NT - 15.12.1984, Blaðsíða 22

NT - 15.12.1984, Blaðsíða 22
15. desember 1984 22 íþróttir Súper- evrópu- leikur ■ „Súperevrópuleikur“ í knattspyrnu verður 16. janúar næstkomandi. Þá mætast Evrópumeistarar meistaraliða, Liverpool frá Englandi og Evrópu- meistarar bikarhafa, Ju- ventus Tórínó frá Ítalíu. Leikið verður í Tórínó eða annarri ítalskri borg. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, skýrði frá þessu í gær. Samband- ið hafði áður sagt að af þessu yrði ekki, en sam- komulag náðist loks við liðin eftir að dregið hafði verið í Evrópukeppnirnar þrjár í gær. Leikinn verð- ur einn leikur. McEnroe enn á toppnum ■ Bandaríkjamaðurinn John IMcEnroe er enn á toppnum í Grand-Prix tenniskeppninni, þrátt fyrir sigur Svíans Mats Wilander á opna ástralska meistaramótinu um daginn. Staðan er nú svona hjá efstu mönnum: John McEnroe (USA) 3,393 stig Jimmy Connora (USA) 2,903 stig Ivan Lendl (Tókkóslóvakiu) 2,714 stig Mats Wilander (Sviþjód) 2,450 stig Andreas Gomez (Ecuador) 2,222 stig Joachim Nyström (Svíþjóð) 1,314 stig Henrik Sundström (Svíþjód) 1,218 stig Eliot Teltscher (USA) 1,213 stig Andreas Jarryd (Svíþjóð) 1,205 stig Tomas Smid (Tékkóslóvakiu) 1,156 stig Eins og sjá má á þessari upptalningu eru Svíar geysisterkir í Tennis þrátt fyrir að sá besti sé hættur keppni, nefnilega hetjan sjálf, Björn Borg. ■ Dorota Tlalka frá Póllandi vann í svigi kvenna í Madonna di Campiglio í heimsbikarkeppninni í gær. Hún er fyrsti Pólverjinn til að sigra á móti í heimsbikarkeppninni í tólf ár. simamynd p0ifoio Pólverji vann í heimsbikarkeppni í fyrsta sinn í 12 ár: „Dreymdi fyrir þessu“ ■ Dorota Tlalka frá Póllandi braut blað í sögu pólskra skíðaíþrótta í gærdag, er hún sigraði í svigi kvenna í heims- bikarkeppninni í alpagreinum í Madonna di Campiglio á Stærsta frjálsíþróttamót sögunnar innanhúss: Þeir stóru allir með? „Bandaríkin og Sovétríkin senda góða hópa“ - Stærstur hluti kostnaðar greiddur Ítalíu. Nú eru tólf ár liðin síðan það gerðist síðast að Pólverji sigraði í keppni í heimsbikarnum. Dorota Tlaka er 21 árs. Hún og tvíburasystir hennar, Malgorzat Tlalka hafa sótt mjög fram á við í skíðaheimin- um síðustu þrjú keppnistíma- bil, og nú náði Dorota tak- markinu. Hún hefur einu sinni orðið önnur í heimsbikar- keppni, í Osló í fyrra, en systir hennar sem varð 12. í gær, hefur tvisvar orðið önnur. „Mig dreymdi fyrir þessu í nótt,“ sagði Dorota eftir sigur- inn, en hún skíðaði mjög vel í keppninni í báðum ferðum í mikilli snjókomu. „Undir nýja snjónum var mjög hörð braut og þær aðstæður eiga best við mig,“ sagði hún. Dorota var önnur á eftir Perrine Pelen frá Frakklandi eftir fyrri ferðina, en tók for- ystunaeftirsíðariferð. Brigitte Gadient frá Sviss varð önnur, Christelle Guignard frá Frakk- landi þriðja og Pelen sem gekk ekki vel í síðari ferðinni varð fjórða. Erika Hess heimsbik- armeistari í fyrra féll úr keppni. Það var síðast árið 1972 að Pólverji sigraði í keppni í heimsbikarnum, þá vann Andrzej Bachleda í svigi karla. Tvö lið ámóti Zmuda ■ Dómstóll Knattspyrnu- sambands Ítalíu hefur verið beðinn að úrskurða um það hvort Pólverjinn Vladislav Zmuda má ganga til liðs við botnliðið Cremonense í fyrstu deildinni ítölsku, að því er Knattspyrnusambandið þar lét frá sér fara í fyrradag. Hinn þrítugi bakvörður, Zmuda, sem lék með landsliði Póllands gegn Ítalíu í vináttu- leik í síðustu viku, má ekki ganga til liðs við Cremoriense vegna reglna sem gengu í gildi síðastliðið sumar, um að eng- inn erlendur knattspyrnumað- ur mætti koma á samning á Ítalíu frá því í júní 1984 til júní 1986. En Zmuda lék með Verona í ítölsku fyrstu deildinni árið 1982 og er rétt nýbúinn að senda inn beiðni til Ítalíu um að fá leyfi til að leika með New York Cosmos í Bandaríkjun- um. Því var Zmuda skráður leikmaður á Ítalíu þegar regl- urnar gengu í gildi. Stjórn Knattspyrnusam- Ibands Ítalíu leyfði á dögunum lað Zmuda fengi að ganga til lliðs við Cremonense, að því þilskildu að öll fyrstudeildarlið- mundu samþykkja. Það Igerðu þau öll nema Ascoli