NT - 04.01.1985, Blaðsíða 7

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. janúar 1985 Verð i lausasöiu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskritt 275 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Innbiaðsstj.: Oddur Ólafssön Tæknisfj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.t. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Þórir Jónsson: Lenging skólaskyldu ■ Á liaustþingi B.K.N.E. í Lundarskóla á Akureyri hinn 28. september 1984 flutti ég eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð og óskaði hana rædda og borna undir atkvæði svo að Ijóst yrði hver afstaða meiri hluta kennara á Norður- landi eystra væri til lengingar skólaskyldu að 16 ára aldri. Fundur B.K.N.E. haldinn á Akureyri 28. sept. 1984 ályktar að skólaskylda skuli ekki lengd upp á við frá því sem nú er, þ.e. 9. bekkur verði ekki gerður að skyldu- námsbekk. Formaður B.K.N.E. óskaði þess að ég drægi tillöguna til baka, sem ég féllst ekki á. Hins vegar samþykkti ég að hún yrði tekin fyrir á aðalfundi B.K.N.E. þá um kvöldið. Rædd var hún þar en engin afstaða tekin til liennar. Mér þykir furðu sæta tregða kennara til að taka opinberlega afstöðu til lengingar skóla- skyldu sem þó er búin að vera í lögum í áratug, sbr. lög um grunnskóla nr. 63/1974. Með því að ég tel mjög mikilvægt að kennarar láti í sér heyra um þetta mál ætla ég að leggja fáein orð í belg ef það kynni að hvetja aðra til hins sama. Fræðslulögin Með fræðslulögunum 1907 gengur þjóðfélagið í ábyrgð fyrir því að ungmenni fái lág- marksfræðslu. Afstaða margra til skólagöngu var þá sú að hún væri tímaeyðsla og gerði mcnn í besta falli óhæfa til að vinna gagnleg störf. Pegar litið er um öxl er tæpast hægt annað en viður- kenna að fræðslu- og skóla- skylda hafi verið nauðsyn, miðað við þær forsendur að flóknara þjóðfélag krefjist nieiri undirstöðuþekkingar, að fá tækifæri til að fræðast séu sjálfsögð mannréttindi og hinu opinbera sé skylt að sjá til þess að fræðslan standi til boða. Foreldrar báru ábyrgð á kennslu barna yngri en 10 ára í lestri og skrift en um 14 ára aldur hófst brauðstritið. Svo virðist sem yfirstjórn fræðslumála hafi þótt heimilin standa sig slælega í kennslunni því skólaskylda er færð niður um tvö ár 1926 og um eitt ár tíu árum síðar. Hins vegar gátu skólahverfi til sveita sótt um undanþágu þannig að börn væru ekki skólaskyld fyrr en 8, 9 eða 10 ára. Skólarnir munu þó hafa fylgst með a.m.k. lestr- arkunnáttu barnanna. Árið 1946 er skólaskylda enn lengd um eitt ár í þéttbýli, en nú í hina áttina. og lýkur með unglingaprófi. í sveituni taka nemendur þó víðast „full- naðarpróf' ári fyrr og senni- lega er ekki meira en rúmur áratugur síðan það var að fullu lagt niður. Seni stendur eru börn því skólaskyld frá 7-15 ára aldurs. Breytt þjóðfélag í skólahverfum þar sem í boði er skólaganga fyrir 6 ára börn og 16 ára, 0.