NT - 04.01.1985, Blaðsíða 22

NT - 04.01.1985, Blaðsíða 22
Föstudagur 4. janúar 1985 22 Hver verður fyrir valinu? Íþróttamaður ársins 1984 - verður útnefndur á Hótel Loftleiðum í dag í hófi sem íþróttafréttamenn og Veltir h/f halda ■ í dag kl. 15.00 hefst hóf á Hótel LoftleiAum þar sem íþróttamaður ársins 1984 verð- ur útnefndur af íþróttafrétta- mönnum 6 fjölmiðla, NT, Þjóðviljans, útvarpsins, sjón- varpsins, DV og Morgunblaðs- ins. Er þetta í 29. sinn sem þessi útnefning fer fram en fyrsti íþróttamaður ársins var Vil- hjálmur Einarsson árið 1956. Sá íþróttamaður sem fyrir valinu verður mun verða full- trúi íslands í keppni um Volvo- ■ Hreinn Halldórsson tekur hér við hinum glæsilega bikar sem íþróttamaður ársins hlýtur ár hvert. Hreinn hlaut bikar þennan alls þrisvar sinnum á ferli sínum. Aðeins Vilhjálmur Einarsson hefur hlotið hann oftar eða 5 sinnum. bikarinn sem veittur er „íþróttamanni Norðurlanda“. Kjörið í ár mun að öllum líkindum verða óvenju jafnt og spennandi því mjög margir íþróttamenn hafa staðið sig vel bæði hér heima og eins á er- lendum vettvangi á þessu ári. Enginn hefur hlotið titilinn oftar en Vilhjálmur Einarsson en hann var 5 sinnum kjörinn íþróttamður ársins á árunum 1956-1961. Þrír hafa hreppt hnossið tvisvar, eða þeir Val- björn Þorláksson, Guðmundur Gíslason og Skúli Óskarsson en Hreinn Halldórsson hefur 3 sinnum orðið fyrir valinu. Allir þessir eru nú hættir keppni svo nokkur ár þurfum við að bíða enn eftir að met Vilhjálms verði slegið, ef það verður þá nokkurn tíma. Þessir hafa hlotið titilinn „íþróttamaður ársins": 1956 Vilhjámur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1957 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1958 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar iþróttir 1959 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir 1960 Vilhjálmur Einarsson fR frjálsar íþróttir 1961 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar iþróttir 1962 Guðmundur Gíslason ÍR sund 1963 Jón Þ. Ólafsson ÍR frjálsar íþróttir 1964 Sigriður Sigurðardóttir Val handknattleikur 1965 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir 1966 Kolbeinn Pálsson KR körfuknattleikur 1967 Guðm. Hermannsson KR frjálsar íþróttir 1968 Geir Hallsteinsson FH handknattleikur 1969 Guðmundur Gíslason ÍR sund 1970 Erlendur Valdimarsson ÍR frjálsar íþróttir 1971 Hjalti Einarsson FH handknattleikur 1972 Guðjón Guðmundsson ÍA sund 1973 Guðni Kjartansson ÍBK knattspyrna 1974 Ásgeir Sigurvinss. St. Liege knattspyrna 1975 Jóhannes Eðvaldsson Celtic knattspyrna 1976 Hreinn Halldórsson KR frjálsar iþróttir 1977 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir 1978 Skúli Óskarsson ÚÍA lyftingar 1979 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir 1980 Skúli Óskarsson ÚÍA lyftingar 1981 Jón Páll Sigmarsson KR lyftingar 1982 Óskar Jakobsson ÍR frjálsar íþróttir 1983 Einar Vilhjálmsson UMSB frjáisar íþróttir. Urslit í NBA um áramótin ■ Hér koma úrslit úr leikjum í NBA-deildinni á föstudag 29. og laugardag 30. des. Frægustu liðin. Boston Celtics, núverandi meistarar, LA Lakers sem lék til úrslita síðast gegn Boston og Phila- delphia 76'ers, unnu öll sína leiki. Lakers og 76’ers léku tvo leiki og unnu báða. Það verður gaman að sjá hvort þessi lið verða enn á ferðinni í úrslitaleikjunum í vor eins og undanfarin ár. En hér koma sem sagt úrslit- in: Detroit Pistons-lndiana Pacers 116-110 Washington Bullets-Atlanta Hawks 125-111 Ncw Jersey Nets-Ncw York Knicks 100-97 Dallas Mavericks-Phocnix Suns 125-111 L.A. Lakers-Denver Nuggets 135-123 Philadclphia 76’ers-Utah Jazz H4-111 Ncw Jersey Nets-Detroit Pistons 110-108 Wasington Bullets-N.Y. Knicks 116-108 Milw. Bucks-Clcveland Cavaliers 115-102 Atlanta Hawks-Chicago Bulls 104-101 Utah Jazz-Dallas Mavericks 99-97 Houst.