NT - 15.12.1984, Blaðsíða 15

NT - 15.12.1984, Blaðsíða 15
Mikið rit um Skaftárelda ■ Mál og menning hefur sent frá sér bókina Skaftáreldar 1783-1784, ritgerðir og heimild- ir, og er útgáfan gerð í samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskóla Islands. Tilefnið er, að á þessu ári eru tvær aldir liðnar frá lokum Skaftárelda. í fyrri hluta þessa umfangs- mikla verks eru ritgerðir um Skaftárelda og Móðuharðindin. Hér skrifa margir okkar bestur fræðimanna á sviði sagnfræði, jarðfræði, læknisfræði og landa- fræði um þetta mesta gos frá því land byggðist og afleiðingar þess. Sagt er frá nýjustu jarðfræðiniðurstöðum um eðli gossins, gerð er grein fyrir áhrifum þess á byggð, bændur og búalið, og rakin viðbrögð stjórnvalda í Kaup- mannahöfn og „aðstoð" einok- unarverslunarinnar. í síðari hluta verksins eru birt skjöl og aðrar frumheimildir um eldana. Markast efnið í tíma annars vegar af fyrstu fréttunum af eldinum sumarið 1783 og hins vegar af aðgerðum Rentu- kammers út af harðindunum á íslandi í janúar 1785. Er óhætt að fullyrða að hér séu á ferðinni Verkfallsátök og fjölmidlafár ■ Baldur Kristjánsson og Jón Guðni Kristjánsson: Verk- fallsátök og fjölmiðlafár. Sam- tíminn, Reykjavík 1984. 152 bls. Tveir blaðamenn af NT taka sig til og rita bók um atburði sem gerast í einhverju mesta fréttahallæri á tíma nútíma- tækni og eru margir hverjir nánast óskrifaðir og óskrásettir fram að þessu. Þar er náttúr- lega átt við hið viðburðaríka verkfall BSRB og væringarnar og ólguna sem því fylgdi. Það er víst kunnara en frá þurfi að segja að á þessum tíma voru fjölmiðlar nánast múlbundnir, dagblöð komu ekki út, ef frá eru taldir sneplar fjölritaðir af miklum vanefnum, auk þess sem útvarp var lítið sem ekkert um hríð. Vegna þessa fjölmiðlaleysis leikur vafi á því hversu mikið fólk veit í raun og veru um þau stórmerki sem gerðust í verk- falli BSRB. Þetta var blóma- skeið gróusagna, tími þegar vissulega skorti aldrei umræðuefni á mannamótum, en jafnvíst að þær upplýsingar sem út bárust voru oftlega mótsagnakenndar og brengl- aðar, stundum vísvitandi af þeim aðilum sem hagsmuna áttu að gæta. í framhaldi af þessu má líka spyrja hversu vel fólk út á landsbyggðinni þekkir atburðarásina, en það naut hvorki ólöglegra útvarps- stöðva né fjölritaðra blöðunga. Heimildir um verkfallið eru því af skornum skammti og víst til lítils að fara að hnýsast eftir þeim í blaðamöppum bókasafna. Af þessari einföldu ástæðu er framtak þeirra Baldurs Kristjánssonar og Jóns Guðna Kristjánssonar auðvitað lofsvert. Þeir eru einfaldlega fyrstir manna til að skrásetja sögulega viðburði, raða þeim saman í heillega mynd og draga af þeim ályktanir. Það má ljóst vera að tíminn hefur verið helsti óvinur þeirra félaga við samningu þessarar bókar. Ekki er liðinn nema rúmur einn og hálfur mánuður frá því að verkfalli BSRB lýkur og þangað til bókin Verkfalls- átök og fjölmiðlafár kemur á markað. Enda er vissulega sitthvað sem betur hefði mátt fara í bókinni. Málfar er tíðum æði klúðurslegt - blaða- mennskulegt, má