NT - 29.12.1984, Side 2
n
Laugardagur 29. desember 1984
Undirskriftir með álveri við Eyjafjörð:
4032 „ábyrgir“ Eyfirð
ingar vilja fá álver
- Eyjafjörður ofarlega á blaði, segir forsætisráðherra
■ „Ég er þeirrar skoðunar að
stóriðja eigi að vera á dagskrá
samhliða öðrum iðnaðarkost-
um, en við getum ekki gert ráð
lyrir að stóriðjufyrirtækin bíði í
röðum. Það er víða mikið fram-
boð á ódýrri orku. En þegar að
því kemur að velja stað fyrir
næsta stóriðjufyrirtæki tel ég að
Eyjafjörður verði ofarlega á
blaði,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra er
hann veitti viðtöku undirskrifta-
listum frá áhugamönnum um
framfarir við Eyjafjörð í gær.
Á listana rita nöfn sín '4032
„ábyrgir" Eyfirðingar 18 ára og
eldri sem telja „nauðsynlegt að
næsta stóriðjufyrirtæki, sem
byggt verður á íslandi verði
valinn staður við Eyjafjörð enda
verði talið tryggt að rekstur þess
stefni ekki lífríki fjarðarins í
hættu,“ eins og segir í hinni
undirrituðu áskorun til stjórn-
valda. Jón Arnþórsson fulltrúi
hjá Iðnaðardeild SÍS á Akureyri
sem afhenti listana vildi ekki
gefa neitt nánar út á það hvað
átt væri við með orðinu „ábyrg-
ir“, en e.t.v. er verið að vísa til
þess að áður hafa forsætisráð-
herra verið afhentar undirskrift-
ir 3289 manna, sem mótmæltu
byggingu álvers við Eyjafjörð.
Auk Jóns Arnþórssonar gengu
fyrir ráðherra þeir Steindór
Steindórsson frá Hlöðum f.v.
skólameistari og Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöðvar-
innar. Þeir lögðu áherslu á að
málið snérist unt byggðasjón-
arntið. Par hefði hallað ntjög á
Eyjafjarðarsvæðið að undan-
förnu og sagði Gunnar að ef
svæðið ætti að halda sama lilut
gagnvart Suðvesturhorninu og
1970 til 1980 þyrftu 1800 ný
störf að koma til áður en ára-
tugurinn er liðinn.
Aðspurður sagði Gunnar að
ltann hefði verulegar áhyggjur
af þeim ágreiningi, sem ríkti
heima á héraði um þessi mál, og
taldi að viðsemjendur kynnu að
kippa að sér hendinni og leita
annað ef hann yrði ekki jafnað-
ur. Steingrímur Hermannsson
tók í sama streng.
Söfnun undirskrifta á þennan
lista hefur staðið með hléum frá
fyrri hluta síðastliðins sumars.
Áðstandendur hans leggja
áherslu á að vettvangsferð til
fyrirtækisins Alcan í Kanada á
síðastliðnu sumri hafi sannfært
þá um að mengunarhætta stafi
ekki af álveri ef til kæmi. Alcan
er líklegasti eigandi álvers við
Eyjafjörð.
Frágangur listanna var mjög
táknrænn. Þeir voru lagðir í
peningakassa til að minna á
þann hagnað sem álver hefði í
för með sér, en listarnir sjálfir
voru bundnir inn í sauðskinn,
sem tákn unt að álver ógnaði
ekki því atvinnulífi sem fyrir er
í landinu.
■ Jón Arnþórsson og Steingrímur Hermannsson eru sposkir á
svip yfir pcningakassanum sem hafði að geyma undirskriftir
rúmlega fjögurþúsund Eyfirðinga, bundnar inn í sauðskinn.
NT-mynd: Sverrir
Alfabrennurnar:
■ Brennuundirbúningur stendur nú hvað hæst og hefur þessum bálkesti sem hér sést verið komið upp
í Brciðholtinu í Bakkahverfinu. Þarna var stærsta brenna höfuðborgarinnar í fyrra og undanfarin ár.
NT-mynd: Ámi Bjarna
Mestar dýrðir í Fossvoginum
■ Stærstu áramótabrennur höfuðborgarbúa verða við Rjúpufellið á mótum Hraunbergs og
Hólabergs, á lóð Víkings innst í Fossvogi og á mótum Ægisíðu og Faxaskjóls. Auk þess eru skráðar hjá
lögreglu 12 aðrar brennur og reiknað er með öðrum tólf í nágrannabæjum Reykjavíkur.
Mest verður brennudýrðin í innanverður Fossvogsdal því auk brennunnar á Víkingsvellinum verða
Kópavogsbúar með sínar tvær eða þrjár brennur þar á næstu grösum. Lögregla þar í bæ synjaöi fyrir
lcyFi um brennu við Ásbraut í Ijósi reynslu undanfarinna ára. Fimm brennur verða í Hafnarfirði, þrjár
í Garðabænum, ein í Mosfellssveit og væntanlega ein á Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesinu.