-Rockets-Portl. Trail Blazers 108-92 Indiana Pacers-Kansas City Kings 123-115 Boston Celtics-San Antonio Spurs 120-112 L.A. Lakers-Los Angeles Clippers 113-107 Denver Nuggets-Scat. Supersonics 115-108 Philad. 76*ers-Gold. State Warriors 109-95 J------------------------------ Garðabær - Grindavík Umboðsmenn vantar fyrir NT í Garðabæ og Grindavík. Upplýsingar gefur dreifingarstjóri (Kjartan Ásmundsson) í síma 686300. PelespáirfyrirHM ■ „Svarta perlan" svokall- aða, knattspyrnuhetjan frá Brasilíu, og af mörgum talinn besti knattspyrnumaður allra tíma, Pele, sagði í blaðaviðtali í fyrradag að hann byggist við að Frakkar, Argentínumenn og Brasilíumenn yrðu líklegir keppinautar um heimsmeist- aratitilinn í knattspyrnu í Mexí- kó árið 1986. Pele nefndi einnig gestgjaf- ana og ítali, núverandi heims- meistara, sem sterka andstæð- inga. En hann taldi Evrópu- þjóðir ekki eiga mikla mögu- leika á rómönsku Ameríku. Aðspurður hvort hann teldi ítali vera betri í Mexíkó heldur en þeir voru á Spáni 1982 sagði hann: „ítalir voru ekki sérlega góð- ir 1982. Eftir að þeir unnu Brasilíumenn, fengu þeir byr undir báða vængi og komust alla leið í úrslitin. Nú eru geysimargir erlendir knatt- spyrnumenn á Ítalíu og raunar flestir þeir bestu í heiminum. Þetta getur orðið til þess að ítalska landsliðið taki tæknileg- urn framförum. En á það ber að líta að í heimsmeistarakeppninni er það ekki alltaf tæknin sem fleytir liðum lengst." Pele sagðist hafa áhyggjur af brasilíska landsliðinu. „Prátt fyrir að það séu aðeins 6 mánuðir þar til liðið á að leika gegn Bólivíu og Paraguay í undankeppninni, hefur undir- búningur liðsins ekki verið skipulagður og aðalþjálfari hef- ur ekki einu sinni verið ráðinn," sagði Pele. Eins og NThefur skýrt frá reyna Brasilíumenn allt sem í þeirra valdi stendur til að ná í Téle Santana, fyrrum landsliðs- þjálfara. En hann ersamnings- bundinn í Saudi-Arabíu og ekki á lausu fyrr en í lok mars nema eitthvað sórkostlegt komi til. BuddtilEnglands ■ Zola Budd, hlaupa- konan snjalla sneri aftur til Englands í fyrradag eftir 5 mánaða fjarveru. Hún hélt beint til heimalands síns Suður-Afríku eftir Ólym- píuleikana í sumar og áhöld voru um hvort hún myndi nokkurn tímann koma aftur til Bretlands. En nú er hún sem sagt komin til London eftir að hafa sigrað í götuhlaupi í Zurich á sunnudaginn var. Budd sagði við komuna til London að hún vildi vera um kyrrt þar. „Það er gott að vera kominn til baka. Ég hlakka til að byrja að hlaupa hér aftur," sagði hún. Hin 18 ára hlaupadrottn- ing mun hitta breska íþróttafrömuði til að ræða framtíð hennar sem bresks ríkisborgara í dag. Einar kom áóvart í Toyota göngunni ■ Sunnudaginn 30. des. síðastliðinn var haldin Toyota-skíðagangan á Miklatúni. Keppt var í 4 flokkum. í 10 kílómetra göngu karla sigraði Halldór Matthíasson á 23,23 mín- útum, annar varð Ingólf- ur Jónsson SR á 25,29 mínútum og þriðji Einar Kristjánsson á 26,53 mín. Athygli vakti árangur Einars en hann er aðeins 15 ára gamall og fékk undanþágu til að keppa í karlaflokki. Í 5 knr göngu kvenna sigraði Lilja Þorleifsdótt- ir SR á 19,34 mín., önnur varð Svanhildur Árna- dóttir á 21,04 mín. og þriðja Ásdís Sveinsdóttir SR á 24,57 mín. Í 5 kílómetra göngu unglinga komu tveir keppendur í mark, Sig- urjón Ólafsson SR á 17,13 mín. og Sveinn Andrésson á 18,32 rnín. í 5 km göngu öldunga sigraði Páll Guðbjörns- son Fram á 12,39 mín. annar varð Tryggvi Hall- dórsson SR á 15,25 mín. og þriðji Sveinn Kristins- son SR á 16,14 mínútum. Að móti loknu hélt Toyota-umboðið kepp- endum kaffisamsæti á Kjarvalsstöðum. Þarsleit Ásgeir Úlfarsson mót- stjóri mótinu og afhenti verðlaun.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.