-9. bckkur, sækja þau undantekningarlítið skóla. Af því má draga þá ályktun að afstaða almennings til skólagöngu sé nú önnur og jákvæðari en um aldamótin síðustu. Breytingunni ætti samfélagið að mæta með því að gefa txkifæri til skólagöngu en ekki beita valdi og skipa fólki í skóla, að minnsta kosti ekki eftir að sjálfræði er náð um 16 ára aldur. Mér þótti athygli verð hug- mynd Jónasar Pálssonar. rekt- ors Kennaraháskólans, sem hann hreyfði í ræðu á fyrr- nefndu haustþingi B.K.N.E. um afnám skólaskyldu. Hann færði meðal annars þau rök fyrir máli sínu að þjóðfélagið hefði breyst á þann veg að fólk teldi skólagöngu svo sjálfsagð- an hlut í uppeldi að engan þyrfti til hennar að skylda. Ég hef lengi haft þessa skoð- un og mér finnst skemmtilegt að við skulum hafa komist að sömu niðurstöðu þrátt fyrir rnjög ól ík sjónarhorn; ég kenn- ari í litlum skóla í afskekktri byggð á Norðurlandi en hann kennari og yfirmaður þeirrar stofnunar sem ætlað er að undirbúa fólk undir að kenna í grunnskóla. Enn ber á því að menn, jafnvel kennarar, átti sig ekki á mun skólaskyldu og fræðslu- skyldu. í fræðsluskyldu felst skylda foreldra til að börn þeirra njóti menntunar sem geri þeim kleift að vera frjálsir þjóðfélagsþegnar í starfi og leik og einnig skylda sanifé- lagsins til að búa fólki skilyrði til að afla sér þeirrar menntun- ar. Mér finnst eðlilegt að leggja aðaláherslu á ábyrgð foreldra í þessu tilliti en samfélagið að- stoði þá við fræðslu barnanna. Með skólaskyldu er ábyrgðin hins vegar tekin af herðum foreldranna og þeir verða eins og þriðja hjól á vagni við uppeldi barna sinna. Hvað beri að gera ef foreldr- ar sinna ekki uppeldi barns, fræðslu og annarri menntun, er ekki ætlunin að fjalla um hér en að sjálfsögðu þarf að tryggja rétt þess sem best. I hugtakinu skólaskylda felst ekkert annað en skylda til að vera í skóla á þeim tíma og jafnlengi og löggjafinn ákveð- ur. Ljóst er því að afnám skóla- skyldu þýðir ekki afnám fræðsluskyldu. í þéttbýli er nú víða í reynd fræðsluskylda þó ekki sé skóla- skylda 6 ára barna. Fróðlegt væri að sjá hve stór hluti þeirra sækir ekki skóla í þeim skóla- hverfum þar sem 0. bekkur er. Um það hef ég engar tölur handbærar en í Barnaskóla Ólafsfjarðar hafa öll 6 ára börn bæjarins skilað sér undanfarin ár. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að þau sæki síður skóla í öðrum skóla- hverfum. í skólanum þar sem ég kenni, Gagnfræðaskólanum Ólafsfirði, hefur þróunin verið sú hin síðari ár að þeim 8. bekkingum hefur fjölgað sem sækja um að setjast í 9. bekk. Fleiri nemendur sem hafa ver- ið mótsnúnir námi í yngri bekkjum skólans hafa viljað koma í 9. bekk. Nú er algjör undantekning ef 8. bekkingur kemur ekki í 9. bekk og hefur raunar verið um rnargra ára skeið. Varla er Ólafsfjörður öðruvísi en önnur skólahverfi að þessu leyti. Ég get því með engu móti séð að nemenduni sé einhver greiði gerður með því að skylda þá til setu í 9. bekk. Með því að hafa 9. bekkinn frjálsan vinnst hins vegar það að afstaða nemenda til náms breytist. I fyrsta sinn eru þeir í skóla án þess að þeir séu knúðir af ópersónulegu ríkis- valdi en einmitt það er mikill þyrnir í augum margra 7. og 8. bekkinga. Með því að skylda 15-16 ára ungling til skóla- göngu er samfélagið beinlínis að segja honum stríð á hendur um það leyti sem þaö er einmitt að gefa honum nokkurt frjáls- ræði til að velja og hafna með veitingu sjálfræðis 16 ára. Reynsla af skólaskyldu unglinga Með breytingu þjóðfélags og skóla hefur orðið félagslega og fjárhagslega auðveldara fyrir nemendur sem hætt hafa í skóla að taka þráðinn upp að nýju ef hugur stefnir til náms. Um það hef ég mörg dæmi úr meira en tveggja áratuga kennslu að nemendur. and- snúnir skóla, sem hættu eftir 8. bekk