NT


NT - 02.12.1984, Síða 14

NT - 02.12.1984, Síða 14
■ í Bráðræðisholtinu bak við J.L. húsið er risin upp byggð gamalla húsa, sem flutt hafa veríð íHoltið utan af landi eða innan úr bæ. í þessum húsum hafa listamenn í hinum ýmsu greinum komið sér fyrir. Þegar NT sló á þráðinn til Maríu Sigurðardóftur leikkonu, sem leikur Petru von Kant í Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder sem nú er leikið á fjölum Alþýðuleik- hússins og bað hana um viðtal, sagði hún: “ Viltu ekki koma út í húsið okkar í Bráðræðisholtinu, ég verð aðvinna íþvíáþriðjudag- inn. Ef þú heldur þá að ég hafi eitthvað að segja,“ bætti hún við með hógværri röddu. Þegar ég mætti í Bráðræðis- holtið var María að hamast við að saga og negla ásamt hirð- smiðnum í Holtinu Auði Oddgeirsdóttur, en Auður er ein af fáum konum sem eru útlærður húsasmiður. Auðvit- að byrjuðum við að ræða um húsið. - Þetta hús stóð áður við Laugaveg 97, beint á móti Stjörnubíói. Pað var síðan byggt fyrir framan það og þeg- ar það var flutt hingað varð að saga það í tvennt. Öðruvísi komst það ekki burt. Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður keypti lóðina af Sambandinu og flutti húsiö hingað, en við^ keyptum það fyrir þrem árurn,, og höfum unnið í því síðan. Nú er svo lítið eftir og stefnum við að því að flytja inn um áramót. María réttir mér myndir af húsinu eins og það var sundurskorið og slitið og þurfti að beita ímyndunarafl- inu til að átta sig á því að um sama húsið var að ræða. Á einni myndinni var barna- vagn og ég spyr, eigið þið barn? - Já, segir María og brosir, við eigum þriggja ára strák, Eyvind. Hvað með Karl, held ég áfram, er hann á föstum samn- ingi hjá Nýju lífi? En Karl Ágúst Úlfsson sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Nýtt líf og Dalalíf og allir þekkja, er sam- býlismaður Maríu. - Nei, nei, hérgera leikarar ekki langa samninga við kvik- myndaframleiðendur, en hann hefur auðvitað unnið mikið fyrir þá. Ég het' reynar unnið fyrir þá líka. Nú? Já ég leik í myndinni Skammdegi. Hún gerist fyrir vestan í Arnarfirð- inum. Ég lék systurina Unni, sem býr þar á bæ með bræðrum sínum tveim. Svo kemur ekkja þriðja bróðurins til landsins, hann bjó erlendis, og vill láta systkinin selja jörðina og fá út sinn hlut og þá fara voveiflegir hlutir að gerast. En hverjir þeir eru má ég auðvitað alls ekki segja. Vann sem setjari og fíakkaði um heiminn En hvar ólst þú upp og hvað gerðirðu áður en þú fórst að leika? - Ég er fædd hér í Reykja- vík, bjófyrstu árin á Skarphéð- insgötunni en svó fluttum við í Granaskjólið og bjó ég þar þar til ég flutti að heiman. Faðir minn er Sigurður Hallgrímsson tæknimaður hjá útvarpinu. Móðir mín dó þegar ég var fimm ára en fósturmóðir mín heitir Elín Aðalsteinsdóttir. Ég var í Melaskólanum og Hagaskólanum og svo tvö ár á Núpi. Eftir það vann ég mest í prentsmiðjum sem setjari, var meira að segja einu sinni próf- arkalesari á Tímanum. Ég vann og safnaði mér aurum og Sunnudagur 2. desember 1984 1 4 fórsvo ílöngferðalög. Flæktist um Evrópu þvera ogendilanga í lestum, dvaldi löngum á Spáni og í Portúgal. Ég fór upphaflega ein í þessar ferðir vegna þess að enginn vina minna komst með mér. En svo vildi ég ferðast ein, mér