NT - 12.01.1985, Blaðsíða 2

NT - 12.01.1985, Blaðsíða 2
tu- Mikill kraftur í byggingu Steinullarverksmiðjunnar: Fyrstu 12 starfsmenn irnir þegar ráðnir Frá frcitaritara NT í SkagaFirði Ö.l'.: ■ Um 30-35 manns vinna nú af fullum krafti við byggingu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki þessa dagana á vegum aðalverktakanna Óstak sf. og Stálafl s f. Fyrstu 12 starfsmenn verksmiðjunnar hafa nú verið ráðnir og heldur helmingur þeirra til Finnlands nú í vikunni þar sem þeir munu kynna sér vinnubrögð og starfs- aðferðir í svipaðri verksmiðju þar í landi. Aætlað er að þeir verði ytra í 2 vikur. Þessir 12 starfsmenn munu síðan allir hefja störf hjá Steinullarverk- smiðjunni þann 1. mars n.k., en þá verður byrjað að koma fyrir vélum og tækjabúnaði verk- smiðjunnar. - Áætlanir um byggingar- hraða hafa staðist nokkurn veginn. Við erum þó dálítið á eftir áætlun m.a. vegna verk- fallsins í haust, en vonumst til að tilraunavinnsla geti hafist um mánaðamótin júlí/ágúst í sumar, sögðu Þorsteinn Þor- steinsson, framkvæmdastjóri og Bragi Þór Haraldsson fulltrúi verkkaupa. Vélbúnaður verksmiðjunnar er væntanlegur til Sauðárkróks nú um 20. janúar. Allar aðalvél- ar koma frá Finnlandi, en raf- bræðsluofn frá Noregi og pökkunarvélar frá Þýskalandi. Einnig verður nokkuð af tækja- búnaði smíðað hér heima. Þessa dagana er unnið við að hlaða utan þann hluta hússins sem reistur er úr stálgrind og timbri og gengur það mjög vel í góða veðrinu sem verið hefur hér undanfarið. Það er Óstak sf. - samvinnufélag 3 bygg- ingafyrirtækja á Króknum - sem sér um þann þátt byggingarinn- ar. Þeir sáu einnig um allan uppslátt og steypuvinnu sem lauk í október s.l. 12. janúar 1985 2 Stálafll sf. vinnur nú að útboðs- þætti 3 sem er smíði að reis- ing á burðarbitum úr stáli og smíði á milligólfi í verksmiðju- húsi. Um miðjan janúar verður boðin út vinna við allar lagnir í Nýja verksmiðjan í byggingu. NT mynd Örn. verksmiðjuna, þ.e. hita- og kaldavatnslögn, rafmagn og loft- ræstilagnir. Þess má geta að gólfflötur Steinullarverksmiðj- unnar er 3.100 fermetrar. Starfsmenn verða um 30 þegar verksmiðjan kemst í fullan gang. Forstjórar Landsvirkjunar svara Finnboga Jónssyni: Umframorka er óhjákvæmileg Finnbogi víttur á stjórnarfundi sl. fimmtudag ■ Stjórn Landsvirkjunar sam- þykkti vítur á Finnboga Jónsson, varamann Ólafs Ragn- ars Grímssonar í stjórninni, á fundi sínum í fyrradag, vegna vinnubragða hans er hann kom á framfæri við fjölmiðla greinar- gerð um umframorkugetu Landsvirkjunar og framkvæmda- áætlun 1985, sem sagt var frá í NT í gær. í athugasemd’Halldórs Jóna- tanssonar forstjóra og Jóhanns Más Maríussonar aðstoðarfor- stjóra við greinargerð Finnboga segir, að í henni komi fram ýmsar rangar og villandi stað- hæfingar um að fjárfestingar Landsvirkjunar í virkjanafram- kvæmdum hafi á undanförnum árum valdið hærra raforkuverði til almennings en ella. Forstjórarnir segja , að ef sú staðhæfing Finnboga, að Lands- virkjun hafi fjárfest um of í orkuöflunarfyrirtækjum, sern nemi 4-4.5 milljörðum króna, væri rétt, fæli hún í sér, að sú krafa væri gerð til Landsvirkj- unar, að hún virkjaði í það smáum einingum á hverjum tíma, að orkuframboð og eftir- spurn