NT

Ulloq

NT - 02.02.1985, Qupperneq 22

NT - 02.02.1985, Qupperneq 22
Laugardagur 2. febrúar 1985 22 Tournoi de France: Hvers vegna tap gegn Frökkum? maður. Leikurinn þróaðist svo á þann veg að Kristján Arason var sama sem tekinn úr umferð hægra megin, þannig að mjög erfitt var að koma boltanum inn í hornið til Þorgils Óttars og það veikti enn hægri vænginn. Sóknir íslenska liðsins komu því flestar frá vinstri. Það er hugsanlegt að það hafi verið mistök að hvíla ekki Kristján um tíma, til að losa um hægri vænginn og gefa Valdimar Grímssyni ekki tæki- færi, en hann er einmitt hægri horna maður og sá eini sem er með landsliðinu nú þar sem Bjarni Guðmundsson er fjarri góðu gamni. Það hefði allavega mátt láta hann leika með í sókninni þó einhver annar hefði skipt við hann í vörni Jón H. Karlsson, einn af fararstjórum íslenska liðsins, sagði í samtali við blaðamann NT í gær að Bogdan landsliðs- þjálfari ynni eftir ákaflega sterkum grundvallarreglum. Ein af þeim væri að gefa nýliða ekki tækifæri til að leika leik sem væri svo jafn að aldrei skildi meira en eitt mark til eða frá. Þess vegan hefði Valdimar ekki komið inná. „íslenskur þjálfari hefði mjög líklega tekið þessa áhættu en þetta brýtur algerlega í bága við grundvallarstefnu Bogdans." í fimmta lagi má kannski nefna þreytu og jafnvel ofþjálf- un á íslensku handknattleiks- mönnunum. Allt frá því í haust hefur liðið leikið mjög stíft og æft af miklu kappi, skemmst er að minnast keppnisferðarinnar til Danmerkur og Noregs í desember og leikjanna gegn Svíum strax eftir heimkomuna. Síðan tók við mjög ströng keppni í íslandsmótinu og leik- ir í Evrópukeppnum hjá mörgum. Leikmenn landsliðs- ins hafa því fengið lítil frí frá keppni og æfingum og sá stutti tími sem aflögu hefur verið hefur farið í aukna vinnu í námi eða starfi sem að sjálf- sögðu hefur verið witrækt meðan á keppnisferðalögum stendur. Blaðamaður NT ræddi þetta mál við nokkra leikmenn ís- lenska liðsins í fyrrakvöld, eftir leikinn gegn Frökkum, og tóku þeir mjög undir það að á köfl- um væri þetta mjög erfitt og stundum lægi við að það væri ekki lengur eins gaman að þessu. Hinsvegar voru íslensku landsliðsmennirnir langt frá því að gefast upp, það yrði bara að bíða eftir næstu hvíld, hún kæmi þó það gæti orðið langt í hana. ■ Þorgils Óttar Mathiesen var látinn leika í hægra horninu í staðin fyrir á línunni. Bogdan vildi eltki nota nýliðann Valdimar Grímsson í stöðuna í svo tvísýnum leik. taka má saman fjórar megin ástæður fyrir tapinu ■ Sú spurning er ansi áleitin fyrir þá sem fylgjast með stór- mótinu „Tournoi de France“, hvers vegna íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Frökkum, einungis 24 klukku- stundum eftir að hafa sigrað Ungverja mjög sannfærandi. Ungverjar eru taldir með sterkustu þjóðum heims í hand- knattleik en Frakkar hinsvegar ekki. Þeir eru B-þjóð sem ís- lendingar hafa yfirleitt unnið, en þó ber þess að geta að íslenska liðið hefur aðeins einu sinni borið sigurorð af Frökkum, í Frakklandi. Það var í mars í fyrra. Það má taka saman fjórar megin ástæður fyrir tapinu gegn Frökkum. í fyrsta lagi voru svissnesku dómararnir íslend- ingum afar óhagstæðir og þar með fengu Frakkar að leika mjög grófa vörn, gátu leikið hana framarlega, og um leið tekið nánast allar skyttur ís- lenska liðsins úr umferð. Má benda á að Kristján Arason skoraði aðeins 3 mörk, öll úr vítum og Alfreð skoraði 1. Einungis Páll Ólafsson náði að skora úr langskotum en hann telst