NT - 10.02.1985, Blaðsíða 6

NT - 10.02.1985, Blaðsíða 6
Sunnudagur 10. febrúar 1985 6 Ragnhildur: „Bók sem sækja má lil bjarlsýni og sálarró.“ Magnús: „Þannig fengi ég mestu samfelluna. Indridi: „Orðinn dálílið leiður á skáldskapnum. „Tæki með mér sálmabókina“ - segir frú I Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra ■ „Ég veit varla hverju svara skal, enda kemur ekki fram í spurningunni hve dvölin á eyöi- eynni ætti aö vera löng,“ segir frú Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra. „En af bókum mundi ég af öllum bókurn velja sálmabókina.“ Þaö má segja að þetta val skýri sig sjálft, en ég get samt bætt við að þar sem búast má við að sæki að manni kvíði og við slíkar kringumstæður er sálmabókin bók sem sækja má til bjartsýni og hugarró. En auk þess, býst ég við að þar sem maður þyrfti að hafa með sér ýmsan farangur í útlegðina væri líka gott að velja bók sem lítið fer fyrir. „Vildi fá að hafa með mér útvarpstæki“ - segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri H „Ég mundi bara alls ekki geta hugsað mér að ein bók nægði mér til afþreyingar í heilan mánuð í útlegð,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands. „Ég mundi vilja fá að hafa með mér útvarpstæki. Ja, það er af því að þannig fengi ég mestu samfelluna í afþreyingu og ég þekki enga bók sem tæki því fram! „Kassa með drasli,“ — segir Indriði G. Þorsteinsson VVSI dve\]a _ dvevja „ okkut, *twW^ð í mánuð-- kBesM íat'nL e'mbvevs v*. sem vs>u - E0 «sev itt et , ævt\ °& \ , hvaða v ^ tW að 'esa ' ogbáðum nVrvetia &oða 'en“ ' SStíS—■ -—" r ■ „Ég held nú ekki upp á neina sérstaka bók svo mikið að ég vilji nefna hana sérstak- lega," sagði Indriði G. Þor- steinsson, rithöfundur, þegar við lögðum spurninguna fyrir hann. „Ég sakna að nú er ekki um að ræða neina erlenda höfunda sent maður er afskap- lega hrifinn af, eins og þegar maður var ungur. Núna er það helst þessi Marques, - Suður- Ameríkumaðurinn, og svo Graham Greene, sem er enn að. Þetta er ákaflega strjáll skógur sem maður hefur fyrir augunum. Auðvitað les ég innlenda höfunda, en þar er enginn einn í meira uppáhaldi hjá mér en annar, svo ég geti nefnt hann .sérstaklega heldur. Það eru þá menn sem skrifa fróðleik og aðrar upplýsingar, sem ég hef gaman af, en þeir eru svo margir að ekki er hægt að tiltaka einn öðrum fremur. Já, það er svo með skáld- skapinn að ég er orðinn dálítið þreyttur á honum, þessu sem maður veit að er hreinn tilbún- ingur eða hugarórar. Ætli ég mundi því ekki taka með mér einhvern samtíning, sitt úr hverri áttinni, eða „kassa með drasli,“ eins og það heitir, þegar maður er að taka til hjá sér. Einn á eydiey

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.