NT - 11.12.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. desember 1984 5
Tillögurnar um breytingu á stjórn Reykjavíkurborgar
■
■
„Eru síst til þess fallnar að auka
lýðræðislega stjórnun borgarinnar“
- segir Kristján Benediktsson
borgarfulltrúi sem telurþær
auka miðstýringu
■ Þessar tillögur um breytingar á stjórn Reykjavíkurborgar fela
í sér samþjöppun á valdi og aukna miðstýringu og eru síst til þess
fallnar að auka lýðræðislega stjórnun borgarinnar," sagði Kristján
Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í samtali við NT,
en á fimmtudaginn voru tillögurnar tcknar til fyrri umræðu á
löngum og ströngum borgarstjórnarfundi sem stóð til kl. 3 um
nóttina.
Sagði Kristján ljóst að meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins ætlaði
að hunsa breytingartillögur
minnihlutans og knýja sínar
breytingarí gegn þar sem stefnan
væri að losna sem mest við
afskiptasemi hinna flokkanna
af stjórnun borgarinnar. Þannig
ætti að fækka fulltrúum í nefnd-
um og ráðum borgarinnar, sem
fjölgað var 1974, og þjappa
valdinu saman og útiloka þar
með minni flokkana.
Samvinnustarfsmenn:
Harmaárásir
á hreyfinguna
■ Formannafundur Lands-
sambands íslenskra samvinnu-
starfsmanna, sem haldinn var
að Bifröst í Borgarfirði í sept-
ember, harmar þær „mark-
vissu" og oft rakalausu árásir,
sem undanfarið hafa verið á
samvinnuhreyfinguna". Skorar
fundurinn á stjórn SÍS að ráða
sem fyrst blaðafulltrúa til að
kynna og vera málsvari sam-
vinnuhreyfingarinnar í fjölmiðl-
um og víðar.
Ein af breytingartillögununi
er fækkun borgarráðsfunda sent
leiðir af sér aukiö vald embættis-
manna og borgarstjóra og hefði
í för með sér að fleiri mál færu
framhjá kjörnum fulltrúum
hvað varðaði ákvörðunartöku.
Borgarráðsfundir hafa að jafn-
aði verið 1-2 í viku, eða um 75
á ári en ráðgert er að fækka
beint um 25, niðrí 50 fundi á ári.
Ýmsar breytingar í þessum
tillögum sagði Kristján þó jákvæð-
ar, en benti hins vegar á að fundir
borgarstjóra með almenningi,
eins og gert er ráð fyrir, væri
engin nýlunda. í borgarstjóratíð
Geirs og Birgis ísleifs hefðu
þessir fundir verið fjár-
magnaðir af stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins en þessi til-
laga væri ekkert annað en til-
raun til að velta þeint kostnaði
yfir á borgarsjóð. í þessu fælist
að borgarsjóður ætti að kosta
áróðursfundi fyrir oddantann
Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn og væri það alveg fráleitt.
Svipaðar skoðanir komu fram
hjá fulltrúum hinna flokkanna
sem eru í minnihluta í borgar-
stjórn en tillögur þessar verða
afgreiddar á fundi borgarstjórn-
ar eftir hálfan mánuð, eins og
áður sagði.
Breytingar á stjórn Reykjavíkur til umræðu í borgarstjórn:
Verða tveir borgarstjórar
í Reykjavík í framtíðinni?
Tillögurnar miða að því að auka lýðræðislega stjórnun borgarinnar
■ Tillögur stjómkerfls-
nefndar um breytingar á
samþykkt um stjóro Rcykja-
víkurborgar og fundarsköp
borgarstjórnar verda teknar
til meðferðar á borgarstjóra-
arfundi í dag. Mál þetta var
tekid fyiir á borgarrádsfundi
27. nóv. sl. og ákvedid ad
vísa því til borgarstjóroar.
Breytingartillögur þessar
eru margvíslegar en medal
þess sem þar er að finna eru
atriði sem ættu að auka
lýðræðislega stjórnun borg-
arinnar og gefa almenningi
kost á að láta til sín heyra.
Þannig skal borgarstjóri aug-
lýsa eftir ábendingum og til-
lögum frá borgarbúum um
mál er varöa gerð fjárhags-
áætlunar og skal borgarráð
hafa þær til hliðsjónar við
tillögugerð sína.
