NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 29.12.1984, Qupperneq 21

NT - 29.12.1984, Qupperneq 21
02 i>8er ■sodmassb .98 we8!no?»i«^ i i r Laugardagur 29. desemberÞri84 21 Útlönd Stórsigur Rajiv Gandhi - í þingkosningunum ■ Rajiv Gandhi og Kongressflokkurinn í Indlandi virðast hafa tr)'ggt sér stórsigur í þingkosn- ingunum nú yfir jólin. Samkvæmt spá indverska ríkissjónvarpsins var gert ráð fyrir að Gandhi myndi tryggja sér 360 til 400 þing- sæti af 508. Að öllum líkindum mun Rajiv Gandhi og flokkur hans fá yfir 2/3 atkvæða en það hefur ekki áður gerst að Kongressflokkurinn hafi fengið yfir 50% at- kvæða. Leiðtogar stjórn- arandstöðuflokkanna sögðu að ekki hefði verið staðið að kosningunum sem skyldi. Óeirðir urðu víða við kosningastaði og dóu að minnsta kosti 35 manns og meira en 300 særðust í átökum. Fjöldi stuðningsmanna stjórnar- andstöðuflokkanna í Utt- ar Pradesh fylki, sem mót- nrælti meintum kosninga- svikum særðist er lögregl- an réðist til atlögu með bareflum. Hinn mikli sigur Kon- gressflokksins bendir þó til þess að Indverjar standi sameinaðir að baki Rajiv Gandhi. Með fylgi 2/3 þingmanna getur hann breytt stjórnarskrá Ind- lands að vild sinni því Kongressflokkurinn hefur tryggt sér einnig 2/3 at- kvæða í efri deild þingsins, Raj Sabha. Kongress- flokknum mun ekki veita af meirihluta sínum því barátta sjálfstæðishreyf- inga og trúarhreyfinga í ýmsum fylkjum Indlands hetur um árabil verió hatrÖmm. (Bvggl a Keulcrl / Oskum öllum til lands og sjávar Gleðilegs nýárs Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnu ári HFHAMAR Borgartún 26. Sírni 22123 Bandaríkin og Hond- uras í vígahug? ■ Bandaríkin og Honduras undirbúa her- æfingar á landamærum Nicaragua og Honduras í mars á næsta ári. Ætlunin er að 1200 bandarískir hermenn taki þátt í æfingunum og 3000 frá Honduras. Talsmenn Nicaraguastjórnar hafa ítrekað mótmælt fyrirhuguðum æfingum og segja þær hluta af innrásarundirbúningi Banda- ríkjanna og fleiri ríkja. Bandaríkjamenn hafa byggt upp þéttriðið net herstöðva og flugvalla á síðustu tveim árum í Honduras. Markmiðið er sagt vera að koma í veg fyrir útþenslu byltingarinnar í Nicaragua. Reuter Perú: 70 leynilegir f íkni- efnafluvellir Lima-Reuter ■ Einn af æðstu foringjum eiturlyfjalög- reglunnar í Perú, Walter Andrade hershöfð- ingi, segir að eiturlyfjahringir í Perú hafi komið sér upp neti af um 70 leynilegum flugvöllum sem þeir noti til að flytja kókaín og önnur fíkniefni úr landi. í viðtali við El Comercio dagblaðið í Perú sagði hershöfðinginn ennfremur að kókaín væri nú ræktað á um 120.000 hekturum lands og að stöðugt meira land væri tekið undir kókaínræktun í Perú. Kókaín væri ekki aðeins ræktað í frumskógunum í Norð- ur-Perú heldur einnig í árdölum í Mið- og Suður-Perú. Um helmingur af allri kókaínuppskeru heimsins kemur frá Perú. Stór hluti af kókaínlaufunum er fluttur í flugvélum til Kólombíu þar sem markaðshæft kókaín er unnið úr þeim. Kambódía: Forsætis ráðherr- ann lést Moskva-Reuter ■ Chan Si, forsætisráðherra þeirr- ar stjórnar í Kambodíu, sem Víet- namar styðja, lést í Moskvu fyrir nokkrum dögum. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvenær forsætisráðherrann lést en japönsk fréttastofa segir að hann hafi látist á miðvikudag úr hjarta- áfalli. Chan Si var við slæma heilsu og kom oft til Moskvu í læknismeð- ferð.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.