NT - 12.01.1985, Blaðsíða 7

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 7
Vettvangur ■ Sigurvegarar í milliþungavigt í júdó á verðlaunapalli á Olympíuleikunum í Los Angeles. Bjarni Friðriksson er annar frá hægri. eignað sér hlutdeild í heiðrin- um. Einmitt þetta skapar honum afskaplega mikla sérstöðu á meðal allra íslenskra íþrótta- manna í heilan aldarfjórðung. Pó ekki væri nema af hrein- um þjóðernisástæðum hefði til skamms tíma verið útilokað að taka atvinnumann í íþróttum fram yfir Oíympíuverðlauna- hafa í kjöri um íþróttamann ársins á Islandi. Nú hefur þetta breyst. Einn íþróttafréttáritari af sex setti Ólympíumanninn meira að segja í þriðja sæti. Hefðu silfurverðlaun nægt? Þegar ég heyrði niðurstöður úr kjöri íþróttamanns ársins varð ég mjög undrandi. Annað hafði ekki hvarflað að mér en að verðlaunahaíi á Ólympíu- leikum væri hér á landi sjálf- kjörinn til þessa titils. Ekki síst þegar tillit er tekið til þess að íþróttafréttaritarar fylgdust mjög náið með nokkr- um öðrum íslenskum kepp- endum á leikunum og gylltu vonir þeirra fyrir lesendum sínum. Þeir kepptu reyndar í „vinsælli" íþróttagreinum og því meira í „sviðsljósinu.11 í huga mínum vaknaði spurning: Hversu stórfenglegt afrek þarf íþróttamaður í af- skiptri íþróttagrein að vinna til þess að standa jafnfætis þeim köppum, sem eru næstum því daglega í sviðsljósinu. Hefði Bjarna Friðrikssyni nægt að vinna silfurverðlaun eins og Vilhjálmur Einarsson gerði? Sennilega ekki! Þrátt fyrir bronsverðlaunin.sá sjötti hluti fréttamannanna ekki ástæðu til að setja hann hærra á lista en í þriðja sæti. Niðurstaða ntín var sú að til þess að Bjarni hefði átt titilinn íþróttamaður ársins á íslandi vísan hefði hann þurft að vinna til gullverðlauna-verða bestur í lieimi! Ég hygg að flestallir áhuga- ntenn um íþróttir hljóti að telja hæfni þess íþróttafrétta- ritara, sem setti Ólympíuverð- launahafann í þriðja sæti vafa- sama svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ef hann kýs að fela sig á bak við félaga sína og gerir ekki grein fyrir rökum sínum fyrir kjörinu ætti hann vissu- lega að leita sér annars starfa. Undirritaður skorar á hann að útskýra sjónarmið sín hér í þessu blaði. Stefán Ingólfsson verkfræðingur Þegar Bjarni Friðriksson vann til brons- verðiauna sinna í sumar keppti hann undir íslenska fánanum. Hann var fulltrúi ís- lensku þjóðarinnar, sem hafði styrkt hann til fararinnar. Ég hygg að flestir Islending- ar hafi litið á þetta afrek, sem sigur íslands og eignað sér hlutdeild í heiðrin- um. ■ Mikligarður: Svo bregðast krosstré sem önnur tré. ■ Eykon; bjargvætturinn? upp risi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu öflug samvinnuversl- un - til verðugrar samkeppni við kaupmannaveldið - verður tæpast annað ætlað en að miklar og vaxandi raunir hafi sótt að KRON-forystunni á undan- förnum mánuðum. Þeir hafa mátt horfa upp á tugþúsundir Reykvíkinga (vonandi þó ekki úr hópi hugsjónatrúrra KRON-ara) streyma í dóttur- fyrirtæki sitt - Miklagarð - sem Sambandið hálf neyddi þá til að standa að. Með ráðningu fyrrverandi alþingisframbjóð- anda Sjálfstæðisflokksins í stöðu „kaupfélagsstjóra" hafa þeir væntanlega talið sig trygga. En svo bregðast krosstré sem önnur, segir þar. „íhaldskaupfélagsstjórinn“ í dótturfyrirtækinu sveikst undan merkjum og er nú á örskömm- um tíma orðinn helsti skelfir kaupmannaveldis Reykjavík- ur frá því sögur (KRON) hófust. (Leiðir það hugann að því hvað KRON væri nú ef annað eins „óhapp“ hefði hent við ráðningu kaupfélagsstjóra KRON fyrir 4-5 áratugum.) Eykon kannski helsta vonin? Við þessum stóra vanda hlýtur KRON-forystan að bregðast af alefli, ef að líkum lætur - enda hin fornu mark- mið í hættu. Sýnist vart annað vænna en að leita nú stuðnings hinna tryggustu „hugsjóna- bræðra". Gæti það hugsast að þeir Eyjólfur Konráð, Guð- mundur H. Garðarsson og fleiri skoðanabræður þeirra yrðu nú helstu vonarpeningar KRON í aðsteðjandi þrenging- um? Hugsjónin lifi! HEI Laugardagur 12. janúar 1985 7 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 300 kr. •Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju ' Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson — Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. f Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blabaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Landsvirkjun gæti aðhalds ■ Raforkuverð á íslandi er hátt. Hærra en í flestum öðrum löndum Evrópu. Almenningur á íslandi greiðir þrefalt meira fyrir rafmagnið en sænskur almenningur. Þó koma 40% af framleiðslu Svía frá kjarnorkuverum. Óll okkar úr vatnsorkuverum. Framleiðslukostnaður á rafmagni er reyndar lítill hér á landi, en fjárfestingakostnaður mikill. Landið er stórt, þjóðin fámenn. Dreyfikerfi því dýrt. Það höfum við byggt upp á undanförnum tveimur áratugum ásamt flestum okkar virkjunum. Til þessa hefur verið varið gífurlegu fjármagni. Megnið af því hefur verið tekið að láni erlendis frá. Nú eru erlendar skuldir íslendinga vegna framkvæmda á vegum Landsvirkjunar 16,4 milljarðar, eða röskur þriðjung- ur af erlendum skuldum þjóðarinnar. í greinargerð, sem Finnbogi Jónsson varamaður í stjórn Landsvirkjunar hefur gert, kemst hann að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi á undanförnum árum fjárfest í orkuöflun langt umfram raunverulega markaðsþörf. Þetta hafi leitt til þess að Landsvirkjun hafi tekið erlend lán í stórum stíl til framkvæmda, sem engan þjóðhagslegan arð hefa gefið. Finnbogi bendir á að umframorkugeta Landssvirkjunar árið 1983 hafi verið 700-750 Gwst. en það samsvari um 55% af orkuþörf Landsvirkjunar vegna almenningsveitna. Fjár- festingakostnaður vegna umframorkunnar nemi 4 til 4Vi milljarði króna á núverandi gengi. Þessi fjárhæð svari til 10% af erlendum skuldum þjóðarinnar. Vaxtakostnaður einn vegna umframorkugetunnar valdi 40% álagi á orkuverð til almenningsveitna. Þá gagnrýnir Finnbogi það að Landsvirkjun skuli telja nauðsynlegt að geta í öryggisskyni gengið að 250 Gwst.umfra- morku. Með því að binda varaorkuna við 90 Gwst. mætti spara a.m.k. einn milljarð í fjárfestingu í nýjum virkjunum. Landsvirkjun bendir hinsvegar á að það geti verið dýrkeypt að hafa ekki næga umframorku. M.a. er bent á að á árunum 1979-1981 hafi vegna orkuskorts orðið að draga úr rafmagnssölu til málmblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Það hafi kostað stórfé í útlagðar skaðabætur. Það má segja að það sé óréttmætt hjá Finnboga að miða við árið 1983. Þá hafi umframorkugeta Landsvirkjunar verið óvenjumikil vegna þess að þá var síðasti hluti Hrauneyjar- fossvirkjunar tekinn í notkun. Tröppugangur í umframorku sé óhjákvæmilegur því að mjög litlar virkjanir sem aðeins svari til vaxandi þarfar séu óhagkvæmar. Margar af ábendingum Finnboga eru þarfar. Þó er of mikil áróðurslykt af skýrslunni í heild. Hún er greinilega samin fyrir fátæklegt vopnabúr Alþýðubandalagsins. T.d. miðar Finnbogi allar prósentutölur við rafmagn til almennings- veitna en ekki við allt rafmagn sem Landsvirkjun selur, eins og eðlilegt hefði verið. Uppbygging stóriðju hefur ekki orðið jafn hröð og menn reiknuðu með á áttunda áratugnum. Á síðustu árum hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um ný stóriðjuver. Því er ljóst að Landsvirkjun verður að draga verulega saman seglin í öllum virkjunaráformum. Hægja verður verulega á fram- kvæmdum við Blöndu. Við höfum ekkert að gera með orku þaðan á allra næstu árum, ef orkufrekur iðnaður kemur ekki til. í nóvember s.l. var samþykkt sú tillaga frá Kristjáni Benediktssyni í stjórn Landsvirkjunar að framkvæmda- áætlun fyrir árið 1985 yrði tekin til endurskoðunar með það markmið í huga að minnka hana verulega. Þetta leiddi til verulegs niðurskurðar og þar með minni erlendra skulda. Ástæðan var sú að orkunotkun jókst ekki á liðnu ári, eins og ráð var fyrir gert, og engir samningar liggja nú fyrir um stóriðju. Enn er fyrirhuguð erlend lántaka vegna framkvæmda á þessu ári, 1200 milljónir, en í athugun er að fresta framkvæmdum við Kvíslárveitu og Þórisvatn, sem áformaðar voru á þessu ári. Slík frestun gæti sparað 2-300 milljónir í erlendum lántökum. Eðlilegt er að þessum framkvæmdum verði frestað.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.