NT - 15.01.1985, Blaðsíða 11

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 11
Petta eru vel heppnaðir tappar, það fer ekki á milli mála og þræða listilega meðalveginn gullna á milli Bubba Morthens og Hauks frænda. Hver er galdurinn? Töfra- formúlan? Orkulindin? Af hvcrju eru mennirnir aö þessu? Eru þeir kannski orönir sökk- ríkir á þessu basli? Helsti Stuðmannasérfræð- ingurinn okkar og höfundur Draumsins leitar svars. Illugi Jökulsson: „Stuðmenn eru, sýnist mér, að verða hið næsta sem komist verður ejlífðarvél. Þeir ganga orðið af sjálfu sér. Og hvað með það? Reyna ekki flestir að halda sér í því sent gengur vel og þeim þykir skemmtilegt? Því held ég líka að Stuðmönn- um þyki gaman að vera Stuðmenn. Fyrir allmörgum árum hittu þessir strákar á gullæð og auðvitað eru þeir enn á höttunum eftir gullmol- um. Þá meina ég ekki endilega Kóngar hinnar íslensku vitundar að það veröur að klæðskera- sauma hér um hil allt á hann. Maður verður að höfða til fólks í allar áttir. Gleymum því heldur ekki að Bítlarnir til dæmis. þeir voru óhernju kommersíal án þess þó að vera nokkurn tíma billegir." Og peningarnir, ríkidæmið, milljónirnar? Jakob Mangússon scgir læ- víslega að ýntis fyrirtæki þeirra félaganna hafi verið fjárhags- lega fullnægjandi. Þeim sé í lófa lagið að þéna ntikla pcn- inga á skömmum tíma, en hingað til hafi mestu því fjár- magni verið varið í ný ævintýri. til að munda bókina góðu sent hlaut enga sérstaka náð fyrir augum bókabéusa. „Það er örugglcga ekki gróðavonin sem heldur okkur gangandi." segir Jakob. „Við erunt eins og lítiö sam- vinnufélag," scgir Valgeir Guðjónsson og heldur tryggð við miðjuna. Sitt í hvoru lagi eru þeir allir ágæta vel lukkaðir Aflavík austur er eins kon- verksmiðju að Stuðmenn séu fjárplógsfyrir- tæki, heldureru þeir tjáningar- máti sem virðist höfða til fólks. Þetta heppnaðist vel og Stuð- menn eru líka helvlti vel heppn- aðir tappar. Jafnvel um of, þykir manni stundum." „Metnaður okkar er að vera eins konar sameiningartákn, ekki hrokafullir ellibelgir og því síður uppreisnargjarnir ungpönkarar," segir Jakob Magnússon. „Viðerum miðjumoðararog höfum sérstakar taugar til Framsóknarflokksins," segir Valgeir Guðjónsson. Kannski má líta á einn text- ann á nýjustu hljómplötunni sem eins konar stefnuyfirlýs- ingu Stuðmanna: Það sem Bubba Morthens þykir gott og gilt, þykir Hauki frænda vera helst til villt. Allt er best í hófi, það er okkar trú og með bros á vör við leikunt Búkalú." Ennfremur: Að vera up to date er okkar innsta þrá.... Eru þeir þá ekki „kommer- síal,” strákarnir, nokkuð sem - samvinnu- félagið Stuðmenn og ieikföngin þeirra þótti hið alljótasta skammar- yrði á öndverðum Bítlatíman- um? Eru þeir orðnir ófor- skammaðir markaðshyggju- menn. Valgeir: „Við mælum velgengni okk- ar fyrst og fremst með því hvernig okkur tekst að höfða til fólks. Ef það tekst, þá held ég að það sé allt í lagi að vera kommersíal. Markaðurinn hérna er einu sinni svo þröngur og listrænir, saman eru þeir þetta stórveldi - ómissandi allir, þótt mest bcri á þeim Valgeiri, Jakobi og Agli. „Jakob Magnússon er ís- landsbersi sinnar kynslóðar," segir