ekki meðal stórskytta liðsins, heldur sem leikstjórn- andi. í öðru lagi má nefna góðan leik franska liðsins, sem hefur sennilega sjaldan leikið betur á ferli sínum og um leið lék íslenska liðið fremur illa. í þriðja lagi var hálfgerður öldudalur hjá íslenska liðinu, það hafði leikið mjög góðan leik gegn sterkum andstæðingi kvöldið áður, en síðan kom bakslag gegn slakara liði. í fjórða lagi eru hugsanleg skipulagsmistök Bogdans landsliðsþjálfara. Bogdan lét Þorgils Óttar Mathiesen, besta línumann íslenska liðsins, leika í hægra horninu. Þaðan átti Óttar að keyra talsvert inn á línuna en leika þó sem horna- ■ Valdimar Grímsson. REYNSLA-GÆÐI LISTER um allt land! LISTER FJÁR-OG KÚAKLIPPUR KÚAHAUS EDA FJÁRHAUS Á SAMA MÓTORINN LISTER BARKAKLIPPUR FJÁRKLIPPUR EINS/ÞRIGGJA HRAÐA ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 BREIDIR KAMBAR Handknattleikssambandið: Afreksmannasjóður - til að styrkja landsliðsfólk ■ Stjórn Handknattleikssam- bandsins hefur stofnað sérstakan Af- reksmannasjóð til að styrkja þátt- töku landsliðsfólks í æfingum, keppn- isferðum og landsleikjum. Leitað verður eftir stuðningi ein- staklinga og fyrirtækja með fjárfram- lög í þennan Afreksmannasjóð. Er þetta ein af fjáröflunarleiðum sam- bandsins til að auðvelda landsliðs- mönnum og þjálfurum þess að undir- búa landsliðið sem best fyrir þátttöku á A-heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986. íslenskir landsliðsmenn í hand- knattleik eru nú meðal þeirra bestu í heiminum og árangur landsliðsins að undanförnu undir stjórn hins ágæta landsliðsþjálfara Bodgans hef- ur vakið mikla athygli erlendis. Núna fara vinsældir handknattleiksíþrótt- arinnar sífellt vaxandi um allan heim og er handknattleikur núna iðkaður í 128 löndum. íslenska landsliðið er núna talið með þeim allra bestu í heiminum svo og bestu íslensku félagsliðin. Þó svo við íslendingar séu fámenn þjóð, þá erum við stórveldi á sviði hand- knattleiksíþróttarinnar, sem af mörgum er talin meðal erfiðustu og tæknilegustu íþróttagreina sem iðk- aðar eru. Þeir sem vilja taka þátt í undirbún- ingi íslenska landsliðsins fyrir A- heimsmeistarakeppnina í Sviss 1986 með fjárframlagi í Afreksmanna- sjóðinn eru vinsamlegast beðnir um að koma framlagi sínu til skila á skrifstofu HSÍ í Laugardal. Þá munu skrifstofur dagblaðanna í Reykjavík taka á móti fjárframlögum í Afreks- mannasjóðinn frá þeim sem vilja heita á liðið núna, nái það góðum árangri í stórkeppninni í Frakklandi. Áhafnir skipa og starfsmenn fyrir- tækja geta einnig lagt framlag inn á nýstofnaðan póstgíróreikning Af- reksmannasjóðs HSÍ nr. 677760. Knattspyrnupunktar Frá Heimi Bergssyni í Englandi: ■ ...Leeds United hefur áhuga á að kaupa Marvin Day markvörð frá Aston Villa. Day hefur ekki komist í liðið síðan Nigel Spink komst í form og fór fram á sölu. Leeds bauð 35 þús. pund í hann og er næstum víst að hann fari til liðsins. Leeds ætlar sér stóra hluti og ekkert nema 1. deildar sæti á næsta ári. Hefur liðið í því sambandi reynt að ná í Kevin Brinkell frá Grimsby og bauð fyrst í hann 150 þúsund pund en hefur nú hækkað það boð með því að bjóða leikmann í milligjöf... ...Áston Villa vill fá Neil Webb frá Portsmouth en enn skilur mikið á milli þess sem Villa vill borga og þess sem Portsmouth vill fá... ...Chelsea vann hlutkesti eftir leikinn við Sheffield We- dnesday og mun næsti leikur liðana í mjólkurbikarnum verða á Stamford Bridge...

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.