ef til vill segja - talsvert um ritvillur og málleysur og frásögnin ekki nógu samfelld og heilleg. En það var líka margt að gerast í einu á mörgum stöðum. Kannski má líka finna þeim til foráttu hvað þeim hefur láðst að fanga í orð þá miklu og rafmögnuðu stemmningu sem ríkti í verkfallinu, tilfinn- ingahitann, spennuna, kætina og vonbrigðin, sem fréttaritari Le Monde lýsti með þessum fleygu orðum „maí ’68 undir heimskautasól“. En kannski er þetta verkefni sem bíður rithöfunda frekar en blaða- manna í tímaþröng. En að vissu leyti hafa þeir samt unnið sigur yfir tímanum - bókin er komin á markað á meðan atburðirnir eru enn í fersku minni og umdeildir. Sporin sem BSRB-verkfallið skildi eftir sig í ládeyðu ís- lensks þjóðfélags eru enn aug- ljós. Ýmsar ferskar upplýsing- ar um átökin sem þeir félagar hafa dregið upp úr djúpinu eiga án efa eftir að vekja upp nýjar spurningar og jafnvel deilur. Bókin er sumsé „aktúell", ef mér leyfist að sletta svo gróflega. Bækur svo nátengdar sam- tímaviðburðum eru algengar víða erlendis en hafa aldrei náð að festa yndi á íslenskum bókamarkaði. Þetta getur að mörgu leyti verið skemmtilegt og heppilegt form á tíma þegar leifturmyndir fjölmiðlanna fljúga hjá með ógnarhraða og stórviðburðir hverfa í þoku tímans áður en nokkur uggir að sér. Báðir þeir Baldur og Jón Guðni í hita leiks í verkfallinu og fylgdust með atburðarásinni dag frá degi á einum hinna ■ Jón Guðni Kristjánsson fjölrituðu blöðunga. TNT. Fáir eru því betur í stakk búnir til að skrifa þessa bók. Það kemur einnig upp úr dúrnum að á þeim vikum sem þeir höfðu til að vinna bókina hafa þeir við- að að sér heimildum og rætt viðfjöldamanns. Afraksturinn er ríkulegur, ýmis brot sem eru ómissandi í púsluspil verk- fallsins. Það yrði of rúmfrekt að fara nánar út í þær sakir, en sem dæmi má nefna fróðlega frásögn af viðskiptum útvarps- stjóra og ráðamanna á þeim tíma sem útvarpið þagði. Vitaskuld eru þeir féiagarnir þessi mál mikið til sín taka. Mælir hún eindregið með brjóstagjöf og hvetur mæður öllum ráðum til að hún geti tekist. Á bókarkápu segir ni.a.: Brjóstamjólk er besta fæða sem hægt er að gefa nýfæddu barni, en þrátt fyrir það eru margar mæður, sem ekki gefa brjóst eða gefast upp eftir mjög skamman tíma. Oft má kenna um skorti á sjálfstrausti og stuðningi. Bókin um brjóstagjöf leggur fram rök, hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar, sem nauðsyn- legar eru til að ýta undir sjálfs- traust móður og hjálpa þannig til að gera brjóstagjöfina ein- falda, ánægjulega og vel heppn- aða. Bókin er byggð á traustum nýjum upplýsingum. úr heimi læknisfræðinnar, ásamt reynslu höfundar sjálfs, sem móður og ráðgjafa um brjóstagjöf. Bókin fjallar unr kosti brjóstagjafar og hrjóstamjólkur, útskýrir hvern- ig mjólkurframleiðslan fer fram, gefur báðum foreldrum góð ráð er lúta að undirbúningi fyrir fæðingu barnsins, helstu aðferðir við gjöfina, gjöf sam- kvæmt kröfum eða vissum regl- um og hvernig hægt er að sam- ræma vinnu og brjóstagjafir. Einnig er fjallað um hlutverk föður