NT - 15.01.1985, Blaðsíða 1

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 1
Skelfiskdeilan á Bíldudal: Bátaeigendur koma suður til viðræðna ■ Fulltrúar skelfiskbáta- eigenda og sjómanna á Bíidudal koma til Reykja- víkur í dag til þess að reyna. að fínna lausn á deilu þeirra við skelfiskvinnsl- una Ræjuver, sem kaupir afla þeirra fyrir vestan. Deilan varð til þess, að 8 bátar fóru ekki á sjó í gær, og þeir fara hcldur ekki út í dag. Framkvæmdastjóri Rækjuvers hefur lagt til, að deilan verði lögð í gerð- ardóm, en í gærkvöldi var ekki að heyra á fuiltrúa bátaeigenda, að þeir myndu fallast á það. Bátaeigendur og sjó- menn telja sig hafa verið hlunnfarna í haust. þegar niatsmaðurtók þátt í verk- falli opinherra starfs- manna. Telja sjómenn. að of mikið af liörpudiski, sem landað var í vcrkfa.ll- inu.hafi verið metið sem úrkast af starfsmönnum Rækjuvers. Framkvænida- stjóri Rækjuverssegir hins vegar, að aflinn hafi verið metinn samkvæmt sam- komulagi við formann smá- bátaeigenda á Bíldudal, og hann hafi engar kröfur fengið frá bátaeigendum. Vinnsla afla, sem barst á land fyrir helgi, lýkur í dag. I Rækjuvcri vinna 15-20 manns. ■ Brotist var inn í mynd- - bandaleigu í Garðabæ aðfara- nótt laugardags og þaðan stolið einu myndbandatæki og nokkr- um spólum. Skemmdarverk á leigunni voru minniháttar. Mál- ið er óupplýst. ■ Brotist var inn í tvo bíla um helgina og þaðan stolið útvarps- tækjum og hátölurum. Annar bílanna stóð við Hallveigarstíg en Itinn í Krummahólum í Breiðholtinu. Bæði málin eru óupplýst. Svindlað á lögskráningu: Skráðir í skipsrúm en fóru aldrei túr með bátunum! Réttindamissir vofir yfir skipstjórunum ■ Skipstjórar sex fiskiskipa á Stykkishólmi og Patreksfirði munu samkvæmt heimildum NT hafa farið á haf út með réttindalausa yfirmenn meðan aðrir sem réttindin höfðu voru skráðir hjá lögskráningarmanni í plássin en stunduðu síðan sína vinnu í landi. Farmanna og fiskimannasambandið hyggst kæra skipstjóra á viðkomandi skipum og eiga þeir yfir höfði sér að missa skipstjórnarrétt- indi. „Það er rétt að þetta hefur gerst.” sagði Guðni Stefánsson lögskráningarmaður í Stykkis- hólmi í samtali við NT. „Það er alltaf hægt að skrökva og fara í kringum mann." Vegna brcytinga á fyrirkomu- lagi undanþága til vélstjóra, skipstjóra og stýrimanna höfðu undanþágur fimm réttinda- lausra vélstjóra á þrcmur skip- um í Stykkishólmi ekki borist þegar skipin ætluðu til veiða á nýárinu. Skipstjórar gripu þá til þeirra ráða að fá hcimamenn, sem vinna í landi og hafa rétt- indi, til þcss að skrá sig í skipsrúm. Undanþágur bárust svo að sunnan í öllurn tilvikum fáeinum dögum sfðar og var skráningin þá leiðrétt. Sama var uppi á teningnum á Patrcksfirði en þar hefur blaðið hcimild fyrir undanþágulausum skipstjóra og véistjóra. Við stoppum ekki skipið fyrir einhverja menn fyrir sunnan, sagði útgcrðarmaður eins þess- ara skipa þegar NT ræddi við liann. Margeir sigraði ■ í 9. uniferðinni á svæða- mótinu vann Margeir Péturs- son Moen, en hinir íslend- ingamir gerðu jafntcfli, Hclgi við Westerinen og Jóhann Hjartarson við Schússler. Önnur úrslit urðu þau að Bent Larsen vann Osten- stadt, Agdcstein vann Curt Hansen og Yrjölá vann Ernst. Nú þcgur tvær umferðir eru eftir eru Lttrscn og Agde- stein efstir með 6 vinninga, þá koma Margeir og Schús- sler með 51/2 vinning. I 5.-7. sæti eru Helgi, Jóhann og Ostenstadt, allir með 5 vinn- inga. Ernst er í 8. sæti með 41/2 vinning. Westerinen og Curt Hanscn eru í 9.-10. sæti með 4 vinninga. Yrjölá er í 11. sæti með 3 vinninga og lestina rekur Mocn með 1/2 vinning. 1(). umferð vcrður tefld í dag og þá tcflir Helgi meö svörtu við Larsen, Margeir með svörtu við Schússler og Jóhann meðsvart gegn Wcst- erinen. Allir hafa þcir sem sagt svart og kannske fara nú hjólin að snúast. Þingflokksfundir i stjórnarflokkunum í gær: Ekki minnst á stjórnarslit! ■ 14 kílómetrar og 533 metrar var vegalengdin sem 25 sundmenn á öllum aldri syntu á 2 klst. og 16 mín í vindsængaboðsundi FRl-klúbbsins á sunnudaginn. Ungur sundmaður, Ingólfur Gissurarson, rcyndist sprettharðastur þátttakenda. Hann synti 662Á m á 38.42 sek. og hlaut að launum Útsýnarferð. NT-mynd: Svirrir. ■ Almennar stjórnmála- umræður urðu á þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Rædd voru viðhorlln til stjórnarinnar og deilur þær sem uppi hafa veriö um ráð- herrastóla. Framsóknarmenn funduðu cinnig og ræddu frumvarp til stjórnkerfisbreyt- inga og efnahagsmál. Sjálfstæðismenn sem NT ræddi við sögðu ckkert hafa verið rætt um stjórnkcrfis- hreytingar og lítið um efna- hagsmál. Átti uppstokkun ríkisstjórnar og ráðhcrrastólar hug manna allan. Einn sagðist hafa þaö á tilfinningunni að ekki yrðu breytingar á stjórn- inni íbráðogekkert varminnst á stjórnarslit! Framsóknarmenn telja að ekki vcrði rokið í stjórnkerfis- breytingar, enda komið fram mikil gagnrýni á frumvarpið í þeirra þingflokki. Einnig ræddu þeir tillögur í efnahags- málum. Loftsteinn fellur á Snæfellsnes - sjá bls. 5 Kínverjar og Kanar hafa sömu markmið — sjá bls. 20 Arnarhreiður á Náttúru- fræðistofnun - sjá bls. 2 Mesta járn- brautarslys síðari tíma -sjábls.20 30 milljónir mjólkurlítra á ári hverju -sjá bls.4

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.