NT - 15.12.1984, Blaðsíða 19
Osanngirni
er ekki nóg
- Westmoreland stendur höllum fæti
New York-Reuter
■ Pierre Leval, sem er dómari í skaðabótamáli Williams
Westmorelands, fyrrum yfirhershöfðingja Bandaríkjanna
í Vietnam, gegn CBS sjónvarpsstöðinni sagði að ekki væri
hægt að sakfelia CBS af þeirri einni ástæðu að frásögn
stöðvarinnar af atferli Westmorelands hafi verið ósann-
gjörn.
Eins og áður hefur komið
fram krefst Westmoreland þess
að CBS greiði honum 120 mill-
jónir dala í miskabætur fyrir
sjónvarpsþátt, þar sem kom
fram að hann hefði sagt rangt til
um herstyrk óvinarins í Viet-
nam í þeim tilgangi að fegra
vístöðu Bandaríkjanna. Þetta
er talið mikið prófmál fyrir
fjölmiðla í Bandaríkjunum.
Dómarinn sagði: „Málið
snýst ekki um það hvort sjón-
varpsþátturinn var ósanngjarn.
Útgefendur og fréttamenn ger-
ast ekki sekir um meiðyrði þótt
þeir birti ósanngjarnar og ein-
hliða árásir. Samkvæmt meið-
yrðalöggjöfinni þarf útgefandi
ekki að sýna þeim sem veist er
að sannngirni eða veita honum
jafnan tíma til að verja sig. Það
er eingöngu bannað að breiða
út þekktar rangfærslur.“
Málaferlin hafa nú staðið yfir
í tíu vikur og er sagt að ummæli
dómarans auki mjög líkurnar á
því að CBS fari með sigur af
hólmi.
■ Eþíópskir flóttamenn á leið yfir eyðimörkina til Súdan. Þeir
eru að flýja þurrkana í heimalandi sínu. Ástandið í Súdan er samt
litlu betra þar sem þar eru einnig alvarlegir þurrkar.
Símamynd-POLFOTO
Laugardagur 15. desember 1984 19
Súdan:
Flóttamenn vant-
ar meiri matvæli
Peking-Reufer
■ Stöðugur straumur flótta-
manna til Súdan frá nágranna-
ríkjunum Uganda, Chad og Eþí-
ópíu á undanförnum árum hefur
skapað gífurleg vandamál í Súd-
an sem er eitt af fátækustu
löndum veraldar.
Forseti Súdans, Jaafar Mo-
hamed Nimeiri, lýkur í dag
fimm daga heimsókn til Kína
þar sem hann fékk loforð um
3000 tonna matvælaaðstoð
handa flóttamönnunum sem eru
taldir í hundruðum þúsunda.
Á blaðamannafundi, sem
forsetinn hélt í Peking í gær
sagði hann meðal annars að
daglega kæmu tvö til þrjú
hundruð flóttamenn frá þurrka-
svæðunum í Eþíópíu til Súdan.
Súdanir væru sjálfir aðþrengdir
vegna matvælaskorts en þeir
reyndu samt að deila mat sínum
með flóttamönnunum.
Pakistan:
Sprenging í
Islamabad-Reuter
■ Að minnsta kosti 16 manns
létulífið í eldi sem kviknaði
eftir sprengingu í gasleiðslu í
Punjab-héraði í Pakistan nálægt
indvcrslu landamærunum.
Sprengingin er sögð hafa orð-
ið vegna of mikils þrýstings í 16
tommu gasleiðslum sem fluttu
náttúrulegt gas á milli héraða.
gasleiðslu
Nokkrir kofar í námunda við
leiðsluna brunnu. Þeir höfðu
verið reistir þar í trássi við bann
yfirvalda að sögn lögreglunnar.
Ellefu manns særðust einnig í
sprengingunni, þar af fimni al-
varlega og nautpcningur í nám-
unda við leiðsluna drapst einnig
í eldinum.
