NT - 15.12.1984, Blaðsíða 20

NT - 15.12.1984, Blaðsíða 20
v-ívs'. •' 'r'S' V-' ^ Útlönd Árangurslausar viðræður um verkfall námumanna verkfallsbörn fá öllsömul leikföng London-Rcuter ■ Embættismenn og verka- lýðsleiðtogar úr TUC, sem er einskonar alþýðusamband þeirra Breta, áttu í gær viðræð- ur um verkfall kolanámu- manna, sem nú hefur staðið í níu mánuði. TUC hefur lýst yfír stuðningi við námumenn, þótt ekki hafi þeir gengið hart fram í að sýna hann. Viðræðurnar voru að sögn árangurslitlar. Markmið viðræðnanna var að reyna að fá leiðtoga námu- manna og fulltrúa hins opinbera til að setjast aftur við samninga- .borðið, en engar beinar samn- ingaviðræður hafa farið fram milli þessara aðila síðan í okt- óber. Viðræðurnar fóru út um þúf- ur eftir tvo tíma og að þeim loknum sagði Norman Willis, aðalritari TUC, að hann hefði því miður „engar góðar fréttir að færa“. Peter Walker, orku- málaráðherra, sagði þó að við- ræðurnar hefðu verið gagnleg- ar. Nú stendur yfir mikil söfnun í Bretlandi til þess að fjölskyld- ur námumanna geti haldið jól, en vitaskuld er orðið þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Fjöl- margt þekkt fólk hefur lagt söfnuninni lið. Að sögn Glenys Kinnock, eiginkonu Kinnocks formanns Verkamannaflokks- ins, hafa nú safnast 263 þúsund sterlingspund og peningar halda enn áfram að streyma inn víða að úr heiminum - til dæmis frá Kuwait, Qatar, Sviss, Banda- ríkjunum og Noregi. „Við viljum að hvert einasta barn verkfallsmanna fái nýtt leikfang um jólin,“ segir Glenys Kinnock. Hjartaþega hrakar ■ Hann varð ern fíjótt eftir stóraðgerðina Bandríkjamaðurinn William Schroecr, sem fékk grætt í sig gervihjarta hinn 25. nóvember. En nú virðist heilsu hans fara hrakandi og í gær fékk hann hjartaslag að sögn talsmanns Humana Heart Institute í Louisville í Kentucky, þar sem hann liggur. Myndin er tekin af Schroeer á fímmtudaginn þcgar hann var enn við sæmilega heilsu. Símamynd-Polfoto. Samstöðuleiðtogi tekur strætó heim Varsjá-Reuter Fieiri erlendir nemendur íKína Pekin(>-Reuter ■ Menntamálaráðherra Kína, He Dongchang, segir að nú sé stefnt að því að fjölga erlendum háskólanemendum í Kína í um 5000 á næstu fimm árum. Nú munu um 2.500 erlendir nemendur stunda langskólanám í Kína auk um 4000 nemenda sem sækja skemmri námskeið. Flestir erlendir nemendur í Kína hafa verið frá þriðjaheims- löndum fram til þessa. Menning þeirra og hegðun er í mörgum tilvikum mjög frábrugðin því sem Kínverjar eiga að venjast og hefur stundum komið til árekstra milli erlendra nemenda og kínversks almennings. Menntamálaráðherrann segir að nú verði að leggja sérstaka rækt við bætt samskipti við er- lendu nemendurna. Það verði að bera virðingu fyrir siðum þeirra og venjum. Jafnframt því sem lang- skólanemendum fjölgar stendur einnig til að fjölga nemendum í styttra námi sem flestir koma frá vestrænum ríkjum. Það er stefnt að því að þeir verði um 6000 árið 1990 í stað 4000 nú. Sumir þeirra greiða sjálfir náms- kostnað sinn í Kína en einnig er nokkuð um skiptinema sem fá ókeypis skólavist í Kína gegn því að kínverskir nemendur fái styrki frá löndum viðkomandi nemenda. Á síðastliðnum sex árum hafa Kínverjar eytt 116 milljónum dollara til að senda 26.000 nem- endur til náms erlendis, auk þess sem um 7000 kínverskir nemendur hafa farið til útlanda til að læra með stuðningi ætt- ingja og vina erlendis. ■ Zbigniew Janas, cinn helsti leiðtogi Samstöðu, hinna bönn- uðu verkalýðsfélaga í Póllandi kom úr felum í dag og hyggst að sögn vina sinna njóta boðs pólskra stjórnvalda um sakar- uppgjöf, sem rennur út um áramótin. Fyrir skömmu kom annar Samstöðuleiðtogi, Eug- eniusz Szumiejko, einnig úr fel- um í sama skyni. Janas er 33ja ára gamall og einn helsti leiðtogi neðanjarðar- hreyfingar Samstöðu í Varsjá. Að sögn vina hans liggja pers- ónulegar ástæður að baki ákvörðunar hans, hann sé enn sömu skoðunar. Kona Janas mun vera barnshafandi. Janas mun ekki hafa gefið sig fram við lögreglu, eins og Szum- iejko. gerði, heldur tók hann einfaldlega strætisvagn i mið- borg Varsjár og fór heim. Helsti leiðtogi neðanjarðar- hreyfingar Samstöðu, Zbigniew Bujak, er enn í felum og ekkert bendir til þess að hann ætli að gefa sig fram. — Fólk streymir unnvörpum frá Bhopal