koma nokkrum árum síðar, fullir áhuga, og lyfta grettislaki í námi. Ég efa að skylduseta í 9. bekk hefði gert þeim gott og fullyrði aö þeir hefðu lært lítið sem ekkert og allra síst vinnubrögð, sem þó verður að teljast aðalmarkmiö náms. Skólamenn hafa furðulítið fjallað um reynslu sína af skólaskyldu unglinga. Þeirsem kenna unglingum síðustu árin áður og fyrsta árið eftir að skólaskyldu lýkur ættu þó að hafa mikilli reynslu að miðla og eiga að gera það. Við setningu Menntaskólans á Akureyri haustið 1954 sagð- ist Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, álíta að óþarfi hefði verið að lengja skólaskylduna með fræðslulögunum 1946. Hann taldi ekki vafa að 14 ára unglingi, sem er áhugalaus í námi en hefur kost á einhverju starfi, sé starfið hollara og þroskavænlegra. Þessi orð Þórarins ættu menn að muna nú, 30 árum síðar, þegar enn er talað uni að lengja skólaskyldu. Mörgum unglingnum yrði skólinn að- eins dagvistunarstofnun sem lítið veitti annað en húsaskjól. Slíkt væru slæm örlög skóla sem samkvæmt lögum á „að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi". Einhvern veginn viröist hafa bögglast fyrir brjóstinu á frændum okkar, Dönum, að leysa unglingavandamálið meö því að teygja skólaskyldu lengra upp eftir táningaaldri. í Politiken birtist grein hinn 10. desember 1978, sem bar yfirskriftina „Neyðaróp frá 16 skólastjórum vegna ofbeldis nemenda". Einn skólastjór- anna segir að margir 15-17 ára nemendur trufli kennslu á all- an hátt vegna þess að þeir sjái engan tilgang í skólaveru sinni en séu þar eingöngu af því að þess sé krafist af þeim. Annar skólastjóri segir vandamálið risavaxið bæði fyr- ir kennara og nemendur; fyrir kennara vegna þess að vinnu- skilyrði verði afleit í skólanum og fyrir nemcndur vegna þess að þeir tileinki sér ótrúlega slæmar vinnuvenjur og eyði tíma sínum til einskis. í sömu grein er einnig vitnað í orð fræðslustjórans í Helsing- 0r. Hannsegir: „Níu áraskóla- skyldan hefur alls ekki orðið skólanum til góðs og ég bciti henni líka sveigjanlega, þ.e. útskrifa nemendur í 9. bekk sem geta komist í vinnu". Niðurlag Ég sagði hér að framan að ég væri andvígur skólaskyldu. Hins vegar veit ég að afnám hennar kemur tæplega til gre- ina eins og er en hægt er að stinga við fótum og lengja hana ekki frá því sem nú cr. Einnig mætti gera tilraun með afnám skólaskyldu í 8. bekk, jafnvel staðbundna, ef menn óttast að landið sykki. Stundum hef ég heyrt þeim rökum beitt fyrir lengingu skólaskyldu að námskostnaður nemenda sé svo mikill að þeir liafi ekki efni á að fara í 9. bekk. Sem betur fer mun ekki algengt á landi hér aö fólk hafi ekki efni á skólagöngu en þó munu einhverjir þurfa aö velja milli hennar og annarra hluta vegna féleysis. Stjórnvöld geta með öðrum hætti en skólaskyldu fengið unglinga til náms í 9. bekk ef æskilegt telst vegna þess marg- fræga þjóðarhags. Greiða mætti niður námsbækur, veita nemendum verulegan námsfrá- drátt ef þeir hafa tekjur en annars lækka skatta framfær- enda þeirra svo um muni. Þá mætti hækka ferða- og dvalar- styrki 9. bekkinga sem þurfa að sækja skóla utan hcinia- byggðar sinnar. Ver má að hægt sé að sykra ungum börnum svo skóla- skyldu að þau veröi ekki fjandsamleg skóla. Ég tel þaö hins vegar útilokað þegar ung- lingar og fullorðnir eiga í hlut. Þá gildir einu