Jóla-
sveinar
á jóla-
diskó
■ FUF-arar í Reykja-
vík standa fyrir almennri
jólagleði á Hótel Hofi á
morgun kl. 15 ogeru allir
velkomnir.
Á dagskrá gleðinnar
eru margvíslegir jólaleik-
ir, jólasveinar koma í
heimsókn og hið geysi-
vinsæla jóladiskótek
verður í gangi. Þá verður
spilað jólabingó.
Miðasala verður á
Rauðarárstíg 18 rnilli 13
og 17 í dag. Kostar hann
150 krónur, en gosflaska
og sælgætispoki eða kaffi
og kökur er innifalið í
verðinu.
18. leikvika - leikir 22. desember 1984
Vinningsröð: 121 - 2*02 -121 -122 (*0 fellur út)
1. vinningur: 11 réttir - kr. 108.605.-
1895 63368(4/10) 95847(6/10)
18607 91911(6/10)
2. vinningur: 10 réttir - kr. 1.698.00.-
805 36961 57278 85993 94777 64431 <34o)
1370+ 38041 57308 86624+ 94848 85116<34o)
4682 38890 58925+ 86643+ 94900+ 87964(^10)+
4698 38891 58950+ 88283 95137+ 89463(34o)
4737 40035 58980+ 90000 181666 89992(34 o)
8072 43088 59009+ 90309 35250(34oi 90004<34oi
12582 43122 60230+ 90313 37035<+'io) 90495(300»+
13461 43482 61565+ 91676 43277(34o) 91011<34o)
13462 45924 61691 91919+ 47128(340)+ 93174<34o)
13483 46285 62333 92105 47430<34 o)+ 93244(340)
14718 48121 62950 92274 53072<34o) 164951 (34o)+
17031 48122 64209 93329 53649<34o)+ 164952(34 oi+
17547 50504 85078 93334 56537<34oi 182031<^io)
17729 51099+ 85099 93351 56540(34o) 51139<17/vika)
36462 55778+ 85111 93358 59049(34o) 61148<l7Aka)+
36638 56989+ 85568+ 94280 60800(34o) 64450(’V»ika)+
Kærufrestur er til 14. janúar 1985 kl. 12:00 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá
umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinn-
ingsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa
stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn
og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
Karpov þreyttur
■ Þeir eru orðnir þreyttir. Og
hvernig má annað vera. Heims-
meistaraeinvígið í skák hcfur nú
staðið í þrjá og hálfan mánuð og
enn er ekki séð fyrir endann á því
þó Karpov heimsmeistari þurfi
ekki nema einn vinning til viðbót-
ar. Gallinn er bara sá að hann
virðist skorta þrek til að Ijúka
ætlunarverki sínu. Kasparov virð-
ist á hinn bóginn allur vera að
færast í aukana eftir sigurinn í 32.
skákinni. Þeir félagar fengu næst-
um viku frí þegar Ustinov varn-
armálaráðherra burtkallaðist. Frí-
ið virðist ekki hafa komið Karpov
að góðu í þessari skák, hann tefldi
vélrænt og á verra í biðstöðunni
þó jafnteflisvonir séu vissulega til
staðar. Kasparov lék hinsvegar á
alls oddi í þessari skák, endurbætti
gamla skák mótstöðumannsins og
virðist farinn að hlakka til jólanna
sem eru um áramótin hjá flestum
Sovétmönnum:
36. einvígisskák:
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Drottningarbragð
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. RI3 d5
4. Rc3 Be7
5. Bg5 h6
(Svo virðist sem heimsmeistar-
inn hafi algerlega snúið bakinu við
drottningarindversku vörnina eftir
tapið í 32. skák. Hann beitir
Tartakower - afbrigðinu nú í ann-
að sinn í röð.)
6. Bh4 0-0
7. e3b6
8. Be2 Bb7
9. Hcl dxc4
10. Bxc4 Rbd7
11. 0-0 c5
12. dxc5 Rxc5
13. De2 a6
14. Hfdl De8
15. Re5
(Hvítur hefur nokkra yfirburði
í liðsskipan og reynir nteð þessum
leik að færa sér það í nyt. Nú
gengur t.d. ekki 15. - Rfe4 vegna
16. Bxe7 Dxe7 17. Rxe4 Bxe4 18.
b4 ásamt 19. Hd7 með hættulegri
sókn. í því sambandi er vert að
benda á f7 - reitinn sem hentugan
fórnarstað hvítu mannanna. Karp-
ov velur eðlilegasta leikinn.)
