NT - 10.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 10.02.1985, Blaðsíða 2
Sunnudagur 10. febrúar 1985 2 ■ Á laugardaginn kemur, þann 16. febrúar, hefst Söguspaug '85, Hérerum að ræðagleðiböggul sem Hótel Saga býðurþeim er kunna að meta glens og grín og góðan mat. Eins og margir muna var svipuð uppákoma á Sögu í fyrra og mæltist hún vel fyrir. Boðið er uppá tvær mismunandi máltíðir senr samanstanda af þremur lj úffengum réttum. Eftir matinn er svo kabarettsýning þar sem grínararnir, Jörundur, Laddi. Pálmi, og Örn, fara á kostum á hringsviðinu. Að lokum er svo klikkt út með bráðfjörugu dansiballi. Af þessu tilefni brá NT sér á Hótel Sögu, en þar eru kabarett æfingar í fullurn gangi. Aðspurðir sögðu grínararnir að æfingar hefðu gengið vel - eftir atvikum. Þeir hafa þó haft í ýmsu öðru að vafstra ogeru ýmist á æfingum eða á sýningunr hjá leikhúsum í borginni. Þaðer því lítiðum svefn hjá þeim félögum um þessar mundir og þeir verða að láta scr nægja kríu milli atriða. Það er greinilega ekkert grín að vera grínari. Þrátt fyrir það voru þeir hressirog inæltu með sýningunni. „í fyrrinótt til dæmis, ranglaði hér inn Ameríkani í náttslopp þegar við vorum að æfa með hljómsveitinni og spurði hvort hann mætti fylgjast með. Við héldum það nú og þó að hann skildi ekki orð í íslensku heilluðum við hann upp úr inniskónum. Þú gctur þá rétt ímyndað þér hvernig þetta verður fyrir þá sem skilja íslensku." Gísli Rúnar leikstýrir og samdi textann ásamt grínurunum. Gísli Loftsson sér um hljóðið en Jói í Óperunni um Ijósin. Mikið er um söng og smellna texta. en allar útsetningar og kabaretthljómsveitarstjórn annast Vilhjálmur Guðjónsson. „Annars er kabaretthljómsveitin eiginlega innhverfan af hljómsveit Magnúsar Eiríkssonar", cins og Gísli Rúnar orðaði það," því þegar dansleikurinn byrjar hættir hún að vera kabaretthljómsveit og breytist í hljómsveit Magnúsar Eiríkssonar." Urn þessar mundir er Hótel Saga að taka í notkun nýjan Ijósabúnað, sem mun vera einn sá fullkoinnasti hér á landi og gerir Súlnasalinn að hinum ákjósanlegasta stað fvrir kabarett sýningar. Ekki ætti það að draga úr áhrifamætti hinna fjölbreyttu brellibragða sem kreppubófaklæddir grínarar viðhafa á hringsviðinu. Ef dæma má út frá vinsældum Söguspaugs '84 er trúlegt að rnenn fjölmenni líka í ár, enda mun nú farið að styttast í að uppselt sé á fyrstu sýningarnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.