NT - 25.11.1984, Side 17
Sunnudagur 25. nóvember 1984 17
Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn-
ingum lesenda um lögfræðileg málefni
M Kærí Jóhann Pétur, við
erum hérna nokkrír Vest-
mannaeyingar sem hittumst
annað slagið ogræðum þjóð-
málin. Oft hafa umræðurnar
spunnist um allt það órétt-
lætisem viðgengst ííslensku
samfélagi og hversu illa er
haldið á málum. Ég ætla nú
ekki að fara að' tíunda það
allt saman hér. Hinu herekki
að leyna að stundum hafa
umræður snúist upp í það af
hverju við Vestmannaeying-
ar ekki hreinlega segðum
okkur úr lögum við lýðveldið
ísland, og gerðum eyjarnar
að sjálfstæðu ríki. Við erum
reyndar húnir að velta þessu
mikið fyrir okkur og útkoman
er alltaf sú sama. Við teljum
cð margt gæti gengið mjög
laðlega upp.
Slíkt og annað eins hefur
nú áður verið gert í sögunni
og nú langar okkur til að
bera þetta mál undir lögfróð-
an mann. Svona fræðilega
séð. Hvernig lítur þetta mál
út frá lagalegu sjónarmiði?
Hvað með alþjóðalög i þessu
sambandi?
Kveðjur,
Surtur.
M Þegar stórt er spurt
verður oft lítið um svör eins
og kellingin sagði. Eigi að
síður ætla ég að reyna að
gefa þér Surtur góður nokk-
urt yfirlit yfirhvernig þessi
mál líta út frá lagalegu sjón-
armiði. Ég vona þó að það
muni ekki vekja ykkur fé-
lagana um of til dáða á
þessu sviði.
I upphafi er rétt að gera
sér grein fyrir því hvort að
Vestmannaeyjar gætu full-
nægt þeim skilyrðum sem
fullnægja verður til að unnt
sé að tala um ríki í merk-
ingu þjóðarréttar. Þar er
fyrst að telja að um ákveð-
inn hóp manna verður að
vera að ræða sem byggir
landsvæði að staðaldri.
Mannlaust svæði getur sem
sagt ekki talist riki. Það er
ljóst að Vestmannaeyjar
uppfylla þetta skilyrði. í
öðru lagi verður að vera um
afmarkað landsvæði að
ræða og skiptir stærð þess
svæðis engu máli. Einníg
þetta skilyrði uppfylla
Vestmannaeyjar. íþriðja og
fjórða lagi þarfað vera fyrir
hendi ríkisstjórn sem fer
með völd í raun og ríkið
þarf að vera sjálfstætt, þ.e.
fullvalda, fara sjálft með
utanríkismál sín og upp-
fylla þau skilyrði sem gerð
eru til viðurkenningar af
hálfu annarra ríkja. Hér er
því komið að þeim atriðum
sem þyrfti að breyta ef
Vestmannaeyjar ætluðu að
segja sig úr lögum við lýð-
veldið ísland og stofna
sjálfstætt ríki.
En hvernig væri nú unnt
að breyta þessum atriðum.
Hér eru tvær leiðir helstar
sem ég kem auga á (svona
fræðilega séð). Þar er fyrst
að nefna að þú og kunningj-
ar þínir gerðu hreinlega
stjórnarbyltingu eins og við
erum alltaf að heyra um að
séu gerðar í útlandinu.
Þetta er þó aðferð sem ég
tel að væri mjög vafasöm
og tvísýnt um hvernig færi.
Lítil von er til þess að ríkis-
stjórn íslands sætti sig
þegjandi og hljóðalaust við
slíkar aðfarir. Ætti hún í
því samhandi ýmissa kosta
völ og má þar nefna auk
valdbeitingar einangrun
eyjanna t.d. að þvi leyti
sem þær þurfa á aðföngum
frá landi að halda. Jafn-
framt tel éghæpið að önnur
ríki veittu Vestmannaeyj-
um viðurkenningu sína ef
það væri í óþökk og and-
stætt vilja íslenska ríkisins.
