NT - 29.12.1984, Side 20

NT - 29.12.1984, Side 20
Laugardagur 29. desember 1984 20 ■ Brcskur hermaður í Belfast. Nokkuð hefur dregið úr ofbeldisaðgerðum skæruliða á þessu ári en samtals hafa 2.410 manns fallið í átökuni á Norður-lrlandi frá því árið 1972. Morðum fækkar á Norður-írlandi Belfasl-Reuter '■ Það sem af er þessu ári hafa færri látist vegtta árása borgar- skæruliða á Norður-írlandi en á nokkru öðru ári síðastliðin fjórtán ár. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu Itafa 64 látið lífið á árinu og 793 særst í ofbeldisaðgeröunt skæruliðanna. Af þeim sem lét- ust voru 36 óbreyttir borgarar, 19 hermenn og9 lögreglumenn. Mest varð ofbeldið á þessu árabili árið 1972 þegar 462 létust. Alls hafa 2.410 manns frá því að ofbeldisaðgerðir borgarskæruliðanna hófust árið 1969. Barnafæð í Kanada Ottawa-Reuter ■ Embættismenn í Kanada spá því að íbúum þar í landi fari að fækka á næstu öld ef svo fer sem horfir. Ný könn- un á fjölskyldustærð Kan- adamanna sýnir að hver kanadísk fjölskylda á nú að meðaltali 1,7 börn saman- borið við 3,9 börn árið 1959 þegar Kanadamönnum fjölgaði mjög ört. Kanada er næst stærsta land í heimi að flatarmáli til cn íbúar þar í landi eru aðeins um 25 milljónir. Bretland: Nýtt biðrað- arheimsmet London-Reuter ■ Breskur leigubílstjóri sló í gær nýtt heimsmet í biðraðarstöðu eftir að hafa beðið í 17 daga í biðröð við stórmarkað til að komast á árlega útsölu verslunarinnar. Leigubílstjórinn, sem heitir Tony Sprackling, hélt jólin fyrir utan stór- markað í Colchester í Vestur-Englandi. Þar opnaði hann gjafir sínar og át jólamatinn. Þannig tókst honum að bæta 60 klukkustundum við fyrra heimsmet sem var 352 stundir. Þegar útsalan byrjaði svo að lokum keypti Tony sófa sem hafði verið lækk- aður úr 399 pundum niður í 50 pund. Verslunarstjór- inn launaði honum líka biðlundina með kampa- víni. Með biðraðarstöð- unni vildi Tony vekja at- hygli á starfi góðgerða- stofnana. I' Gledilegt nýtt ár Þökkum starfsfólki, sjómönnum og öörum viöskiptavinum okkar gott samstarf og viðskipti á liönutn árum. Hraðfrystihús Dýrfirðinga Fáfiiir Þingeyri. I' I. Tyrkland: Vopnaverk- smiðja springur Ankara-Reuter ■ Annan í jólum varð gífur- leg sprenging í vopnaverk- sntiðju í Kayas-borg á Tyrk- landi. Anatolian-fréttastofan í Tyrklandi segir að a.m.k. átta manns hafi særst alvarlega i sprengingunni. Þeir hafi verið með brunasár á mörgum stöð- um á líkamanum. Vopnaverksmiðjan, þar sem sprengingin varð, er í eigu ríkisins. í frétt Anatolian- fréttastofunnar kom ekki fram hvað hefði valdið sprenging- unni. Mannskætt ár í Nicaragua Managua-Reuter ■ Varnarmálaráðherra Nica- ragua, Humberto Ortega, segir að um 4.600 hafí látist á þessu ári í átökum við skæruliða sem vinna að því að steypa stjórn landsins og eru studdir af Bandaríkjamönnum. Samkvæmt ráðherranuin hef- ur stjórnarherinn gert 4000 skæruliöa óvíga, þar af fcllt um 3000, í 1.500 skæruni á árinu. Hann sagði að her Sandinista hefði misst um þúsund menn auk þess sem að minnsta kosti 600 óbreyttir borgarar hefðu falliö í árásum skæruliöanna. í skæruliðahernum, sem er þekktur undir nafninu „Contras“, eru um 15.000 manns. Hann hefur höfuðbæki- stöðvar sínar í Honduras skammt frá landainærum Nica- ragua. Starfsemi skæruiiðanna er að inikiu leyti fjármögnuð af Bandaríkjamönnum sem vilja stjórn Sandinista í Nicaragua feiga. Auk bækistöðvanna í Hond- uras fyrir norðan Nicaragua eru smærri skæruliöabúðir einnig fyrir sunnan landið í Costa Rica. Grænlendingar fastir fyrir Nuuk-Reuter ■ Grænlendingar eru ákveðnir í því að hætta í Efnahagsbandalaginu nú um áramótin þrátt fyrir andstöðu Frakka við það að Grænlendingum verði leyft að ganga úr EBE. Heimastjórn Grænlend- inga ákvað í fyrrakvöld að Grænlendingar myndu ganga einhliða úr Banda- laginu 1. janúar þótt þá hafi enn ekki verið gengið frá öllum formlegum atr- iðum. Grænlendingar eru fyrsta þjóðin sem gengur úr EBE, en þeir urðu upphaflega aðilar að EBE þegar Danir gengu í það árið 1973. Andstaðan við úrgöngu Grænlendinga úr EBE stafar aðallega af því að enn hefur ekki verið form- lega gengið frá samning- um um hlut ýmissa EBE- ríkja í veiðúm við Græn- landsstrendur. Samningar um veiðiskiptinguna tókust að mestu leyti fyrir nokkru en hafa ekki öðlast gildi þar sem írska þingið „gleymdi" að fjalla um þá áður en það fór í jólaleyfi. Samkvæmt reglum EBE geta Grænlendingar því ekki gengið formlega frá úrgöngu sinni fyrr en í fyrsta lagi í síðustu viku janúar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.