NT - 29.12.1984, Síða 24
Atli Einarsson á leið til Eokeren.
NT-mynd: Róbert
Punktar...
INNANHÚSIVIÓT
■ Þessa dagana stendur
ylír Reykjavíkurmót í innan-
liúsknattspyrnu í Laugar-
dalshöll.
Mótiö hófst í fyrradag,
tlmmtudaginn 27. des. og
því lýkur sunnudaginn 30.
des., á morgun.
Helstu leikirnir í meistara-
flokki karla á morgun eru:
Valur-KR, kl. 18.10, Víking-
ur-Valur, kl. 18.54, Þróttur-
Fram, kl. 19.16, KR-Víking-
ur, kl. 20.00.
(Jrslit veröa leikin kl.
21.35, en þá eigast yið efstu
lið úr A og 1$ riðli. í A-riðli
eru þessi félög: F’ylkir,
Ármann, Valur, Víkingur,
KR. í B-riöli cru: ÍR, Leikn-
ir, Þróttur, Fram.
í dag licfst keppnin kl. 13
og verður leikið í 5. flokki,
4. flokki og 2. flokki.
Úrslit í 4. flokki fara fram
kl. 19.08 og úrslit í 5. flokki
kl. 16.02. Annar flokkur er
leikinn í eiiiuni riðli þannig
að þar veröur enginn úrslita-
leikur.
V/ETTARHLAUP
■ Svokallaö Vxttarhlaup
fyrir börn veröur lialdið í
Hafnarfirði í dag laugardag
29. desember. Hlaupið hefst
klukkan 14 við Ráðhús
Hafnarfjaröar í Strandgötu,
og hlaupið þaöan um Strand-
götn og Fjaröargötu, alls
cinn kílómetra.
Forráðamenn hlaupsins
vilja hvetja foreldra til að
Ijölmenna með börn sín til
hlaupsins. Jólasveinninn
verður á staönum og mun
gefa þátttakendum í lilaup-
inu eitthvað góðgæti. Það er
frjálsíþróttadcild FH sem
stendur að hlaupinu og vill
með því minna á íþrótta-
æskuna í bænum og þakka
jafnframt (illum þeim sein
veitt iiafa dcildinni stuðning
á árinu, að því er segir í
fréttatilkynningu frá deild-
Enska knattspyrnan:
Hoddle heill
- og Ardiles að ná sér
■ Glen Hoddle hjá Totten-
ham hefur að undanförnu átt
við meiðsl að stríða eða síðan
í seinni leik Tottenham og
Bohemians frá Tékkó í Evrópu-
keppni félagsliða. Hann er nú
á batavegi og spilaði í fyrradag
með varaliði Tottenham gegn
Orient. Hann skoraði eitt af
mörkum félagsins í 8-3 stór-
sigri. Er nú talið fullvíst að
hann verði á varamanna-
bekknum í dag er Tottenham
mætir Sunderland. Þá er Arg-
entínumaðurinn Ossie Ardiles
að verða góður af sínum meiðsl-
um og ntá búast við að hann
fari að banka á dyrnar hjá
.aðalliðinu fljótlega....
....Ron Atkinson fram-
kvæmdastjóri Man. Utd. hefur
nú hækkað tilboð sitt í Terry
Butcher miðvörð Ipswich.
Hann vill greinilega ólmur fá
Butcher til liðs við United en
Butcher er samningsbundinn
hjá Ipswich til 1988...
....Michael Robinson hefur
varið seldur frá Liverpool til
QPR fyrir 100 jrús.pund. Hann
fann sig ekki hjá Liverpool og
var lengi á sölulista. Er jafnvel
búist við að Simon Stainrod
fari frá QPR vegna þessara
kaupa....
....I framhaldi af þessu þá má
geta þess að QPR hefur boðið
Keith Burkinshaw fyrrum
framkvæmdastjóra Tottenham
að gerast framkvæmdastjóri
hjá félaginu. Ekki er vitað um
svar Burkinshaw...
Á samning hjá Lokeren
Körfuknattleikur:
Unglingar fara
til Svíþjóðar
- á NM í körfu
■ Jón Sigurðsson, þjálf-
ari unglingalandsliðsins í
körfuknattleik hefur valið
10 stráka sem taka þátt í
Norðurlandamótinu sem
fram fer í Svíþjóð strax
eftir áramótin.