Það er venja að þjóðarrétti,
að þegar ríki er talið hafa
öðlast þjóðarréttarhæfi,
sem svo er nefnt, veita
önnur ríki pví viðurkenn-
ingu sína. I viðurkenningu
sem þessari felst að ríkið
sem hana veitir, telur að
það ríki sem viðurkennt er
uppfylli skilyrði þjóðarrétt-
ar um tilvist sjálfstæðra
ríkja. Veiting viðurkenn-
ingar þessarar er því bund-
in þvi að framangreind skil-
yrði séu fyrirhendi, en jafn-
framt er hún þó háð stjórn-
málamati þess ríkis erhana
veitir. Það er þó meginregla
að ljóst verður að vera að
ríki hafi verið stofnað sem
lúti lögformlegri sjórn svo
unnt sé að veita þessa
viðurkenningu. Ef um
stjórnarbyltingu er að ræða
verður vopnaviðskiptum
þvi að mestu að vera lokið
og Ijóst að vera hverjir fara
með völd.
Hin leiðin sem að minu
mati væri unnt aðfara verð-
ur að telja öllu vænlegri
(enda hafa ýmsir oft verið
fremur fylgjandi því aðfara
frekar hina leiðina). Hún er
fólgin í framsali landsvæð-
is á friðsamlegan hátt, þ.e.
með samningum. Ef meiri-
hluti Vestmannaeyinga og
Alþingi eru sammála um að
veita skuli Vestmanna-
eyingum sjálfstæði er í
sjálfu sér ekkert því til
fyrirstöðu að um það sé
samið. Þar sem hér er þó
um mjög veigamikið atriði
að ræða sem snertir sér-
hvern íslending verður þó
að telja eðlilegt og sjálfsagt
að ákvörðun sem þessi yrði
borin undir atkvæði allra
kosningahærra manna í
Iandinu. Þessi aðferð verð-
ur einnig að teljast væn-
legri með tilliti til þess að
mun meiri Jíkur eru til þess
að önnur ríki veittu Vest-
mannaeyingum viður-
kenningu sína ef henni
væri beitt.
Þó svo að þessar aðferðir
sem að framan getur séu
fræðilega séð færar tel ég
að það sé líka einungis
fræðilega. Ég er mjög efins
í að meirihluti væri fyrir
sjálfstæði Vestmannaeyja
á meðal landsmanna og
eins og ég benti á hér að
framan tel ég ólíklegt að
þetta hefðist með valdbeit-
ingu. Ég get tæpast heldur
verið sammála ykkur um
að það myndi koma vel út
eða eins og þú orðar það að
dæmið „gæti gengið mjög
laglega upp“. Það verður að
telja hæpið að ekki stærra
byggðarlag geti staðið und-
ir öllum þeim skyldum sem
á þvi hvíldi, sem sjálfstæðu
ríki, til þess væri um of
smáa einingu að ræða fólks-
fjöldalega séð.
Að lokum vil ég benda á
að hvað sem öllum hreppa-
og landshlutarig líður þá
erum við íslendingar jú ein
þjóð i einu landi. Ef að
Vestmannaeyingar fengju
sjálfstæði þá sé ég nú ekki
heldur að það væri eftir
neinu að bíða með það fyrir
okkur Skagfirðinga og sjálf-
sagt væru fleiri sem fylgdu
eftir. Það myndi ef til vill
enda með því að ísland yrði
að sambandslýðveldi, eins
°g Vestur-Þýskaland, þar
sem flestar sýslur landsins
yrðu sjálfstæð ríki.
Ég vona Surtur minn að
við íslendingar berum
gæfu til að halda þessum
málum einungis á fræði-
lega sviðinu.
Til les-
enda
■ Viðhvetjumlesendurtil
að nýta sér þá þjónustu sem
blaðið veitir varðandi lög-
fræðiþjónustu. Öllum fyrir-
spurnum hvort sem þær
berast símleiðis eða í bréfi
mun Jóhann Pétur Sveins-
son leitast við að svara í
Lagakrók. Best er þó að um
skriflegar fyrirspurnir sé
að ræða. Eins og lesendum
er kunnugt eru fæst þess-
ara bréfa birt með undir-
skrift viðkomanda og er
slíkt að sjálfsögðu undir
hverjum og einum komið.