lllugi Jökulsson. „Hann er einhvers konar náttúrúafl, held ég. Jakob fær í sífellu hugmyndir sem flestum öðrum - meira að segja hinum Stuö- mönnunum sem kalla ekki allt ömntu sína - þykja fáránlegar og óframkvæmanlegar. En hann hleypur af staö til að framkvæma þær. Ótrúlega sjaldan rennur hann á rassinn, og er þá jafnharðan staðinn upp aftur, glaðbeittari en nokkru sinni fyrr. Eftir að ég fór að skrifa um þá Drauminn kom fólk til mín og sagði: „Já, Jakob hann stjórnar þessu öllu saman, er það ekki? Ég þykist vita að Egill hafi þarna öll völd, ekki satt? Valgeir, Itann er stjórnandinn? “ Sannleikur- inn er sá að það er enginn stjórnandi. Þessir þrír hafa sig mest í framnti og það er í einhvers konar neistaflugi þeirra í milli sem Stuðmanna- galdurinn verður til. Stuðmenn lukkast yfirleitt best þegar allir leggja nokkurn veginn jafnt saman í púkk. Valgeir og Egill eru ekki síðri hugmynda- fræðingar hljómsveitarinnar en Kobbi. Egill er kannski helsta ímynd hennar og Val- geir er áreiðanlega mestur matmaður hljómsveitarinnar. Það er verðugt rannsóknarefni hversu oft matur og melting skjóta upp kollinum í textum eða töluðu máli sem Valgeir hefur samið. Og reynið svo að ímynda ykkur Stuðmenn án Toinma? Eða Þórðar? Annars er ómögulegt að skipta þessu bandi í frumparta sína. Þetta er ekki venjuleg hljómsveit, hcldur einhvers konar fyrir- bæri." Stuðmenn eru kannski svo- lítið eins og pottormar sem hafa komist inn í skemmu fulla af dýrlegum leikföngum. Hljóðfærin, upptökutækin, myndavélarnar, Ringó - allt þetta og fleira eru eins konar leikföng í höndum þeirra, og kannski ekki síður áhorfend- urnir, hinn þakkláti fjöldi. Þeir bera akkúrat rétt. mátulega viröingu fyrir áhorfendum til að geta leyft sér að nostra við ímynd sína á alla kanta. „Púkalegt en töff." var eitt sinn slagorð Stuðmanna - hef- ur nokkur heyrt annað eins! Og þeir bera nákvæmlega enga viröingu fyrir þeim ntark- ntiðum sem þeir setja sér, fyrir viðfangsefnunum - ólíkt flest- um íslenskum listamönnum sem eru samkvæmt hefð ör- lagakvabbarar og gruflarar. Það cr hringt í Ringó eða Roy Rogers, og þess vegna Tarsan sjálfan, það er ætt aust- ur á land með viljann til að gera bíómynd að vopni, en kannski minni sérfræðiþekk- ingu, þjóðminjaverði er gerð skömm til og sett upp eins og eitt gagnmerkt poppminjasafn í aflóga danshúsi í bænum með skóm af Pétri poppara og gæruúlpum af Hljómum. Og svo má lengi telja. Það er ærið verkefni að skrúfa Stuðmenn í sundur til aö skoða gangverkið. Kannski myndi heldur enginn verða bættari á því. „Það hefur alltaf allt reddast í þessu bandi," var fleyg setning í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Sjálfir segja þeir að þeir séu ekki miklir teoríumenn, „ekki svo kænir og ekki svo miklir pælarar... „Við leggjum til atlögu við hlutina," segir Valgeir Guð- jónsson. Og við það situr. Nýja bíó- myndin verður frumsýnd í lok febrúar. Egill Helgason „Að vera up to date er okkar innsta þrá“ „Hvers kyns fanatík er okkur framandi“ „Allt er best í hófi það er okkar trú“ „Það hefur alltaf allt reddast í þessu bandi“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.