskorts, en henni tókst að bregða upp sannfær- andi mynd stúlkunnar og eink- um að lýsa vel þeim breyting- um sem hún tekur á leiktíman- um, þeim þroska sem hún öðlast og mannskilningi sem birtist með einföldum og nær- gengum hætti í verkinu. Ég hygg að Guðrún verði manni lengi minnisstæð. Onnur hlutverk voru skipuð reyndu liði úr Iðnó. Kristján Franklín Magnús lék Pétur og tókst léttilega að sýna feimni hans og bælingu. Sigurður Karlsson brá upp stillilegri mynd Ottós Franks, og Val- gerður Dan var örugg í hlut- verki konu hans. Van Daan- hjónin bjóða upp á betri færi á skapgerðarleik og tókst Jóni Sigurbjörnssyni og einkum Margréti Helgu Jóhannsdóttur léttilega að leiða okkur þessi ólánssömu hjón fyrir sjónir. Og Gísli Halldórsson átti auð- velt um vik sem Dussel tann- læknir. Önnur hlutverk eru smærri, en í þeim voru Ragn- heiður Tryggvadóttir, Jón Hjartarson og María Sigurðar- dóttir, - þar vár hvergi brota- löm á. Áhorfendur á frumsýningu tóku leiknum ágætlega og var einkum Guðrúnu Kristmanns- dóttur vel fagnað. Þetta leikrit á auðvitað að sýna skólanem- um, og raunar held ég að hver sem er hafi gott af að sjá það. Gunnar Stefánsson .

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.