NT - 15.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 15.12.1984, Blaðsíða 5
Nýjung í iðnaði á Akranesi: Uppfinning Jóhannesar í framleiðslu á Skaga Frá fréllarilara NT á Akranesi, S.L.P.: ■ Framleiðsla á einni af upp- finningum Jóhannesar Pálssonar, uppfinningamanns mun hefjast á Akranesi innan tíðar. Bæjar- stjórn Akraness samþykkti á fundi 11. desember s.l. framlag hlutafjár til hlutafélagsins Akró- pólis hf., sem væntanlega hefur starfsemi á Akranesi á næstu mánuðum, í sambandi við verndaðan vinnustað. Félagið hefur gert einkaleyfissamning við Jóhannes Pálsson, uppfinn- ingamann sem nú er búsettur í Danmörku, um einkarétt til framleiðslu og sölu á öryggis- læsingum til allra hugsanlegra nota, m.a. á skápa undir hættu- leg efni á heimilum og fleira (household chemical). Jóhannes hefur sótt um og fengið einkaleyfi á þessari upp- finningu sinni í 12 löndum aust- an hafs og vestan. Góðar vonir eru bundnar við þetta fyrirtæki. Þetta er einn þátturinn í mark- vissri baráttu bæjarstjórnar til þess að laða ný iðnfyrirtæki til starfsemi í bænunt. Eldhættutímabil fer í hönd: Flestir eldsvoðar nú vegna jólaskreytinga ■ Við könnun á útköllum slökkviliðs Reykjavíkur frá miðjum desember 1983 til miðs janúar 1984 kom í Ijós að nær allir eldsvoðar sem tilkynnt var um voru vegna skreytinga, matargerðar, skotelda og áramótahál- kasta. Þá voru einnig áber- andi slysaútköll af sömu or- sökum. Af því tilefni vill slökkvi- liðsstjórinn í Reykjavík hvetja alla til að sýna ýtrustu varkárni með því t.d. að ganga þannig frá borðskreyt- ingum og kertum að kertin geti brunnið án þess að valda skaða, að viðhafa varúðar- ráðstafanir við steikingu á feiti, að ofhlaða ekki raf- taugar og tæki og fara í hvívetna eftir þeint leiðbein- ingunt sem fylgja blysum og skoteldum. Deilt um ullarsólu: Voru útsölurn- ar ólögmætar? 3 íslensk fyrirtæki kæra bandaríska konu ■ Þrjú íslensk fyrirtæki, Samband ís- lenskra samvinnufélaga, Álafoss og Hilda hf. hafa kært bandaríska konu, Dorette Egilsson, fyrir ólögmæta viðskiptahætti með íslenskar ullarvörur í Bandaríkjunum. Þá hefur fyrirtækið Pólarprjón einnig kært konuna, þar sem það telur hana skulda sér 200 þúsund dollara. Dorette Egilsson rekur verslanir í Banda- ríkjunum, en hefur staðið fyrir útsölum víða um Bandaríkin, ýmist á hótelherbergjum eða í verslunarplássi, sem hún hefur leigt. Hefur hún auglýst útsölur þessar í útvarpi pg sjónvarpi og boðið upp á 50% afslátt. íslensku fyrirtækin telja þennan viðskipta- máta ekki kórréttan og vilja fá skorið úr um lögmæti hans. Nýtt íslenskt spil: Krossgátu- spilið ■ Nýtt íslenskt spil, Krossgátuspilið, er komið á markað. Þetta spil er íslensk útfærsla á algengu erlendu spili, Scrabble, og er leikurinn í því fólginn að þátttakendur mynda íslensk orð eftir ákveðnum reglum svo úr verður nokkurs konar krossgáta. Erlendis hefur Scrabble náð miklum vin- sældum og eru þar haldin mót þar sem keppt er í spilinu. Útgefandi Krossgátuspilsins er Spil hf. Flugleiðir: Áætlunarflug til Salzburg á næsta ári ■ Flugleiðir hyggjast hefja áætl- unarflug til Salzburgar í Austurríki í byrjun júní á næsta ári, með viðkomu í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi. Flogið verður einu sinni í viku, fram í september. Sæmundur Guðvinsson fréttafull- trúi Flugleiða sagði í samtali við NT, að sótt hefði verið um flugleyfi til Salzburgar fyrir nokkrum mánuð- um og talið væri fullvíst, að heimild til þess yrði veitt, þótt formleg staðfesting væri ekki komin. Með fluginu til Salzburgar opnast nýir möguleikar fyrir ferðamenn frá Austurríki, sem vilja koma hingað til lands, og að sögn Sæmundar er þar góður markaður. Þá vonast Flugleiðir til að selja Austurríkis- ferðir bæði á íslandi og í Bandaríkj- unum. Austurríki er mjög miðsvæð- is og þaðan er auðvelt að ferðast til landa eins og Tékkóslóvakíu, Ung- verjalands og Sviss.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.