NT - 02.12.1984, Side 4
Sunnudagur 2. desember 1984 4
KristinnR.
Ólafsson
skrifar frá
Madríd
villimennska...
Andstæðingar nautaats telja það
hreina villimennsku, menningarlega
eftirlegukind, sem eyða hefði átt fyrir
löngu. Mannskepnan fái útrás fyrir
kvalalosta sinn á nautatorginu, þar
sem litklæddir menn, ýmist á hesti
eða fæti, murka lífið úr sex nautum
með kesjum, hryggstinglum og sverði
frammi fyrir blóðþyrstum áhorfend-
um.
Hver myndi borga sig inn í slátur-
hús að sjá sex baulur skornar?
þrálífar leifar
fornra blóð-
fórna...
Atið er þrálífar leifar hræðilegra
heiðinna trúarbragða, friðþægingar-
fórn færð ókunnu goði, sem heimtar
blóð, sagði Miguel de Unamuno
(1865-1937); spánskur rithöfundur/
hugsuður. Ahorfendur vilji sjá blóð,
ekki einungis blóð hests og nauts
heldur manns líka. Pannig gegni þeir
hlutverki játenda þessarar myrku
dreyratrúar, þessara frumstæðu
mannblóta. Þeim yrði jafnvel sama,
þótt þetta blóð væri úr nautabönu-
num einurn, þótt þeir berðust inn-
byrðis.
Atið er ógeðslegur sjónleikur hug-
leysis og innyfla, þar sem ekkert er að
finna nema hræðslu nautabanans og
gungulega grimmd áhorfenda, sem
skemmta sér við að skynja ið þessa
ótta, lagði rithöfundurinn Pío Baroja
(1872-1956) einni sögupersónu sinni í
munn.
Spánn kastan-
íuskellunnar
og bjöllu-
bumbunnar...
iVautaatið er hof ofdýrkunar á
fantahætti og forheimskun, sagði
andatsmaðurinn Eugenio Noel
(1885-1936). Noel barðist í ræðu og
riti gegn nautaati, sem hann taldi,