NT - 12.01.1985, Blaðsíða 24

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU t»Á í SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 % ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Af rusli í henni Reykjavík: Er móðir jörð öll í rusli? ■ Afrakslur af fjórðungi úr fermetra, svæði sem var 50 sinnum 50 sentimetrar á stærð og hreint ekki verra en víða annars staðar ■ 20 sígarettustubbar, 12 glerbrot, 2 ölflöskutappar og 3 papptrssneplar. Allt á fjórðungi úr fermetra á grasbletti við Hallarmúlann. Og svipað er ástandið víða eða víðast hvar í borginni nú þegar grasið hefur afklæðst snjónum. Hvolft er úr öskubökkum út um bílrúðu og logandi sígarettustubbar lát- inn fljúga út, væntanlega til þess að öskubakkinn fyllist síöur. Semsagt sóðaskapur. < „Við náuni aldrei árangri í þessu nema hinn almenni borg- ari sinni þessu sjálfur," sagði Pétur Hannesson deildarstjóri Hrcinsunardeildar borgarinn- ar í samtali við NT um rusla- hreinsun. „Við gatnahreinsun- ina starfa 30 manns en það er hvergi nóg til að sinna öllu. En með áróðri hcfst það sntám santan að telja borgarann á að það er honum sjálfum,- og öllum, í hag að ganga vel unt. Allt kostar þetta peninga," sagði Pétur ennfremur. 20 mill- jónum var varið til gatna- hreinsunar í Reykjavík 1984 og sagði Pétur aö fjórðung mætti rekja beinlínis til þess að fólk gengur ekki nógu vel um. Þessi upphæð dugar hvergi til og hefur ekki reynst unnt að sinna ruslatínslu af torgum og umferðareyjum nema í mið- bænum. Annarsstaðar verður vclsópun að duga og þá ein- tingis á götunum sjálfum og rennusteinum. Rusliðbíðursíns tíma, sumt fýkur yfir á götuna, annað sér um að halda leiðinda- svip á bænum nokkra hríð en hverfur svo ofan í jarðvcginn. Hætt er þó við að stærri hlutir svo sem hljóðkútar hverfi seint ofan í móður jörð, svona af sjálfusér. Henni þykirsjálfsagt nóg samt. Einn stærsti ruslavandinn er að sögn Péturs tengdur sjoppum, verslunum og pylsu- sölum. Sagði hann mjög mis- munandi hversu vel menn ræktu að liafa ruslafötur viö slíka staði eða sinna hreinsun á sinni lóð. Öðru hvoru kenutr til þess að hreinsunardeildin verður að kæra sóðaskap slíkra staða til heilbrigðiscftirlitsins en þau tilfelli eru ekki mörg á ári hverju. ■ Karakterleysi, hefði einhverntíma verið valið sem rétta orðið yfir gerðir eins og þessa. Á hverri bensínstöð er hægt að fá snyrtilega plastpoka til þess; að henda rusli í. ' NT.mvnd; Stcrrir „Það er víða sóðaskapur, til ' dæmis þegar ég fer til minnar vinnu þá eru víða á bílaplaninu þar heilu hrúgurnar af síga- rettustubbum þar sem hefur bár a" vériö hvoltt ur öskubök k- um beint á planið. Eins er fok á allskyns plasti og einnota ílát- unt hvimleitt. En samt held ég að almenn umgengni hafi frek- ar batnað, bara núna á síðast- liðnum árurn," sagði Pétur Hannesson. Umræddar myndir tók Sverrir Vilhelmsson Ijósmynd- ari NT á tveimur stöðum í bænum, völdum af handahófi. En það er hægt að bera niður nánast hvar sem er í nágrenni söluturns eða þar sem margir fara um. Rusladallar á ljósa- staurum í borginni eru um 300 talsins en virðist ekki duga til. Enda henda sóðarnir öllu á götuna þó svo að völ sé á þrifalegri leiðum. Semsagt, hrein borg, fögur borg. Og hvernig haga þessir borgarbúar sér svo þegar þeir eru komnir út í guðsgræna náttúruna austur fyrir Elliða- ár? ■ SÓÐAR: Þetta er afrakstur- inn af litlum skika á umferðar- eyju á mótum Dalbrautar og Kleppsvegar, rétt hjó verslunar- samstæðu. Ekki svo að skilja að íbúar í Laugamesinu séu neitt verri en aðrir. En verslunareig- endur þarna eru með þeim verri. Á planinu þar við var mikið rusl og hvergi að sjá nokkra ruslafötu. En við tókum okkar sýni á graseyju á miðri Dalbrautinni alveg við gatnamótin. Eyjan er tæpra þríggja metra breið og sýnið tínt á sjö lengdarmetrum. Og þarna var: Eitt Half and half tóbaksbréf, tvær kókómjólk- urfernur og ein trópíappelsínu- safaferna, eldspýtustokkur í butum, einnota plastbakki undan hamborgara, tvö Wrigleys tyggjóbréf, flmm sígarettupakk- ar, Mónu-marsipan súkkulaðib- réf, Malta súkkulaðikexbréf, þrjú pylsubréf, bútur af Nizza umbúð- um, tveir öltappar, eriendar kara melluumbúðir, sleiki- brjóstsykursumbúðir, frost- pinnabréf frá Kjörís, þrír opal- pakkar, þrjú önnur súkkulaði- bréf undan Snickers, Sport og Nizza, nokkur óauðkennd bréf, pilluumbúðir og Fizzy gospillu- bréf. Og þá eru ótaldir allir sígrarettustubbarnir og glerbrot- in á sama svæði sem langan tíma hefði tekið að tína. HEYRIÐI ÞAÐ SÓÐAR. NT-mvndir Ámi Bjama 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.