NT - 12.01.1985, Blaðsíða 11

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. janúar 1985 11 Sigurvin Helgi Baldvinsson bóndi Gilsfjarðarbrekku timburfarm frá Noregi næsta sumar, - helst tvær ferðir, og langaði til að geta svo sent skipið með vörur til Hafnar um haustið, en þá yrði hann að fylgja þeim afurðum sjálfur eða senda menn með þeim. Hvað varð úr þessu? Um vet- urnætur 1853 er Ásgeir á ísa- firði. Ljóst er að fyrstu árin sem Ásgeir verslar skiptir hann mikið við lausakaupmenn og telur að föstu kaupmennirnir líti verslun sína illu auga. Jafnvíst er hitt að hann dreym- ir þá um að geta leitað fyrir sér erlendis bæði um kaup og sölur. Jón Pór getur þess að í bréfi sem Ásgeir skrifar Jóni forseta frá ísafirði 17. janúar 1856 minnist hann á að talað hafi verið um félagsverslun. Jón virðist hafa vikið að því og Ásgeir mun vera í og með að svara því þegar hann segir: „Að taka sig saman við landsmenn hér með verslun er ég hræddur um að ekki sé auðvelt ennþá. Uppá það verð ég að segja yður lítilfjörlegt dæmi. Þeir inn við Djúpið vildu koma á í vor verslunarfé- lagi og vildu fá einn mann hér á Isafirði til að kaupa inn fyrir sig vörur af framandi þjóðum með sem bestu verði, og til þess völdu þeir mig og ég átti að öllu að ábyrgjast innkaup og borgun. Ég sagðist skyldi taka þetta að mér éf ég hefði fyrir ómark mitt 2 af hverjum hundrað sem innkeypt er og eins af því sem borgað er út, n.l. 40 alls af hverjum 1000 rd. sem verslunin yrði. Þetta vildu þeir ekki en dagskaup vildu þeir gefa mér þann daginn sem ég gerði fyrir þá fullt verk“. Ásgeiri hefur fundist að sínir gömlu sveitungar og grannar hefðu takmarkað vit á verslun og segist hafa sagt þeim að hann væri vanur að ætla sér fyrir ómak og tiikostnað 100 af hverjum 1000 og seldi þó ekki verr en aðrir. Þegar þetta um- tal varð hafði Ásgeir rekið fasta veslun í þrjú ár og virtist hylla undir að hann gæti farið að dvelja í Höfn á vetrum við verslun sína. Eflaust hefur honum þótt gott að vera sjálf- ráður um rekstur sinn og versl- un því að hann var skapmikill skörungur. En um þessar fé- lagshugmyndir frá vorinu 1855 segir hann: „Svo dó það í fæðingunni." í næsta bindi þessarar sögu verður rakin saga Ásgeirsversl- unar og endalok hennar. Þar er frá mörgu að segja enda enda þótt vera kunni að Isa- fjörður hafi aldrei gegnt meira hlutverki í þjóðarsögunni en á fyrri hluta 19. aldar og um miðbik hennar. í heild má segja að þetta fyrsta bindi af sögu ísafjarðar er vönduð bók að gerð og frágangi. Þar er komið flest það sem vitað er um sögu fjarðarins og ibúa hans fyrir 1866 og var þess lítil von að söguritari yki þar miklu við. Þó skal minnt á það sem fyrr er sagt um verslunarbækur frá fyrstu tugum 19. aldar. Það er ástæða til að sam- fagna ísfirðingum vegna þess hversu gengur og horfir að þeir eignist sögu byggðar sinnar á bók. Halldór Kristjánsson Þann 28. desember sl. lést af slysförum mágur minn Sigurvin Helgi Baldvinsson, er bíll hans fauk út af veginum í Gilsfirði í aftaka veðri. Var hann með konu sinni og tveimur börnum á leið í kaupfélagið til að versla fyrir áramótin. Sigurvin var sonur hjónanna Baldvins Sigurvinssonar og Ólaf- íu Magnúsdóttur. Mjög náin kynni komust á okkar á milli er ég kom í fyrsta sinn að Brekku. æskuheimilis Sigurvins og konu minnar, og hefur samband okk- ar síðan verið mjög náið og kært. Oft dáðist ég að því, hversu mikill dugnaðarforkur Sigurvin var, í öllum þeim störfum, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ávallt fljótur til að rétta hjálparhendi og skipti ekki máli, hvort beiðnin barst frá nánasta nágranna eða öðrum, sem lengra voru í burtu. Sigurvin stundaði ýmsa vinnu, bæði til lands og sjávar og kom fljótt í Ijós dugnaður hans við að koma sér áfram í lífinu. Fyrir um það bil áratug síðan fluttist Sigurvin að Miðhúsum í Strandasýslu og var þar um skeið með góðu fólki. Síðan flytur hann aftur heim til föður- húsa til að hjálpa föður sínum. sem þá var orðinn sjúkur. Eftir andlát hans árið 1982 keypti Sig- urvin jörð föður síns og hóf strax uppbyggingu á húsakosti jarðarinnar. Jafnframt hóf hann ræktun þess lands, sem ræktað varð. Framkvæmdasemi Sigur- vins, er hann hóf búskap á Brekku, sýnir vel þann mikla stórhug og dugnað, sem í hon- um bjó og þá trú, sem hann hafði á lífinu. Árið 1979 kvæntist Sigurvin eftirlifandi konu sinni, Hugrúnu Einarsdóttur og eignuðust þau tvær dætur, Sigríði sem nú er 5 ára og Ólafíu sem er 3 ára. Eins og fyrr getur var öll fjölskyldan saman í bílnum, þegar hinn hörmulegi atburður gerðist. Á þeirri örlagastundu sýndi Hug- rún þá miklu mannkosti, sem í henni búa. Með Guðs hjálp hélt hún fullri stillingu með þeim ár- angri, að henni tókst með frá- bæru hugrekki og einstökum dugnaði að bjarga börnum þcirra hjóna og sjálfri sér úr þeim háska, sem við þeim blasti. Lítil voru þægindin á Brekku, er Sigurvin hóf búskap þar með konu sinni, ekkert rafmagn og því ekkert þeirra heimilistækja, sem rafmagn gefur kost á. Ekki þótti Sigurvini sæmandi að bjóða fjölskyldu sinni slíkan að- búnað á tækniöld. Var því strax hafist handa og fékst Brekka tengd við veitukerfi Orkubúsins fyrri partinn í nóvembersl. Birti þá á heimili ungu hjónanna og var þá litið björtum augum á framtíðina. En enginn veit hve- nær Drottinn tekur í taumana og aldrei verður fengin skýring á því. hvers vegna hann kvaddi Sigurvin svo fljótt og snögglega til sín. En enginn fær forðast ör- lög sín og víst er um það, að hann er nú í góðum höndum og nýtur að eilífu Ijóssins, sem hann svo mjög kappkostaði að skapa sér og sínum. Eg og fjölskylda mín vottum Hugrúnu. dætrum hennar og foreldrum svo og eftirlifandi móður dýpstu samúð með ósk um bjarta framtíð. Helgi Guðmundsson Endurfœðast eigum við eins og líka blómin fríðu sem á Iwustin falla í friði og fá upp rísa í vorsins blíðu ÓSÓ í dag er til moldar borinn frá Garpsdalskirkju við Gilsfjörð vinur minn og mágur Sigurvin Baldvinsson bóndi á Gilsfjarð- arbrekku sem lést af slysförunr þann 28. desember sl. Örfá kveðjuorð megna aldrei mikils, en aðeins skulu tjáðar þakkir fyrir mæt kynni og ágæta vináttu alla tíð. Með Sigurvin er horfinn einn sá hugþekkasti drengur sem ég hef kynnst. Sigurvin fæddist á Gilsfjarðarbrekku 7. nóvember 1953, hann var sonur hjónanna Ólafíu Magnúsdóttur og Bald- vins Sigurvinssonar, áttu þau hjón sex börn og var Sigurvin næst yngstur þeirra. Systkinin á Brekku hófu snemma að aðstoða við heimilis- og bústörf eftir því sem stærð þeirra og styrkleiki leyfði, eins og títt var um börn fædd á þess- um árum. árum sern mörkuðu tímamót í íslenskum landbún- aði, vélar komu almennt til á bændabýlunt á þessum árunr, þé misfljótt eftir aðstæðum á hverj- um bæ. Þó systkinin á Brekku legðu snemma hönd á plóg til aðstoð- ar, gafst einnig ráðrúm til að fara í gáskafulla leiki á góðum dögum eins og barna er siður, eða setjast niður á hægum stað og velta fyrir sér heiminum. Ég veit að nú á þessum erfiðu dögum hafa komið upp í huga systkina hans endurminningar unr þá daga, minningar sem gott er að muna og minna á góðan dreng. Sigurvin dvelur á Brekku sín æsku og unglingsár og vann að búi foreldra sinna, en á árunum eftir 1970 stundar hann ýmis störf svo sem sjóróðra og fisk- vinnslu, einnig dvaldi hann um nokkurt skeið við landbúnað- arstörf í Strandasýslu. í Strandasýslu finnur Sigurvin lífsförunaut sinn Hugrúnu Ein- arsdóttur frá Hvítuhlíð við Bitrufjörð og gengu þau í hjóna- band þann 15. desember 1979. Saman byggðu þau heimili sitt af eljusemi og dugnaði og var sanr- band þeirra traust og einlægt alla tíð, þau áttu mjög margt sameiginlegt, svo sem búskap- aráhuga og þá sérstaklega sauð- fjárrækt og margt fleira sem ekki verður rakið hér en er þó mikilsvirði. HugrúnogSigurvin eignuðust tvær dætur. þær eru, Sigríður Magnea fædd 16. maí 1979 og Ólafía Guðrún fædd 1. mars 1981. Þær mæðgur hafa mikið misst og mega nú sjá á bak þeim manni sem ævinlega gaf svo mik- ið af sjálfum sér með þeirri ein- lægu elskusemi sem honum var eiginleg og auðkenndi allt hans dagfar. Megi allt gott verða þeim til styrktar í þeirra miklu sorg. Árið 1978 flyst Sigurvin aftur heim að Brekku ásamt Hugrúnu unnustu sinni og hefja þau þar búskap með foreldrum hans og búa í félagi við þau þar til að for- eldrar hans létu af búskap vegna veikinda Baldvins árið 1981, tóku þau þá alveg við jörðinni. Þó að búskapur Sigurvins og Hugrúnar á Brekku yrði ekki langur, þá er margt sem ber dugnaði þeirra merki, má þar m.a. nefna nýlega byggða hlöðu, stórt og reisulegt hús, hús sem ber hug eigendanna með sér. 1 nóvember í haust sem leið var lágt samveiturafmagn að Brekku, rættist þar stór draumur þeirra hjóna. Fundum tkkar Sigurvins bar fyrst saman sumarið 1970 er við Élínborg systir hans komum fyrst saman í heimsókn að Brekku. þá fljótlega urðum við vel málkunnugir og hittumst og spjölluðum all oft saman. Það er svo um haustið '76 sem Sigurvin kemur til okkar þeirra erinda að aðstoða mig við að ganga frá húsbyggingu fyrir veturinn. Þetta haust hófst einnig vinátta okkar, Sigurvin framlengdi dvöl sína hjá okkur þetta haust aftur og aftur, svo Ijúka mætti því verki sem unnið var að en ýmsar ástæður urðu til að tefja, svo sem válynd haustveður. Ég nefndi stundum við Sigur- vin að nú væri hann búinn að gera vel og ekki væri réttlætan- legt að binda hann yfir þessu lengur fram eftir hausti. Við skulum sjá, ætli okkur takist ekki að Ijúka þessu á næstu dögum, það munar ekki öllu fyrir mig sagði hann. Þetta tilsvar lýsti vel þeirri hjálpsemi sem var svo rík í hans fari. Sigurvin aðstoðaði okkur einnig mjög mikið á árunum '77 og '78, vinátta okkar var mikil þessi ár og reyndar æ síðan, þó þau skipti yrðu færri sem fund- um bar saman þar sem við stunduðum báðir sömu atvinnu- grein ög langur vegur var á milli okkar. Ég geymi áfram í huga mér mynd af þessum hugumprúöa drenglyndismanni. Mérkentur í hug ein lítil samverustund sem viðáttumsumarið '82. Viðstóð- um á grunni að hlöðu sem Sigur- vin var þá að byggja á Brekku, hlaðan stendur efst í hcimatún- inu og sér vel niður yfir túnið og til fjallahringsins um fjörðinn. Sigurvin sagði mér frá fyrir- ætlunum sínum um fram- kvæmdir á jörðinni og öðrum búskaparáformum, ræddum við það nokkra stund, ég mun hafa leitt talið að því hvort honum hefði ckki komið í hug að fá sér jarðnæði annarsstaðar þar sem túnræktun væri auðveldari og ef til vill öll þjónusta auðfengnari. Hann leit 'á mig, síðan leit hann niður yfir túnið, augun renndu yfir fjallahringinn um fjörðinn sem var í sumarbún- ingi, síðan sagði hann: Nei, ég held að ég vilji vera hér. Ég fann að hér hafði fleira verið vegið en túnstækkunarmögu- leikar og ýmis þægindi. Hér var ræktarsemi og hlýja hjartans til æskustöðvanna rneð í ákvarðanatöku hjá mínum góða vini. Ég sleit talinu, en nú vermir tilhugsunin um það að Sigurvin skyldi auðnast að dvelja á þess- um stað seni honum var svo kær. Fácin minningabrot hafa ver- ið fest á blað, hitt lifir í huga og hjarta mér, minningin um mætan og góðan vin er mér fjársjóður nú þegar ég kveð Sigurvin hinstu kveðju svo miklu fyrr en mér hafði nokkru sinni dottið í hug. Föstudaginn 28. des. sl. var örlagadagur í lífi fjölskyldu vin- ar míns, skroppið hafði verið bæjarleið en úr þeirri för átti Sigurvin ekki afturkvæmt. Óveður skall á án fyrirvara, stormurinn æddi milli vestfirsku fjallanna eins og hann gerir svo oft, kraftur hans er ógurlegur, hann hrcif litla bílinn með sér, hörmulegt slys var skeð. Telpurnar litlu og Hugrún sluppu að mestu ómeiddar frá þessum hildarleik, fyrir það skal almættinu þakkað. Hugrún sýndi á þessari reynslustund í lífinu mikinn hugarstyrk og þrautseigju. Hún bauð storminum birginn og barðist á móti honum til næsta bæjar að leita hjálpar, langa og stranga leið, þaö tókst guði sé lof, hún sigraði í þeirri lotu. Hugrún og telpunum litlu votta ég mína dýpstu samúð, og bið þeim guðs blessunar. 1 annað sinn á stuttum tíma gengur móðir Sigurvins mcð sínum nánustu síðasta spölinn, það eru þung spor. Ég sendi Ólafíu samúðarkveðju og bið guð að gefa henni styrk, svo og öllu hans fólki öðru. Við leiðarlok þakka ég Sigur- vin mæt kynni og vináttu, nú þegar hann hefur lagt í ferð yfir ntóðuna miklu. Þau kynni og sú vinátta verma og veita birtu á köldum, dimm- um vetrardögum þar sem minningin mæt merlar fram á veginn. Blessuð sé minning míns góða vinar Sigurvins Baldvinssonar. Ástþór Ágústsson Atburðir og samtíðarfólk ■ Fyrir nokkrum árum kom út minningabók Ottós Þorvalds- sonar frá Svalvogum. Hann var þá kominn hátt á áttræöisaldur og fór raunar lítt að sinna rit- störfum fyrr en í elli sinni þegar rýmra varð um tómstundir. Nú hcfur Ottó gcfiö út aðra bók sem liann nefnir Atburðir og samtíðarfólk. Þar segir liann nokkuð frá ýmsum sveitungum sínum í Þingeyrarhreppi. 1 formálsorðum segir liann að hann hafi hætt til fulls að stunda vinnu á Þorláksmessu 1982. Síð- an hafi liann tínt saman það efni sem fylli þetta smákver. „Vera má að ekki sé allt cfnið jafn merkilegt, en það kann að auka dráttum í myndina af fortíðinni og verða einhverjum til ánægju. Þá er ætíð ánægjulegt að rifja upp minningar um góða vini". Það er sérstak við þessa bók Ottós að meira en helmingur herinar er tækifærisvísur eftir Óttó og aðra. Sá skáldskapur er harla sundurleitur svo sem vænta má. Sumir hafa ömun á tækifærisljóðum cn auðvitað segir það ekki ncitt um eðli eða gildi skáldskapar hvort hann flokkast undir tækifærisljóð eða ekki. Annað mál er þaö aó með þcssu móti verður bók Ottós menningarsöguleg heimild. Það er ekkert vafamál að flestar þessar vísur hafa haft sitt gildi þegar þær urðu til. Það er raunar næstum undrunarvert hvað stakan á mikil ítök í fólki þrátt fyrir allt. Ýmsir meta það mikils að fá vísu. llvað sent menn vilja segja um skáld- skapargildið hafa þessi erindi gert sitt gagn til hressingar og upplyftingar og lífgað upp hversdagsleikann. Innst í dal og yst við nes ævi sína dvaldi. Þar sem oft og einatt blés úthafs svalinn kaldi. Hálfa öld við hafið stóð, heillaður kvöld og morgna. Gamall forna gekk um slóð, gömul minni orna. Þau gömlu minni hafa orðið til þess að bókin er til. H.Kr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.