NT - 29.12.1984, Page 6

NT - 29.12.1984, Page 6
■ Þann 11. septembers.l. fór fram í sjónvarpinu eftirminni- legur þáttur um landbúnað- armál, verðlagningu og sölu landbúnaðarvara. Kom hann í kjölfar hatrammra ásakana á hendur bændum og sölusam- tökum þeirra í fjölmiðlum og blöðum, fyrir allskyns sakir og einokun þeirra mála. - Hávær- ir frjálshyggjumenn töldu sig vera í stakk búna að gera mun betur og létta af þeirri „einok- un" sem þeir töldu vera á sölu og dreifingu landbúnaðarvara undir ríkjandi skipulagi, lands- mönnum til hjálpræðis og hagsbóta. Þeir sem komu fram í þess- um umræðuþætti voru, Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, Ingi Tryggvason, for- maður Stéttarsambands bænda, Jón Magnússon, for- maður Neytendasamtakanna, og Jónas Kristjánsson, ritstj. DV. Stjórnandi var Helgi Helgason. Þó maður sé orðin ýmsu vanur í því, sem borið er á borð fyrir almenning í þessum fjölniiðlum, þá var þessi þáttur einstæður að ýmsu leyti. - Að þættinum loknum hripaði ég niður nokkur atriði hans og það sem vakti í huga mér meðan hann fór fram og að honum loknum. Ekki var það hugsað til birtingar, enda var ég þá í nokkrum önnum svo ekki gafst tími til þess. Ég bjóst líka við að einhver annar yrði til að vekja athygli á því sem fram kom og þá ekki síst framkomu þessara tvílemb- inga frjálshyggju og kaupsýslu, þeirra Jóns Magnússonar og Jónasar Kristjánssonar. En stuttu síðar skall verkfall bókagerðarmanna á og tók fyrir alla umræðu á því sviði. Þó langt sé um liðið og margt gerst síðan, sem athygli vekur, svo annað fellur í skugga þess, þá hefur það sem þá kom upp í huga mér sífellt leitað á. Því læt ég af því verða að koma því á betra blað en það var og kannski koma því fyrir almenningssjónir, í þeirri von að það veki einhvern til umhugsunar um hvert er stefnt af talsmönnum frjálshyggjunn- ar, sem kallaðir voru til þessa umræðuþáttar, og hér hafa verið nefndir. Það vakti sérstaka athygli hvað úrillir og úfnir í fram- komu þeir voru í þessum um- ræðum, Jón Magnússon og Jónas Kristjánsson. Fyrir þá sök varð þátturinn eftirminni- legri, fyrir utan skoðanir þeirra tvímenninga, sem allir kannast við og komu engum á óvart. Ekki veit ég hvort ég er einn um það, að ofbjóða hroka- gikksháttur þessara manna, svo að það hefur setið í mér síðan. Ekki síst fyrir það, að prúðari menn getur ekki en þá Inga Tryggvason og Jón Helgason, í umræðu almennra mála. - Þeir gerðu sig seka um að kasta smánar- og lítilsvirðing- arorðum að viðmælendum sínum, einkum Inga Tryggva- syni, fyrir það eitt að þeir væru forsvarsmenn bænda. Varla varð það skilið á annan veg en að það væri mannorðssök að vera í forsvari fyrir félagsskap slíkra manna. Þar var um svo beran dónáskap að ræða, að full ástæða var fyrir stjórnanda Laugardagur 29. desember 1984 6 Guðmundur P. Valgeirsson: Hvað um framtíð bænda? þáttarins að víta slíka fram- komu. En þaðgerði hannekki. Var eins og þeir vildu með því sýna fyrirlitningu sína á ís- lenskum landbúnaði. - Enginn siðaður maður hefur látið sig það henda að kasta steini að, t.d. Kristjáni Ragnarssyni fyrir það eitt, að hann væri í forsvari fyrir Landssamband ísl. út- vegsmanna, eða öðrum, sem kjörnir hafa verið til forsvars almennra mála og félagsstarf- semi. - Jón Magnússon brá upp línuritum, sem áttu að vera til sönnunar sakargiftum hans. En þau reyndust honum haldlaus og villandi. Rökum og spurningum viðmælenda sina svöruðu þeir ekki, eða út í hött, þó það væri þungamiðja þess. sem um var rætt Það upplýstist í máli Inga Tryggvasonar að álagning á landbúnaðarvörur