NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 25.11.1984, Qupperneq 15

NT - 25.11.1984, Qupperneq 15
Auk Gunnlaugs eru hér komnir að fræða okkur urn starf góðtemplarareglunnar þeir Hilmar Jónsson, stórtemplar, og Kristinn Vilhjálmsson, stórgæslumaður ungljnga-reglunnar. „Mörgum finnst að þessir siðir okkar séu úreltir og staðnaðir, en við teljum að það beri að halda þeirn við," segir Hilmar Jónsson, „meðal annars vegna þess að með því sýnum við virðingu starfi þeirra manna sem á undan okkur hafa starfað að málum reglunnar. Það er líka ástæða til að geta þess að íundarform og félagsmynstur reglunnar varð fyrirmyndin sem öll félagastarfsemi á íslandi var sniðin eftir í byrjun. Uppruninn frá kvekurum Við spyrjum um uppruna góðtemplarareglunnar og fyrstu spor hennar á íslandi. „Reglan er stofnuð vestur í Bandríkjunum árið 1851," segir Hilmar. „Frumkvöðullinn var Benjamin Russ, sem var einn þeirra manna sem undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna, en upphaf bindindishreyfingar nútímans má rekja til rits eftir hann. Þar fjallar Benjamin um áhrif áfengis á líkamann. Þetta rit var gefið út í Bandaríkjunum árið 1780. Russvarkvekari og margar hugmyndir sótti reglan til kvekara, en kvekarar neyta ekki áfengis, frenrur en ýmsir söfnuðir aðrir, svo sem hvítasunnu- menn og aðventistar. Frá Bandaríkjunum barst reglan svo til Evrópu og fyrsti hátemplar hennar varð Josep Malin í Englandi. Alþjóðaforseti er nú Arvid J. Johnsen í Noregi. Fyrsta stúkan á íslandi var stúkan ísafold nr. 1, senr stofnuð var á Akureyri 10. janúar 1884. svo hreyfingin átti aldarafmæli á þessu ári. Stofnfélagar voru tólf og forgöngu hafði norskur rnaður, Ole Lied. Hins vegar varð Friðbjörn Steinsson, bóksali á Akureyri forystumaður í stúkunni og það var í hans húsi sem stofnunin fór fram. Þetta hús Friðbjarnar er nú varðveitt sem sögulegar minjar. Frá Akureyri barst reglan með skjótum hætti ■ Ole Lied, stofnandi góðtemplarareglunnar á íslandi. NT myndir Róbert Sunnudagur 25. nóvember 1984 15 um landið. Stórstúka íslands var hins vegar ekki stofnuð fyrr en ! 1886, enda var það í umboði norska stórtemplarsins sem Ole Lied gekkst fyrir stofnun fyrstu stúkunnar hér. Heyrði íslenska góðtemplara-reglan því undir Norðmenn í fyrstu. Raunar höfðu íslendingar fengið kynni af bindindismálum nokkru áður en stúka var stofnuð hér. Það var árið 1852, þegar kvekarinn Ásbjörn Kloster var hér á ferð. Hann heimsótti llest prestssetur landsins og kynnti bindindisfræði og hafði að leiðsögumanni Matthías Jochumson, skáld. Hlaut undraverðan hljómgrunn „Reglan hlaut ákaflega góðan hljomgrunn þegar í upphafi. Hún fékk marga bcstu menn þjóðarinnar til liðs við sig og félagatalan jókst hratt. Félagsheimili voru reist víða um land, eitt í Hafnarfirði 1886, sem stendur enn. Sem dæmi um stórhuginn má netna að Leikfélag Akureyrar er til húsa í hinu gamal húsi reglunar nyðra. Þá var „Gúttó" í Reykjavík eitt helsta samkomu- hús það um langt skeið, éins og flestum er kunnugt. Árið 1899 voru innan vébanda reglunnar 3167 fullorðnir og 800 börn og 1911, 4000 fullorðnir og 2000 börn. En á bannárunum fækkaði félögum geysilega, svo 1918 var talan 1400 fullorðnir og 1100 börn. Síðar fjölgaði mikið að nýju og upp úr 1960 er talan hæst, 11.()()() fullorðnir ög 7000 börn, eða 18.000 alls. Nú eru fullorðnir um þúsund og 2500 í barnastúkunum. Fullorðinna- stúkunnar eru nú 21, en barnastúkurnar 31. Þá er að geta um ungtemplara, sem ekki fylgja hinum heföbundnu siðum góötem- plarareglunnar, en starfa samt í nánun tengslum við okkur. Þeir telja ef til vill að við séum ekki nægilega í takt viö tímann, eins og við raunar heyrum víðar að. Viðíylgjum grundvallarreglunni: „Bindindi fyrircinstaklinginn og bann fyrir þjóðarheildina". Þótt segja megi að bannhugmyndin sé fjarlæg eins og nú horfir, þá álítum við að það beri að halda henni á lofti eigi að síður.