Bandaríkin:
KJARNORKUVARN-
IR GAGNRÝNDAR
Washington-Reuter
I Fyrrverandi varnar- ur gagnrýnt aætlanir þéttbýlissvædi fyrir kjarn-
málaráðherra Bandaríkj- bandarískra stjórnvalda orkuárás.
• anna, Harold Brown, hef- um það hvernig verja eigi
Harold Brown, sem var
varnarmálaráðherra í
stjórn Jimmy Carters, seg-
ir að þessar áætlanir séu
gagnslausar. Bandarískir
stjórnmála- og hernaðar-
leiðtogar eigi að viður-
kenna opinberlega að eng-
inn raunhæfur möguleiki
sé á því að verja almenn-
ing fyrir kjarnorkuárás.
Slíkt verði örugglega ekki
mögulegt á næstu áratug-
um og kannski verði það
aldrei hægt.
■
( : ■
Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason
Kína:
Evrópsk
kjarnorkuver
Peking-Reuter
■ Frönsk, bresk og vestur-
þýsk fvrirtæki í kjarnorkuiðnaði
heyja nú mikla samkeppni um
að selja Kínverjum kjamorku-
ver.
Kínverjar hafa lýst því yfir að
þeir ætli að framleiða um 10.000
megavött af rafmagni í kjarn-
orkuverum um næstu aldamót.
Kjarnorkusérfræðingar á Vest-
urlöndum segja að þetta þýði að
Kínverjar verði að byggja 10
kjarnorkuofna á næstu árum
fyrir tíu til tuttugu milljarða
dollara. Fyrir svo öra kjarn-
orkuvæðingu í raforkuiðnaði
verða Kínverjar að leita til
vestrænna fyrirtækja.
Bandarísk fyrirtæki eru enn
- sem komið er útilokuð frá sam-
keppninni um verkefni við upp-
byggingu kínversks kjarnorku-
iðnaðar þar sem bandaríska
' þingið hefur enn ekki staðfest
samning um kjarnorkusamstarf
við Kínverja. Samkeppni evr-
ópskra fyrirtækja um að selja
Kínverjum búnað fyrir kjarn-
orkuver er þeim mun harðari.
Nú er rúmlega 30 manna
nefnd þýskra kaupsýslumanna
og kjarnorkusérfræðinga stödd
í Peking þar sem vestur-þýsk
fyrirtæki vonast til að fá tveggja
milljarða dollara samning við
Kínverja um byggingu kjarn-
ojkuvers fyrir norðan Shanghai.
Hreindýrin kom■
in á ellilaun
■ Jólasveinar verða að gera ýmsar ráðstafanir
til að standast þá miskunnarlausu tímans tönn.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskir
jólasveinar eru löngu farnir að þeytast á vélsleð-
um upp um fjöll og firnindi. Kollegar þeirra
erlendis hafa líka tekið tæknina í sína þágu, eru
sjálfsagt með jólagjafabókhaldið inni á nýtísku-
legum tölvum og löngu búið að parkera hreyndýr-
unum á ellilaun. í staðinn þeysa þeir um á
mótorhjólum, eins og þessi jólasveinn frá San
Diego í Kalifornínu, sem var á leiðinni í vinnuna
einn morguninn á mótorhjóli.
Símamynd-POLFOTO
Husqvarna Optima
Husqvarna Optima er fullkomin
saumavél, létt og auðveld í notkun.
Husqvarna Optima hefur alla
nytjasauma innbyggða.
Husqvarna Optima saumar allt frá
þynnsta silki til grófasta striga og
skinn.
Husqvarna Optima óskadraumur
húsmóðurinnar
Verð frá kr. 12.000.- stgr.
(A
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóuriandsbraut 16 Simi 9135200
(fi) Husqvarna
HALLDÓR LAXNESS greinasafnið
Og árín líða
er komið út
Verð
kr. 951.-
íjdgofdl
Unuhúsi
Veghúsastíg 5, sími 16837