NT - 02.02.1985, Page 10

NT - 02.02.1985, Page 10
Skákþing Revkjavíkur eftir átta umierðir: Laugardagur 2. febrúar 1985 10 Skák Róbert Harðarson einn í efsta sæti ■ Hinn mjög siglandi Róbert Haröarson er nú kominn í efsta sætiö á Skákþingi Reykjavíkur 1985 þegar átta umferðir hafa verið tefldar eftir að hafa fengið hinn fræga Monrad - meðvind í bakið; tap í fyrstu umferð og síðan sjö sigrar í röð gera stöðu hans í mótinu sterka ekki síst þegar horft er til þess að í áttundu umferð lagði han að velli einn aðalkeppinaut sinn, Dan Hansson, í æsispennandi skák. Ekkert má þó út af bregða hjá Róbcrt á lokasprettinum þar sem þrír skákmenn koma alveg á hæla honum með 6V2 vinning og fjölmargir skákmenn eru með 6 vinninga. í 2.-4. sæti eru Dan Hansson, Andri Áss Grétars- son og Árni Á. Árnason, allir með 6V1. í 5.-9. sæti koma Haukur Angantýsson, Þröstur Bergmann, Þröstur Þórhalls- son, Þorvaldur Logason og Hilmar Karlssori, allir með 6 vinninga. Eftir því sem næst verður komist eru aðeins tveir keppendur með 5V5 vinning, gamla kempan Sveinn Krist- insson og ungur skákmaður, Jóhannes Ágústsson. Það er alveg Ijóst að ofan- greindir keppendur koma til með að berjast um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1985“ en hver titilinn hreppir er ómögulegt að segja og þyrfti ekki að koma á óvart þótt fleiri en einn yrðu efstir að vinningafjölda. Taflmennskan í mótinu hef- ur verið æði misjöfn eins og gefur að skilja. Dan Hansson tefldi af miklu öryggi í upphafi mótsins en þegar hann mætti Róbert í 8. umferð Var liann óþekkjanlegur, lenti í gífur- legu tímahraki, lét króa af fyrir sér drottninguna og féll síðan á tíma. Eini titilhafinn, Haukur Angantýsson, hefur bætt sig hægt og bítandi og getur reynst skæður á loka- sprettnum. Þá er framganga hins unga Andra Áss Grétars- sonar allrar athygli vcrð og sömu sögu m á segja um Árna Ármannsem hefur sjaldan teflt betur. Ein skák úr toppbaráttunni fylgir hér á eftir. Þegar hún var tefld í 7. umferð var stjórnandi hvítu mannanna, Hilmar Karlsson, í efsta sæti en ofur varleg taflmennska hans kom honum í koll: Hvítt: Hilmar Karlsson Svart: Andri Áss Grétarsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. RD d6 3. Bb5t Bd7 4. Bxd7t Dxd7 5. 0-0 Rf6 6. Rc3 Rc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 g6 9. Rd5 Bg7 10. Rxf6 Bxf6 (Hilmar er helsti glaður til upp- skipta í þessari skák en þessi mun raunar vera háttur hans. Það er þó engin trygging fyrir því að hann fái sniðgengið taphættu m.a. vegna þess að hann tapar nokkrum tíma í uppskiptaleiðangri sínum. Eins og framhaldið leiðir í Ijós nær svartur fljótt og örugglega þægilegri stöðu.) 11. Be3 0-0 12. c3 Bg7 13. Hel Re5 14. De2 Hac8 15. Hadl a6 16. Rc2 b5 17. Bd4 Db7 18. f3 Hfd8 19. Re3 e6 20. a3 Rc4 (Frumkvæði svarts er nú óumdeilanlegt.) 21. Bxg7 Kxg7 22. Hd3 Db6 23. Hedl d5! 24. b3? (Betra var tvímælalaust 24. exd5 og hvítur heldur í horf- inu.) 24... dxe4?! (Glæfralegur leikur sem ætti ekki að leiða til vinnings gegn bestu tailmennsku hvíts. Svartur átti í fórum sínum einfaldan og geysisterkan leik, 24. - Re5!, sem færir honum unið tafl eins og eftirfarandi atburðarás gefur til kynna: 25. Hd4 Hxc3 26. exd5 Hxd5! 27. Hxd5 Hxe3! 28. Hd6Dxd6!og hvítur tapar liði. Það er fyrst og fremst slök byrjunartafl- mennska Hilmars sem komið hefur honum í þessar ógöngur en nú fær hann tækifæri til að rétta úr kútum.) 25. Hxd8 Hxd8 26. Hxd8 Rxe3 (26. - Dxd8 gefur aðeins jafn- tefli.) 27. Hd7(?) (Það er ekki víst að þessi leikur tapi en sterkara var þó 27. Hd4 því eftir 27. - Rf5 28. . Helgi Olafsson skrifar umskák Dxe4 Rxd4 29. cxd4 heldur hvítur jöfnu án erfiðleika.) 27... Rg4t 28. Khl?? (Hrottalegur afleikur. Svartur virðist eiga góða sigurmögu- leika eftir 28. Kf 1 en ekki er þó allt sem sýnist. í mörgum til- vikum getur svartur þvingað fram jáfntefli með þráskák t.d.: 28. - Rxh2t 29. Kel Dglt 30. Kd2 Dbl 31. Ddl Db2t32. Ke3! Dxc3t 33. Kxe4 Rfl!? 34. Hxf7t! Kxf7 35. Dd7t og svartur sleppur ekki úr þrá- skákinni. í stað 29. - Dglt má reyna 29. - Dc6 en hvítur virðist halda í horfinu með 30. Dd2! Þarna fór síðasti mögu- leiki Hilmars en nú verður hann mát í nokkrum leikum.) 28. .. Rf2t 29. Kgl Rh3t - og hvítur gafst upp. Svartur leikur næst 30. - Dgl mát. Langtífrá gallalaus skák, þó dæmigerð fyrir hina hörðu bar- áttu um efstu sætin á Skákþing- inu. Vegna helgarmóts Tímarits- ins Skákar og Skáksambands íslands á Akranesi um þessa helgi fellur keppni niður á morgun, sunnudag. Þá var heldur ekki teflt í gær. 9. umferð verður svo tefld á mánudaginn, sú tíunda nk. miðvikudag og ellefta og síð- asta umferð verður tefld næsta föstudag. Arnað heilla Olvir Karlsson bóndi og oddviti í Þjórsártúni ■ Er ág frétti fyrir fáum dög- um að bóndinn og félagsmála- frömuðurinn hann Ölvir Karls- son væri að fylla sjöunda áratug- inn, varð ég nokkuð undrandi. Undrun mín stafaði ekki af því að maðurinn hefði ekki haft nóg að starfa og hefði komið ærnu dagsverki frá, heldur af hinu hversu sístarfandi hann er fyrir aðra og margföld verk sem hann hefur tekið að sér fyrir sveit sína, önnur sveitarfélög og sam- borgara sína. Ólvir hefur haslað sér völl á fjölmörgum sviðum félagsmála. Þar er hann á miklu fleiru sviðum en einn af samferða- mönnum hans hefur tök á að greina frá. Á þessum tímamót- um ævi hans tel ég mér skylt að greina frá nokkrum af þeim verkefnum hans sem snert hafa starf mitt síðustu 5 árin. Þessi frásögn mín getur hjálpað síðari tíma sagnfræðingum er þeir rita félagsmálaþætti íslenskra bænda á síðari hluta 20. aldar- innar. Þessi Samtök sunnlenskra sveitarfélaga voru stofnuð 1969 var Ölvir kosinn í stjórn þeirra og tveim árum síðar kjörinn formaður þeirra óslitið til 1980. Á þessum mótunar- og bernsku- árum samtakanna var hann sú kjölfcsta sem þurfti til að sýna fram á hvaða möguleikar væru fólgnir í viðtæku samstarfi sveit- arfélaga í hverjum landshluta.. Eftir að hann hvarf úr stjórn- inni, hefur hann setið alla aðal- fundi samtakann og fylgst vel með starfseminni og starfað í fastanefndum á hverju ári. Hann var einn af stofnendum Jarðefnaiðnaðar hf. 1974 og kom þar strax til stjórnarstarfa. Þar hefur þrek hans og þraut- seigja kannske komið einna skýrast fram. Þegarsiglt var um öldudali vonbrigðanna og mót- blásturinn var hvað mestur. Þá lét hann til sín taka þegar Eld- berg h.f. dótturfyrirtæki Jarðefn- aiðnaðar var stofnað 1984. Þar brá hann upp því „vopni“ sem menn skildu, nú skyldi duga eða drepast. Þarna náði að rætast draumur Ölvis að gera samning og samstarf um nýtingu gosefna úr hinu ógnfræga eldfjalli Heklu. Ölvir hefur setið í Fræðslu- ráði Suðurlands frá stofnun þess 1975. í störfum fræðsluráðs hef- ur kunnugleiki hans og hyggindi komið að miklum og góðum notum, enda hafa honum verið falin mörg önnur nefndarstörf á sviði menntamál á undanförn- um árum. Þegar Iðnþróunarsjóður Suðurlands var stofnaður af sunnlenskum svcitarfélögum 1980 var Ölvir kosinn í sjóðs- stjórnina. Þetta var líka ein af óskahugmyndum hans og hinna framsýnu félaga hans í Jarðefnaiðnaði.Ölvir benti strax á hversu mikinn slagkraft Sunn- lendingar fengju í atvinnumál- in, þegar sjóðurinn færi að eflast. Allt bendir líka til þess að þar hafi ekki verið um get- sakir að ræða. Hið síðasta sem hann er að festa hönd á ásamt öðrum, er að undirbúa sam- vinnu allra veiðifélaga á Suður- landi. Hér er ekki um tæmandi upp- lýsingar að ræða, miklu fremur sýnishorn af verkefnum sem ötull stórbóndi getur annast. Samt er ekki skyggnst um í þessari grein hvaða stórvirki hún Kristbjörg konan hans og börnin hans hafa unnið þar á stórbýlinu í Þjórsártúni. Um Ölvi og hans fjölskyldu má segja eins og ég heyrði um einn vin minn í Borgarfirði: Hann var góður fyrir sig, en hann og hans heimili var ekki síður gott fyrir aðra. Megi heill og hamingja fylgja þessu ágæta heimili. Hjörtur Þórarinsson. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska hirtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þ;er þurfa að berast a.m.k. tveim diigurn fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.