og annarra fjölskyldu- aðila, kynlíf og brjóstagjöf. Ráð til að venja barn af brjósti eða pela og hvenær og hvernig á að byrja að gefa barni fasta fæðu. ítarlega er fjallað um almenn vandamál - líkamleg, sálræn og félagsleg - og hvernig eigi að yfirstíga þau. Einnig vandamál er varða fyrirburði og fötluð börn. Uppsetning bókarinnar er miðuð við að auðvelt sé að finna ráðleggingar. Textanum fylgja Ijósmyndir og teikningar til leið- beiningar. Bókin um brjóstagjöf er sett, prentuð og bundið í Prentsmiðj- unni Eddu. Prakkarinn hann langafi ■ Iðunn hefur gefið út nýja bók eftirSigrúnu Eldjárn. Nefn- ist hún Langafi prakkari og segir frá Önnu litlu, fjögurra ára telpu, sem líka er söguhetj- an í bókinni Langafi drullumall- ar sern kom út í fyrra. - Langafi og Anna eru óaðskiljanlegir vin- ir og bralla margt saman. Verst þykir Önnu að eiga enga lang- ömmu. Til að ráða bót á því ákveður hún að útvega langafa langömmu. Grefur hún nú gildru og þau langafi verða sér úti um ýmislegt góðgæti til að lokka langömmuna í gildruna. En eins og í öllum ævintýrum fer margt öðruvísi en ætlað er... Langafi prakkari er 28 bls., prýdd miklurn fjölda mynda. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. gegn verkfallsmönnum. Það skín í gegnum textann að sam- úð þeirra liggur hjá BSRB og sú skoðun að ríkisvaldið hafi farið offari í verkfallinu og tapað mest á því sjálft. Fleiri dæmi má reyta til um þá af- stöðu sem bókarhöfundar taka: Þeim þykir sýnt að sú skattalækkunarleið sem rædd var í verkfallinu og margir hafa dásamað síðan hafi frá upphafi verið gjörsamlega ó- raunhæf, og jafnvel til þess eins fallin að slá ryki í augu fólks. Þeir fara ítarlega út í allt málavafstrið í kringum hina umdeildu Kjaradeilunefnd og telja að hún hafi farið langt út fyrir verksvið sitt og henni í raun beitt til höfuðs verk- fallsréttinum sjálfum. Svo má lengi telja. Þrátt fyrir ýmsa annmarka á bókinni, nokkuð fljótfæmisleg- an frágang, eiga þeir Baldur og Jón Guðni hrós skilið fyrir að hafa staðið fljótt og ágætlega að verki. Nú hafa þeir fyrir hönd blaðamanna þessa lands lokið skrásetjarahlutverkinu og gefa boltann á stjórnmála- og þjóðfélagsfræðingana í von um að þeir skalli. Bókin endar á þessum óvé- fengjanlegu orðum: „Gengið var fellt 20.nóv- ember um 12%.“ Stundum rúmast löng saga i fáum orðum. Ríkisstjórnin slapp með skrekkinn í haust. Gerir hún það næst? Egill Helgason Desmond Bagley: í næturvillu ■ Síðasta bók Desmond Bag- leys, sem fengið hefur í íslenskri þýðingu nafnið í næturvillu, er nú er komin út hjá bókaútgáfunni Suðra. Þessi bók er þó í raunmni skrifuð um svipað leyti og fyrstu bækur höfundarins komu út en var ekki gefin út strax því Bagley vildi gera á henni endurbætur. Síðan eru liðin 20 ár og nú hafa þær endurbætur verið gerðar, samkvæmt athugasemdum höfundarins í handriti. Bókin fjallar um dularfulia atburði á Kyrrahafinu sem tveir bræður lenda i. Annar þeirra er myrtur og hinn fer að grennslast fyrir um orsakir þess. Desmond Bagley lést á síð- asta ári en hann hafði þá þegar gefið