NT


NT - 07.11.1984, Side 25

NT - 07.11.1984, Side 25
Miðvikudagur 7. nóvember 1984 25 Kosningamar í Bandaríkjunum Kosningabarátta - þjóðerniskennd eða sanngirni? í auglýsingatíma ■ Forsetahjónin koma á kjörstað í Solvang, byggðarlagi danskra innflytjenda, í Kaliforníu í gær. Símamynd-POLFOTO. Ögn hjátrúarfullur forseti ■ Sjónvarpsahorfendur i Bandaríkjunum fóru ekki var- hluta af því í gærkvöldi að forsetakosningar stæðu fyrir dyrum. Þeir sem settust í róleg- heitum fyrir framan tækin sáu lítið af venjulegu efni, en þeim mun meira af pólitískum auglýs- ingum, lokatilraunum til að vinna hug kjósenda fyrir kosn- ingarnar í dag. Það voru bæði forsetaframbjóðendur og minni spámenn sem fluttu þjóðinni boðskap sinn, hver með sínum stíl. Ronald Reagan talaði í sam- fellt tuttugu mínútur úr forseta- stólnum í Hvíta húsinu. Það var fátt undir sólinni sem hann minntist ekki á þegar hann bað um umboð til að ljúka því verki sem hann hóffyrirfjórum árum. Hann lék á strengi þjóðernis- stefnu og minnti á árangur Bandaríkjamanna á Dlympíu- leikunum í sumar, innrásina í Grenada og endurheimtan virð- ingarsess Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi. „Við erum rétt að byrja endurreisnina og eigum mikið verk óunnið við að byggja upp þetta stórkostlega land,“ sagði forsetinn á meðan brugðið var upp rómantískum sólarlags- myndum. Auglýsingar Walters Mond- ale voru með öðru sniði. „Ég vil frekar verða undir í kosningum sem snúast um siðgæði og sann- girni, heldur en sigra í kosning- um um eiginhagsmuni,“ segir Mondale með alvöru í svip með- an að eldri borgarar lýsa versn- andi lífsafkomu sinni undir stjórn Reagans. Lítil börn lýstu framtíðardraumum sínum í skugga kjarnorkueldflauga og atvinnulausir verkamenn og bændur töluðu um erfiðleika í efnahagslífinu. Sanngirni og samúð með þeim sem minna mega sín var undirtónninn í skilaboðum Mondales. Mondale: ■ Walter Mondale, forseta- frambjóandi demókrata, kom snemma á kjörstað í gær í ■ Þegar sjónvarpsstöðvar byrjuðu að spá úrslitum hér í kvöld var enn ekki búið að loka kjörstöðum á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er þriggja stunda tímamunur á austur- og vesturströndinni, en sjónvarps- stöðvarnar miða fréttasending- ar sínar við tímann á austur- ströndinni. Þetta þýðir að þegar kjörstöðum var lokað í New York var enn verið að kjósa í Los Angeles. í kosningunum 1980 bárust fregnir af fólki á vesturströnd- inni, sem snéri frá kjörstað hópum saman þegar það frétti af sigri Reagans á austurströnd- inni. Þetta voru bæði stuðnings- menn Reagans sem töldu sig Hugmyndaflugi auglýsinga- framleiðenda virðast engin tak- mörk sett þegar kemur að póli- tískum auglýsingum. Þar sem baráttan er hörð verða þær oft ófyrirleitnar og meiðandi. í Norður-Karólínufylki voru birt- ar myndir af limlestum iíkum og öldungadeildarþingmaður bendlaður við dauðasveitir í El Salvador. í Texas var vitnað í þingmann þar sem hann sagði að aðstoð við fatlaða hvetti fólk aðeins til að vera áfram fatlað. Sá svaraði fyrir sig með því að benda á að samtök kynvillinga heimabæ sínum, North Oaks í Minnesotafylki. Hann var glað- beittur þrátt fyrir að síðustu ekki þurfa að kjósa og demó- kratar sem ályktuðu sem svo að Carter væri búinn að tapa og eitt atkvæði breytti engu þar um. Bandaríkjaþing skoraði ■ í sumar á sjónvarpsstöðvarnar að byrja ekki að grein frá úrslitum fyrr en búið væri að loka öllum kjörstöðum. Sjónvarpsmenn báru fyrir sig skyldu sína við áhorfendur og prentfrelsisá- kvæði í stjórnarskránni og neit- uðu að verða við ósk þingsins. Tvær af þeim þremur stærstu ABC og CBS slökuðu þó aðeins á núna síðustu vikurnar, en NBC hyggst halda þessum sið án tillits til þeirra áhrifa sem þetta kann að hafa á kjörsókn á vesturströndinni. hefðu sett upp nektarsýningu til að safna fé fyrir frambjóðendur demókrata. í Massachusets var frambjóðandi sakaður um að vera njósnari fyrir Sovétríkin, að því er virtist vegna andstöðu hans við stríðið í Vietnam á sínum tíma. Slíkar auglýsingar dynja á almenningi daginn út og inn, sumar verri og aðrar skárri. En áhrifamátturinn er mikill og að líkindum rhá rekja úrslit þing- kosninganna í dag í sumum tilfellum beint til velheppnaðra auglýsingaherferða. skoðanakannanir sýndu að hann nyti frá 11 til 25 prósent minna fylgis en Reagan. Kosningabarátta " Mondales stóð yfir í nær heilt ár og er einhver sú aldýrasta í sögu Bandaríkjanna. Talið er að hann