NT - 15.01.1985, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 15. janúar 1985 14
Útvarp — Sjónvarp
■ Guðmundur Bencdiktsson
er ekkert feiminn að rifja öðru
hverju upp eigin unglinj>sár
með því að spila uppáhaldslöj>
sín frá þeim tíina í Upptakti.
NT-mynd Svcrrir
Utvarp kl. 14:45:
Ekki bara vinsælasta lag hverrar plötu
- hin fá líka að fljóta með í Upptakti
■ Á þriðjudögum kl. I4.45
er á dagskrá útvarps þátturinn
Upptaktur í umsjá Guðmund-
ar Benediktssonar. Þar sem
nafniö „Upptaktur" segir okk-
ur hcldur lítið báöum viö
Guðmund um að segja okkur
aðeins frá þættinum.
„Þetta er bara eins og hver
annar popptónlistarþáttur."
sagöi Guðmundur liógvær.
Efnisvali segist hann haga eftir
eigin höfði og ekki halla sér að
neinu ákveðnu tema í hverjum
þætti. Hann segist ekki lcggja
mikla áherslu á vinsældalista,
þó að hann útiloki þá alls ekki
heldur. „En hins vegar geri ég
það oft. að ef það koma vinsæl
lög með ákveðnum aöilum á
stórri plötu, þá gef ég öörum
lögum á plötunni tækifæri,
þannig að fólk fái að hcyra
lleiri hliðar á stórri plötu cn
bara citt lag," segir Guömund-
ur.
Aðspurður segist Guð-
mundur ekki aðhyllast neina
eina tónlistarstefnu framar
annarri, né eigaákveöna uppá-
haldshljómsveit. „Eg er vaxinn
upp úr því, en gckk í gegnum
það skcið á sínum tíma. Það
skeið er rétt cins og einhver
viðkomustaður þegar fólk er
að átta sig á því hvað það vill,"
segir hann.
Tfelst spilar Guðmundur
nýjar plötur í þættinum, en þó
skýtur hann alltaf einu og einu
eldra lagi með. „Mér finnst
nauðsynlegt að fólk fái að
Iteyra það sem var að gerast
fyrir 10-15 árum. Þetta cru lög
sem ég man eftir frá því ég var
unglingur og hef gaman af og
þykir tvímælalaust vænt um.
Þau vekja kannski einhverjar
minningar hjá öðrunt líka,"
segir Guðmundur.
mmm■ it
m m
m m
ii|
Sjónvarp kl. 21.05:
Derrick er
kominn aftur!
■ Þá eru þýsku þættirnir um
Derrick að byrja aftur í sjón-
varpinu. Sá fyrsti, sem ersýnd-
ur kl. 21.05 í kvöld heitir
„Derrick gengur í gildru." Það
■ Derrick og Klein vinna að
sakamáli, en þeir eru leiknir af
Horst Tappert og Fritz
Wepper.
er nú ekki glæsileg byrjun hjá
vini okkar Derrick, en viö
skulum vona að aðstoöarniað-
ur hans, hann Klein, konti
honunt til hjálpar.
Derrick er rannsóknarlög-
regluforingi í Múnchen og er
leikinn af Horst Tappert, en
Klein. aðstoðarmann hans,
leikur Fritz Wepper.
Þýðandi er Veturliði Guðna-
son.
Nýtt framhaldsleikrit:
Landið gullna Elidor
■ Landið gullna Elidor
heitir nýtt spennandi fram-
haldsleikrit fyrir börn og ungl-
inga sent byrjar í kvöld kl. 20
í útvarpinu. Leikritið, sem er
í níu þáttum, er byggt á
samncfndri sögu eftir brcska
rithöfundinn Alan Garncr.
Útvarpsleikgerðin er eftir
Maj Samzelius. Þýðandi er
Sverrir Hólmarsson og leik-
stjóri er Hallntar Sigurðsson.
Tónlist samdi Lárus
Grímsson.
Aðalpersónur leikritsins
eru fjögur börn scm vcrða
fyrir afar kynlegri reynslu;
dragast inn í baráttu góöra og
illra afla í landi seni er á
einhverju öðru tilvcrusviði.
Fyrsti þáttur, sem bcr heit-
ið „Fiðlarinn", hefst á því að
þau Róland, Davíð, Nikki og
Helena sitja á bekk á torgi í
Manchester. þarsem þau eiga
heima, og eru að velta því
fyrir sér hvað þau eigi að hafa
l'yrir stafni. Allt í cinu upp-
götva þau kort af borginni.
Það er í stórum kassa sent
hjól með keflum eru fest á.
Krakkarnir leika sér aö því
að snúa einu keflinu og
ákveða að finna götuna þar
sem það stansar. Þetta er
upphafið á ótrúlegu ævintýri
sem þau lenda í.