út 14 spennubækur sem allar hafa verið þýddar á ís- lensku. Ein þeirra, Út í óviss- una, gerist á íslandi og hún var seinna kvikmynduð af breska sjónvarpinu. ■ Baldur Kristjánsson ekki alveg hlutlausir, ef nota má hugtak svo óræðrar merk- ingar - bók þeirra vekur gagn- gert upp spurninguna: Hvað er hlutleysi? Hvers virði er það? (Útvarpið gengur til dæmis stundum svo langt í hlutleysinu að útkoman verður hrein af- bökun á veruleikanum!) Hlut- leysið getur svo oft tekið á sig leiða mynd flatneskjunnar. Baldur og Jón Guðni vega og meta atburðina, aðgæta hvað liggur að baki orðum og yfirlýs- ingum, og komast að niður- stöðum sem víst er að allir geta ekki fallist á - að minnsta kosti tæpast þeir sem harðast réru' einstæðar heimildir um ein- hverjar mestu hörmungar ís- landssögunnar. í ritnefnd Skaftárelda 1783- 1884 áttu sæti þeir Sveinbjörn Rafnsson, Þorleifur Einarsson, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Gylfi Már Guðbergsson og Sig- urður heitinn Þórarinsson. Bók- in er 450 bls. að stærð, og er í henni fjöldi sögulegra mynda, korta og litmynda frá Lakagíg- um og svæðinu þar sem hraunið rann. Bókin er unnin í Prent- smiðjunni Odda hf., en Hilmar Þ. Helgason sá um útlit verksins. Hverjir voru víkingarnir? Hvað er mósaik? Hvaða risa- eðla var stærst? Hversu lengi getur selurinn verið í kafi? Hvers vegna er sebra með rendur. Er hægt að skrifa með kolkrabbableki? Hvernig vaxa döðlurnar? Hvernig auðvelda hjólin okkur að lyfta hlutum? Hversu stórar geta öldur orðið? Hvað veldur því að vindurinn blæs? Hvers vegnaeru50stjörn- ur og 13 rendur í bandaríska flagginu? Hversu stórt er tunglið? Til hvers er húðin? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra spurninga sem spurt er og svarað í þessari stóru og litríku bók. Teknar eru fyrir ótal spurningar og þeim svarað á skýran og skemmtilegan hátt, og teikningarnar sem fylgja eru til þess gerðar að hvetja börn til áframhaldandi leitar að athyglis- verðum staðreyndum. Bókin er filmusett og umbrot- in í prentstofu G. Benediktsson- ar en prentuð á Ítalíu. Bcáinum • / 0 Ótal spurn- ingum svarað ■ Bókaklúbbur Arnar og Ör- lygs hefur nýlega gefið út bókina Hvers vegna, hvenær, hvernig, hvar? Hér er á ferðinni mynd- skreytt fjölfræðibók í þýðingu Fríðu Björnsdóttur blaða- rnanns. Bókinni er skipt í fjóra meginflokka: 1. Það gerðist fyr- ir löngu, 2. Plöntur og dýr, 3. Hvernig gerast hlutirnir, 4. Fólk og staðir. Hver kafli er ríkulega myndskreyttur með skemmti- legum teikningum í lit, sem Colin og Moria Maclean hafa gert, en þau eru þekkt fyrir myndskreytingar í fjölmörgum barnabókum. Hollasta fæðá ungbarna •i ■ Út er komin hjá Erni og Örlygi Bókin um brjóstagjöf eftir Márie Messenger. Hall- dóra Filippusdóttir þýddi og staðfræði en Rannveig Sigur- björnsdóttir hjúkrunarfræðing- ur las yfir texta og veitti leið- beiningar, en hún starfar við ungbarnaverndina í Kópa- vogskaupstað og hefur látið Laugardagur 15. desember 1984 15 Maí ’68 undir heimskautasól

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.