væru ávallt jöfn frá ári til árs. Slíkt sé hins vegar hvorki framkvæmanlegt né arðvæn- legt. Umframorka sé óhjá- kvæmilega í orkukerfinu fyrstu árin eftir að nýjar virkjanir eru teknar í notkun, ef eingöngu er virkjað fyrir hinn almenna markað. Síðan segir í athuga- semdinni: „Það er því gjörsam- lega út í hött að staðhæfa eins og gert er í umræddri greinar- gerð, að orkuverð til almenn- ingsveitna sé, nú á fyrstu árum Hrauneyjarfossvirkjunar, 50% of hátt vegna umframgetu í kerfinu.“ Þá segir, að Hrauneyjarfoss- virkjun hafi örugglega ekki ver- ið fyrr á ferðinni en tímabært var, eins og orkuskorturinn á árunum 1979-81 beri glöggtvitni um. Umframgeta orkukerfisins með Hrauneyjarfossvirkjun hefði orðið um 700 GWst, í samræmi við áætlanir. í greinargerð sinni deilir Finnbogi Jónsson á þá öryggis- kröfu Landsvirkjunar, að ætíð skuli vera tiltækar 250 GWst á ári í orkuöflunarkerfinu um- fram það, sem orkuspá gerir ráð fyrir. Um þetta segir í athuga- semd forstjóra Landsvirkjunar: „Þessi öryggisráðstöfun var ákveðin þegar sýnt þótti, svo sem í orkuskortinum 1979-81, að forsendur í orkugetuútreikn- ingum væru ekki eins traustar og áður hafði verið talið. Við þessa ákvörðun var m.a. höfð hliðsjón af hliðstæðum öryggis- kröfum, sem gilda á Nýja-Sjá- landi, þar sem aðstæður eru um margt svipaðar og hér. Jafn- framt var ákveðið að fram- kvæma ítarlega rannsókn á ör- yggiskröfunum og skipuðu Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkustofnun sam- eiginlega nefnd sérfræðinga í því skyni.“ Forstjórar Landsvirkjunar segja í athugasemd sinni, að vegna verulega minni aukningar í orkueftirspurn hins almenna markaðar, sem gert er ráð fyrir í nýrri orkuspá, sem nú er í vinnslu, og með tilliti til ríkjandi óvissu um aukningu orkufreks iðnaðar, hafi stjórn Landsvirkj- unar samþykkt á fundi í des- ember að leitast við að skera niður framkvæmda- og rann- sóknaráætlun fyrirtækisins fyrir árið 1985 um 200 milljónir króna. Einnig segja þeir, að í gangi sé endurskoðun á fram- kvæmda- og rannsóknaáætlun ársins 1985 að fengnum frekari upplýsingum um endurskoðun orkuspár og mat á öryggis- kröfum. Eráætlaðaðniðurstöð- ur endurskoðunarinnar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Starfsmenn Landsvirkjunar eru einnig byrjaðir að vinna að greinargerð til stjórnarinnar, þar sem greinargerð Finnboga Jónssonar verður svarað lið fyrir lið. Svín í frakka ■ Þessi er að vísu ekki alveg nýr, því hann gat að lesa í skandinavískum blöðurn fyrir fáeinum árum og fylgdi þá sögunni að sannari orð hefðu ekki verið töluð. Fjórir Norðmenn brugðu sér yfir landamærin til Svíþjóðar til að kaupa sér svínakjöt sem er mun ódýrari þar. Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að ekki var heimilt að taka með sér nema fimm kg á mann af þessari munaðarvöru. Norð- mennirnir fjórir keyptu þó samtals 25 kíló eða einum skammti of mikið og bætlu auk þess á sig einum skrokk í heilu lagi. Svínsskrokkinn klæddu þeir í hatt og frakka og létu hattinn slúta vel. Síðan komu þeir svíninu, þannig búnu, fyrir milli þeirra tveggja sem sátu í aftursætinu. Þegar til landamæranna kom og tollverðir hugðust ræða við miðfarþegann í aftursætinu, sögðu Norðmennirnir hann sofa - þetta væri fullur Svíi. Það fylgir sögunni að toll- verðirnir hafi ekki gert athuga- semdir. Hitaveitan sem kom og fór ■ Draumar utfí nýtt orkuver -Hitaveitu Keílavíkur-vökn- uðu meðal yfirvalda í Keflavík í fyrra þegar uppgötvaðist að vatnið í einni kaldavatnshol- unni þeirra hitnaði stöðugt og var komjð upp í 40 stiga hita þegar leið á sumarið. Áður en tekist hafði að ráða hitaveitu- ■Svona Haukur minn, þú getur þinglóðsað í Firðinum! Lögga í Vídeóheiminum: Tók nærri 200 spólur Kærur frá rétthöfum ■ Að kröfu Saintaka rétthafa myndbanda hefur lögregla lagt hald á myndbönd á tveimur myndbandaleigum á höfuðborg- arsvæðinu sem talið er að séu í leigu án leyfa frá rétthöfum. Rannsóknarlögreglan fór í Vídeóheiminn við Tryggvagötu á miðvikudag og tók þar liátt á annað hundrað spólur. Sama dag fór Hafnarfjarðarlögreglan á stúfana og tók 10 spólur í leigu þar í bæ. Fjöldi kæra hefur borist frá rétthöfum myndbanda á hendur Vídeóheiminum vegna spóla sem þar eru leigðar. Að sögn Arnar Guðmunds- sonar hjá RLR voru spólurnar þar gerðar upptækar í kjölfar þessa og varð að loka leigunni þar í rúma fjóra tíma meðan rannsókn fór fram þar inni. Sagði Arnar að ekki væri á döfinni að fara í fleiri leigur en samstarf er meðal rétthafa og lögreglan þannig að þeir fyrr- nefndu senda inn kærur í því magni að lögreglan komist yfir að anna þeim. Kvaðst Arnar vona að þetta yrði öðrum víti til varnaðar. í Hafnarfirði kærði lög- fræðingur Samtaka rétthafa um myndbönd eina leigu þar og var hann með í för þegar hald var lagt á spólurnar. stjóra við hið unga orkuvertók stjóra varþví frestað. Þaðkom leiðinguin, ogviðslíkum uppá- CqáA ■ 1/eðrið hitastig vatnsins að lækka á síðar í ljós að biluð dæla hafði tækjum þykir vænlegast að nýjan leik og komst loks niður með stöðugum núningi verið endurnýja dælubúnað í hol- ■ Spádómsgáfan hefur löng- á kaldavatnsplanið á ný með að smáhita kyrrstætt vatn í uPnj' hitaveituævintýrið uni verið íslendingum í blóð haustinu. Ráðningu hitaveitu- holunni með fyrrgreindum af- sýnist þar með úti. ^ borin og núna á þessum síðustu og verstu tímum virðist hún eiga sitt eindurreisnarskeið. Hver seiðskrattinn á fætur öðrum veður uppi á síðum viku- og dagblaða og hneggjar og frísar spádómum um kom- andi ár í allar áttir. Sjaldan rætist þó mikið af þessu pípi. Engin spákelling hefur verið dregin uppúr hlandfor hér á NT til að spá í þjóðarspörðin og því þykir dropateljara til- hlýðilegt að bjarga málinu fyrir horn. (Við verðum að vera sporty eins og það heitir og vera með). Tekið er trausta- taki gullkorn úr spá himin- tunglahnýsis Víkurblaðsins á Húsavík. Eitt umræðuefni tæmist aldrei á klakanum og það er veðrið. Við grípum niður í spána þar sem talað er um það. „Veðurfar: Veðursæld mikil mun einkenna allt árið hér Norðanlands. Því miður verður ástandið ekki eins gott á Suður- og Vesturlandi, þar verður votviðrasamt og kalt. Sennilega helst hann þó þurr 19. júlí og aftur 22. ágúst.“ Af þessu er ljóst að ferða- skrifstofur geta farið að plana sólarlandaferðir norður í land en við Sunnlendinga er bara eitt að segja: Gleðilegt sumar! (og munið eftir að krossa við .þessa tvo daga).

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.