NT - 10.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 10.02.1985, Blaðsíða 8
Sunnudagur 10. febrúar 1985 8 Samtal ■ Er hægt art lesa persónuleika manna úr j»anjp himintunj>la við fæðingu þeirra? Eara skýringar stjörnu- spekinga saman við skýringar sálfræöinga á persónu- leikanum? Til að fá svör við þessum og miklu lleiri spurninguin um þetta efni fengum við þá Sigurjón Bjiirnsson sálfræð- ing og Gunnlaug (iuðmundsson sem er kunnáttumaður í stjörnuspeki til að ræða saman um sálarlræði og stjiirnu- speki. Sanitalið seni var tekið upp á segulband fór fram í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum Félagsvísindadeildar. Sigurjón Björnsson er einn af helstu fræðimönnum okkar í sálarfræði og sem prófessor í sálarfræði hefurátt mikinn þátt í skipulagningu deildarinnar auk umfangsmikilla fræði- starfa. Gunnlaugur Guðmundsson á ekki akademískt nám að baki í venjulegum skilningi þess orös en hcfur engu að síður stundað fræðigrein sína, stjörnuspekina, af kappi síð- astliðin átta ár. Meöal annars hefur hann lagt stund á rann- sóknir á stjörnukortum og vinnur nú við að reikna út slík kort fyrir þá sem þess óska. Flestir kannast við stjörnu- merkin svo sem Ijónið og vatnsberann en þeir eru tærri scm kunna að lesa persónu- leika manna úr stöðu stjarn- anna við fæðingu þeirra. Þeir eru líka margir sem telja sig góða mannþekkjara og hugtök sálarfræöinnar eru gjarnan notuö manna á meðal þó svo aö ekki sé mikilli þekk- ingu fyrir að fara á persónu- leikasálarfræði. Við báðurn því Sigurjón og Gunnlaug að skilgreina í stuttu máli viðfangsefni þessara fræðigrcina sem í fljótu bragði virðast ólíkar. Sálarfræði er jú almennt viðurkennd vísinda- grein á meðan stjörnuspckin er af mörgum talin hjátrú og jafnvel hreinasta bull. Gunnlaugur: „Það eru til niargar tegundir af sljörnu- speki enda eru fræði þessi ekki ný af nálinni og hafa verið stunduð af ólíku fólki í ólíkum löndum. Almennt má þósegja að sú tegund stjörnuspekinnar sem lýtur að persónuleika mannsins fáist við það að lýsa manninum samkvæmt ákveðnu kerfi. Venjulegast er þó ekki urn tæmandi lýsingu að ræða þannig að hægt sé að segja: Þú ert svona og þessi er hinsegin. Ég bendi fólki oft á að nær sé að líta á stjörnuspek- ina sem tæki til að skoða rrianninn í hcild sinni. í kerfi þessu eru ákveðnir grunnþætt- ir sem maðurinn er skoðaður út frá svo sem vatn, cldur, jörð og loft. Merkjunum er einnig skipt upp í jákvæð og neikvæð merki eða það að vera inn á við og út á við. Einnig frumkvæði, stöðugleika og brcytilcika. Þegar persónuleiki manna er skoðaður eru cinnig lögö til grundvallar hugtök eins og sjálfvilji og lífsorka, tilfinning- ar og daglegt hegðunarmunst- ur. Maöurinn er einnig skoðaður með tilliti til rök- hugsunar, ástártilfinningar, hvataorku og þess hvernig okkur gengur að aðlaga okkur umhvcrfi okkar svo og tak- mörk cða landamæri okkar, ytra fas og framkoma. Það má ef til vill orða þetta þannig að stjörnuspekin fáist við að skilgreina þaö ástand sem maðurinn er í og hugsan- lega vcginn fram undan. Það er þó gengið út frá frelsi mannsins til að hafa áhrif á líf sitt og að vinna með það." Sigurjón: „Hvað persónu- leikasálarfræði snertir þá fer ekki á milli mála að hún á ýmislegt sameiginlegt hinni svokölluðu stjörnuspeki. Að vísu er um að ræða margar persónuleikakenningar en það skilst mér að finna niegi einnig í stjörnuspekinni. Að sumu leyti er um að ræða sameigin- legan grundvöll svo sem í þcim kenningum sem kenndar eru ■ Tengsl sálarfræðinnar við ýmis konar dulspeki hefur oft verið gagnrýnd. Á myndinni eru þessi tengsl undirstrikuð þar sem stjörnuspekingurinn heilsar vísindamanninum með innilegu handtaki. ■ Gunnlaugur Guðmundsson sem stundar rannsóknir í stjörnuspeki ræðir hér við Sigurjón Björnsson prófessor í sálarfræði ásamt blm. NT. við Carl Jung. Almennt má segja að persónuleikasálar- fræði fáist við að lýsa mannin- um en mismunurinn á kenning- unum liggur í því út frá hverju er gengið og hvaða hugtök eru notuð. Bæði Jung og Freud leituðu til dæmis báðir til þjóðfræðinnar og sóttu hugtök sín í menningarlega fortíð þjóðanna. Á seinni tímum hef- ur þetta svo verið gagnrýnt og menn hafa sagt að hér væru á ferðinni kenningar sem byggð- ar væru á óljósum hugmyndum og jafnvel hugarórum. Það vill þó brenna við að aðrir fræði- ntenn hafi notað sömu hugtök- in og það tekið þá gott og gilt. Mér dettur til dærnis fræðimað- urinn Eysenck í hug en hann hefur útbúið próf til að mæla það hvort menn væru það sem kallað er introvert eða extro- vert. annað hvort opnir eða lokaðir. Hér er um að ræða sömu hugtök og Jung og fleiri notuðu og hafa verið mikið gagnrýnd í gegnum tíðina. Um leið og farið er að mæla þetta með einhvers konar prófi þykir það gilda öðru máli. Innan sálarfræðinnar er ekki til neitt einhlítt svar við því hvað mótar persónuleika okkar. Það virðist þó vera eins konar nauðsyn hjá manninum að samhæfa alla starfsemi sína undir eina stjórn, að maðurinn starfi sem ein heild. Ef kenn- ingar sálarfræðinnar um per- sónuleika eru skoðaðar sem heild þá eru áhrifaþættir erfða og umhverfis fyrirferðamestir hvað snertir mótun persónu- leikans. Hvernig við skilgrein- um unthverfi er svo aftur ann- að mál og þar gætu þessar tvær greinar sálarfræðin og stjörnu- spekin verið farnar að nálgast hvor aðra." Blm: „Flestar kennslubækur í sálarfræði byrja á því að undirstrika það að sálarfræði sé vísindi. Er stjörnuspekin vísindi?" Gunnlaugur: „Um þetta eru nokkuð skiptar skoðanir en almennt held ég að ekki sé talað um stjörnuspekina sem slíka. Persónulega er mér nokkuð sama. Það mætti ef til vill kalla hana sambland af listum og vísindum. Það hefur á engan hátt verið hægt að sýna fram á það að gangur og staða himintunglanna hafi áhrif á persónuleika okkar þó svo að við sem við þetta vinn- um teljum okkur finna greini- lega ntun á mönnum eftir því í hvaða merkjum þeir eru fæddir. Þetta er mér í rauninni nægilegt. Á meðan ég verð

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.