Leikendur eru: Emil
Gunnarsson, Kjartan Bjarg-
ntundsson, Kristján Franklín
Magnús, Sólveig Pálsdóttir,
Róbert Arnfinnsson og Viðar
Eggertsson. Fiðluleik annast
Eyjólfur Bj. Alfreðsson.
Tæknimenn eru Vigfús lng-
varsson og Áslaug Sturlaugs-
dóttir.
■ Þessir eru nieðal lcikara í
nýja framhaldslcikritinu í út-
varpinu, Landið gullna Elidor.
Talið frá vinstri: Kristján
Franklín Magnús, Einil Guö-
mundsson, Viðar Eggertsson
og Bjarni Ingvarsson, en sá
síðastncfndi kcniur ekki t'ram í
þættinum i kvold.
NT-mynd: Árni Bjarnu
Þriðjudagur
15. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál: Endurt. þáttur Valdi-
mars Gunnarssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Eggert G.
Þorsteinsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Elsku barn“ Andrés Indriðason
les sögu sína (7).
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málfríður
Sigurðardóttir á Jaðri sér um
þáttinn. (FtUVAK)
11.15 Við Pollinn Umsjón: Gestur E.
Jónasson. (RÚVAK)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfegnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Ólafur
Haukur Símonarson. (RÚVAK)
13.30 Nýleg fslensk dægurlög
14.00 Þættir af kristniboðum um
víða veröld eftir Clarence Hall
Barátta við fáfræði og hjátrú. Starf
Williams Townsend. (Þriðji hluti)
Ástráður Sigursteindórsson les
þýðingu sína (10).
14.30 Miðdegistónleikar Hljómsveit-
in „Harmonien" i Björgvin leikur
Norska rapsódiu nr. 4 eftir Johan
Svendsen; Karsten Andersen stj.
14.45 Upptaktur - Guðmundur Ben-
ediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Sinfónia nr.
2 í e-moll op. 27 eftir Sergej
Rakhmaninoff. Fíladelfiuhljóm-
sveitin leikur; Eugene Ormandy stj.
17.10 Síðdegisútvarp -18.00 Fréttir
á ensku - Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
110.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Landið gullna Elidor" 1. þáttur:
Fiðlarinn. Höfundur: Alan Garner.
Útvarpsleikgerð: Maj Samzelius.
Þýðandi: Sverrir Hólmarsson.
Tónlist: Lárus Grimsson. Eyjólfur
Bj. Alfreðsson leikur á fiðlu. Leik-
stjóri: Hallmar Sigurðsson.
Leikendur: Emil Gunnarsson,
Kjartan Bjargmundsson, Kristján
Franklín Magnússon, Sólveig
Pálsdóttir, Róbert Arnfinnsson og
Viðar Eggertsson.
20.35 Súrrealisminn. örn Ólafsson
flytur annað erindi sitt.
21.05 íslensk tónlist: Hljómsveitar-
verk eftir Áskel Másson a. Viólu-
konsert. Unnur Sveinbjarnardóttir
og Sinfóniuhljómsveit Islands
leika; Jean-Pierre Jacquillat stj. b.
„Októ-nóvember“ Islenska hljóm-
sveitin leikur; Guðmundur Emils-
son stj. (Hljóðritað á fonleikum i
Háskólabíói).
21.30 Útvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut Þýðingu gerði Birgir
Svan Símonarson. Gísli Rúnar
Jónsson flytur (2).
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Hörpuleikur“ Islenska hljóm-
sveitin leikur á tónleikum í Bústað-
arkirkju 30. des. sl. Stjórnandi:
Guðmundur Emilsson. Einleikarar:
Sylvie Betrando, Martial Nardeau,
Sigurður I. Snorrason og Helga
Þórarinsdóttir. Kynnir: Ásgeir Sig-
urgestsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
■MT
Þriðjudagur
15. janúar
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
14:00-15:00 Vagg og velta. Stjórn-
andi: Gísli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Með sínu lagi. Lög leikin
af íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur. Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson
17:00-18:00 Frístund. Stjórnandi:
Eðvarð Ingólfsson.
Þriðjudagur
15. janúar
19.25 Sú kemur tíð Áttundi þáttur.
Franskur teiknimyndaflokkur í'
þrettán þáttum um geimferða-
ævintýri. Þýðandi og sögumaður
Guöni Kolbeinsson. Lesari með
honum Lilja Bergsteínsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Nýjasta tækni og vísindi Um-
sjónarmaður Sigurður H. Richter.
21.05 Derrick 1. „Derrick gengur í
gildru“ Þýskur sakamálamynda-
flokkur, framhald fyrri þátta sem
sýndir hafa verið i Sjónvarpinu um
Derrick rannsóknarlögreglufor-
ingja i Múnchen. Þýöandi Veturliði
Guðnason.
22.05 Boða ný útvarpslög dögun
fjölmiðlabyltingar á Islandi?
Úmræðuþáttur í beinni útsend-
ingu. Umsjónarmaður Ingvi Hrafn
Jónsson.
23.00 Fréttir i dagskrárlok