hafði hækk- að mun meira á því sem álagn- ing hafði verið gefin frjálsá, en liinum, sem voru bundnar álagningu sexmannanefndar, og þær því orðið mun dýrari til neytenda. - Benti Ingi á að engin athugasemd hefði verið gerð við það af formanni Neyt- endasamtakanna, eða blaði Jónasar Kristjánssonar. Krafð- ist hann svara um hverju það sætti. - Við því fengust engin svör. Sú þögn sýndi best hverra hagsmuni þessir rnenn báru mest fyrir brjósti. Er full á- stæða til fyrir neytendur að gefa því meiri gaum en gert hefur verið. - Kaupsýsla og milliliðagróði, sé hann í réttra höndum, virtist þeirra hjartans mál. Ingi Tryggvason benti m.a, á að þegar verðlagning væri alfarið komin í hendur kaup- manna, eftir að búið væri að brjóta niður núverandi verð- lagskerfi, að kröfu Jóns Magn- ússonar og skoðanabræðra hans, þá væri um enga viðmið- un að ræða í þessum efnum og þá opin leið fyrir kaupmenn að haga álagningu sinni að eigin vild. Sú tilraun, sem gerð hefði verið til frjálsrar álagningar benti ekki til þess að neytendur högnuðust á því. - í raun og veru varð ekki annað ráðið af tali þeirra en að þeirra áhuga- mál væri að skapa innflytjend- um og milliðum meiri hagnað en þeir hafa haft til þessa. Frammistaða Jóns fyrir hags- munum neytenda var öll harla bágborin. Hann hefur nú látið af því verndarhlutverki sinu. Frammistaða Jónasar Kristj- ánssonar kom engum á óvart. Hann var samur við sig í við- horfum sínum til bænda og málefna þeirra. - En það vekur furðu og er í raun og veru móðgun við stóran hluta þjóð- arinnar að sá maður skuli val- inn og talinn sjálfsagður um- sagnaraðili að umræðum um landbúnaðarmál, þegar þau eru rædd í opinberum fjölmiðl- um. Því vitað er, að ofstækis- fyllri fjandmann eiga bændur og málefni þeirra ekki. Hugsjón hans er, að landbún- aður verði hreinlega lagður nið- ur á íslandi og þóðin mötuð á hræódýrum landbúnaðarvörum Efnahags-bandalagsþjóðanna , og annarra landa þar sem þær ! fengjust fyrir lægst verð. - Þó kinokaði hann sér við að svara afdráttarlaust spurningu Inga Tryggvasonar um afleiðingar þess, ef íslenskur landbúnaður yrði sviftur allri fjárhagslegri aðstoð og innflutningur land- ■ Réttað í Seljalandsrétt undir Eyjafjöllum: búnaðarvara gefinn frjáls og tollfrír. - En liann gat sparað sér það á þessum vettvangi. Hann er svo oft búinn að lýsa því hverja blessun það flytti í þjóðarbúið að flytja inn niður- greiddar landbúnaðarvörur frá löndum þar sem þær fengjust ódýrastar hverju sinni. Þegar því takmarki væri náð veit Jónas eins og allir aðrir, að það er rétt sem Ingi Tryggvason benti honum og öðrum á, að þar með væri íslenskur land- búnaður endanlega úr sög- unni. Þá væri upprunnin sú' blómlega tíð fyrir ínnflytjend- ur og kaupsýslumenn, sem Jónas og marga aðra dreymir um, í einfeldni sinni, og von um gróða. Hitt skiptir þá rnenn, ekki máli hvað um það fólk verður, sem enn stundar land- búnað, eða aðra þá sem eru í tengslum við þann atvinnuveg og hafa framfæri sitt af honum, beint og óbeint í iðnaði og viðskiptum. Reynt er að telja mönnum trú um, að hinir svokölluðu neytendur (þá er átt við kaup- staðarbúa) myndu stórlega hagnast í þeim viðskiptum. Ef til vill gæti svo virst í bili, með því að matvæli þannig tilkomin yrðu ódýrari en íslensk fram- leiðsla. En sú dýrð mundi vart standa lengi. Hér væri um einhliða kaupsýslu að ræða milli þjóða. Þau viðskipti ein- kennast af öóru fremur en kærleiksþeli eða gustuk. Selj- endur þeirra vörutegunda mundu fljótt finna hvar feitt væri á stykkinu og hagnýta sér þá aðstöðu, sem þeim væri búin af skammsýnum