hafi eytt um 5.1 milljón dala meira en Reagan í kosn- ingabaráttunni, en hvor fram- bjóðandi um sig má eyða allt að 40.4 milljónum dala af ríkisfé í kosningabaráttunni. Mondale hélt áfram upptekn- um hætti á síðustu tímum kosn-. ingabaráttunnar og ásakaði Re- agan enn um að vera fáfróðasta forseta Bandaríkjanna á síðari áratugum. Hann sagði ennfrem- ur að þrátt fyrir fjögurra ára setu í Hvíta húsinu hefði Reag- an enn ekki haft sig í að hitta mótherja sinn, æðsta valda- mann Sovétríkjanna. Mondale beið kosningaúrslit- anna í North Oaks, en fram- bjóðendurnir höfðu komið sér saman um að tjá sig ekki um úrslit kosninganna né lýsa yfir sigri fyrr en síðustu kjörstaðir lokuðu, en í Alaska var það ekki fyrr en klukkan sex í morgun. ■ Ronald Reagan forseti kom í gær á kjörstað ásamt konu sinni Nancy.í bænum Solvang í nágrenni við búgarð sinn í Santa Barbara í Kaliforníu. Reagan vildi ekki tjá sig um þá skoðun aðstoðarmanna sinna og flokks- bræðra að hann myndi vinna stórsigur í kosningunum og telj- ast sigurvegari í nær öllum fylkj- um Bandaríkjanna og sögðu samstarfsmenn að forsetinn Forseta- frúin dattúr rúminu Los Angeles-Reuter ■ Larry Speakes, tals- maður Hvíta hússins, sagði í gær að Nancy Reagan forsetafrú væri enn dálítið vönkuð eftir að hún datt í fyrramorg- un þegar hún var að fara fram úr rúminu og rak höfuðið í stól. At- vikið átti sér stað í Sacramento í Kaliforn- íu þar sem Reagan var að reka endahnútinn á kosningabaráttuna. Þegar forsetahjónin komu til að greiða at- kvæði í bænum Solvang í grennd við búgarð þeirra í Santa Barbara var frúin föl yfirlitum og virtist hafa skrámað á sér ennið. Ljósmynd- arar í Solvang töldu sig einnig hafa séð hana hrasa við þegar hún gekk að kjörklefanum. væri ekki laus við að vera hjá- trúarfullur. Margir fréttaskýrendur telja að sjaldan hafi verið tekist á um jafnólík grundvallarsjónarmið í bandarískum forsetakosning- um og nú í baráttu hins 73 ára gamla forseta og hins 56 ára gamla mótframbjóðanda. Víst er að Ronald Reagan myndi taka undir það. í síðustu ■ Forseti Bandaríkjanna er í raun ekki valinn í þeim almennu kosningum sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Ekki formlega. I gær kusu Bandaríkjamenn sér í rauninni aðeins kjörmenn í hverju hinna fimnrtíu fylkja. Þessir kjörmenn koma síðan saman seinna á árinu og kjósa forsetann formlegri kosningu. Forsetinn er síðan settur í em- bætti í byrjun janúar og er undirbúningur þeirrar athafnar, sem fer fram í Washington, löngu hafinn. Kosningafyrirkomulagið í Bandaríkjunum er þannig að sá frantbjóðandi sem vinnur meiri- hluta í hverju fylki fær alla kjörmenn þess. Kjörmennirnir eru alls 538 og nægja því 270 kjörmenn til að sigra í kosning- unum. Kjörmennirnir eru mjög mismargir eftir því hver fólks- fjöldi er í fylkjunum. Kaliforn- kosningaræðum sínum í Kali- forníu sagði hann að Mondle væri tákn mislukkaórar stefnu sem heyrði fortíðinni til. Hann myndi veikja varnir Bandaríkj- anna og á sama tíma hækka skatta til að fjármagna ofeyðslu og bruðl heima fyrir. Eftir kosningarnar mun Rea- gan taka sér nokkurra daga frí á búgarðinum í Santa Barbara. ía, fólksflesta fylkið, hefur til dæmis 47 kjörmenn, en sum minnifylkinaðeinsþrjá. Höfuð- borgin Washington, sem hefur sérstöðu innan fylkjasambands- ins, hefur aðeins einn kjörmann. Því getur sigur, jafn- vel mjög naumur, í fólkflestu fylkjunum verið geysi dýrmætur fyrir forsetaframbjóðendurna. Sumir samstarfsmenn Reag- ans hafa spáð því að hann muni vinna sigur í öllum fylkjunum, þeir sem eru ögn minna bjart- sýnir spá því að hann vinni öll nema eitt, Minnesota, heima- fylki Mondales. Hernaðaráætlun Mondales í kosningunum hefur verið sú að berjast til þrautar í sumum fylkjum Bandaríkjanna, en gefa eftir önnur fylki þar sem Reagan á vísan sigur. Í kosningunum 1980 vann Jimmy Carter, þáverandi for- seti, aðeins sigur í þremur fylkjum. Washington 6. nóvember Frá Karli Birgissyni, fréttaritara NT í Was- hington ■ Mondale þótti reka kosningabaráttu sína vel síðustu vikurnar og gerði harða hríð að Ronald Reagan þótt allt kæmi fyrir ekki. Hann greiddi atkvæði snemma í gær í heimabæ sínum, North Oaks, í Minnesota. Simamynd-POLFOTO. Dýr kosningabarátta Sjónvarpsstöðvar draga úr kjörsókn Frá Karli Birgissyni, fréttaritara NT í Wash- ington. Bandaríska kosningakerfið: Sigur í fólks- flestu fylkjun- um dýrmætur

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.