Einnig getur borgarstjórn
ákveðið að bera einstök mál
undir atkvæði borgarbúa eða
leitað álits þeirra með öðrum
hætti þegar ástæða þykir til.
Niðurstöður slíkrar atkvæða-
greiðslu eru þó ekki bindandi
fyrir borgarfulltrúa. Þá er í
breytingartillögunum ákvæði
um að heimila borgarstjórn
að hafa flciri en einn borgar-
stjóra í Reykjavík, og skal
þá ákveðið í reglugerð
hvernig störfum skuli skipt á
milli þeirra.
Tillögur frá fulltrúum
Kvennalista og Alþýðu-
bandalags hlutu ekki nægi-
legan stuðning í stjórnkerfis-
nefndinni en samþykkt var
að vísa ýmsum atriðum til
borgarráðs. Má þar m.a.
nefna að teknir verði upp
fastir viðtalstímar borgarfull-
trúa, að í stjórnum og ráðum
fyrirtækja borgarinnar skuli
sitja fulltrúar starfsmanna og
hafa málfrelsi og tillögurétt
og að hver flokkur sem á
fulltrúa í borgarstjórn fái
skrifstofuaðstöðu á vegum
borgarinnar.
Ráðningastofa Reykjavíkurborgar:
Hálfrar aldar afmæli
Stofnuð í atvinnuleysi heimskreppunnar
■ Ráðningarstofa Rcykja-
víkurborgar er 50 ára um þess-
ar mundir en hún tók til starfa
þann 20. október 1934. Á þeim
tímum var mjög erfítt ástand í
atvinnumálum þjóðarinnar
vegna heimskreppunnar og
var atvinnuleysi geigvænlegt.
Fjöldi fólks bjó við skort á
brýnustu nauðsynjum og
reyndu opinberir aðilar að
hlaupa undir bagga með þeim
verst settu eftir föngum. Voru
atvinnumál mikið rædd í borg-
arstjórn á þessum tíma og var
samþykkt að stofna ráðningar-
stofu fyrir „atvinnulcitandi
bæjarmenn, karla og konur“,
eins og þaö er orðað í fundar-
gerð.
Allt hafa á þessu fimmtíu ára
tímabili 50256 einstaklingar ver-
ið skráðir sem atvinnuum-
sækjendur, en margir þeirra
hafa að sjálfsögðu leitað oftar
en einu sinni til stofnunarinnar,
svo samtals eru afgreiðslur í
sambandi við vinnu orðnar
212.243. Er þá ekki talinn með
sá fjöldi manns sent ráðningar-
stofan liefur bent á vinnu hjá
ýmsuni aðilum en ekki fengið
ákveðnar upplýsingar um ráðn-
ingu frá.
Vinnuveitendur leita í vax-
andi niæli til stofnunarinnar,
sömuleiðis atvinnuumsækjend-
ur varðandi upplýsingar um at-
vinnumöguleika í hinunt ýmsu
starfgreinum og á hverju vori
leita hundruðir skólafólks til
stofnunarinnar í vinnuleit og
hefur að mestu tekist að leysa
vanda þeirra hin síðari árin.
Einnig rekur Reykjavíkurbore
vinnuskóla fyrir ungfinga á aldr-
inum 14-15 ára og síðan 1976
hefur verið starfrækt sérstök
deild innan stofnunarinnar sem
sér um að útvega hömluðu fólki
vinnu við hæfi.
renndu við eða
hafðu samband
möguleikar
af möraum
1. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Ef þú staðgreiðir þá vöru sem
þú kaupir, veitum við þér 3-20% afslátt
eftir vöruflokkum.
2. SKULDABRÉF
Þú stendur í stórræðum, greiöir 20% út
og afganginn á allt að 6 mánaða skuldabréfi.
Ef þú greiðirvöruúttektstrax með peningum
og skuldabréfi færð þú afslátt.
3. MÁNAÐARREIKNINGUR
Þú stendur þig vel í viðskiptum og stofnar
mánaðarreikning sem gengið er frá fyrir
10. hvers mánaðar. Sé þá greitt í peningum
veitum við þér 2% afslátt.
*
IBYGGINGAVÖRUR
ÍHRINGBRAUT 120: Simar: Harðviðarsala................28-604 T
Byggingavörur...28-600 Málningarvörur og verkfæri.28-605 I
Gólfteppadeild..28-603 Flisar og hreinlætistæki...28-430 J