NT - 15.01.1985, Blaðsíða 4

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 4
 Þriðjudagur 15. janúar 1985 4 J LlL Fréttir Starfsfólk veitingahúsa lakast laun- að af öllum ■ Fátt eða ékkert vinnandi folk í Keykjavík virðist lægra launað en það sem starl'ar við að elda o|> |>jóna gestuni til borðs á hinuin síljölgandi veitingahús- um höfuðhorgarinnar. Af 20 veitingaliúsum á höfuðborgar- svæðinu sem talin eru upp í fyrirtækjaskrá Frjálsar verslun- ar, hafa 12 greitt starfsfölki sínu laun undir20(l þús. krónum árið 316 þús.,á Hótel Sögu 268 þús. og í Hollywood 227 þús. krónur. Athygli vekur, aö þau tvö veit- ingahús á landsbyggðinni sem á listanum eru virðast borga mun bctur en á höfuðborgarsvæðinu: Bautinn á Akurcyri 263 þús. og Hótcl Reynihlíð 225 þús. Húsakynni Mjólkursamsölunnar, Laugavegi 162. 1983. Önnur atvinnugrein scm hef- ur álíka lág meðallaun er fata- iðnaður. En þar á er hins vcgar sá stóri mismunur, að í vcrk- smiðjum er lang algengast að aðeins sc unnin dagvinna, en í veitingahúsunum er um helm- ingi vinnunnar skilað á kvöldin og um helgar, scm ætla mætti að ætti að skila sér að einhverju í hærri launagreiðslum. Lægstu meðallaunin, sam- kvæmt lista F.V. voru í Gaflin- um í Hafnarfirði 143 þús. að meðaltali. Pottinum og pönn- unni 156 þús., Félagsstofnun stúdenta 163.þús, Hótel Borg .166 þús. og hjá Lúdinent h.f. í Glæsibæ. Starfsmannafjöldi þcssara veitingahúsa að meðal- tali er á bilinu 25-45 manns. Langsamlega hæstu meöallaun hjá veitingahúsastarfsfólki í Reykjavík voru á Broadway 5.830flug- farþegar til Siglu- fjarðar Frá fréttaritaru NT í Skaj>afírði Ö.Þ. ■ Alis flaug 5.831 far- þegi í áætlunar- og leigu- flugi til og frá Siglufirði á nýliðnu ári. Einnig voru í flugi flutt tæp 50 tonn af vörum. Flugtök og lend- ingar á Siglufjarðarflug- velli voru 588 á s.l. ári og er þetta svipuð umferð flugvéla og farþega og árið 1983, að sögn Rafns Svcinssonar flugvallar- varðar. Flug til Siglufjarðar er oft fremur ótryggt, því fram kom hjá Rafni að samtals hafi það fallið nið- ur í 80 daga á síðasta ári vegna veðurs, eða meira en 5. hvern dag ársins að meðaltali. Þegar veður hamlar flugi er hins vegar stundum gripið til þess ráðs að aka flugfarþegunt til Sauðárkróks, því þar er oft hægt að lenda þótt ólendandi sé á Siglufirði. Frá Siglufirði verður t.d. allt flug að fara fram í björtu því engin lending- arljós eru við Siglufjarð- arflugvöll. Áætlunarflug til Siglu- fjarðar er á vegum tveggja flugfélaga: Flugfélag Norðurlands flýgur dag- lega, nema á sunnudög- um, milli Siglufjarðar og Akureyrar og Arnarflug 5 ferðir í viku milli Reykja- víkur og Siglufjarðar. Hálfrar aldar afmæli kepptu um markaðinn á höfuð- borgarsvæðinu. Mjólkurvcrð var breytilegt og dreifingar- kostnaður óeðlilega hár, auk þess sem hreinlæti var í mörgu ábótavant. í dag nær samsölusvæðið frá Skeiðarársandi vestur í Þorskafjörð. Á þessu svæði eru fjögur mjolkurbú, Mjólkurstöð- in í Reykjavík, Mjólkurbú Flóamanna, Mjókursamlag Borgfirðinga, og Mjólkursam- lagið í Búðardal. Framleiðend- ur munu vera um 1100 talsins. l)m Mjólkurstöðina í Reykja- vík fara 30 milljónir lítra af mjólk árlega og 6 millj. lítra af aukaafurðum s.s. skyr, jogurt og G-vörur. Vegna stóraukinnar mjólkurneyslu á síðustu árum er starfsemin búin að sprengja utan af sér húsnæðið við Lauga- veg. Nýja stöðin æ Bitruhálsi er u.þ.b. 75% stækkun miðað við núverandi húsnæði. Enn- fremur flyst viss starfsemi sem nú er undir berum himni undir þak. Gert er ráð fyrir að mjólkur- stöðin verði alls 10.600 m'. Heildarkostnaður er áætlaður vera 420 milljónir. Ráðgert er að flytja í nýja húsið fyrir mitt ári 1986, en byggingarframkvæmdir hófust snemrna árs 1982. í framtíðinni verður síðan allri starfsemi fyrirtækisins komið fyrir á þess- ari lóð smátt og smátt. ■ Mjólkursamsalan í Reykja- dag. Hún varstofnuð 15. janúar Markmiðið með stofnun ólcstri sem ríkti í mjólkursölu- vík á hálfrar aldar afmæli í 1935. hennar var að bæta úr þeim málum, þcgarsjö lítil mjólkurbú ■ Pétur Sigurðsson, formaður byggingarnefndar, í vinnslusal nýju stöðvarinnar á Bitruhálsi. Innflutningur 12% meiri en útflutningurinn 1984. ■ Geysilegur kippur hefur komið í utanríkisverslunina í nóvember eftir þá stöðvun sem varð í verkfallinu í október. Segja má að bæði inn- og út- flutningur hafi í þessum mánuði verið nær tvöfaldur á við meðal- mánuð árið 1984. Innflutningur nam 3.768 milljónum og útflutn- ingur 3.679 milljónum króna í þessum cina mánuði. I nóvemberlok s.l. vantaði orðið 2.531 milljón króna upp á að útflutningur landsmanna frá áramótum nægði til að borga það sem við höfðum flutt inn til landsins á sama tírna, þ.e. að vöruskiptajöfnuður var orðinn neikvæður um fyrrnefnda upphæð. Innflutningur til lands- ins þessa 11 mánuði nam 23.466 milljónum króna (um 98 þús. á hvern íslending), sem er um 28% hærri upphæð en á sama tímabili 1983. Hækkun meðal- gengis erlends gjaldeyris er á sama tíma talin 19%, að sögn Hagstofunnar. Útflutningur á þessu 11 mán- aða tímabili nam hins vegar 20.935 milljónum, sem var 26% aukning frá fyrra ári, þannig að hallinn á vöruskiptajöfnuðinum er nú hlutfallslega meiri en á árinu 1983. Hlutur áls og kísil- járns var nú 4.153 milljónir, eða tæp 20% af heildarútflutningn- um, en var rúmlega 21% 1983. Borgnesing- ar skiivís- ustur menn ■ Sveitarsjóðurinn í Borg- arnesi hafði um áramótin innheimt rétt tæplega 96% af álögðum gjöldumsveitar- sjóðs. Er þá bæði átt við álögð gjöld ársins, eftir- stöðvar fyrri ára og dráttar- vexti samkvæmt upplýsing- um Húnboga Þorsteinsson- ar. sveitarstjóra. sem sagði þetta svipað innheimtuhlut- fall og árið áður. Tæpast er talinn vafi á að Borgnesingar hafa þar með sett íslandsmet í skilvísi á síðasta ár. Mjólkursamsölunnar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.