NT - 02.12.1984, Page 11
■ Ólafur Laufdal: ,.Það er ljósl að fólk vill hafa opnunartímann lengri.“ NT-mvnd: Róbert.
Rolf Johansen
: „ Alltaf klukkan tólf, þegar staðirnir höfðu lokað, fylltist allt hjá ok NT m>nd, Róbert
Sunnudagur 2. desember 1984 11
„Hér hljóta að
koma upp næt-
urstaðir aftur“
- segir Rolf Johansen, stórkaupmaður
einn forstöðumanna „ Appollo“ klúbbsins
■ „Já, maður var ungur og
fjörugur í þá daga og vildi
reyna eitthvað nýtt," segir Rolf
Johansen, stórkaupmaður, en
hann stóð fyrir rekstri App-
ollo-klúbbsins ásamt þeim As-
geiri Magnússyni og Jóni
Ragnarssyni.
„Okkur langaði til að hressa
dálítið upp á næturlífið," segir
Rolf, „og við völdum þessa
aðferð, því við gátum ekki séö
annað en að þetta væri allt
saman hálöglegt. Hugmyndin
var þessi að tíu til tuttugu
manns útveguðu sér gott hús-
næði og gætu komið þar saman
eftir lokun skemmtistaða, hver
með sína flösku, eins og í góðu
partíi.
Nú, þetta tókst svo vel að
alltaf klukkan tólf, þegar al-
mennir staðir höfðu lokað,
fylltist allt hjá okkur. Mig
minnir að við höfum haft opið
frani til klukkan sex á morgn-
ana og þegar fólk var að tínast
út sá ekki vín á nokkrum
rnanni. Petta fór svo vel fram
og aldrei þurfti að kalla til
lögreglu. Það var meira að
segja staðfest að þennan tíma,
ég held að þetta hafi verið
einir átta mánuðir var alveg
sérstaklega rólcgt í borginni.
Sjálfur staðurinn var líka
mjög fallegur. Þarna var allt í
rauðu, svörtu og kopar og
gestir prúðbúnir. Já, það var
menningarbragur á þessu.
Veitingar voru þó af hálfu
staðarins ekki aðrar en smurt
brauð, þótt þarna væri eldhús
sem matreitt gat ofan í þúsund
manns.
Auðvitað voru spiluð öll nýj-
ustu lögin og þetta var alveg
„sensasjónelt" og ákaflega
gaman að taka þátt í þessu.
En svo kom þessi innrás
lögreglunnar. Við fréttum síð-
ar að það var að undirlagi
ýnrissa heiðursmanna í
veitingahúsabransanum. Nú,
þeir voru auðvitað aö reyna að
bjarga eigin skinni, eins og
gengur.
Já, ég held að það hljóti að
koma hér upp aftur næturstað-
ir. Við íslendingar fylgjumst
svo vel með á öllum sviðum að
við hljótum að verða með á
þessu sviði líka. Það eru nóg
tilefni þar scm þörf væri fyrir
þetta, afmæli og önnur tæki-
færi. Svo eru það allir þessir
erlendu ferðamenn sem hingað
koma.
Já, blessaður vertu. Auðvit-
að væri ég til i að líta inn á
svona stað ef honum yrði
hleypt af stokkunum á næst-
unni.“
„Framlengja þarf
opnunartíma veit-
ingastaða til
klukkan fímm
- segir Ólafur Laufdal, veitingamaður
■ „Ég man vel eftir nætur-
klúbbunum og held að ég hafi
komið inn á þá alla,“ segir
Ólafur Laufdal, veitingamað-
ur, en hann fengum við til að
ræða um næturlíf Reykvíkinga
nú og hvort grundvöllur væri
fyrir rekstri næturklúbba eða
sambærilegra staða, ef leyfi
fengist.
„Nú, það var gífurleg að-
sókn að þessum stöðum þá,“
heldur Ólafur Laufdal áfram.
„Það var allmikið í þá borið
og þetta var nýtt, því diskó-
dansinn var að halda innreið
sína og þetta var í þeim stíl. Þá
var ekki diskótek komið nema
í gamla Glaumbæ.
En ef við lítum til dagsins í
dag, þá álít ég að það þurfi að
hafa staðina opna lengur en nú
er. Alls staðar þar sem ég hef
komið í stórborgum erlendis
er reynslan sú að fólk fer ekki
út fyrr en um miðnætti, ekki
þeir sem stunda næturlífið að
ráði og hafa þá nóttina fyrir
sér. Opnunartími staðanna hér
ætti að mínu áliti að vera til
klukkan fimm á nóttinni um
heigar og til klukkan þrjú aðra
daga. Starfsfólk veitingahús-
anna er ekki hrifið af lengri
opnunartíma, en það er ljóst
að fólk vill hafa hann lengri.
Það er líka nauðsynlegt að
afnema þennan hálftíma sem
börum er lokað áður en staður-
inn sjálfur fer að loka. Þessi
hálftími er ákaflega hvimleiður
og veldur leiðindum og vand-
ræðum.
Nú eru allar þessar bjórkrár
komnar til sögunnar og ég vil
taka fram að það er ekkert
nema gott um það að segja. En
ég vildi að þeim væri ætlaður
sérstakur opnunartími hér,
eins og gerist í öðrum löndum.
Þar eru krár ekki opnar eins og
almennir veitingastaðir. I
Bretlandi held ég að þeim sé
lokað klukkan ellefu. Fyrst þeir
fá að selja þennan bjór eiga
þeir að sæta ákveðnum reglum
jafnframt.
En með því að hafa opið til
klukkan fimm álít ég að margt
gæti breyst til hins betra um
leið. Þetta yrði hagkvæmara
fyrir leigubílstjóra og
viðskiptavini þeirra,' þar senr
ösin nivndi dreifast, enda er
reynslan sú að þar sem staðir
eru opnir þetta lengi eru örfáir
eftir þegar lokað er. Þetta væri
iíka góð landkvnning gagnvart
útlendum gestum og nær því
sem þeir eiga kost á heima
fyrir."