15.. . b5
16. Rxb5!
(Þessi óvænta mannsfórn setur
allt í bál og brand og ber þess vitni
að baráttuþrek Kasparovs hafi
ekki dvínað að ráði í síðustu
skákum. Fórnin hefurgeysimiklar
flækjur í för með sér sem erfitt er
að henda reiður á. Karpov er
vitaskuld neyddur til að taka
manninn.)
16.. . axb5
17. Bxb5 Ba6!
18. Hxc5! Bxc5
19. Bxa6 Da4
20. Bxf6 gxf6
(Ekki 20. - Dxa6 21. Dg4 g6 22.
Rxg6 og hvítur vinnur.)
21. Bb5 Dxa2
22. Rd7 Be7
(Það er allt of hættulegt að
reyna að halda í skiptamuninn
með 22. - Hfc8. Upp úr krafsinu
hefur Kasparov nú lítið peð en
mislitir biskupar gefa Karpov jafn-
teflisvonir. Það er hægt að nudda
þessa stöðu lengi og það er áreið-
anlega meiningin hjá Kasparov
sem varð að þola slíkan þrýsting í
93. skák einvígisins sem lauk með
jafntefli í 93 leikjum.)
23. Dg4t Kh8 33. h3 Hxc2
24. Rxf8 Bxf8 34. Dxc2 Bf6
25. Df3 Be7 35. b3 Db4
26. Bc4 Da7 36. Ddl Dc3
27. Dh5 Kg7 37. Ddl Dc3
28. Dg4t Kf8 38. Kg2 Dc6t
29. Bfl Hd8 39. Kh2 Dc5
30. Hcl f5 40. Be2 Be7
31. De2 Kg7 41. Kg2
32. g3 Hc8
IlS w
Éf m
■
A
Jhil
WM m 5+1
m m wrn
&&
abcdefgh
- Hér fór skákin í bið. Þrátt fyrir
mikil tilþrif og peðsvinning læðist
að manni sá grunur að Karpov
muni ekki eiga í umtalsverðum
erfiðleikum með að halda þessari
stöðu. Skákin verður tefld áfram í
dag en næsta skák verður síðan
tefld á mánudaginn.
íslenska
hljómsveitin
með tónleika
á morgun:
Frumflytur
verk eftir
Atla Heimi
■ „Verkið heitir „Kliður" og
ég get sagt smá sögu um það
þegar ég sá það fyrst. Þegar ég
opnaði raddskrána fyrir nokkr-
um dögum og leit yfir hana
hrökk upp úr mér, „verkið byrj-
ar á gegnumfærslunni". Átli
sagði það rétt vera. Þá sagði ég
að það hlyti að enda á framsög-
unni. Það er rétt sagði Atli og
hló við. Og þetta er raunin með
verkið. Það er eins og það
hefjist í miðjum klíðum. „Þetta
sagði Guðmundur Emilsson
hljómsveitarstjóri og verkið
sem um er að ræða er sextett
eftir Atla Heimi Sveinsson og
hann verður frumfluttur á tón-
leikum Islensku hljómsveitar-
innar í Bústaðakirkju á morgun
kl. 17.00. Og Guðmundur held-
ur áfram að Iýsa verkinu:
„Þetta er eins og að koma inn
á miðjan fund og það er kliður
í salnum og maður veit ekki um
hvað umræðan snýst fyrr en á
líður og framsögumaður tekur
til máls og dregur saman hvað
hann sagði í inngangi. Framsag-
an eða erindið virkar á mig eins
og mjög fínlegt sálmalag, sem
verður að leika eins veikt og
auðið er og svo hverfur það í
lokin inn í eilífðina. Fundi
slitið.“
„Kliður“ er eins og áður segir
sextett, sem myndar þrjú dúó.
Þau sem leika eru Martial Nar-
deau, Sigurður I. Snorrason,
Hlíf Sigurjónsdóttir, Ásdís
Valdimarsdóttir, Anna Guðný
Guðmundsdóttir og Elísabet
Waage.
Önnur verk á efnisskrá tón-
leikanna á morgun eru Sónata
fyrir flautu, víólu og hörpu eftir
Debussy, flutt af Elísabetu
Waage, Martial Nardeau og
Ásdísi Valdimarsdóttur, Sónat-
ína fyrir flautu og klarinett,
eftir André Jolivet flutt af Mart-
ial Nardeau og Sigurði I.Snorra-
syni, Frá Eyjafirði fyrir hörpu
eftir John Herne, en það verk
lýsir kyrrð Eyjafjarðar í tónum
að sögn höfundarins sem er
breskur og hefur dvalist hér-
lendis. Síðasta verkið er Svíta
fyrir klarinett, fiðlu og píanó,
leikið af Sigurði I. Snorrasyni,
Hlíf Sigurjónsdóttur og Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur.