NT - 12.01.1985, Síða 16

NT - 12.01.1985, Síða 16
Itl Laugardagur 12. janúar 1985 16 atvinna - atvinna Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar Óskast tif starfa sem fyrst. Fullt starf eða hlutastarf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 29133 milli kl. 8 og 16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12 Rafeindatækni Jarðeðlisfræðistofa Raunvísindastofnunar Há- skólans óskar að ráða mann nú þegar til tímabundins verkefnis við smíði, viðgerðir og viðhald jarðskjálftamæla. Umsækjendur hafi samband við Henry Johansen eða Pál Einarsson, Dunhaga 3, sími 21340 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Kennari/rafeindatækni Iðnskólann í Reykjavík vantar kennara til kennslu í rafeindatækni, bóklegri og verklegri (audio/videotækni og tölvubúnaður). Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið fram- haldsnámi í greininni, t.d. verkfræði, tækni- fræði eða iðnfræði. Upplýsingar í skrifstofu skólans í síma 26240 frá kl 9.00-15.00. Iðnskólinn í Reykjavík, sími 26240 Iðntæknistofnun Islands auglýsir lausar til umsóknar: Þrjár rannsóknastöður Leitað er eftir tveimur starfsmönnum með há- skólamenntun á sviði efnisfræði (material sci- ence), efnafræði (efnaverkfræði) eða skyldum greinum. Leitað er eftir einum örverufræðingi með þekk- ingu á tæknilegri örverufræði. Staða þessi er fyrst og fremst ætluð til rannsókna- og þróunarstarfa á sviði líftækni. Stöðurnar eru á Nýiðnaðardeild ITÍ, sem vinnur að hagnýtum rannsóknum. Markmið umræddra rannsókna er að þær leiði til nýjunga fyrir íslenskt atvinnulíf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í mars n.k. Umsóknarfrestur er til 15. febr. n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á Nýiðnaðardeild ITÍ, Keldnaholti í síma 68-7000. Hlutverk löntæknistofnunar er aö vinna að tækniþróun og aukinni framleiöni í íslenskum iðnaði meö því að veita einstökum greinum hans og iönfyrirtækjum sérhæföa þjón- ustu á sviöi tækni- og stjórnunarmála, og stuðla aö hagkvæmri nýtingu islenskra auölinda til iðnaðar. Félagsmálastofnun Kópavogs !*! íþróttavellir/ ^ vaktstjóri Félagsmálastofnun óskar að ráða vaktstjóra á íþróttavelli Kópavogs nú þegar. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1985. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á félagsmálastofnun Kópa- vogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri íþrótta- húsa og valla í síma 45417 eða tómstunda- og íþróttafulltrúi í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs atvinna - atvinna St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður Röntgenhjúkrunarfræðingur - röntgentæknir óskast sem fyrst við röntgendeild. Upplýsingar veitir deildarstjóri kl. 11:00-12:00 og 13:00-14:00 alla virka daga. Hjúkrunarfræðingar: svæfingadeild - bamadeild - lyflækningadeildir, l-A, ll-A - handlækninga- deildir, l-B, ll-B - gjörgæsludeild. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 frá kl. 11:00-12:00 og 13:00-14:00 alla virka daga. Starfsmenn við ræstingastörf, upplýsingar veitir ræstingastjóri kl. 11:00-12:00 og 13:00- 14:00 alla virka daga. Reykjavík9/1 1985 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra Fóstrur Búðarhreppur Fáskrúðsfirði auglýsir eftir forstöðukonu að leikskóla sveitarfélagsins. Kaup og kjör samkvæmt nánara samkomu- lagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Búðarhrepps, Skólaveg 53, Fáskrúðsfirði fyrir 15. febrúar. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 97- 5220. Fóstra Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða fóstru í fullt starf sem forstöðumann á Barna- dagheimili Siglufjarðar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Umsóknir sendist til Félagsmálaráðs Siglu- fjarðar, Gránugötu 24. Siglufirði, 7. jan. 1985 Bæjarstjórinn Siglufirði. 15 ára piltur óskar eftir vinnu í sveit er vanur sveitarstörfum. Meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Upplýsingar hjá Ingibjörgu í síma 41570 kl. 11-12 fyrir hádegi. þjónusta Plötur, 1, 2, 3, 4, 5,15-20 mm. Vinklar. 40x40, 50x50. Hurðir og P.V.C. gluggar. Flutningahús - læsingar, lamir. Sjólborð á vörubíla. Klippum niður plötur eftir óskum. MÁLMTÆKNI S/F, VAGNHÖFÐA 29 SÍMI 83045-83705. tilkynningar Innritun í almenna flokka í almennri deild er kennt einu sinni til tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Lauga- lækjarskóla, Breiðholtsskóla, Fellahelli, Gerðu- bergi og Árseli. Námskeiðsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. Eftirtaldar greinar eru í boði á vetrarönn 1985 (ef þátttaka leyfir): Tungumál: íslenska málfræði og stafsetning. íslenska fyrir útlendinga. Danska 1.-4. flokkur. Norska 1.-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Færeyska. Enska 1.-6. fl. Þýska 1.-4. fl. ítalska 1.-4. fl. (talskar bókmenntir. Spænska, 1.-6. fl. Spænskar bókmenntir. Spænska samtalsfl. Franska 1.-4. fl. Latína. Rússneska. Portúgalska. Esperantó. Kínverska. Verslunargreinar: Véiritun. Bókfærsla. Tölvunámskeið. Verklegar greinar: Sníðar og saumar. Barnafatasaumur. Sníðar. Myndmennt. Formskrift. Tauþrykk. Postulínsmál- un. Myndvefnaður. Hnýtingar. Bótasaumur. Nýjar greinar: Smíði. Bókband. Leikfimi: Kennd í Árseli og Fellahelli. Athugið að félög og hópar sem óska eftir kennslu í einhverri grein geta farið þess á leit að Námsflokkarnir haldi námskeið um efnið og verður það gert svo fremi að hægt sé. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla 15. og 16. jan. kl. 17.30-21. Kennslugjald greiðist við innrit- un. Innritun í prófadeild Til prófadeildar telst nám á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi: Aðfaranám, samsvarar 7. og 8. bekk grunnskóla. Fornám, samsvarar 9. bekk grunnskóla. Forskóli sjúkraliða eða heilsugæslubraut, undirbúningur fyrir Sjúkraliðaskóla íslands. Viðskiptabraut, framhaldsskólastig. Almennur menntakjarni, íslenska, danska, enska og stærðfræði á framhaldsskólastigi. Hagnýt verslunar- og skrifstofustörf, fram- haldsskólastig. Nám í prófadeild er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Laugalækj- arskóla. Skólagjöld greiðast mánaðarlega fyrirfram. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla 17. jan. kl. 17-21. Styrkir til háskólanáms í Austurríki og Grikklandi Austurrísk stjórnvöld bjóöa fram í löndum sem aðild eiga aö Evrópuráöinu nokkra styrki til háskólanáms í Austurríki háskólaáriö 1985-86. Einnig bjóöa grísk stjórnvöld fram fimm styrki í sömu löndum til háskólanáms í Grikklandi fyrrgreint háskólaár. - Styrkir þessir eru ætlaöir til framhaldsnáms eöa rannsóknastarfa aö loknu háskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Umsóknum skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sem jafnframt lætur í té tilskilin umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið 9. janúar 1985.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.