NT - 02.02.1985, Page 24
—
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
■ Alfreð Gíslason lék mjög vel í seinni hálfleik á móti ísraelsmönnum í gærkvöldi eins og aðrir leikmenn liðsins. Alfreð skoraði 5 mörk
í leiknum, Þorbergur skoraði einnig 5 en Kristján Arason gerði 6 mörk og öll í fyrri hálfleik.
Tournoi de France:
Sagt eftir leikinn:
Guðjón
Guðmundsson:
Frá Samúcl Emi í Frakklandi:
■ Guðjón Guðmundsson
liðsstjóri íslenska liðsins
sagði eftir leikinn: „Við
hvíldum lykilmenn í þess-
um leik sem var nauðsyn-
legt vegna þess að við höf-
um fáa leikmenn. Við
höfðum 10 marka forskot
um tíma og þá var ekki
spurning um úrslitin lengur
og sjálfsagt að leyfa öllum
að spreyta sig.
Ég skil alls ekki hvernig
íslenska landsliðið hefur
farið að því að tapa fyrir
þessum ísraelsmönnum.að
minnsta kosti tvisvar i
heimsmejstarakeppninni..."
Valdimar
Grímsson:
Valdimar Grímsson,
sem lék sinn fyrsta lands-
leik sagði:
„Það var virkilega gam-
an að taka þátt í þessu,
þetta er fyrsti leikurinn sem
ég kem inná í. Ég hef ekki
kynnst því áður að leika
með svona sterkum leik-
mönnum í öllum stöðum.
Ég er ánægður með minn
hiut, að vísu óánægður
með eitt færi sem ég mis-
notaði, en í heild held ég
að ég hafi komist ágætlega
frá leiknum.
Ég bjóst heldur við því
að fá að leika í þessum
leik, það var búið að tala
um það fyrir leikinn, en
samt er maður aldrei ör-
uggur um að fá að leika
fyrr en maður kemur
inná."
Búningarnir komu
í tæka tíð, en...
Til Bourg kom ígærkvöldi
íslensk stúlka, Ellý Sigfús-
dóttir, sem vinnur á vegum
DHL á íslandi, með hvíta
búninga frá Henson sem
hann sendi express vegna
búningahvarfsins í London
um daginn. Hún náði í
tæka tíð fyrir leikinn en því
miður var ekki hægt að
nota þá því íslenska lands-
liðið er samningsbundið
Hummel fyrirtækinu og má
því ekki leika í öðrum
búningum.
Léttur sigur á Israel
Allir íslensku leikmennirnir fengu að spreyta sig - Valdimar Grímsson lék sinn fyrsta leik og stóð sig vel
Atli til Lyon?
Frá Samúel Krni í Frakklandi:
■ íslendingar sigruðu ísra-
elsmenn í handknattleik í gær-
kvöldi í Frakklandi með 24
mörkum gegn 17, eftir að stað-
an hafði verið 11 mörk gegn 5
íslandi í hag í hálfleik.
íslenska liðið lék einni hæð
fyrir ofan það ísraelska og
stakk það algerlega af í síðari
hluta fyrri hálfleiks. Leikurinn
virtist vera í járnum framan af,
og eftir tíu mínútna leik var
staðan jöfn 4-4. f>á áttu ís-
lensku leikmennirnir góðan
sprett og breyttu stöðunni í
10-4, og munaði þar mest um
stórleik Kristjáns Arasonar og
einnig lék Jakob vel, reyndar
allt liðið í heild. Ellefta mark
íslenska liðsins skoraði Alfreð
Gíslason úr víti, og var það
hans fyrsta mark í leiknum.
í síðari hálfleik var þeim
Kristjáni, Einari markverði og
Þorgils skipt útaf, en engu að
síður lék íslenska liðið mjög
vel, og breytti stöðunni í 16-6,
og hafði síðan yfir 18-7. Þá
kom mjög slakur kafli hjá ís-
lensku strákunum og fjögur
ísraelsk mörk litu dagsins Ijós,
og staðan breyttist í I8-Il.
Eftir þetta var jafnræði með
liðunum, og þróaðist leikurinn
þannig að þessi munur hélst
nær alveg til leiksloka, og má
nefna tölur eins og 20-14,22-15
og lokatölur leiksins urðu eins
og áður segir 24 mörk gegn 17
íslendingum í hag.
íslenska liðið var miklu
betra heldur en það ísraelska í
þessum leik, og ef undan eru
skildar fyrstu fimmtán mínútur
leiksins var aldrei spurning
hvernig leikurinn færi.
Kristján Arason, Þorgils
Óttar Mathiesen, Einar Þor-
varðarson og Jakob Sigurðsson
léku allir mjög vel í fyrri hálf-
ieik og í síðari hálfleik var
leikurinn borinn uppi af þeim
Þorbergi Aðalsteinssyni, Al-
freð Gíslasyni, Valdimar
Grímssyni, Páli Ólafssyni og
Geir Sveinssyni, sem lék allan
leikinn. Valdimar Grímsson
lék sinn fyrsta landsleik, og
komst vel frá honum, skoraði
tvö mörk.
Ef á heildina er litið, er
óhætt að segja að fimmtán
marka sigur íslands, hefði ekki
verið ósanngjarn, ef íslenska
liðið hefði leikið jafn vel allan
leikinn og það gerði um miðbik
hans. Bogdan landsliðsþjálfari
hefur sjálfsagt viljað hvíla sína
menn, þar sem dagskráin er
ströng, og ekki mikið um hlé.
ísraelska liðið var frekar
slakt í þessum leik, og var
skipað frekar smávöxnum
leikmönnum, sem voru tækni-
lega séð góðir, en þá vantaði
kraft til þess að ráða við ís-
lenska liðið, og áttu oftast ekki
erindi sem erfiði,
Mörk íslenska liðsins gerðu:
Kristján Arason 6 (2v), öll í
fyrri hálfleik, Þorbergur Aðal-
steinsson 5, Alfreð Gíslason 5
(lv), Sigurður Gunnarsson 3,
Valdimar Grímsson 2. Þessir
gerðu eitt mark: Jakob Sig-
urðsson, Þorgils Óttar Mathi-
esen og Geir Sveinsson.
Einar Þorvarðarson varði
sex skot í fyrri hálfleik og fékk
á sig 5 mörk en Jens Einarsson
varði fimm skot í síðari hálf-
leik, og fékk á sig tólf mörk.
Frá Samúel Erni í Frakkiandi:
■ Sigurður Gunnarsson
lcikur ekki fleiri leiki með
íslenska landsliðinu í
Frakklandi að þessu
sinni. Hann fór snemma í
morgun til Spánar til
móts við lið sitt Corna
Tres de Mayo sem á leik
gegn Valencia á sunnu-
dagsmorgun.
íslenska liðsstjórnin reyndi
allt sem hún gat til að fó Atla
Hilmarsson fró Þýskalandi til
liðs við landsliðið, enda eni úti-
spilarar nú aðeins 9 þegar Sig-
urður er farinn.
Það kemur ekki í Ijós fyrr en í
dag hvort Atli getur komið og þó
í leikinn gegn Tékkum ó sunnu-
daginn.
sntnvitiHH
StíLUBOÐ
...vöruverÖ í lágmarki