NT - 11.12.1984, Side 1

NT - 11.12.1984, Side 1
Milljónatjón á Raufarhöfn í gær:_ Frystihús Jökuls brunnið að hluta 45 manns missa atvinnu sína ■ Milljónatjón varð í gær er frysti- hús Jökuls h.f. á Raufarhöfn brann að hluta. Tveir menn slösuðust við slökkvistörf en hvorugur alvarlega. Bruninn mun kosta 45 manns vinnu sína meðan endurbygging hefur ekki farið fram. Eldsins varð fyrst vart á fjórða tímanum í gær og logaði þá í vestur- enda hússins. Allt tiltækt slökkvilið á staðnum svo og á Þórshöfn var kvatt til, en slökkvistarf gekk fremur seint og brann allt þak hússins. Ennfremur brann vélasalur og verkstæði í vestur- endanum, en lítið af hráefni var í húsinu fyrir eldsvoðann. Slökkvistarfi lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Veður var gott á Raufarhöfn í gær en þó var nokkur gjóla af vestri. Torveldaði það slökkvistarf og gcrði að verkum að eld og reyk lagði stöðugt yfir húsið. Ekkert var hægt að segja um eldsupptök í gærkvöldi að sögn frystihússtjórans, Hólmsteins Björnssonar. Atvinnuleysi: Hefur vaxið um þriðjung á þessu ári - 65% atvinnulausra konur ■ Frá því í janúar til loka nóvember á þessu ári hafa verið skráðir 345 þúsund atvinnuleys- isdagar á landinu, en fyrstu ellefu mánuði ársins 1983 voru skráðir atvinnuleysisdagar 260 þúsund. Aukningin er því 33%. Konur eru í miklum meirihluta atvinnulausra eða 65%, enda atvinnuleysið að verulegum hluta til komið vegna stöðvunar í fiskvinnslu. í nóvember voru skráðir 28 þúsund atvinnuleysis- dagar sem samsvarar því að 1300 manns hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn, en það er 1.1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Atvinnu- leysi hefur aukist á öllum skrán- ingarsvæðum frá því í október, nema á Vestfjörðum og Suður- landi. Síðasta virkan dag nó- vembermánaðar voru 1500 manns skráðir atvinnulausir á landinu. „Atvinnuleysið nú má telja dæmigerða árstíðasveiflu sem á eftir að verða enn dýpri í des- ember, enda berast nú fréttir af því að fyrirhugaðar séu frekari stöðvanir í fiskvinnslu á næst- unni,“ segir í frétt frá félags- málaráðuneytinu. Merk nýj- ung í gervi’ limasmíði ■ Uppfinning Össurar Kristinssonar gervilima- smiðs hefur vakið mikla athygli erlendis og er talin merk framför til heilla fyr- ir þá sem hafa misst fót fyrir ofan hné. Þegar hafa verið framleiddar 2000 „hulsur" fyrir heimsmark- að. Sjá frétt og myndir á síðu 2. Skipverjum á Þórhalli Daníels- syni bjargað úr sjávarháska! Bls 3. ■ Eigil Aarvik, forseti norsku nóbelsnefndarinnar, les tilkynninguna um að sprengja kunni að leynast í hátíðarsal háskólans í Osló. Ásamt honum á myndinni eru Desmond Tutu og kona hans, Lea Símamynd-POLFOTO Krani valtí sjóinn! ■ Um hádegisbil í gær varð það slys í Sundahöfn að krana- bíll valt í sjóinn. Betur fór en á horfðist. Okumaður komst í land og var fluttur á slysadeild. Þá skullu tveir bílar saman á mótum Njarðargötu og Hring- brautar kl. hálf níu í gærmorgun og voru ökumenn beggja fluttir á slysadeild. Þá var ekið á mann við mót Holtavegar og Klepps- vegar síðdegis og var hann einn- ig fluttur á slysadeild. Sprengjuhótun setur svip á nóbelshátíð ■ Desmond Tutu, biskup frá Suður-Afríku, voru í gær afhent friðarverðlaun Nóbels í hátíð- arsal háskólans í Osló. Verð- launaafhendingin 'varð um margt söguleg. Maður, sem sagt er að hafi talað bjagaða norsku, hringdi í gær á ritstjórn Dag- bladet í Osló og sagði að sprengju hefði verið komið fyrir j hátíðarsalnum. Lögreglan brá skjótt við og rýmdi salinn og mátti margt stórmenni víkja úr sæti - þar á meða Tutu, Ólafur Noregskon- ungur og mestöll ríkisstjórn Káre Villoch. Þegar sprengju- leit bar engan árangur hófst at- höfnin aftur eftir klukkutíma. Þá vakti Tutu, kona hans Lea og fylgdarlið þeirra athygli með því að syngja sálm áður en Tutu flutti ávarp sitt. Þar sagði hann meðal annars að verðlaunaaf- hendingin þetta árið kveikti nýja von í mörgu brjósti. í gærkvöldi fóru um 1000 manns í blysför um miðborg Oslóar og hylltu Desmond Tutu. Tutu ávarpaði mannfjöld- ann, en síðan var hann for- söngvari í negrasálminum fræga „We Shall Overcome." Þess má geta að í gær, 10. desember, var einnig mannrétt- indadagur Sameinuðu þjóð- anna. Sjá erlendar fréttir bls. 19-21 og forystugrein bls. 7.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.