NT - 11.12.1984, Page 12
Þriðjudagur 11. desember 1984 12
■ Birgitte hertogaynja af
Gloucester þykir með glæsi-
legri fulltrúum bresku kon-
wí. ív.-
■ Það er stórt skref frá því að vinna sem óbreyttur einkaritari í Danmörku til þess að verða
einn af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar.
5TEVE McQUEE
f t/AH
-£N Þc LtNLCCA SJJUFi'A
■ Hjónaband þeirra Ali MacGraw og Steve McQueen var stormasamt,
en þó lúskraði hann ekki á henni á almannafæri. Þetta er atriði í
kvikmyndinni The Getawav.
■ Tilefnið var 37 ára afmælis-
dagur Ali MacGraw og staðurinn
var einn af fínustu veitingastöð-
um Beverlý Hills, Le Bistro.
Afmælisbarnið ljómaði af
ánægju, þegar vel klæddir veislu-
gestir skáluðu fyrir því og fram-
tíðinni. En skyndilega var friður-
inn rofinn af háværum vélagný.
Inn á mitt gólf var skyndilega
kominn skeggjaður maður á
mótorhjóli, íklæddur nærbol,
sem allur var útataður í olíu.
Tveir stórir og stæðilegir útkast-
arar staðarins geystust á vettvang
og hentu þessum óvelkomna
gesti út. Maðurinn var Steve
McQueen, eiginmaður Ali
MacGraw.
Þetta var bara eitt atvik af
mörgum furðulegum uppákom-
um í hjónabandi þeirra Ali og
Steve. Þau kynntust, þegar þau
unnu saman við töku myndarinn-
ar The Getaway og voru þá bæði
gift. En ástin greip þau heljartök-
um, svo að áður en við var litið
voru þau búin að láta pússa sig
saman og vígsluvottarnir voru
börn þeirra, Joshua sonur Ali og
Chad og Terri börn Steves. Að
nokkrum mánuðum liðnum var
Ali farin að ganga til sálfræðings
reglulega fjórum sinnum í viku,
en Steve sat í fýlu heima og síðan
hefur verið reynt að finna
skýringar á öllum látunum. Ali
segist hafa verið erfið í sambúð,
en öllum kunnugum ber saman
um að Steve hafi síður en svo
verið auðveldur í umgengni.
Þegar hér var komið sögu var
Steve búinn að eiga í útistöðum
við Yul Brynner, Frank Sinatra
og Bobby Darin, og nú var röðin
komin að næsta nágranna, Keith
Moon í hljómsveitinni Who.
Hann lýsti upp hús sitt með
ljóskösturum, sem Steve hélt
fram að eyðilegði svefnfrið hans
og heimtaði að yrði slökkt á
þeim, og þegar þeirri kröfu hans
var ekki sinnt, tók hann sig til og
skaut þá niður! Ali er mann-
blendin og vill gjarna vera innan
um fólk, en Steve bannaði henni
allt samneyti við annað fólk og
krafðist þess að hún sæti bara
heima og væri sæt. Hún hefur
aldrei haft mikinn áhuga á vélum
af neinu tagi, en Steve krafðist
þess að hún deildi með honum
áhuganum á bílum af öllum
gerðum, flugvélum og mótor-
hjólum, sem áttu hug hans allan.
Það var þess vegna ekki við öðru
að búast en að hjónabandið yrði
skammlíft. Að fjórum árum liðn-
um héldu þau hvort í sína áttina.
Steve sem var í miklum metum
sem kvikmyndaleikari, fór að
verða hirðulaus um útlit sitt.
Hann fór að safna skeggi og
aukakílóum og missti allan
áhuga á kvikmyndum. Hann var
þó ekki dauður úr öllum æðum
og gerði þriðju tilraunina í hjóna-
bandssælunni og nú vildi svo vel
til að kona hans, sem var 24
árum yngri en hann, hafði sömu
áhugamál og hann. En nú var
heilsu hans alvarlega tekið að
hraka og eftir að hafa leitað sér
umdeildra lækninga við krabba-
meini, varð hann að láta í minni
pokann fyrir sjúkdómnum.
Hann dó 1980, fimmtugur að
aldri.
Steve átti tvö börn með fyrstu
konu sinni og þó að hann hafi
lítið sinnt þeim í lifanda lífi, fá
þau nú að njóta góðs af faðern-
inu. Nýlega var nefnilega haldið
uppboð á gripum, sem Steve
McQueen lét eftir sig, og þótti
það tíðindum sæta hvað gott
verð fékkst fyrir þá. Alls kom
rúm milljón dollara fyrir hluti
eins og brunahjálm, sem hann
bar í kvikmyndinni The Tower-
ing Inferno, verkfærasett, Jagú-
ar-bíl o.s.frv.
urnum. Þar með var hlutverk
dönsku stúlkunnar Birgitte,
sem hafði unnið sem einkarit-
ari áður en hún giftist til
Englands, orðið allt annað en
hún hafði ætlað sér.
En Birgitte hefur sýnt að
henni er ekki fisjað saman.
Hennar starf er að koma fram
við hin margvíslegustu tæki-1
færi sem fulltrúi bresku kon-
ungsfjölskyldunnar, og þar
getur hún ekki gert sér vonir
um að enginn taki eftir henni.
Hún hefur þess vegna orðið að
hrista af sér feimnina, sem hún
hafði haft með sér úr föðurhús-
um, og nú er svo komið að hún
vekur hvarvetna athygli fyrir
frjálslega framkomu og glæsi-
legan klæðaburð.
Hertogahjónin af Gloucest-
er eiga 3 börn, Alexander jarl
af Ulster 9 ára, lafði Davinu 7
ára og lafði Rose 4 ára.
■ Danska stúlkan gerði sér
ekki alveg grein fyrir hvað hún
var að fara út í þegar hún
giftist unga Bretanum sem
hún hafði fallið fyrir, fyrir 12
árum. Að vísu var henni vel
kunnugt um að hann var ná-
skyldur Elísabetu Bretadrottn-
ingu, þau eru bræðrabörn, en
þar sem hann átti eldri bróður,
sem átti að taka við titlinum og
öllum skyldum sem honum
fylgja, var hún tiltölulega
áhyggjulaus.
En margt fer öðru vísi en
ætlað er. Eldri bróðirinn, féll
frá í blóma lífsins, og titillinn
hertoginn af Gloucester ásamt
öllum réttindum og skyldum
var lagður á herðar yngri bróð-