NT


NT - 02.12.1984, Síða 23

NT - 02.12.1984, Síða 23
Sunnudagur 2. desember 1984 23 krókur Jóhann Pétur Sveinsson svarar spurn- ingum lesenda um lögfræðileg máiefni ■ Kæri Lagakiókur, okkui hjónin langai til að fá okkui dýi til að hafa héi heima á lóðinni. Ég býst við að hænui komi helst til gieina og við búum í Reykjavík og eigum héi lítið hús með lóð sem ei eignailóð. Kiakkainii hafa verið að biðja um þetta og þai sem við eium bæði úi sveit þá saknai maðui þess oft og tíðum að hafa ekki dýi í kringum sig. Hveinig ei það héi í boiginni? Fengi maðui að hafa hænui án þess að það væri ólöglegt? Ég geri láð fyrii því að best væri að útbúa lítinn kofa með hænsnastíu svo að blessað fiðuiféð færi ekki á flakk. Kveðjui. Bóndakona á mölinni. PS. Hefui þetta nokkuð með yfii- dýialækni að geia? Ég heyri að hann sé svo stiangui að hann hafi viljað banna faifuglum að koma hingað á vorin. Sama ■ Já, kona góð, það getur nú verið erfitt að samræma það að vera bóndakona og ætla samt sem áður að búa á „mölinni“. Ég get samt huggað þig með því strax í upphafi að yfirdýralæknir hefur ekkert með það að gera hvort leyft er að fólk hafi hænsni hér í borg. Ekki þar fyrir að ég er nú ekki alls kostar viss um að orðrómur sá er þér hefur til eyrna borist um strengileika yfirdýra- læknisins sé réttur, jafnvel þó telja megi að það sé óheppilegt fyrir farfuglana að koma mjög snemma á vorin nema veður séu þeim mun betri. Svo vikið sé að því hvort það sé ólöglegt að hafa hænur hér í borginni þá getur svarið verið bæði já og nei. Um þetta efni gildir reglugerð frá 1964 um bú- fjárhald í Reykjavík. Samkvæmt þeirri reglugerð er alifuglarækt, þ.á.m. hænsnarækt, óheimil í Reykjavík nema með sérstöku leyfi borgarráðs. Ef þú vilt því verða þér út um hænur verður þú að sækja um leyfi til borgarráðs að fá að hafa þær. í umsókn þinni verðurðu að gera grein fyrir fjölda þeirra hænsnfugla er þú óskar leyfis fyrir. Jafnframt verður þú að gera grein fyrir öllu því sem að þú telur að geti skipt máli fyrir umsókn þína, s.s. það að þið hjón- in eru bæði úr sveit og að þið eigið einbýlishús með eigin lóð. Leyfið getur borgarráð veitt til ákveðins tíma eða látið vera í því ákveðinn tiltekinn frest til afturköllunar. Þá er einnig hægt að afturkalla leyfið fyrirvaralaust ef leyfishafi brýtur reglur um meðferð búfjár, t.d. gætir þess ekki á fullnægjandi hátt. Ef leyfi er fengið er því löglegt að vera með hænur en án leyfis ólöglegt og í þeim tilfellum skal lögreglustjóri sjá um að hænurnar (og reyndar haninn líka) séu tekn- ar úr vörslu viðkomandi. í þeim tilfellum er heimilt að selja hænsnfuglana á uppboði eða láta slátra þeim. Að lokum er rétt að geta þess að brot á reglugerðinni varðar sektum allt að kr. 50.00. Ég vona að þú sért hér eftir fróðari en áður um hænsnahald i Reykjavíkurborg og HANA NÚ..... ■ KæriJóhann. Fyrii nokkium áium voiu uppi miklai deilui í sænskum blöðum um mann sem vildi fá að deyja. Maðurinn vai mjög illa farinn lík- amlega séð og tieysti séiekki til að lifa lengui. Á endanum mun læknii og hjúkiunaifiæðingui hafa hjálp- að manninum og ef ég man létt hlutu þau bæði þunga dóma fyrii. Nú langaimig að giennslast fyrii um það hvemig íslenskum lögum sé háttað hvað þetta sneitii. Ekki það að ég sé í neinum svona hugleiðingum, ekki þaif að óttast það, en ég spyi í forvitni. Kveðjui og kæiai þakkii fyrii skemmtilegan þátt sem ég hef fylgst með fiá upphafi. ■ Á þeim málum sem þú kemur hér inn á hafa íslensk lög ekki gripið, enda um mjög viðkvæma siðfræðilega spurningu að ræða. í fræðunum er talað um líknar- dráp i tilfellum sem þessum og um þau eru, eins og ég sagði, engin bein ákvæði í okkar lögum, hvorki hegningarlögum né lögum um heilbrigðisstéttirnar. Þrátt fyrir að ekki sé beinlínis tekið á þessum málum í löggjöf okkar má af henni ráða að líknardráp yrði talið refsivert samkvæmt henni. Samkvæmt hegningarlögum, sem myndu ná yfir líknardráp, yrði greint á milli þess hvort viðkomandi biður eindregið um að sér verði hjálpað til að deyja eða hvort að einhver hjálpar hon- um að eigin frumkvæði, þó svo að í báðum tilfellunum sé ljóst að maðurinn treystir sér ekki til að lifa lengur. Ef um eigin frum- kvæði læknis eða hjúkrunarfræð- ings er að ræða skulu þau sam- kvæmt hegningarlögunum sæta fangelsi ekki skemur en fimm ár og allt að ævilangt eftir alvarleika brotsins. Ef þessir sömu aðilar fremja sama verknað vegna brýnnar beiðni viðkomandi eiga Öll almenn prentun Litprentun TöK/ueyðublöð Tölvusettir strikaformar Hönnun • Setning _ Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband^^ PRENTSMIÐIAN C^ClClCl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 þeir á hættu að verða dæmdir í fangelsi allt að þremur árum og ekki skemur en í 60 daga varðhald. Þetta er þó ekki eina hliðin á málinu því að samkvæmt siða- reglum lækna eiga læknar að virða mannslíf öllu framar, allt frá getnaði þess, og eru þeim skilyrðislaust óheimilar hvers konar aðgerðir er veikt geta lík- amlegt eða andlegt viðnám nokk- urrar mannveru. Þá eru einnig ákvæði í læknalögum um að læknar eigi að gæta fyllstu sam- viskusemi og fara nákvæmlega eft- ir þekkingu sinni. Brot gegn læknalögunum geta varðað sekt- um allt að kr. 500.000 sviptingu læknisleyfis eða fangelsi. Ég tel líklegt að líknardráp yrði talið brjóta gegn læknalögum en um það er þó ekki hægt að fullyrða nema úrlausn dómstóla liggi fyrir. Hjúkrunarfræðingar ættu einnig á hættu að missa hjúkrun- arleyfi sitt ef þeir ættu aðild að máli sem þessu. Ég hef hér að framan rakið helstu lagaákvæði sem kæmu til álita ef upp kæmi mál eins og þú nefnir í bréfi þínu. Á hitt er þó að líta að hér er einungis fjallað um gildandi reglur og ekki komið inn á siðfræðileg vandamál í tengsl- um við líknardráp, enda væri það efni í miklu lengri og ítarlegri grein, jafnvel greinaflokk. Ég vona því að þér sé nú nokkuð ljósara en áður hvemig á þessum málum yrði tekið að íslenskum lögum. Til les- jna» lese„du, a> f, « Við hvet)uin sem blaðið *ýta sér l?á Þ'°ntögír*ðrÞPnUS“r Ollum tyiub< ------— ---------------- i bréíi mun

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.