Þessir urðu fyrir valinu:
Karl Guðlaugsson ÍR
Vignir Hilmarsson ÍR
Jóhannes Sveinsson ÍR
Jón Örn Guðmundsson ÍR
Guðjón Skúlason ÍBK
Skarphéðinn Héðinss. ÍBK
Hreiðar Hreiðarss. UMFN
Teitur Örlygsson UMFN
Guðm. Bragason UMFG
Birgir Jóhannsson KR
Leikirnir fara fram
miðvikudaginn 2. janúar,
3. og 4. janúar.
Miðvikudaginn 2. janú-
ar leika Svíar gegn Norð-
mönnum, Danir gegn
Finnum og um kvöldið
leika íslendingar gegn
Norðmönnum.
Fimmtudaginn 3. janúar
leika Svíar og Danir, Finn-
ar og íslendingar, Norð-
menn og Danir og Svíar
og íslendingar.
Síðasta daginn verða
þrír leikir. Norðmenn og
Finnar byrja, íslendingar
og Danir leika næst og
síðasti leikurinn er svo
milli Svía og Finna.
Aðstoðarmaður Jóns
Sigurðssonar er Björn
Leósson.
■ Hreiðar Hreiðarsson úr Njarðvíkum er einn piltanna sem fer
til Svíaríkis N r-m.vnd Sverrir
Þaðverðursuð-
vestlæg átt um
helglna en
snýst í suð-
austan á gaml-
ársdagmeððtil
7 vindstigum
og þaðan af
meira á sunn-
an- og vestan-
verðu landinu.
Úrkoma í sömu iands-
hlutum;éljagangurum
helgina en slydda eða
rigning um áramótin.
Vindhraðinn um helg-
ina verður 4 til 6 stig
og sem fyrrum skárra
norðan og austan.
Semsagt leiðinda-
veður...
Kristjánsson í gærkvöldi kom
fram að Atli færi utan strax
eftir áramótin. Hann mun leika
með varaliðinu í vetur og
fram á vorið, nema auðvitað ef
honum tekst að vinna sér sæti í
aðalliðinu.
Það er þó ekki hægt að búast
við því þegar svo langt er liðið
á keppnistímabilið. „Það væri
kraftaverk ef Atla tækist þaö"
sagði Einar, faðir Atla.
I sumar verður svo Ijóst hvort
félagið mun gera tilboð í hann
til frambúðar.
Það er því greinilega gott
tækifæri sem Atli fær til að sýna
getu sína og hvort hann nær að
standa sig í hinum harða heimi
atvinnuknattspyrnunnar.
Atli er í ungíingalandsliðinu
ogeinnigvarhann ískíðalands-
liðinu. Hann gat hinsvegarekki
æft með því í sumar þar sem
hann hefði þurft að greiða allt
uppihald í Kerlingafjöllum
sjálfur, eins og reyndar aðrir
landsliðsmenn.
í haust var síðan ekki haft
samband viö hann frá SKÍ og
bókað á fundi þar að hann
hefði ekki gefið kost á sér í
skíöalandsliðið.
Þá ákvað Atli að snúa sér
alfarið að knattspyrnunni og
nú er hann sem sagt kominn á
reynslusamning hjá Lokeren.
Graður á Celsíus C
- til reynslu fram á vor
■ Atli Einarsson, knattspymu-
maðurinn efnilegi frá ísaflrði
hefur gert reynslusamning við
belgíska liðið Lokeren. Loker-
en er einmitt liðið sem Arnór
Guðjohnsen hóf
atvinnumannsferil sinn hjá.
Þegar Ijóst varð að St. Nic-
laas vildi ekki standa við það
sem félagið hafði boðið Átla
voru forráðamenn Lokeren
fljótir að hafa samband við pilt
og bjóða honum samning.
Lokeren-samningurinn
hljóðar upp á það sama og St.
Niclaas hafði boðið í upphafi.
í samtali NT við Einar Val
Við tökum við ábendingum um fréttiraílan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónurfyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Atli Einarsson knattspyrnumaður: