NT - 15.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 10
 Þriðjudagur 15. janúar 1985 10 LlL nad heilla Innsýn HJÁLMAR FINNSSON Afmæliskveðja ■ Sjötugur er í dag merkis-' maöurinn, Hjálmar Finnsson, forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins. Hjálmar er fæddur að Hvilft í i Önundarfirði 15. janúar 1915 Hann var einn af mörgum börn- um hjónanna Finns Finnssonar og Guðlaugar Sveinsdóttur, sem þar bjuggu lengi. Hjálmar fór eins og mörg systkini hans til náms í Mennta- skólanum á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi vorið 1938. Strax að því loknu hóf hann nám í nýstofnaðri viðskipta- fræðideild í Háskóla íslands og var í hópi fyrstu nemenda, sem útskrifuðust úr henni árið 1941. Að því búnu fór hann í fram- haldsnám í reksturhagfræði við University of Southern Cali- fornia í Los Angeles í Banda- ríkjunuin árið 1941-1942. Eftir að námi lauk vann hann í sex ár í Bandaríkjunum við verslunarstörf. M.a. var hann framkvæmdastjóri útflutnings- fyrirtækis í þrjú ár. Hann varð þá einnig umboðsmaður liins nýstofnaða félags Loftleiða h.f. í eitt ár og vann þá m.a. að því að fá varanlegt lendingarleyfi fyrir vélar fyrirtækisins í U.S. A. og vann einnig að kaupum á flugvélum fyrir félagið. Arið 1949 flutti hann heim og tók þá við framkvæmdastjórn Loftleiða, sem hann hafði á hendi um tvö til þrjú ár. Árið 1952 var hann ráðinn fyrir forgöngu Vilhjálms Þórs þáv. stjórnarformanns Áburð- arvcrksmiöjunnar, fram- kvæmdastjóri að hinni nýstofn- uðu Áburöarverksmiðju h.f. í Gufunesi sem seinnii varð Áburðarverksmiðja ríkisins og hefur hann haft það starf á hendi alla tíð síðan eða í nær 33 ár. Hjálmar tók ungur þátt í margvtslegum störfum bæði til lands og sjávar á heimili foreldra sinna í Hvilft. Þegar hann var í skóla varð hann einnig að vinna hvað sem til féll til að kosta nám sitt. Þá voru kreppuár og ekki auðvelt að fá fé til námsins nema að leggja hart að sér. Þannig kynntist hann undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar um aldir, landbún- aði og sjávarútvegi, mjög vel. í námi sínu og starfi eftir að nánti lauk kynntist hann nýjum atvinnugreinum, svo sem fíug- málum og ýmsu í iðnrekstri í Bandaríkjunum. Þannig fékk hann þá alhliða undirstöðu- þekkingu sem reynst hefur hon- um vel í forstjórastarfi Áburð- arverksmiðjunnar, sem segja má að hafi verið hans ævistarf. Stjórn verksmiðjureksturs var nýjung á Islandi, þegar Áburðarverksmiðjan tók til starfa. Það þurfi bæði áræði og festu til að móta þann rekstur og sigrast á þeim erfiðleikum, sem slíkur rekstur hefur þurft að mæta. Hjálmar hafði þann kjark og þá festu og líka þá þekkingu og reynslu sem til þurfti. Hann hefur alla tíð verið vakinn og sofinn í að sinna málefnum fyrirtækisins rétt eins og hann ætti fyrirtækið sjálfur. Hann hefur ekki sóst eítir nefndabitlingum eða öðrum störfum til hliðar við aðalstarf sitt svo sem margir menn gera. Hjálmar hefur skapaö sér traust hjá þeim mönnum sem setið hafa í stjórn fyrirtækisins fyrir nákvæmni í störfum, reglu- semi í öllu, sem lýtur að rekstrinum og fyrir árvaka og góða yfirsýn yfir það seni gera þurfti á hverjum tíma til umbóta í málefnum verksmiðjunnar. Sama hefur verið gagnvart helstu viðskiptaðilum verk- smiðjunnar heima og erlendis. Þar hefur hann einnig unnið sér fullt, óumdeilt traust. Hjálmar mun hverfa frá æfi- starfi sínu á þessu nýbyrjaða ári samkvæmt þeirri almennu reglu að sjötugur skuli liver hætta starfi. Ég hefi notið þess að starfa með Hjálmari í stjórn fyrir- tækisins um mörg ár og kynnast því hvað hann hefur örugga yfirsýn um allt er fyrirtækið varðar. Vandi verður því að fá mann, sem fyllir sæti hans, þeg- ar hann hættir. Ég tel að það hafi verið gæfa fyrir verksmiðjuna að fá hann í upphafi til að móta rekstur hennar. Hjálmar er kvæntur amerískri konu Doris Hamilton Walkers hjúkrunarfræðingi og eiga þau fallegt heimili á Vest- urbrún 38 í Reykjavík. Ég sendi Hjálmari vini mín- um bestu hamingjuóskir á þess- um afmælisdegi og vænti þess að hann eigi eftir að njóta áhyggjulítið ólifaðra æviára. Gunnar Guðbjartsson Norðurlönd og heims- styrjöldin síðari ir, Scandinavia during the Second World War. ICdited by llenrik S. Nisscn. Iranslated by Thomas Munch-I’ctcrscn. Univcrsitetsrorlaget 1983. 407 bls. ■ Norðurlöndin fjögur, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, uröu öll fyrir mikluni áhrifum af átökum í seinni heims- styrjöldinni. Danir og Norðmenn voru hernumdir af Þjóðverjum og Finnar áttu í höggi við bæði Þjóð- verja og Rússa og uröu fyrir þyngstum búsifjum allra Norður- landaþjóðanna af völdum styrjald- arinnar. Svíar voru einir Noröur- landabúa hlutlausir en urðu þó að ciga ýmislegsamskipti viðstyrjald- arþjóðirnar og tókst aðcins naum- lega að verja hlutleysi sitt. Höfundar þessarar bókar cru sjö, allir kennarar í sagnfræði við norræna háskóla. Þeir skrifa hér greinar um ýmsa þætti heimsstyrj- aldarinnar á Norðurlöndum, en gera enga tilraun til að segja neins konar allsherjarsögu þjóðanna fjögurra á styrjaldarárunum. Fyrsta greinin er eftir ritstjór- ann, Henrik S. Nissen. en hann er lektor í samtímasögu við Hafnarh; skóla. Hann skrifar grein, sem nefnist „Thc Nordic Societies" og er lýsing á norrænu samfélagi, yfirlit um sögu þesssíðustu áratug- ina og um það. hvað greini það einkum frá öðrum þjóðfélögum. Önnur grein cr cftir Nissen í bókinni. Hún nefnist „Adjusting to German Domination" og fjallar um það, hvernig Norðurlanda- þjóðirnar reyndu að aðlaga sig að hernámi Þjóðverja. Finnar eiga tvær ritgeröir í bók- inni. Hin fyrri er cftir Martti Háikiö prófessor við Hclsinkihá- skóla og fjallar um kapphlaup Þjóðverja og Breta um að tryggja aðstöðu sína á Norðurlöndum, en þar uröu Þjóðverjar á undan cins og flcstum mun kunnugt. Hin er eftir Ohto Manninen finnskan sagnfræðing og kcnnara viö Hels- inkiháskóla, og grcinir frá því á hvern hátt innrás Þjóðverja í So- vétríkin og undirbúningur hennar snerti Norðurlönd. Ole Kristian Grimnes lektor í Osló ritar um upphaf andspyrnu- hreyfingarinnar gegn Þjóðverjum og Áage Trommer, rcktor háskól- ans í Óðinsvéum ritar grein um þátt Norðurlanda í því að gangi styrjaldarinnar var snúið við og bandamenn náðu undirtökunum. Norski sagnfræðingurinn Berit Nókleby á ritgerö í bókinni, sem nefnist „Adjusting to Allied Vic- tory" og greinir frá því hvernig Norðurlandabúar aðlöguðust sigri bandamanna, en það hafði ýmis vandamál í för með sér eftir fimm ára hersctu Þjóðverja. Loks er ritgerð cftir Karl Molin. prófessor við Uppsalaháskóla, um hug- myndir og hugsjónir norrænna stjórnmálamanna að stríðslokum og um þau vonbrigði, sem margir þeirra urðu fyrir vcgna afstöðu stórveldanna. Norðurlandanna er sjaldan get- ið nema að litlu í almennum sögum styrjaldarinnar, enda urðu hernaðarátök í löndunum fremur lítil. Engu að síður hafði styrjöldin mikil áhrif á Norðurlöndum og mótaði örlög norrænna þjóða ckki síður en annarra. Þessi bók veitir góða yfirsýn yfir áhrif styrjaldar- innar á Norðurlönd og sýnir að áhrif hennar má alls ekki vanmeta þegar saga Norðurlandaþjóðanna á styrjaldarárunum er skoðuð. Jón Þ. Þór. mynd sem stuðaði engan held- ur dró til sín þorra lands- manna. Þrjár hljómplötur sem allar hafa sungið sig inn á ljósvaka samlandanna. Þríveg- is hafa þeir fagnað sjálfum sér á sigurhátíðum austur í Atla- vík og síðan í bullandi spileríi út um allar víkur og voga. Undir merkjum þeirra kom elskaó poppgoð til íslands, sjálfur Richard Starkey, alias Hririgur. Undir sömu merkj- um gerðist það að bandarískur og sovéskur sendiherra sungu saman um unaðsnætur í Moskvu. Þeir hafa gert einu íslensku vídeóklippuna sem stendur undir nafni. Þeir hafa gert auglýsingar, sem eru með sannkölluðu Stuömanna- bragði, hvort sem átti að selja ísskápa, íspinna eða flugfélag. Annað stórævintýri kvað vera í uppsiglingu, ný hreyfimynd, Kaldur djass og kókoshnetur. Kraftar þeirra Stuðmanna flæða sumsé í allar áttir og næstum eins og þeim sé fyrir- munað að mistakast - nema kannski í það eina skipti þegar þeir gerðust full sjálfshælnir og astfangnir af eigin nafla og gáfu út bókina Draumurokkar beggja. Og samt var hún einstök. ■ Ég færi heljarstökk aftur á bak af litlu bretti fyrir frægðina, syngur Egill Ólafsson af miklum móð í góðkunnu lagi Stuðmanna - og, bætir hann við, gera allt nema að koma nakinn fram... Reyndar eru þeir Stuðmennirnir löngu búnir að stökkva fram af brettinu og í staðinn fyrir að kremjast í grágrýtinu ineð hörðum dynk hafa gefið öllum kennisetningum Newtons langt nef, heldur flogið hátt, flogið hærra. Upprunalega voru þeir bítlahljómsveit, ekki satt. Skemmtilegri en flestir aörir bítlar, en bítlar samt. Þeir helltu saman í eina kekkjótta súpu ýmsum efnum og andefn- um, útvatnaðar tónklisjur kviknuðu til lífs á nýjan leik í höndum þeirra, . djassaðar, rokkaðar, poppaðar, mussu- poppaðar og endrum og eins mátti jafnvel glitta í þá félag- ana Sínatra og Svavar Gests í tónaflóðinu. 1 sjálfu sér hefur músík Stuðmannanna aldrei verið frumleg í .venjulegri merkingu þess orðs, það er bara blandan, sem er einstök. hrærigrauturinn. bindindismönnum - og meira að segja stundum að sjálfum sér. Hvað eru Stuðmenn núna? Tíu árum eldri en þegar þeir gáfu út fyrstu grammófón- plötuna, búnir að leggja gjörva hönd á sitthvað og löngu búnir að sprengja utan af sér ramma bítlahljómsveitarinnar. Þeir eru orðnir stofnun, hugtak í málinu rétt eins og Silli og Valdi hér í eina tið, réttnefndir „kóngar íslensku vitundar- verksmiðjunnar ,. (og þar kom annað Ijótt orð). Það væri að æra óstöðugan að rekja afrekaskrá síðustu ára. Það var Stuðmannabíó- puppsms. /\uur aiiseuuis upcKKium 3iuu- mönnum skýtur upp á stjörnuhimininn. Grímunum var stolið og síðan hafa þeir spil- að grímulaust. Eins og kjötkraftur í súpuna eru hugarleiftrin kvik, sent verðskulda sennilega orðið það stóra nafn Stuðmanna- húmor. „Við verðum einhvern veginn miklu skemmtilegri þegar við erum saman en sitt í hvoru lagi,“ segir Valgeir Guðjónsson. Téður húmor (Ijótt orð yfir mikilfenglegt fyrirbæri;) er til staðar í öllum afurðum Stuðmanna, ekki hálfklúr neðanbeltishúmor Sumargleðinnar, ekki það and- lausa og illkvittna aurkast sem gengur undir nafninu „íslensk- ur húmor," ekkert syndaregist- ur þjóðarinnar heldur, - nei, hann er undarlega græskulaus og góðlátlegur. en samt rammþjóðlegur og allsendis tímabær. Á meðan Bubbi á ýmislegt ófagurt vantalað við landann og Kuklarar eru að farast úr alvöru gera Stuðmenn elsku- legt grín að hamborgara- og hrútspungaáti, að Mjólkur- samsölunni, Svavari Gests, að íslenskum stórmennsku- draumum sem holdgervast í sjálfum Birkiland. að hinum kröppu hetjum hafsins, brennivínsberserkjum og

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.