Bhopal-Reuter ■ Ofsahrætt fólk heldur áfram að streyma frá Bhopal á Indlandi, þar sem vísinda- menn munu um helgina reyna að gera mikið magn af eiturefnum skaðlaus. I dag herma fréttir að um 50 þús- j und manns hafí flúið borgina og er þá fjöldi flóttamanna orðinn um 150 þúsund. Eins og kunnugt er varð mikill leki í verksmiðju Un- ion Carbide í Bhopal á dögunum og kostaði hann meira en 2500 manns lífið og olli meira en 100 þúsund manns heilsutjóni. Yfirvöld hafa komið upp flóttamannabúðum í ná- grenni Bhopal, en flestir sniðganga þær og kjósa að komast eins langt burt frá borginni og kostur er. Aðgerðir vísindamann- anna hefjast á sunnudag og munu taka fimm daga. Yfir- völd í Bhopal hafa sent út bæklinga þar sem sagt er hvað gera skuli ef eitthvað fer úrskeiðis. Lögregla og her hefur mik- inn viðbúnað í Bhopal af ótta við að einhverjir freistist til að fara ránshendi um yfirgef- in heimili. Laugardagur 15. desember 1984 20 NATO-ráðstefna ■ Utanríkisráðherra- fundi NATO-ríkja lauk í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins í gær. í lok fundarins sagði Ge- orge Schultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna að hann værí reiðubúinn að eiga „alvarlegar, jákvæð- ar og uppbyggilegar" við- ræður við Gromyko, mót- herja sinn í Sovétríkjun- um, en fundur þeirra er ráðgerður í janúar. Að venju lauk ráðherrafund- inum með blaðamanna- fundi og var þá þessi mynd tekin af Carrington lá- varði, aðalritara NATO. SímamyHd-POLFOTO Ísrael: Verdbólga þrátt fyrir verðstöðvun Jerúsalem-Reuter ■ Verðstöðvun í nóvember virðist hafa haft lítil áhrif á verðbólguna í ísrael. Verðlag hækkaði þá á einum mánuði um 19,5% sem þýðir um 800 prós- ent verðbólgu á ársgrundvelli. En ríkisstjórn ísraels og verkalýðsleiðtogar halda því fram að verðstöðvunin sé núna byrjuð að hafa áhrif og verð- hækkanir á næstu tveim mánuð- um verði ekki eins miklar. Verðstöðvunin nær aðeins til ákveðinna vörutegunda og hef- ur stjórnin neyðst til að greiða háar upphæðir vegna niður- greiðslna á þeim. Niðurgreislurnar hafa leitt til gífurlegrar aukningar á seðla- prentun í ísrael. Hagfræðingar seðlabankans hafa beðið stjórn- völd um að minnka eitthvað niðrugreiðslurnar áður en land- ið verður kaffært í nýprentuðum seðlum. Nú hafa verkalýðs- leiðtogar einnig viðurkennt að líklega verði að hækka verð á sumum vörutegundum sem verðstöðvunin nær til. Brasilíustjórn lofar að sultarólin verði hert - vegna tilmæla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Sao Paulo-Reutcr ■ Alþjóðagjaldeyrissjóðurínn hefur fengið Brasilíustjórn til að samþykkja aukinn samdrátt í rikisútgjöldum og aðhaldsað- gerðir í efnahagsmálum á næsta ári. Fjármálaráðherra Brasilíu segir að með strangri fjármála- stefnu sé stefnt að því að minnka verðbólguna niður í um 120 prósent á næsta ári en hún er nú um 215%. Brasilíumenn segjast ekki ætla að taka nein ný erlend bankalán á næsta ári. Þess í stað ætlar stjórnin að reyna að fá greiðslufrest á hluta þeirra 50 milljarða dollara sem Brasilíumenn eiga að greiða í afborganir fram til ársins 1990. Bankamenn segja að þær ströngu aðhaldsaðgerðir sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi fengið stjórnina til að sam- þykkja muni leiða til hægari hag- vaxtar á næsta ári en upphaflega var stefnt að. Einnig muni reyn- ast erfitt fyrir stjórnina að upp- fylla loforð um að minnka at- vinnuleysi. Hjálpaði vin- konu sinni yfir móðuna miklu London-Reuter ■ Kona sem hjálpaði gam- alli vinkonu sinni að binda enda á líf sitt með því að setja plastpoka yfír hausinn á henni var í gær dæmd í níu mánaða fangelsi í London. Helen Hough, sem er sex- tíu ára gömul og barnabóka- höfundur, hafði lofað Anette Harding, 84 ára gamalli konu, að hjálpa henni að komast yfir landamærin miklu. Harding tók stóran skammt af lyfjum, en þegar þau dugðu ekki tók Helen Hough til sinna ráða. „Ég gat ekki gengið bak orða rninna," sagði hún lögregl- unni. Hough játaði á sig morðtil- raun, en ekki var hægt að ákæra hana fyrir morð vegna þess að ekki var hægt að færa sönnun á dánarorsökina. Dómarinn sagði að samúð hefði ráðið gerðum Helen Hougt, en sagði að nauðsyn- legt væri að dæma hana í fangelsi fordæmisins vegna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.