NT - 11.12.1984, Blaðsíða 3
r Þriðjudagur 11. desember 1984 3
L Fréttir
Bjargað úr
sjávarháska
Erlingur GK vill ekki til Hornafjarðar
m r
■ Um helgina var skipverjum
á togaranum Þórhalli Daníels-
syni bjargað úr sjávarháska þeg-
ar bilun varð í togaranum
skammt undan Vestmannaeyj-
um. Togarinn var í sinni fyrstu
ferð til nýrrar hafnar. Horna-
fjarðar og telja skipverjar þetta
sýna að hann
Hornafjarðar.
vilji ekki til
■ Þetta var mikið þrekvirki
og við viljum koma kæru þakk-
læti til lóðsins, sagði skipstjór-
inn á Erlingi, Sveinn Jónsson
þegar fréttaritari NT í Eyjum
náði tali af honum í gær.
Togarinn var kominn 25 sjó-
mílur út fyrir Vestmannaeyjar
áleiðis til Hornafjarðar þegar
skolloftslokur biluðu þannig að
hann varð vélarvana. Þegar lóðs
kom honum til hjálpar hafði
togarann rekið nær Eyjum og
átti ekki nema 6 mílur eftir í fast
land. Þrátt fyrir illviðri og mik-
inn stærðarmun fleytanna tókst
björgun giftusamlega og var
Þórhallur kominn til Vest-
mannaeyjahafnar þrettán tím-
um síðar.
Eins og sagt var frá í NT á
föstudag var togarinn sem áður
hét Erlingur GK-6 og var frá
Garði seldur Hornfirðingum
fyrir helgi og var væntanlegur í
sína nýju heimahöfn á sunnu-
dag. Kall barst svo frá skipinu
klukkan hálfsjö á laugardags-
kvöld og var hann kominn aftur
í Vestmannaeyjahöfn klukkan
hálfátta um morguninn. Við-
gerð á togaranum lauk svo í gær
og hélt hann úr Vestmannaeyja-
höfn í morgun.
Þetta er önnur bilun Erlings
(eða Þórhalls) í ferð hans frá
Njarðvík áleiðis til Hornafjarð-
ar. I fyrstu bilaði sjálfstýring og
nú skolloftslokur en til þessa
hefur togarinn sem er 10 ára,
lítið bilað. Elur það enn á þeirri
hjátrú sjómanna að hann vilji
ekki til Hornafjarðar, og þegar
við bætist að vélin öll var ný-
yfirfarin þegar bilun varð, er
ekki að sökum að spyrja.
■ Vill ekki til Hornafjarðar, - eða hvað skyldi hann vera að hugsa þessi gamli koppur sem alltaf hefur
staðið sig með prýði en tekur nú upp á því að bila trekk í trekk bara af því Hornfírðingar hafa keypt
hann og gefíð nafnið Þórhallur.
■ Við viljum þakka lóðsinum, Einari Sveini Jóhannssyni fyrir giftusamlega björgun, sögðu skipverjar þegar fréttaritari NT í Eyjum náði
tali af þeim í gær. Talið frá vinstri Sæmundur Gíslason, en hann er sá eini þeirra sem fylgir skipinu áfram og verður fyrsti vélstjóri á
Þórhalli, Sverrir Andrésson annar stýrimaður, Arnór Kristjánsson annar vélstjóri og skipstjórinn á Erlingi Sveinn Jónsson. NT-myndír: inga
Um 700 heimili höfðu yfir eina miljón í tekjur 1983:
Margir aldraðir í
hópi „efnamanna“
■ Af þeim 262 íslenskum
hjónum sem töldu fram yfir 1,2
milljónir króna í tekjur fyrir
áriðl983 eru llhjóníhópi
eliilífeyrisþega sem bæði hafa
langsamlega hæstar meðaltekj-
urnar og eignirnar. Meðaltekjur
Sölusýning
á Kópa-
vogshæli
■ Á fimmtudaginn er ár liðið
síðan vinnustofur Kópavogs-
hælis voru teknar í notkun. Af
því tilefni verður kynning á
starfseminni og sölusýning frá
klukkan níu um morguninn til
kl. fjögur um daginn. Á því er
ekki vafi að framleiðsla þeirra
sem búa á Kópavogshæli hentar
vel til jólagjafa hverskonar og
þar má einnig fá ýmsa heimil-
isprýðina að sögn Birgis Guð-
mundssonar formanns for-
eldra- og vinafélags þessa vist-
heimilis í Kópavogi, þar sem
búa hatt á annað hundrað sam-
borgarar vorir.
þessara 11 öldruðu hjóna voru
2.557.000 krónur (um 213 þús. á
mánuði) og meðaleignir um
14,7 milljónir króna. Níu af
þessum 11 hjónum nýttist pers-
ónuafsláttur til greiðslu hluta af
eignaskatti, sem þýðir»aðeins
annað þeirra hefur aflað tekn-
anna. Meðaleignir allra þessar
262 hjóna eru tæpar 6 millj.
króna. Meðaltekjur allra hjón-
anna voru tæplega 1,8 millj.