bröskur- um okkar, með því að hækka söluverð sitt og hagnýta sér umkomuleysi íslensku þjóðar- innar á sama hátt og Hörmang- arar fyrri alda gerðu þegar þeir voru orðnir einráðir um við- skiptin. Þegar svo væri komið kynnu einhverjir að vakna upp við vondan draum. En það yrði um seinan. Óheillasporin hefðu verið stigin og aftur- hvarfið lítt hugsanlegt. Engin þjóð í víðri veröld lætur sér á sama standa um landbúnað sinn eða hefur uppi áform um að leggja hann niður, eins og Jónas Kristjáns- son og fylgifiskar hans róa að öllum árum, að íslenska þjóðin geri. - Hitt er algengast, að landbúnaður þjóðanna sé studdur og styrktur á margan veg í flestum ef ekki öllum löndum. Er það gert jöfnum höndum til að tryggja löndum sínum lífsnauðsynleg matvæli og skapa þjóðartekjur, og að hinu leytinu til að tryggja þeim sem stunda þann atvinnuveg sómasamlegt lífsframfæri og koma í veg fyrir óbætanlega þjóðfélagsröskun, sem af því hlytist ef sá atvinnuvegur og lífshættir legðust niður. - Þar er í raun og veru um það að ræða hvort þjóðjrnar eigi að halda sjálfstæðri tilveru sinni eða ekki. Þar gildir líf eða dauði margra þeirra, ef ekki allra. - Því skyldu þá íslend- ingar einir þjóða, eyland langt frá öðrum löndum, skera si-g þar úr og leggja niður landbún- að sinn? - Hvaðan ætti allur sá gjaldeyrir að koma, sem þyrfti til að greiða allar neysluvörur almennings, sem flytja þyrfti inn í stað þeirra sem nú eru framleiddar í landinu af bændum? Þetta er svo margrætt mál, að óþarft væri að endurtaka það. En meðan haldið er uppi látlausum áróðri gegn bændum og framleiðsluvörum þeirra í fjölmiðlum og blöðum, þá er ekki hægt að taka þvíþegjandi. Þessi áróður hversu fráleitur sem hann er smýgur í þá sem ekki leggja sig niður við að gera sér grein fyrir samhengi hlutanna. Því verður að gera fleira en gott þykir. Ef ekki er gengið út frá því að bændur verði skornir við trog, eins og það hefur verið orðað, svo smekklegt sem það nú er, þá þarf að huga vel að þeirra málum. - í fullri alvöru er talað um að fækka bændum um tvö þúsund. - Þá þarf að ætla þeim uppflosnuðu bænd um einhvern annan samastað. Talið er að það kosti a.m.k. 10-20 miljónir á hverja fjöl- skyldu, að búa henni sama- stað, án tillits til atvinnumögu- leika. Hvar eru fjármunir til þess? Og svo mætti halda á- fram að telja og spyrja. Allar slíkar hugmyndir eru svo heimskulegar og tillitslausar í garð mannlegra kennda, að það þarf sérstaka manngerð' til að bera þær fram. Talsmenn frjálshyggjunnar og markaðsbúskaparins slá því fram, í þessu sambandi, að íslenskir bændur gætu haldið áfram að framleiða sínar vörur og selja þær í samkeppni við þær innfluttu. Allt er þetta jafn ógrundað. Þar er um eng- an raunhæfan samkeppnis- grundvöll að ræða. fslenskir bændur yrðu þar að keppa við stórlega niðurgreiddar land- búnaðarvörur annarra þjóða. Með uppskrúfaða alla kostnað- arliði sinna búa s.s. áburð, rándýrt rafmagn, fjármagns kostnað sem hvergi á sér hlið- stæðu, og margt og margt fleira, sem þar kemur til greina. Það væri ójafn leikur og úrslit fyrirfarm ákveðin. Það er því staðreynd, sem Ingi Tryggvason sagði í fyrrgreind- um þætti, að við þær aðstæður væri íslenskur landbúnaður úr sögunni. Engin stórbú, ekki einu sinni stór-eggja fram- leiðendur eða svínabændur, sem virðast þó vera í sérstakri náð þessara áróðursmanna mundu standast það. Þar með væri sú stétt landsmanna, sem neytt hefur síns brauðs í sveita síns andlits. mörgum fremur, og hefur fætt og klætt þjóðina að mestum hluta allt frá land- námstíð, úr sögunni. - Þegar svo væri komið gætu þeir sálu- félagar komið fram í sjónvarpi gleiðgosalegir og hlegið framí áhorfendur og sagt: Sjáið nú góðir landar hverju við höfum til leiðar komið ykkur til hag-( sældar! Þeir gætu einnig glaðst við að sjá þá hugsjón rætast, sem þeir hafa gælt við: sveitir landsins auðar og yfirgefnar, sviftar mannlegri nálægð og lífi. Búfénaður sæist ekki í högum, byggingar og önnur mannnvirki grotnandi niður umhirðulaus, líkt umhirðu- lausum ná úti á víðavangi. Þetta er sú mynd sem við blasir þegar hugsjón og hag- ræði þessara boðbera frjáls- hyggjunnar eru orðnar að veruleika. - Björt er hún ekki - en sönn. Pað kemur æði oft fyrir, að fjölmiðlamenn, í sjónvarpi og útvarpi, geri sig spekingslega þegar þeir tala við bændur eða fulltrúa þeirra um landbúnað, og spyrji hvað sé því til fyrir- stöðu, að leyfa innflutning á ódýrum landbúnaðarvörum, neytendum til hagsældar. - Svar við þeirri spurningu felst í þeirri mynd, sem hér hefur verið dregin upp. - Vonandi verður sú mynd aldrei að veruleika. Margt bendir þó til að svo geti farið, ef ekki er vakað á verðinum. íslenskur landbúnaður er ekkihátt skrif- aður hjá stjórnmálamönnum nútímans. Heilir flokkar og flokksriefndur sýna þeim at- vinnuvegi fullan fjandskap og hafa sagt honum stríð á hendur. Stærsti stjórnmála- flokkur landsins gerði á s.l. sumri ályktun um landbúnað- armál þess eðlis, að aðspurður sagðist Jónas Kristjánss. ekki geta hugsað sér þá ályktun betri. Þetta væri það sem hann hefði alltaf barist fyrir. - Aðrar yfirlýsingar stjórnmálamanna og flokka eru svo óljósar að enginn veit, í raun og veru, hverju er von á úr þeim áttum. - En eigi sú dökka mynd, sem ég hefí hér dregið upp, ekki að verða að veruleika, þá þarf skjót viðbrögð. Bændur verða að vita með vissu hverju þeir mega eiga von á. Hvaðanæfa berast raddir um að óvænlega horfi um framtíð byggðar og það í blómlegum búskaparhér- öðum. Það eru takmörk fyrir því hvað byggð má grisjast til þess að þeir sem eftir sitja sjái sig til neydda að fara á eftir hinum, sem áður voru farnir. Hér er stór vandi á höndum. Hvert býlið af öðru fer í eyði. Á þeim verður ekki búið framar. Þaðerbannorð. Ýmsir rnæna á fjölgun stórbúa og telja þau vænlegust til ódýrrar framleiðslu. Fyrir því eru veik rök og ekki draga þau úr þeim vanda sem fækkun býla hefur í för með sér. Nýlega birtist athyglisverð grein í NT eftir öldunginn Helga Hannesson. Hann gefur stórbúunum ekki góðan vitnis- burð og er mikið til í því sem hann segir um það. Helgi bendir á, að ekki þurfi nema rúmlega 800 bændur til að framleiða þá mjólk og það kjöt, sem nægði ísl. neytenda- markaði, ef miðað væri við tvö stór bú, sem hann nefnir. Hver maður sér hvaða afleiðingar það hefði fyrir sveitir, sem eru í vanda vegna sifækkandi býla, ef sú leið yrði valin. Ég vil eindregið hvetja bændur og forráðamenn þeirra til að gefa gaum að þeirri skoðun, sem kemur fram í grein Helga. Mér sýnist að þar sé bent á lausn á stóru vandamáli. Það er engin goðgá þó settar séu hömlur á stærð búa. Það er gert hvort sem er. Spurningin er aðeins, hvar á markið að vera og hvernig nær það þeim tilgangi að vernda og viðhalda byggð í sveitum landsins. Skáldið Hannes Hafstein lýsir í aldamótaljóði sínu draumsýn sinni um framtíð íslenskra sveita. Þá skáldsýn hafa bændur landsins gert að veruleika. Sú hætta er fyrir dyrum að sú þróun, sem orðin er í þeim efnum snúist upp í andhverfu sína. Til þess heiti ég á alla góða menn, að þeir komi í veg fyrir að svo fari. - Gefi það Guð vors lands. Guðmundur P. Valgeirsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.