NT - 02.02.1985, Side 13
Laugardagur 2. febrúar 1985 13
Nýr taktur — gömul sveif
■ NOKMAL
JASS 1985
heilir
prógranimid
sem þeir flytja í
Hollandi.
SJUGÐU MIG NÍNA
■ OXSMA
hcfur fjölfaldaö
kassettu með
tónlist úr
myndinni.
smáplánetan sem við gerðum
82-83. Það er 30 mín. fram-
tíðarmynd um mann sem flýr
jörðina og fer til plánetunnar
Oxsmá til að finna betra líf,
en það fer nú eins og það fer.“
- Hvernig hafið þið staðið
undir þessu peningalega?
„Myndin er tekin á 8 mm
filmu og við höfum ýmist not-
að okkar eigin tæki eða fengið
lánuð tæki. Peninga til að
standa undir þessu höfum við
lagt frarr sjálf, við reyndum
að fá peninga úr Kvikmynda-
sjóði einu sinni en það gekk
ekki. Það er dýrt að gera
svona mynd, allavegana fyrir
okkur sem erum fátækir ungir
myndlistarmenn, en tökur
fóru fram bæði hér í borginni
og úti á landi. Ég held reyndar
að við höfum farið á flesta
staði hér í borginni til að filma!“
nd, „Sjúgðu mig Nína“
‘eskinu!
kteinka•
ikstjóra
áfram sínu úrkynjaða lífi“,
svo vitnað sé í orð leik-
stjórans um efni myndarinn-
ar.
Leikstjóri „Sjúgðu mig Nína“
er Oskar Jónasson, myndlist-
armaður og saxófónleikari
Oxsmá, og gaf hann sér tíma
til að svara nokkrum spurning-
um tíðindamanns Nýs taktar
um myndina og ferðalagið sem
er um það bil að hefjast.
10 ár tilbakaítíma
„Myndin á að gerast árið
1973 og byggist á minni okkar
sem að henni stöndum, hvernig
þessi tímar voru. Við vorum 10
ára þá og þetta er lýsing okkar
á því hvernig við höldum að
þessi árgangur, sem er þetta
eldri en við, hafi hagað sér.“
- Hvenær hófst undirbún-
ingurinn að myndinni?
„Handritið var samið um
þetta leyti fyrir 2 árum af mér
og Hrafnkeli Sigurðssyni, að
mestu, en auðvitað hafa
blandast inní þetta hugmyndir
frá öllum sem eru með í þessu.
Við byrjuðum að kvikmynda í
lok maí '83 og síðasta filman
rann í gegn á miðju síðasta
sumri. Síöan þá hefur hún
verið í klippingu, kópíeringu
og hljóðsetningu og varð tilbú-
in í vikunni."
- Hljómlist er áberandi í
myndinni. Er þetta ein af þess-
um mörgu söng- og dansa-
myndum?
„Nei, tónlistin er ekki í aðal-
hlutverki í myndinni, hún er
kvikmyndatónlist, sem svo er
kallað, en auðvitað á hún
stóran þátt í myndinni. Búið er
að fjölfaida hana á spólur og
verða þær seldar þar sem
myndin verður sýnd. Þetta eru
16 laga spólur, auk þess sem
það fljóta með nokkrar setn-
ingar úr myndinni sem tengja
söguþráðinn saman."
-Hvað eruð þiö mörg sem
hafið staðið í gerð myndarinn-
ar?
„Það eru milli 20-30 manns
sem leika í myndinni en aöal-
persónuna, Hjört, ieikur Kor-
mákur Geirharðsson. Nína er
leikin af Höllu Árnadóttur, en
það var nokkuð erfitt að fá
leikara í það hlutverk!"
Ekki klámmynd
-„Sjúgðu mig Nína“ er
nafn sem fær mann ósjálfrátt
til að álykta að þetta sé
klámmynd?
„Það er nokkuð um ofbeldi
í myndinni og bláleitar senur
en það er ekki gert til þess að
trekkja að fólk. Það má etv.
halda það út frá nafninu á
myndinni en það var fyrst og
fremst valið því það kallar
fram það andrúmsloft sem
ríkir í myndinni"
- Hvenær fær almenningur
að berja myndina augum?
„Það er gert ráð fyrir þvi að
hún komist á almennan mark-
að í mars og með henni verði
sýnd fyrri myndin okkar, „Ox-
Spila í kirkjum!
- Nú eruð þið fimmmenning-
arnir að leggja land undir fót
og fara til Hollands. Er það
nýtilkomið?
„Nei, það er búið að vera
lengi í deiglunni. Það var
byrjað að plana þetta fyrir ári
síðan og sl. haust fór
umboðsmaðurinn okkar fyrr-
verandi Brynhildur Þorgeirs-
dóttir út til að undirbúa jarð-
veginn og síðan höfum við
haft tengilið úti, Elínborgu
Magnúsdóttur, sem hefur
skipulagt ferðina og á hún
miklar þakkir skildar fyrir sitt
framlag."
- Hvar komið þið til með að
spila?
„Við munum spila á ól íkleg-
ustu stöðum í þessum þrem
borgum. Við komum fram í
þrem myndlistarakademíum, í
galleríum, á kaffihúsum, á
tónleikum og í kirkjum svo
eitthvað sé nefnt. Það er áætl-
unin að vera um 3 vikur í
túrnum og auðvitað munum
við einnig sýna nýju myndina
þarna ytra.“
•
- í lokin Oskar. Er einhver
hagnaðar- eða heimsfrægðar-
von að baki þessari ferð?
„Flest af því sem við höfum
gert hefur ekki verið planað til
að skila hagnaði, þó stundum
hafi ekki verið komist hjá því,
og svo er einnig um þessa
ferð. Við borgum þetta að
mestu sjálfir en það verður
séð að einhverju leyti fyrir
okkur úti. Og við reiknum
varla með því að öðlast heims-
frægð í þessari ferð, nema þá
etv. á Islandi!"
Og þar með er spjalli Nt við
Óskar Jónasson kvikmynda-
leikstjóra, myndlistarmann og
saxafónleikara lokið og ósk-
um við þeim félögum í Oxsmá
góðrar ferðar.
Oxsmá skipa: Hrafnkell
Sigurðsson söngur, Axel Jó-
hannesson gítar, Hörður
Bragason bassi/hljómborð,
Kormákur Geirharðsson
trommur og Óskar Jónasson
saxafónn. Með þeim til Hol-
lands fer Jón Steinþórsson
sem sér um hljóðblöndun.
Ársel - vinsældalisti
■ Þá hefur vinsældalistinn úr félagsmiðstöðinni Árseli í
Árbæ göngu sína á síðunni og ekki eftir neinu að bíða.
Tölurnar innan sviga tákna í hvaða sæti lagið var í vikunni á
undan, hafi einhver ekki áttað sig á því.
1 (1) Save A Prayer..................................Duran Duran <
2 (3) Sexcrime.....................................Eurythmics
3 (13) Power Of Love.......................Frankie Goes To Hollywood
4 (11) Chauffer......................................Duran Duran
5 (4) Búkalú.........................................Stuðmenn
6 (2) One Night In Bankok............................Murrey Head
7 (14) Like A Virgin...................................Madonna
8 (6) LoverBoy.......................................Billy Ocean 4
9 (8) Húsið og ég......................................Gralik
10 (5) Shoot Your Shot..................................Divine
Villtu drengirnir í Duran Duran biðjandi á svip, en þeir
tróna í efsta sæti vinsældalistans í Arseli.
LESENDA „POPP“
Kæri Poppfréttaritari.
■ Erðanúmúsik vill fá að
koma eftirfarandi á framfæri
á poppsíðunni „NýrTaktur-
Gömul Sveifla“:
1) Svart Hvítur Draumur er
engan veginn úr Keflavík!
Vegna þeirra leiðu mistaka og
hugsunarleysis að segja
hljómsveitina Svart Hvítan
Draum úr Keflavík á síðustu
poppsiðu verðum við hér að
gripa í taumanna svo að
hljómsveitin fái ekki stimpilinn
„dreifbýlisband" á sig. Stóri
sannleikurinn i málinu er nefni-
lega sá að hreiður hljómsveit-
arinnar er staðsett i hjarta
alheimssins, djúpt í iðrum
svefnbæjarins Kópavogs. Já,
það skiptir miklu máli í hvora
Keflavíkina maður nær. Þeir
sem skipa þessa tónelsku
stóriðju eru sem endranær þeir
Gunnar Lárus Hjálmarsson,
Guðjón S. Birgisson og Hauk-
ur Valdimarsson. Þó að útlitið
í rokk og ról bransanum sé allt
annað en bjart þessa stundina
lítur hljómsveitin björtum aug-
um á framtíðina og stefnir að
því að halda upp á þriggja ára
afmæli sitt bráðlega með bæði
pomp og pragt (og þó aðallega
pomp.)
2) Tíu „óháðar" hljomsveitir
á tónsnældu - „Rúllustig-
inn“.
Rokk sjóræningjarnir í ERÐ-
ANÚMUSIK vilja vekja athygli
á útkomu tónsnældunnar
„Rúllustiginn" sem fyrst kom
út í september s.l. en hefur
verið uppseld þar til nú fyrir
nokkrum dögum. Þessi níu-
tíumínútna tónsnælda inni-
heldur tuttugu og sjö lög með
tíu íslenskum hljómsveitum
sem allar eiga það sameigin-
legt að vera underground eða
með hálfan hausinn upp úr
poppmarkaðarsjónum. Hljóm-
sveitirnaQ eru: VONBRIGÐI,
FAN hOUTENS KOKO,
HANA, LOJPIPPOS OG
SPOJSIPPUS, ÁST, SVART
HVlTUR DRAUMUR, JÓI Á
HAKANUM, SLAGVERKUR,
HÁVEGUR 1 og SPILLIKOTT-
UR. Spólan er fáanleg í
GRAMMINU við Laugarveg á
ótrúlega lágu verði. Glæsileg-
ur kynningarbæklingur fylgir í
kaupunum. Spólan hefurfeng-
ið mjög jákvæðar viðtökur i
ýmsum erlendum poppritum
og fanzinum og eru gagnrýn-
endur hrifnastir af því að
vita hvað skapandi og ferskt
músíklífið hér er..? (til um-
sjónarmanns: Hvernig væri nú
að fara að skrifa dóma um
snældunna. Hún hefur að ég
best veit borist þér fyrir löngu
síðan... ef hún er týnd eða
eitthvað hafðu þá samband og
spólan verður þín.)
Fyrirfram þakkirf.h. Erðanú-
músik, Gunnar Hjálmars-
son.
Svar um hæl
Umsjónarmaður Nýs taktar
þakkar ágætt bréf og biðst
auðmjúklega afsökunar á þvi
að hafa ruglast á hrepps-
félögunum fyrir sunnan borg-
armörkin. Hvað varðar snæld-
una þá hef ég aldrei barið
hana augum og hún eflaust
týnd og tröllum gefin. En ég
bíð spenntur eftir sendingu...
Eftir að Gunnar hefur riðið á
vaðið með bréfaskriftum til s íð-
unnar er ekki úr vegi að hvetja
I aðra lesendur til að fylgja for-
1 dæmi hans. Það er til fullt af
hljómsveitum sem eru að gera
nýja hluti í bílskúrum og
skúmaskotum hér og þar og
ástæðulaust annað en láta í
sér heyra. Vel kemur líka til
greina að segja frá öðrum
hlutum, gagnrýna allt og ekkert
og svo frv. Semsagt boltinn er
gefinn fyrir..
■ Svart Hvítur Draumur á
Borginni á dögunum. Sveitina
skipa Gunnar Lárus
Hjálmarsson, Guðjón S.
Birgisson og Haukur
Valdimarsson.
NT-mynd Ari.