“ „Nú horn né glas eihreyfum vér.... “ „Menn hafa frekar lítið nýtt lært í baráttunni við drykkjubölið, - segir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli M Þekktasti talsmaður íslenskra góðtemplara er án vafa Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Hann hefur jafnan birst þar á vettvangi í fjölmiðlum, sem brennivínið er á dagskrá og er hvergi myrkur í máli að brytja niður röksemdir hálfvelgjumanna og þeirra sem vilja mæta Bakkusi „á miðri leið, “ efsvo má segja. Halldór segir okkur hér sitthvað af upphafí reglunnar og inntaki þeirrar hugsjónar sem hann hefurgerst svo djarfur baráttumaður fyrir. ■ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli hefur aldrei boðið Bakkusi upp á málamiðlun. „Það er ekki fyrr en í byrjun 19. aldar sem skipuleg félagssamtök gegn ofdrykkju hefjast,“ sagði Halldór. „Fyrst í stað áttu þau að vera hófsemdarfélög. Þá var reynt að beina neyslunni að léttari tegundum. Þess var þó skammt að bíða að mönnum virtist slíkt verða áhrifalítið kák. Þá voru bindindisfélög stofnuð. Á árunum fyrir 1830 voru stofnuð í Bandaríkjunum bindindis- félög sem náðu mikilli útbreiðslu. Þau náðu með áhrif sín hingað til lands á fimmta tug aldarinnar. Þá stofnuðu íslendingar í Kaupmannahöfn „Fjölnisbindindið" og í kjölfar þess bindindis- félög víða heima á íslandi. Segja má að sá bindindisáhugi sem þá var vakinn hafi aldrei dáið út að fullu. Tveir þeir menn sem mestan hlut áttu að útbreiðslu reglunnar á íslandi fyrstu árin komu frá Skotlandi. Það voru þeir Ásgeir Sigurðsson, sem síðar stofnaði verslunina „Edinborg“ og Björn Pálsson, ljósmyndari, sem stofnaði fyrstu stúkuna í Reykjavík. Einn mestur áhrifamaður um mótun félagsskaparins hér á landi var tvímælalaust Jón Ólafsson, ritstjóri. Hins vegar mun enginn einn maður hafa átt meiri hlut að því að sveigja þjóðina í bindindisátt fyrir og um aldamótin, en Björn Jónsson, ritstjóri, - ísafoldarbjörn,“ Þú telur kenningu þeirra gömlu jafngóða í dag? „Ég held að menn hafi frekar lítið nýtt lært í baráttunni við drykkjubölið frá því að templarar mótuðu félög sín upp úr 1850. k Stúkur áttu að hafa vikulega fundi. Ráðið var að hittast sem oftast, - styðja hver annan. Fundir þeirra voru að öðrum þræði helgistundir. Þar voru fluttar bænir við upphaf og lok fundar og sungin ljóð. Þar voru bæði bænir og hvatningar. AA menn fylgja þessu fordæmi. Hins vegar eru þeirra samtök aðeins fyrir fyrrverandi drykkjumenn og þau skipta sér ekki af áfengislöggjöf. Templarar vildu aftur á móti fá í samtök sín að auki fólk sem aldrei hafði neytt áfengis. Og þeir vildu útrýma áfengisframleiðslu og áfengissölu og því berjast þeir fyrir stefnu í áfengismálum." Hvað um hófdrykkjumennina svonefndu? „Björn Jónsson skrifaði um það fyrir meira en hundrað árum að drykkjuhneigðin væri misjafnlega sterk hjá mönnum og þar sem engin freisting væri þyrfti ekki neina dyggð. Hins vegar benti hann á að meðan eingöngu væri reynt að draga ofdrykkjumenn upp úr feninu en ekkert gert til að berjast gegn hófdrykkju og drykkjusið- um væri björgunarstarfið vonlaust þannig að alltaf lentu nýir og nýir í fenjum og foræði. Templarar á Akureyri áttu strax árið 1884 sína söngbók. í henni voru 15 ljóð sem talið er að sr. Matthías Jochumsson hafi þýtt fyrir þá. Tvö þeirra ljóða eru svo til óbreytt í söngbók templara enn. Þessir söngvar sýna vel hvað brautryðjendunum bjó í huga. Lítum hér á annað þessara ljóða eins og það var 1884.: „Með gleðiraustu bræðrabrag vér byrjum allir senn. Hinn sterki guð vorn styður hag og styrkir vora menn. Vér unnum heit vor helg og skýr vér hljótum sigur fá. í verki með er Drottinn dýr, hver dirfist móti stá? Nú horn né glas ei hreyfum vér þó hefðum fyrr þann sið, „þeim heljardrykk“, vort heróp er, „þín hönd ei snerti við.“ Vér berjumst móti synd og sorg, Vér sigur hljótum fá. Þú Drottinn ert vort bjarg og borg. Hvert berst í gegn oss þá?“ Þetta hafa íslenskir templarar sungið í hundrað ár. í þessum söng speglast sú fullvissa að þeim sem lífið gaf sér heilbrigði þess vel að skapi. Og söngurinn geislar af gleði þess sem snertir ekki heljardrykkinn en berst með eiðbræðrum sínum gegn þeim sorgum sem hann veldur. Það bræðralag er uppspretta þeirrar gleði sem lífstrúin magnar. Bræðralag templara átti strax í upphafi að ná út yfir mismunandi kirkjudeildir og trúfélög og allan kynþáttamun. í samræmi við það hefur friðarhugsjónin alltaf fylgt félagsskap þeirra. Hugsjónir þeirra eru enn hinar sömu og í upphafi og aldrei hefur þjakað mannkyn haft þeirra meiri þörf en nú.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.