og JNapólí, sem sögðust ekki sam- Iþykkja neina undantekningu á Ireglunum vegna þess að þau Ihefðu tapað talsverðum fjár- Imunum beint vegna þeirra. Búist er við niðurstöðu |dómsins fyrir jól. ■ Sjötíu og einu landi hefur verið boðin fjárhagshjálp til að vera með á „stærsta innan- húsfrj álsíþróttamóti sögunn- ar heimssleikunum innanhúss, sem halda á í París í næsta mánuði. Hluti kostnaðarkepp- enda verður greiddur af skipu- leggjendum mótsins að því er Primo Nebiolo formaður Al- þjóðafrjálsíþróttasambands- ins, IAAF, sagði. Nebiolo sagði að þessi hluti kostnaðar sem greiddur yrði hefði komið til vegna aukinnar innkomu vegna sjónvarps- sendinga og auglýsinga, og kostnaðurinn yrði greiddur án þess að hætta fjárhag landsins sem skipuleggur keppnina. Sambandið hefur boðið að greiða ferða- og uppihalds- kostnað 347 íþróttamanna og 92 fararstjóra og aðstoðar- manna frá 71 landi. Nær fjörutíu lönd hafa þegar lýst því yfir að þau mæti til leiks í Bergy-íþróttahöllina í París 18. og 19. janúar, að meðtöldum nokkrum sem greiða kostnað sinn sjálf. Bandaríkin og Kanada mæta með fleiri þátttakendur en mælt var með, Bandaríkin með 30 (22 voru á kvótanum) og Kanada með 13 (9 á kvóta). Önnur lönd mæta með færri en kvótinn segir til um, eins og A-Þýskaland sem sendir 5 íþróttamenn (17 á kvóta) og Bretland sem sendir 9 (17 á kvóta) Nebiolo hló þegar hann var spurður um hvers vegna Aust- ur-Þjóðverjar sendu svo fáa, og sagði: „Þeir senda bara sigurvegara." Hann sagðist ekki vita hvaða íþróttamenn kæmu frá hverju landi, en bæði Bandaríkin og Sovétríkin mundu senda, „góða hópa“. Vestur-Þjóðverjar hafa þeg- ar sagt frá því að í hópi þeirra verði tveir gullverðlaunahafar frá ólympíuleikunum, Diet- mar Mögenburg hástökkvari og Claudia Losch kúluvarpari. Nebiolo sagði að bandaríska borgin Indianapolis hefði sótt mjög að fá að halda næstu heimsleika innanhúss, en íþróttahöllin þar rúmar 62 þús- und áhorfendur. Dregið í 8 iiða úrslit Evrópukeppnanna: Aftur keppir Kalli heima - Inter gegn Köln - Tottenham fékk Real Madrid - Bayern gegn Roma ■ í gær var dregið í 8 liða úrslit Evrópukeppnanna í knattspyrnu. Tvennt vakti mesta athygli í þessum drætti, annars vegar að Karl-Heinz Rummenigge fer aftur til Þýska- lands með liði sínu Inter Mílanó í 8 liða úrslitunum, og hitt að Real Madrid, Anderlechtban- arnir í síðustu umferð UEFA- keppninnar drógust gegn Tott- enham, en Tottenham lék ein- mitt til úrslita gegn Anderlecht í UEFA-keppninni í fyrra og vann. í Evrópukeppni meistaraliða virðast línur nokkuð skýrar. Liverpool leikur gegn Austria Vín frá Austurríki og Juventus gegn Sparta Prag. Bordeaux mætir Dnepopetrovsk frá Sovétríkjunum og er það tvísýnt. Svíarnir í Gautaborg eiga góða möguleika, leikagegn Panathnaikos frá Grikklandi. Stórleikur Evrópukeppni bikarhafa er án efa viðureign Bayern Múnchen og ítalska liðs- ins Roma. Everton á góða möguleika gegn Hollendingun- um Fortuna Sittard. Auk áðurnefndra leikja í UEFA-keppninni vekur áhuga viðureign Manchester United gegn ungverska toppliðinu Ví- deótón. Austantjaldsliðin Sar- ajevo og Dynamo Minsk mætast. Eins og áður var nefnt fer Kalli Rummenigge aftur heim, Inter sló HSV út í 16 liða úrslitum. Þessi lið mætast: ■ Kalli Rummenigge fer aftur heim til V-Þýskalands að keppa með Inter Mflanó í Evrópukeppninni: Nú fer hann til Kölnar, en síðast sló Inter HSV út. Það var að mildu leyti Kalla að þakka. Austría Vín Austurríki - Liverpool Englandi, Juventus Ítalíu - Sparta Prag Tókkóslóvakíu, Bordeauz Frakklandi - Dnepropetrovsk Sovót, Gautaborg Svíþjód - Panathnaikos Grikklandi. Bikarkeppnin: Everton Englandi - Fortuna Sittard Hollandi, Larissa Grikklandi - Dynamó Moskva Sovót, Bayern Miinchen V-Þýskal. - Roma Ítalíu, Dynamo Dresden A-Þýskalandi - Rapid Vín Austurriki. UEFA-keppnin: Man.United Englandi - Videótón Ungverjalandi, Zelj. Sarajevo Júgóslavíu - Dynamo Minsk Sovét, Inter Mílanó Ítalíu - Köln V-Þýskalandi, Tottenham Englandi - Real Madrid Spóni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.