Tæplega 49 þús. hjón töldu
fram fyrir síðasta ár. Af þeim
voru 658, eða 1,3% sem höfðu
samanlagðar tekjur yfir 1 mill-
jón króna, eða samtals 875 mill-
jónir, sem er um 4% af heildar-
tekjum allra hjónanna. Sameig-
inlegar eignir þessara hjóna
námu að meðaltali tæplega 6
milljónum, að undanskyldum
18 hjónum sem engar eignir áttu
þrátt fyrir þessar góðu tekjur.
Af einstaklingum voru alls
364 framteljendur sem höfðu
tekjur yfir 1 milljón króna, þar
af voru 310 í hópi kvæntra karla.
Er því ljóst að annar eins hópur
eiginkvenna hefur átt sinn þátt í
að koma hjónatekjunum yfir
milljón króna markið (alls 658
sem fyrr segir) þannig að það
virðist síður en svo regla að kon-
ur séu almennt heimavinnandi
ef þær hafa efni á því, eins og
stundum er haldið fram.
Rúmlega helmingur þessara
einstaklinga, eða 174 höfðu yfir
1,2 milljóna króna tekjur, um
1,8 millj. króna að meðaltali. Af
þessum hópi voru 151 eiginmað-
ur, aðeins 6 eiginkonur, 3 ein-
stæðir foreldrar og 14 ein-
hleypingar. Eignir þessa hóps
voru um 3,5 millj. króna að
meðaltali, að undanskyldum
einhleypingunum 14 sem áttu
rúmlega 8 millj. Eins og í hjóna-
hópnum eru ellilífeyrisþegarnir
eignamestir allra, með nær 12
millj. króna meðaleignir.
Leiðrétt síma-
númer Guð-
mundar dúllara
■ í frétt NT um prentun
myndar Ragnars Lár af Guð-
mundi dúllara urðu mistök við
birtingu símanúmera. Rétt
númer fyrir þá sem eignast vilja
mynd af Guðmundi eru 96-
26562 og 96-23688.
Vaxtahækkunin:
■ „Seðlabankinn hefur
ótvírætt vald til að ákveða
vexti, en að mínu mati á
hann ekki að beita því
nema í samræmi við stefnu
ríkisstjórnarflokkanna,“
sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráð-
herra, í samtali við NT um
fyrirhugaða hækkun
vaxta.
Eins og fram hefur
komið hyggst Seðlabanki
íslands hækka vexti á
næstunni, en sú aðgerð
hefur valdið talsverðum
deilum meðal þingmanna
og ráðherra ríkisstjórnar-
flokkanna.
Að sögn Steingríms
verður málið tekið aftur
fyrir á ríkisstjórnarfundi
seinna í vikunni. Kvaðst
hann ekki trúa því, að
Seðlabankinn gripi fyrr til
aðgerða.
Annars eru ráöamenn
þjóðarinnar önnum kafnir
þessa dagana, þar sem allir
forsætisráðherrar Norður-
landa verða staddir á Is-
landi í vikunni í fundarer-
indum.
Reykjavíkurmótið í bridge:
Björn og Guð-
mundur sigruðu
■ Björn Eysteinsson og
Guðmundur Sv. Hermanns-
son unnu Reykjavíkurmótið
í tvímenning í bridge sem
spilað var um helgina. Björn
og Guðmundur enduðu með
288 stig, Jón Hjaltason og
Hörður Arnþórsson voru í
2. sæti með 267 stig og Þórar-
inn Sigþórsson og Guð-
mundur Páll Arnarson end-
uðu í 3. sæti með 254 stig.
Alls spiluðu 40 pör í mótinu.
Mótið var mjög spennandi
og í lokaumferðunum áttu
fimm pör möguleika á sigri.
Jón og Hörður leiddu mótið
fram að síðustu umferð og
áttu þá 16 stig á þá Guðmund
og Björn og Guðmund og
Þórarin sem voru jafnir í
2.-3. sæti. En í síðustu um-
ferðinni fengu Björn og
Guðmundur 33 stig yfir með-
alskor meðan hin pörin
fengu undir meðalskor og þá
var sigurinn þeirra. Það var
í eina skiptið á mótinu sem
Björn og Guðmundur kom-
ust í efsta sætið.
ur hækkar
- frumvarpumvirðis-
aukaskatt lagt fram
■ Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra lagði fram á
Álþingi í gær frumvarp um virð-
isaukaskatt.
Virðisaukaskatturinn kænti í
stað söluskatts, en leggst á alla
vöru og þjónustu, og leysi sölu-
skatt af hólmi 1. jan ’86.
Þá lagði ráðherrann einnig
fram frumvarp um hækkun sölu-
skatts um 0.5%, eins og greint
hafði verið frá í blaðinu áður.
Hækkunin mun framkvæmd
um áramót og er reiknað með
að hún skili 210 milljónum
króna í ríkissjóð, en alls er
stefnt að því að auka tekjur
ríkissjóðs af söluskatti um 250
milljónir, með t.d. hertu eftirliti
og betri innheimtu.
Þessi tekjuaukning verður
notuð til að greiða hluta þeirra
450 milljóna króna, sem endur-
greiðsla uppsafnaðs söluskatts
til sjávarútvegsins kostar.