hve „góður" skólinn er; sé fólk þvingað í hann með valdboði verður hann aldrei annað en leiðinleg kvöð. 9. desember 1984 Þórir Jónsson. Mikil skattheimta í höfuðborginni ■ í viðtali við borgarstjórann í Reykjavík, sent birtist í Morgunblaðinu skömmu fyrir áramótin, kemur fram að fjárhagur borgarinnar er góður um þessar mundir. Pví ber vissulega að fagna, að fjárhagur Reykjavíkurborgar skuli standa með blóma og er vonandi að svo sé um fleiri bæjar- og sveitarfélög á landinu. Skuldasöfnun og mjög þröngur fjárhagur þessara aðila gerir það að verkum að örðugra verður að sinna þeim verkefnum sem bæjar- og sveitarfélögum ber að annast samkvæmt lögunt. Ástæður fyrir betri fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar eru tvennskonar og eru alls ekki þær að betur hafi verið farið með fjármuni borgarinnar en oftast áður. Árið 1984 var sérstætt að því leyti að það er eina árið urn langt skeið þega'r verðbólgan fór minnkandi en ekki vaxandi. Tekjur sveitarfélaganna eru næstum allar óverðtryggðar og miðast við tekjur einstaklinga og fyrirtækja eins og þær voru árið á undan. í mikilli verðbólgu duga þær krónur illa til að standa undir launagreiðslum og framkvæmdum ári seinna. Vinstri meirihlutinn sem stjórnaði borginni árið 1978-1982 varð að búa við árlega verðbólgu sem nam 50-70%. Eigi að síður tókst honum að halda fjármálum borgarinnar í góðu lagi án þess að dregið væri úr félagslegri þjónustu og framkvæmdum. Þjóðhagsstofnun spáði því í desember 1983 að reikna mætti með að útgjöld sveitarfélaga á árinu 1984 hækkuðu um 22% frá árinu á undan. Var þá miðað við svipaðar framkvæmdir bæði árin. Jafnframt var því beint til forráðamanna ríkis og sveitarfélaga að lækka yrði gjaldstofnana ef greiðslubyrði ætti ekki að aukast milli ára. Því ákvað Alþingi að miða álagningu tekjuskattsins við það að hann hækkaði ekki milli ára meira en um 22-24%. Borgarstjórinn í Reykjavík og meirihlutinn þar fór hins vegar þveröfugt að við álagningu gjalda árið 1984. Þeir aðilar virtu að vettugi tilmæli bæði Þjóðhagsstofn- unar og fjármálaráðherra og hækkuðu tekjupóstana um 42% að meðaltali eða 20% meira en sem nam áætlaðri útgjaldahækkun. Éannig hækkaði Fasteignaskattur um...................... 57% Útsvar um ............................... 42% Aðstöðugjald unt......................... 52% Þessi mikla skattheimta er meginskýringin á betri fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar við þessi áramót svo og hitt að ört lækkandi verðbólga fram eftir árinu dró úr launa- og framkvæmdakostnaði. í stuttu máli: Rekstrargjöld borgarinnar hækkuðu frá árinu á undan um 300 milljónir króna. Skattheimtan var hins vegar aukin um 700 milljónir. Misntunur 400 milljónir. Petta er skýringin á því hvers vegna margir þurftu að borga svo miidu hærra útsvar seinni hluta ársins en þeir höfðu reiknað með. Pví miður virðist ekkert benda til að borgarstjóri og meirihlutinn ætli að slaka á í skattheimtunni á þessu nýbyrjaða ári. Þegar er búið að samþykkja að hækka fasteignaskatt- ana úr 378 milljónum í 461 milljón. Jafnframt var því hafnað að fjölga gjalddögum til að auðvelda fólki greiðslurnar. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvaða prósentur verða notaðar við álagningu útsvars og aðstöðugjalds.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.