NT - 12.01.1985, Síða 1

NT - 12.01.1985, Síða 1
iT 'v'": 1'-5’ ' mm Vestur-Þyskaland: Övopnuð kjarna flaug springur Þrír bandarískir hermenn láta lífið í sprengingunni Stuttgart-Reuter ■ Þrír bandarískir hermenn létu lífið í gær og tólf særðust þegar annað þrepið í óvopnaðri Pershing-2 kjarnafiaug fuðraði upp í mikiu eldhafí í Waldheid herstöðinni norðan við Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Pershing-2 kjarnorkuflaugar eru tíu metra háar og eru byggð- ar með tveimur þrepum sem brenna föstu eldsneyti. í árslok 1983 byrjaði NATO að koma fyrir Pershing-2 eldflaugum í Vestur-Evrópu til mótvægis við SS-20 flaugar Sovétmanna. Síðan hafa 54 Pershingflaugar verið settar upp í skotstöðu á sex stöðum. Samtals er ætlunin að koma fyrir 108 flaugum af þessari gerð í Vestur-Evrópu. ■ í gær gaf ríkissaksókn- ari út ákærur á hendur forsvarsmönnum 5 einkaút- varpsstöðva, sem starfrækt- ar voru um tíma í verkfalli BSRB sl. haust og á hendur 10 forsvarsmönnum starfs- mannafélaga útvarps og sjónvarps. Þar er um að ræða stjórnarmeðlimi fé- laganna, sem skrifuðu und- ir bréf til útvarpsstjóra 1. október, þar sem því var Jýst yfir að starfsfólk legði niður vinnu, þar sem laun hefðu ekki verið greidd um mánaðamótin svo sem lög stæðu til. Þeir sem kærðir voru fyrir rekstur einkastöðva voru Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ellert B. Schram ristjóri og alþingismað- ur, Hörður Einarsson lög- fræðingur og Sveinn R. Eyjólfs- son, en þeir stóðu fyrir rekstri Fréttaútvarpsins, og eru jafn- framt ákærendur í málinu gegn útvarpsfólkinu, Kjartan Gunn- arsson lögfræðingur og fram- kvæmdastjÓriSjálfstæöisflokks- ins, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson cand. mag. og Friðrik Friðriksson vegna aðildar að „Frjálsu útvarpk' og Einar Gunn- ar Einarsson, sem rak útvarps- stöð í einn dag eftir að hinum einkastöðvunum í Reykjavík hafði verið lokað. Þá voru þeir Hermann Sveinbjörnsson rit- stjóri Dags á Akureyri og Sig- urður Jóhannsson kærðir fyrir rekstur útvarpsstöðva þar. „Þetta hefur sinn gang,“ sagði Ellert B. Schram, þegar blaðið ræddi við hann í gær. Hann sagðist ekki ætla að skýla sér á bak við þinghelgi, hann stæði við sína ábyrgð á Fréttaútvarp- inu. En fyrst hægt væri að kæra sig, nú í þinghléinu sæi hann ekki í fljótu bragði að hann þyrfti að afsala sér þinghelgi sérstaklega. Svo er að skilja að kærurnar séu settar fram nú á þeim forsendum að Ellert njóti ekki þinghelgi í þinghléinu og málið því þingfest meðan það varir. En enn er eftir að taka ákvarðanir um meðferð kæru- mála vegna útvarpsreksturs í haust. Þar er um að ræða stöðv- ar sem reknar voru á ísafirði, ■ í Kópavogi, í Mývatnssveit og á Siglufirði. NT hefur hlerað að starfsfólk útvarps og sjónvarps íhugi að kæra sjálft sig inn á sakaskrá vegna útgöngunnar í haust, þannig að ábyrgðin verði ekki aðeins þeirra 10 sem nú hafa verið ákærðir. Slík aðgerð á sér fræga hliðstæðu úr íslenskri réttarsögu þegar flestir Þingey- ingar sem vettlingi gátu valdið kærðu sjálfa sig fyrir Miðkvísl- arsprengjuna 1970, dómskerf- inu til hræðilegs óhagsræðis. ■ Einmuna veðurblíða hefur verið víðast hvar á landinu undanfarna daga, meðan aðrir Evrópubúar berja lóminn sem ákafast vegna kulda. Árni Bjarna Ijósmyndari NT var á ferðinni í miðbænum í gær og smellti af þessum „sumarmyndum“. Á greinum sólberjarunnanna eru brumin komin vel af stað og orðin græn. Hætt er við að gróður láti verulega á sjá þegar kólnar á nýjan leik. Og hver hefði trúað því að ungviðið stæði léttklætt niðri við Tjörn og gæfi bra bra brauð í byrjun janúarmánaðar. En svona er þetta, allt getur gerst. NT-myndir: Árni Bjarna Slysið í gær er hið fyrsta sem vitað er um að hafi orðið við uppsetningu flauganna í Vestur- Þýskalandi. Kjarnorkusprengj- um hafði ekki enn verið komið fyrir í flauginni sem sprakk. Ekki er vitað um orsök slyssins. Forsvarsmenn einkaút- varpsstöðvanna ákærðir - tíu starfsmenn útvarps og sjónvarps kærðir vegna útgöngunnar Sigrar og eitt tap ■ Það var misjafnt gengi hjá íslendingunum á svæða- mótinu í Gausdal í gær. Jóhann Hjartarson beitti eitraða péðsafbrigðinu í Sikileyjarvörn gegn Svíanum Ernst, en það afbrigði komst mjög í hámæli á íslandi eftir að Fischer beitti því tvívegis gegn Spasský í Laugardals- höllinni, í síðara skiptið með hörmulegum atleiðingum. Afleiðingar urðu álíka hörmulegar fyrir Jöhann nú. hann tapaði skákinni í rúm- utn 20 leikjum. Helgi Ólafs- son vann Agdestein, Margeir Pétursson vann Yrjolá, Bent Larsen vann Moen, Osten- stadt vann Curt Hansen, en skák Schússlers og Vesterin- ens fór tvisvar í bið og var talin unnin fyrir Schússler. Ernst, Larscn og Margeir eru efstir nteð 4 vinninga og líkur á að Schússler komist í það sæti einnig eftir biðskák- ina HelgijJóhann og Ost- cndstadt hafa 3'/5 vinning. Margeir Pctursson teflir við Ernst í umferðinni í dag og tekst vonandi að korria fram hefndum fyrir landa sína. Helgi teflir við Moen, sent enn hefur engan vinning hlotið og Jóhann Hjartarson við Curt Hansen. Vestmannaeyjar: Lyfjum ■ Lyfjum var stolið úr Stokks- ey AR 50 í Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt. Fljótt á litið sagði lögreglan að svo virtist sem teknar hefðu verið nokkrar sprautur og pillur. Hurð var brotin upp svo og lyfjakista skipsins. Stokksey- in er um 200 tonna netabátur, gerður út frá Vestmannaeyjum. Lögregla tekur 200 videospólur -sjábls.2 Ný kosningalög í Grikklandi: Kommúnistar vil ja meira lýðræði - sjá bls. 21 FH í átta liða úrslit í Evrópukeppninni - sjábls. 22 í Reykjavík verða hundar veiddir óg skotnir! -sjábls.5

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.