NT - 15.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. janúar 1985 3 Fréttir Ratsjárstöðvar eru hernaðarmannvirki -segir 1. des. hópurinn á Vestfjörðum ■ „Við lítum á ratsjárstöðvar sem hern- uðarmannvirki og óttumst slíkt mannvirki við okkar heimabyggð. Við teljum slíka framkvæmd lið í vígbúnaðarkapphlaupinu og því siölausa stefnu og ranga. Samviska okkar býður okkur því að tjá andstöðu okkar og er sú andstaða í samræmi við vaxandi friðarumræðu og friðarvilja al- mennings um allan heim." Pannig segir í tilkynningu frá friðarhóp á ísafirði sem kalíar sig 1. desember hópinn og myndað- ur var á fullveldisdaginn í haust af fólki á norðanverðum Vestfjörðum. í tilkynningunni er mótmælt því sem kallað er fráleit vinnubrögð utanríkisráðu- neytisins í ratsjárstöðvamálinu. Þess er krafist að Alþingi fjalli um málið og það fái málefnalega umræðu á Alþingi. Þá segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi breytt um áherslur í áróðri sínum og snúið hlutum þannig við að á hernaðarlegt gildi stöðvanna, scm upphaflega hafi verið nteg- inforsendan fyrir byggingu þeirra, sé ekki minnst nú, heldur gert sem mest úr „almenn- um notum“ sem af stöðvunum megi hafa. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Útskrifaði 74 stúdenta ■ Sjötíu og fjórir stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð laugar- daginn 12. janúar, þar af 17 úr öldungadeild. Hæstar einkunnir á stúdentsprófi hlutu Freysteinn Sigmundsson, stúdent af eðlis- fræði- og náttúrufræðibraut, Garðar Guðna- son af eðlisfræðibraut og Vilhjálmur Þor- steinsson af eðlisfræðibraut. Flestar náms- einingar, eða 164 (en 132 er krafist til stúdentsprófs) hafði Kjartan Halldórsson stúdent af náttúrufræðwig nýmálabraut. Við brautskráninguna söng kór skólans undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Örn- ólfur Thorlacius rektor minntist tveggja ungmenna, sem létust á haustönninni, þeirra Grétars Magnússonar nemanda skólans, og Þórs Sandholt, sem lauk stúd- entsprófi þaðan s.l. vor. Engin kjarna- vopn á íslandi ■ Fundur í Alþýðusambandi hér- aðsmanna, sem haldinn var á Egils- stöðum 5. janúar, skorar á það Al- þingi sem nú situr að marka um það afdráttarlausa stefnu að aldrei komi til greina að leyfa flutning kjarna- vopna til íslands eða staðsetningu slíkra vopna hérlendis. Fundurinn vekur athygli á að fram- kvæmdir sem unnið er að og áformað- ar eru á vegum Bandaríkjahers og Nato hérlendis tengjast augljóslega kjarnorkuvígbúnaðaráætlunum á Is- landiog nálægum hafsvæðum. Fund- urinn mótmælir sérstaklega fram- komnum áformum um byggingu nýrra ratsjárstöðva á Vestfjörðum og Langanesi og telur það grófa blekk- ingu að tengja umræðu um þau efni við öryggismál sjómanna og farþega í innanlandsflugi. Nafnaskrá líf- eyrissjóðanna ■ Fjármálaráðuneytið hefur tekið saman nafnaskrá lífeyrissjóða og tekur nafnaskrá þessi til allra lífeyrissjóða landsins, miðað við árslok 1983. Á skránni kemur fram til hvaða lífeyris- sjóða hver einstakur hefur greitt og þar með hjá hvaða sjóði eða sjóðum viðkomandi eða aðstandendur hans hafa réttindi. Fjármálaráðuneytið mun gefa einstak- lingunt upplýsingar um í hvaða lífeyrissjóð- urn nafnnúmer þeirra hefur komið fram ef óskað er og er tekið á móti slíkum fyrir- spurnum í sírna 91-25000 en svarað verður hinsvegar bréflega vegna reglna um per- sónuvernd. Þessa vitneskju ætti einstak- lingurinn líka að geta fengið með því að snúa sér til einhvers þess lífeyrissjóðs sem hann veit sig skráðan í. IMý vél með reimdrifnum, yfirliggjandi knastásum, sparneytnari, þýðari og kraftmeiri en gamla vélin. Nú fimm gíra í stað fjögurra áður og auðvitað með háu og lágu drifi að auki. Eiginlega er SUBARU með tíu gíra áfram og tvo glra afturábak. Slaglöng, sjálfstæð gormafjöðrun að aftan I stað flexitora áður. Endurbætt fjöðrun að framan. Stærri að ytra og innra máli en áður, óneitanlega fallegri. Nýtt og fjölbreytt litaúrval. Hlaðinn alls konar þægindaaukum; svo sem aflstýri, „central" hurðalæsingar, skuthurð og bensínlok eru opnanleg innanfrá, hæðarstilling á bllstjórasæti, stilling á stuðningi við bakið á bílstjórasæti, rafknúin fjarstýring útispegla, stillanleg stýrishæð, snúningshraðamælir, tölvuklukka og margt fleira. 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur sé bíllinn greiddur upp innan mánaðar. Tökum flesta notaða bíla upp I nýja. Munið bílasýningar okkar allar helgar kl. 14- 17. AKIÐ EKKI ÚT i ÓVISSUNA AKIÐ Á SUBARU. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. AÐ ÖLLU LEYTI NÝR BÍLLEN BYGGÐURÁ LANGRI REYNSLU

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.