fannst það gott og svo kynntist ég miklu fleira fólki þannig. Ég kynntist alla vega fólki og komst oft í furðulegar sitúa- sjónir, og sú reynsla, sem ég aflaði mér á ferðalögum hefur1 oft komið sér vel í leiklistinni. Ég held að þau hafi ekki nýst mér síður en langskólaganga hefði gert. Þettaerallt Olgu Guð■ rúnu að kenna Setjari og heimshorna- flakkari, hvernig lentir þú í leiklist? - Ég kynntist Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur Ieikkonu á Núpi og settum við upp Sandkassann þar. Við leigðum ■ María og hirðsmiðurinn í Holtinu Auður Oddgeirsdóttir. NTrædirvið Maríu Sig- urðardóttur leikkonu svo saman í Reykjavík og var ég því í sambandi við fólkið í SÁL. Pað blundaði alltaf í mér löngunin að verða leikkona, en ég trúði því ekki að ég gæti það. Og ég hefði aldrei lagt út í það nema af því ég kynntist Olgu Guðrúnu. Hún leigði hjá mér herbergi í lítilli íbúð.sem mér tókst að eignast í Þingholt- unum. Um það leyti voru tíma- mót hjá mér, mig langaði að fara að gera eitthvað annað en að vinna í prentsmiðju. Olga sagði mér að ég ætti að fara í leiklistarskóla, hvatti mig og studdi og djöflaðist með mig í gegnum inntökuprófið og ég komst inn. Olga var minn and- legi styrkur, Já þetta er eigin- lega allt henni að kenna. María kveikir sér í sígarettu og brosir. Mikiðaf góðu fólki Fyrst við vorum að tala um hana Olgu Guðrúnu, þá langar mig að koma því að, að ég hef kynnst svo mörgu fólki sem vill vera svo gott og allt fyrir mann gera og gefur manni trúna á sjálfan sig. Það er alveg ótrú- legt. Ég hugsaði mikið um þetta þegar ég var að leika fyrir vestan. Náttúarn þar er svo sterk og krefjandi. Ég var alltaf í gönguferðum, upp um fjöll eða niður í fjöru og um- hverfið fékk mig til að hugsa miklu dýpra en venjulega. Þó fólk sé íokað, þá er svo stutt inn á yndislegar manneskjur. Þarna fyrir vestan skinu gæðin og hjálpsemin út úr hverju andliti, Arnfirðingar vildu allt fyrir okkur gera. Hér fyrir sunnan er fólk alltaf að vinna og má oft ekki vera að því að sinna öðrum og veita öðrum athygli. En Reykvíkingar búa auðvitað yfir sömu manngæsku og aðrir, bara ef þeir fá tíma og tækifæri til að rækta hana. Leikarar háðir áhorfendum - Ég leik smáhlutverk í Önnu Frank, sem verið er að sýna í Iðnó. Ég er Miep, sem er skrifstofustúlka hjá föður Önnu. Ég sé um að flytja þeim fregnir og skilaboð að utan. Einu sinni kem ég og segi þeim frá innrás Bandamanna sem var þeirra stærsta von. Það er alveg merkilegt en ég finn fyrir fögnuðinum og léttinum hjá áhorfendunum alla leið á aft- asta bekk við að heyra þessar fréttir. Ég held, að leikhús geti einmitt náð til fólks og vakið með því ýmsar tilfinningar sem sofa með þeim dagsdaglega. Og svo eru leikarar svo háðir viðbrögðum og undirtektum áhorfenda. Núna um daginn á einni sýningunni á Petru von Kant fann ég í upphafi að áhorfend- ur voru mjög ósáttir við Petru, mun meira en ég hafði áður orðið vör við. Þessi viðbrögð espuðu mig upp, ég varð mun ákveðnari í ræðu minni, svo mikið að hinir leikararnir og leikstjórinn tóku eftir því. Smátt og smátt skiptu svo áhoríendurnir um skoðun og urðu sáttari við Petru. Undir lokin ríkti algjör þögn í

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.